Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 B 23 4 ATVIN N U A UGL YSINGAR „Au pair“ í Ameríku Hefur þig alltaf langað að koma til Bandaríkjanna? Farðu þá á vegum fyrstu löglegu „AU PAIR“ samtakanna í Bandaríkjunum og upplifðu mest spennandi ár lífs þíns; stækkaðu vina- hópinn og hresstu upp á enskukunnáttuna. Engin samtök bjóða jafn örugga og góða þjónustu; samtökin sendu um 4.000 ung- menni frá um 20 Evrópulöndum á síðasta ári. Við bjóðum: ★ $115-$135 USD vikulega vasapeninga. ★ Ókeypis 4ra daga námskeið á hóteli í New York. ★ Aðstoð ráðgjafa allt árið. ★ $500 USD námsstyrk. ★ Ókeypis far að dyrum fjölskyldu og heim frá NewYorkog löglegaj-1 vegabréfsáritun. ★ Ókeypis $50.000 USD sjúkra- og slysatryggingu. ★ $500 USD endurgreiðslu 12. mánuðinn, ath. á meðan dvalið er úti. ★ Engin staðfestingar- eða umsóknargjöld. Hæfniskröfur: 18-26 ára. Mikil reynsla og áhugi á börnum. Bílpróf. Fáðu heimsenda bæklinga, hringdu. Linda Hallgrímsdóttir, fulltrúi á Seltjarnarn., sími 561 1183 kl. 17.00-22.00 alla daga. Elsa G. Sveinsdóttir, fulltrúi á Akureyri, sími 462 5711 kl. 9.00-22.00 alla daga. au P«*i mm „Au pair in America'' starfa innan samtakanna „American Institute for foreign study", sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni og starfa með leyfi bandarískra stjórnvalda. Eitt ár semAuPair í Bandaríkiunum er reynsla sem þú býrö að alla ævi Síðastliðin 5 ár hafa mörg hundruð íslensk ung- menni farið löglega á okkar vegum til Banda- ríkjanna til eins árs dvalar við nám og störf. Og ekki að ástæðulausu, því engin önnur samtök hjóða eins góða, örugga og ódýra þjónustu. • Allar ferðir fríar. • 32.000 krónur í vasapeninga á mánuði. • 5 daga námskeið í Washington D.C. í skyndihjálp og uppeldisfræðum. • 32.500 krónu styrkur til að stunda nám að eigin vali. • Einstök tilboð á ferðum um Bandaríkin t.d. á vegum Trek America. .. .og síðast en ekki síst. "BRING A FRIEND" Þú þarft ekki lengur að kvíða því að vera án | vinanna í heilt ár - taktu einn með þér. AuPair Homestay U.S.A. eru einu samtökin sem bjóða vinum að sækja um saman og dvelja hjá fjölskyldum á sama svæði. Erum að bóka í brottfarir í janúar, febrúar, mars, apríl, maíogjúní. AuPAIR VISTASKIPTI & NÁM ÞÓRSGATA 26 101 REYKJAVÍK SÍMI 562 2362 FAX 562 9662 i SAMSTARFIMEÐ VIÐURKENNDUM MENNINGARSAMTÖKUM iAUSTURRlKI, BANDARÍKJUNUM. BRETLANDI, DANMÖRKU, FINNLANDI, FRAKKLANDI, HOLLANDI, ÍTALÍU, NOREGI, SPÁNI, SVISS, SVÍÞJÓÐ OG ÞÝSKALANDI. Sjómenn Vélstjóra og mann vanan línuveiðum með beitingarvél, vantar á m/b Melavík sf 34. Upplýsingar gefnar í símum 478 1544 og 85 20664. Markaðsstjóri Leikfélag Reykjavíkur auglýsir laust til um- sóknar starf markaðsstjóra L.R. í Borgarleik- húsinu. Markaðstjóri sér um öll markaðs-, sölu-, kynningar- og auglýsingamál félagsins og annast tengsl við fjölmiðla. Umsóknarfresturframlengdurtil 16. október. Umsóknir skulu berast leikhússtjóra L.R., merktar: „Starfsumsókn." Leikfélag Reykjavíkur, pósthólf3390, 123 Reykjavík. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími: 5888500 - Fax: 5686270 Félagsráðgjafi Félagsrá'ðgjafi óskast til starfa í 50% stöðu í meðferðarhóp hverfaskrifstofu fjölskyldu- deildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar í Skógarhlíð 6. Staðan er laus frá 1. desember nk. Umsóknarfrestur er til 15. október nk. Nánari upplýsingar gefur Ellý A. Þorsteins- dóttir, forstöðumaður, í síma 562 5500. Tilsjónarmaður - persónulegur ráðgjafi Hér er um að ræða hlutastarf sem felur í sér að hafa tilsjón með börnum og unglingum 20-40 tíma á mánuði. Starfið felur í sér stuðn- ingshlutverk við barn eða foreldra (skv. 21. gr. laga nr. 58/1992 um vernd barna og unglinga) og fer vinnan fram bæði innan og utna heimilis barnsins. Vegna þeirra verkefna sem framundan eru, er æskilegt að karlmenn fáist til þessara starfa. Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár. Nánari upplýsingar veitir Harpa Sigfúsdóttir, félagsráðgjafi vistunarsviðs fjölskyldudeildar, í síma 588 8500, fyrir hádegi næstu daga. Söluráðgjafi - Sjávarútvegur Traust og þekkt framleiðslu- og þjónustufyr- irtæki óskar að ráða starfsmann í söludeild. Starfið • Þjónusta og ráðgjöf við viðskiptavini. • Sala og eftirfylgni. Hæfniskröfur • Reynsla af sjávarútvegi. Góð og fáguð framkoma ásamt þjónustulipurð. • Fjölbreytt menntun kemur til greina t.d. fiskvinnsluskóli, matvælafræði, tækni- eða rekstrarnám með reynslu tengdri sjávarútvegi. í boði er starf hjá traustu fyrirtæki sem leggur áherslu á áreiðanleika og gæði í öllu sínu starfi. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon frá kl. 9-12. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs hf., merktar: „Söluráðgjafi - sjáv- arútvegur" fyrir 7. október nk. RÁÐGARÐURhf STIÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK ^ 533 1800 Lögfræðingur/ viðskiptafræðingur Yfirskattanefnd óskar eftir að ráða starfs- mann til starfa hjá nefndinni. Helstu verkefni eru gagnaöflun, undirbúning- ur mála til meðferðar fyrir nefndinni og samn- ing álitsgerða. Próf í lögfræði eða viðskipta- fræði eða víðtæk þekking á skattalöggjöf er áskilin. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist formanni yfirskattanefndar, Laugavegi 118, Reykjavík, í síðasta lagi 11. október nk. Yfirskattanefnd. Sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrar- bæjar/ félagsmálastjóri Laust er til umsóknar starf sviðsstjóra/fé- lagsmálastjóra. Starfið tekur fyrst og fremst til yfirstjórnunar og samhæfingar á starfsemi eftirtalinna deilda bæjarins: íþrótta- og tómstundadeild- ar, leikskóladeildar, ráðgjafardeildar, skóla- og menningardeildar og öldrunardeildar. Umsækjandi þarf að hafa háskólapróf á ein- hverju því sviði sem tengist verkefnum þess- ara deilda og þá framar öðru á sviði félagsvís- inda í víðtækri merkingu. Hann þarf a.m.k. að hafa eitt Norðurlandamála á valdi sínu. Æskilegt er, að hann hafi þekkingu á og reynslu af stjórnun og sveitarstjórnamálum. Honum þarf að láta vel að vinna með öðrum, hafa með hendi forystu, skipuleggja verkefni og setja fram mál í ræðu og riti. Meirihluti þeirra sem sinna stjórnun og öðr- um áhrjfastörfum hjá Akureyrarbæ eru karl- menn. í samræmi við landslög og jafnréttis- áætlun bæjarins vill Akureyrarbær stefna að því að hlutur kynjanna á áhrifastöðum verði sem jafnastur og hvetur því konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Upplýsingar um starfið, kaup og kjör veita bæjarstjóri og starfsmannastjóri í síma 462-1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar í Geislagötu 9. Umsóknarírestur er til 16. október nk. Bæjarstjóri. Steindórsprent Gutenberg ehf Prentsmiður Fyrirtækið: Steindórsprent Gutenberg er traust og gróið fyrirtæki í prentiðnaðinum. Starfið: Vegna aukinna verkefna þarf fyrirtækið að bæta við sig starfsmanni í prentsmíði. Um framtíðarstarf er að ræða. Kröfur: Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á umbroti og myndvinnslu. Áhersla er lögð á snyrtimennsku, sjálfstæð vinnubrögð og stund- vísi. Upplýsingar: Umsóknareyðublöð og frekari upp- lýsingar fást hjá Ráðningarþjónustunni. Umsóknarfrestur er til 6. október. 1 RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN f Jón Baldvinsson, Háaleitisbraut 58-60 Sími 588 3309, fax 588 3659

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.