Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HANN VAR í bráðri lífs- hættu. Hann sat á milli lestarteinanna og risa- vaxin lestin stefndi á hann með ógnarhraða. Hann trúði ekki sínum eigin augum. I stað þess að stöðva í hæfilegri íjarlægð þejrttist hún á móti honum og eft- ir andartak yrði hann undir henni iimlestur og dauður. Það var að- eins eitt til bragðs að taka, hlaupa eins og andskotinn sjálfur í burtu. Hann orgaði upp yfir sig, spratt úr sætinu og hljóp upp ganginn í Austurbæjarbíói, út um salardyrn- ar og út á Snorrabraut og alla leið heim til sín. Stelpan sem passaði hann hljóp á eftir honum út úr bíóinu en hafði ekki möguleika á að ná honum. Hann var horfinn upp Snorrabrautina með eldspú- andi lestina á hælunum. Sigurður Sverrir Pálsson var fjögurra ára og þetta voru hans fyrstu kynni af bíómyndum. Tímamótamynd Sigurðar Sverris Hann upplifði það sama og fólk gerði á upphafsárum kvikmynd- anna um síðustu aldamót og fann sömu spennuna og skelfinguna gagnvart hinu nýja blekkingar- tæki. Hann gleymir aldrei þessum fyrstu áhrifum af bíómynd og síðan hefur hann lært að treysta fyrstu viðbrögðum sínum. Hann hefur fyrir löngu tekið kvikmyndirnar í sátt og mikið meira en það, Sigurð- ur Sverrir hefur verið einn fremsti og besti kvikmyndatökumaður ís- lendinga frá því hann kvikmyndaði Land og syni í upphafi íslenska kvikmyndavorsins. Eftir hana tók hann Punkt, punkt, komma, strik, þá Útlagann svo Gullsand, Eins og skepnan deyr, Sódómu Reykja- vík og Skýjahöllina. Tvær nýjar myndir, sem frum- sýndar eru í haust, Tár úr steini, sem þegar hefur verið frumsýnd í Stjömubíói, og Benjamín dúfa, sem sýnd verður á næstunni, eru tekn- ar af honum. Þær eru þá orðnar níu í allt íslensku bíómyndirnar sem Sigurður Sverrir hefur kvik- myndað. Tárið, eins og mynd Hilm- ars Oddssonar um tónskáldið Jón Leifs er kölluð, er tímamótamynd á ferli kvikmyndatökumannsins. Hann segir að hann hafi upplifað hana eins og ákveðna frelsun og að kvikmyndagerð hans verði aldr- ei söm eftir hana. Ekki þannig að hann gangi í sértrúarsöfnuð. Þetta er spurning um liti fyrst og fremst. Litur Sig- urðar Sverris hefur alla tíð verið blár, mjúkur og hlýr íslenskur blár litur sem fær hjartað til að slá hraðar þegar hann sér að hann hefur náð að galdra hann á hvíta tjaldið. Liturinn í Tárinu er gulur og vinnan með þennan gula lit hefur gerbreytt list Sigurðar Sverris svo það verður ekki aftur snúið. Við hittumst og ræddum umbyltinguna dagspart í Norræna húsinu yfir kaffibolla, feril Sigurð- ar Sverris, kvikmyndadelluna, nýju myndirnar hans tvær, hvernig hann langar að finna sér meira að gera jafnvel erlendis og hvemig gult útilokar blátt. Alltaf í bíó Hann ætlaði annaðhvort að ger- ast arkítekt eða bóndi enda var hann mikið í sveit á sumrin. „Kvik- myndatökumaður er ágætur milli- vegur þama á milli,“ sagði Sigurð- ur Sverrir. „Hann fæst við náttúru og strúktúr. Ég var alltaf í bíó eins og unglingar yfirleitt og byij- aði fljótt að skrifa hjá mér ýmsar upplýsingar um myndir sem ég sá mér til gamans og í menn'taskóla var ég farinn að liggja yfír bíó- myndunum og sækja kvikmynda- klúbba. Ég keypti 8 mm upptöku- vél og kvikmyndaði hluti í kringum mig, skólastarfið og þess háttar. Fyrsta leikna myndin sem ég gerði á hana hét Nóttin og var undarleg sakamálamynd sem ég tók með tveimur vinum mínum í húsgagna- verslun í kjallaranum á Kjörgarði á Laugavegi. Hún var um innbrots- þjóf og næturvörð." ÆVISTARFIÐ ENDURMETIÐ; SIGURÐUR SVERRIR VIÐ UPPTÖKUR Á TÁRI ÚR STEINI. BIOMYIMDIR SIGURÐAR SVERRIS UTLAGINN ÚTLAGINN. LAND OG SYNIR. GULLSANDUR. Þetta var um miðjan sjöunda áratuginn og árið 1967 fór Sigurð- ur Sverrir til kvikmyndanáms í Bretlandi í London Film School, sem þá hét Lpndon School of Film Technique. „Áður en ég bytjaði í skólanum fannst mér leikstjómin ekki vera neitt mál en ég gat ekki séð hvernig ýmis tæknileg atriði voru leyst, taka og lýsing, og ég fékk áhuga á því. Þegar ég fór út í skólann lagði ég megináhersluna á kvikmyndatöku.“ íslendingar voru á þessum árum að sækja sér menntun í kvikmyndagerð þótt hún væri ekki burðug heimafyrir og á meðal manna sem höfðu sótt skól- ann á undan Sigurði Sverri voru Reynir Oddsson, Gísli Gestsson og Vilhjálmur Knudsen. „Þetta var náttúrlega geggjun. Maður hafði trú á að hér væri hægt að gera eitthvað og föðurlandsástin var svo mikil að manni datt ekki_ í hug annað en að vinna hér. Ég veit ekki hvað ég var að hugsa. Þetta var tóm della.“ Sjónvarpið hafði þá starfað í fáein ár og Sigurður Sverrir komst þar inn sem klippari, síðar varð hann tökumaður og loks dagskrár- gerðarmaður, og sagðist hafa fengið „ómetanlega reynslu í sjón- varpinu sérstaklega fyrstu árin sem klippari og tökumaður. Ég hef alltaf verið áhugamaður um klipp- ingu sem er mikilvægt fyrir töku- mann því hann er í raun sífellt að klippa. Ég hef lagt á það mikla áherslu með mínum leikstjórum að vita hvernig atriði verða klippt og þannig finnst mér best að vinna. Hlutverk tökumannsins er ekki síst að sjá hvernig takan kemur út í klippingu það er að segja í sam- hengi því bíómynd er ein heild, ekki einstök skot. Það er þetta samhengi sem er kannski erfiðast að sjá á upptökustiginu og að geta haldið því i gegnum alla myndina. Þetta er svipuð staða og leikarinn er í sem þarf að halda sínum kar- akter út alla myndina þótt hún sé tekin á löngum tíma og i brotum.“ Sigurður Sverrir skrifaði líka um biómyndir og gerði kvikmynda- þætti fyrir sjónvarpið. Hann byij- aði að skrifa í Alþýðublaðið og skrifaði svo í Morgunblaðið og var kvikmyndagagnrýnandi blaðsins í um áratug. „Það versta var hvað myndirnar komu seint hingað í bíóin. Þær voru tveggja og þriggja ára gamlar. En það er merkilegt með bíóið hvernig það byggist upp í manni og verður partur af manni alla tíð.“ Hann hætti hjá sjónvarpinu árið 1976 og vildi vinna sjálfstætt. Ef það gengi ekki upp var hann tilbú- inn að gefa kvikmyndastarfið upp á bátinn og ná sér í einhveija heið- arlega vinnu, eins og hann orðaði það. Hann stofnaði kvikmynda- fyrirtækið Lifandi myndir ásamt Erlendi Sveinssyni og Ólafi Ragn- arssyni en það einbeitti sér að gerð kynningar- og heimildar- mynda og árið 1979 var honum boðið að kvikmynda Land og syni sem Ágúst Guðmundsson leik- stýrði og markaði upphaf hins svo- kallaða kvikmyndavors á íslandi. „Ég hef ekki hugmynd um af hveiju ég varð fyrir valinu en ég var á lausu og þetta orsakaðist þannig.“ Bláa birtan Hún var fyrsta bíómynd Sigurð- ar Sverris og stórmál í hans aug- um. Upptökuvélin sem hann notaði var í eigu Gísla Gestssonar og var hávaðasöm svo hún þurfti að vera innan í sérstökum hljóðeinangruð- um kassa ef taka átti upp samtöl. Hún var tveggja manna tak „og vél sem maður hreyfði ekki mjög mikið. Við vorum líka með tvo tveggja kílóvatta ljóskastara úr breskum leikhúsum og fengum bíl að utan með generator til að knýja dótið áfram inni í Svarfaðardal, þar sem myndin var tekin að mestu." Þegar Sigurður Sverrir kvikmyndaði Tár úr steini voru þeir átta í kvikmyndatökudeild- inni. I Landi og sonum var Ari Kristinsson aðstoðartökumaður og einn aðstoðarmaður vann í ljósun- um._ „Ég var 14 eða 15 ár í sveit og leit á Land og syni með augum sveitamannsins í mjög rómantísku ljósi og þannig er hún kvikmynduð sem rómantísk sveitalífsmynd í fallegum dal. Þarna reyndi í fyrsta skipti á mig sem kvikmyndatöku- mann. Allir tökumenn gefa eitt- hvað af sjálfum sér í myndirnar, sínum reynsluheimi. Þetta er vinna með ljós og myndramma og hreyf- ingar en þin reynsla og prívatper- sóna er á bak við hveija töku. Tveir tökumenn mundu aldrei gera sömu myndina eins. Öll lífsreynsl- an síast inní verkið. Hvernig það gerist veit ég ekki en hún er þarna. Strax í Landi og sonum var ég búinn að átta mig á að sú birta sem ég sækist eftir er þessi sérís- lenska bláa birta. Uppáhaldstakan i myndinni er þegar Sigurður Sig- uijónsson fylgir Guðnýju Ragnars- dóttur heim í kvöldhúminu og þau kveðjast heima við hliðið. Þar er þessi einstaka bláa birta. Hún kem- ur eftir að sólin er sest og landið leggst í þennan stórkostlega bláma og hann er aðeins til á íslandi. Þetta er svo blátt land. Það er ótrú- legt hvað eru margir tónar í ís- lenska bláa litnum. Blár er alltaf talinn kaldur litur en hann getur bæði verið hlýr og kaldur. Hlýi blái liturinn er í mestu uppáhaldi hjá mér. Og það leiðir okkur að Tári úr steini. Það var mitt stærsta áfall á ferlinum þegar ég komst að því að Tárið yrði í gulum lit. Ég þurfti að endurmeta allt sem ég hafði gert fram að þeim tíma. Allt mitt ævistarf." Gulu áhrifin Tár úr steini fjallar um dvöl tón- skáldsins Jóns Leifs í Þýskalandi á uppgangstímum nasismans. Sig- urður Sverrir var ráðinn kvik- myndatökumaður myndarinnar eftir að einn fremsti kvikmynda- tökumaður heims, Pólveijinn Slawomir Idziak, hafði tekið öll útiatriði sem gerast á íslandi en horfið svo til Hollywood þar sem hann komst á samning. Hann er frægastur fyrir dálæti á gula litn- um og kom hingað með tösku fulla af sérsmiðuðum gulum fílterum en eins og Sigurður Sverrir benti á útlokar gult blátt á filmu. Blátt kemst ekki í gegn en verður svart og með útitökunum, sem voru film- aðar með þykkum gulum fílter hafði Slawomir útilokað bláa litinn úr Tárinu (það vill svo skemmtilega til að hann kvikmyndaði Bláan i trílógiu K. Kieslowskis). „Ég kynnti mér vel verk Slawomirs til; að fylgja þessu fordæmi hans,“ sagði Sigurður Sverrir. „Við þurft- um rétta gerð af fílterum sem eru glerplötur í ýmsum litum og gerð- um sem settar eru fyrir framan linsuna til að ná fram ákveðnum áhrifum. Rétta fíltersettið fannst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.