Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AUGL YSINGAR
a
Opinn stjórnmálafundur
á Grand Hótel í Reykjavík á
morgun, mánud. 2. októ-
ber, kl. 20.30.
Finnur Ingólfsson, iðnaðar-
ráðherra, talar“ um stjórn-
málahorfur í dag.
Mætum öll, allir velkomnir.
Stjórnir framsóknarfélaganna í Reykjavík.
W'
7/ Félag járniðnaðarmanna
Félagsfundur í
Félagi járniðnaðarmanna
Félagsfundur verður haldinn á Suðurlands-
braut 30 miðvikudaginn 4. október kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Félagsmál.
> Starfs- og verkefnaáætlun.
> Heimild til sölu og byggingu á orlofshúsi.
> Launakönnun.
2. Tækninámskeið fyrir félagsmenn.
> Kynning á námskeiðum í rafmagns-
fræði.
Magnús Matthíasson, tæknifræðingur.
> Stutt kvikmynd um tækninýjungar.
> Skráning á fyrsta rafmagnsnámskeiðið.
3. Önnur mál.
Kaffiveitingar að fundi loknum.
Stjórnin.
Verkefnastyrkir UIMESCO
1996-97
í fjárhagsáætlun Menningarstofnunar Sam-
einuðu þjóðanna, UNESCO, erfétil verkefna-
styrkja sem stofnanir, félög og samtök í
aðildarlöndum UNESCO geta sótt um. Þurfa
verkefnin að falla undir viðfangsefni
UNESCO á sviðið menntamála, menningar-
mála, vísinda og fjölmiðlunar. í umsókn skal
vísað til greina í verkefnaáætlun UNESCO.
Kallast þetta styrkjakerfi „Participation Pro-
gramme".
Hvert aðíldarland getur sótt um styrk til 10
verkefna og skal raða þeim í forgangsröð.
Engin trygging er fyrir því að íslenskar um-
sóknir hljóti styrk.
Styrkir eru einkum veittir til verkefna sem
geta leitt til áframhaldandi alþjóðasamstarfs.
Verkefni sem tengjast málefnum kvenna,
æskufólks, Afríku og þeim þróunarlöndum
sem verst eru sett, njóta forgangs, en þessi
svið eru forgangsverkefni UNESCO. Há-
marksstyrkur er 26.000$, en styrkir eru að
jafnaði lægri..
Styrkir eru veittir til að:
- Halda ráðstefnur og fundi, námsstefnur
og námskeið (þýðingar- og túlkakostnað-
ur, - ferðakostnaður þátttakenda, sér-
fræðiaðstoð;
- gefa út rit, einkum þýðingar á ritum
UNESCO;
- fá sérfræðings- og ráðgjafaraðstoð;
- afla tækja og búnaðar.
Styrkþegar þurfa að senda skýrslu og reikn-
ingsskil til UNESCO að verkefni loknu.
Umsóknareyðublöð fást hjá íslensku
UNESCO-nefndinni, menntamálaráðuneyt-
inu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Skila
skal umsóknum á sama stað.
UNESCO-nefndin hér á landi mun fjalla um
íslenskar umsóknir sem berast áður en þær
verða sendar til skrifstofu UNESCO í París
þar sem ákvörðun um styrki er tekin.
UMSÓKNARFRESTUR: 1. desember 1995.
íslenska UNESCO-nefndin,
29. september 1995.
Hvammstanga
hreppur
Greiðsluáskorun
Hvammstangahreppur skorar hér með á
gjaldendur sem ekki hafa staðið skil á út-
svari, aðstöðugjaldi, hitaveitugjaldi, almenn-
um vatnsskatti, aukavatnsskatti, holræsa-
gjaldi, lóðarleigu og sorphirðugjaldi álögðum
1995 eða fyrr og féllu í gjalddaga fyrir 15.
september 1995, að greiða þau nú þegar
og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetn-
ingu áskorunar þessarar. Áskorun þessi nær
einnig til viðbótar- og aukaálagningar fram-
angreindra opinberra gjalda. Fjárnáms verð-
ur krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum
eftirstöðvum gjaldanna að þeim tíma liðnum.
Með vísan til laga nr. 49/1961 um sölu lög-
veða án undangengins fjárnáms er hér með
skorað á þá gjaldendur fasteignagjalda og
gatnagerðargjalda svo og hafnargjalda, sem
eru í vanskilum, að gera skil á gjöldunum
innan 30 daga frá dagsetningu áskorunar
þessarar, að öðrum kosti verður farið fram
á nauðungarsölu á viðkomandi eignum
þeirra.
Hvammstanga 29. september 1995.
Sveitarstjóri Hvammstangahrepps.
Sll
SR-MJOL HF
Hluthafafundur
Á stjómarfundi þann 27. september sl. var
samþykkt að boða til hluthafafundar í félag-
inu miðvikudaginn 11. október kl. 14.00.
Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel
Reykjavík.
Á dagskrá fundarins eru eftirtalin málefni:
1. Tillaga um byggingu loðnuverksmiðju í
Helguvík.
2. Tillaga um hækkun hlutafjár um allt að
kr. 162.500.000. Hluthafar hefðu forkaups-
rétt til 1. nóvember 1995. Frestur til
greiðslu yrði allt að einu ári, gengi hluta-
bréfa yrði 1,80 til forkaupsrétthafa.
Tillögurnar ásamt viðeigandi fylgigögnum
munu liggja frammi á skrifstofu félagsins frá
og með 6. október nk.
Verði hlutafjáraukningin samþykkt mun hlut-
höfum send tilkynning um hlutafjárhækkun-
ina ásamt upplýsingum um nafnverð og ann-
að það sem máli skiptir við beitingu forkaups-
réttar.
Stjórn SR-mjöls hf.
A TVINNUHUSNÆ Ði
Iðnaðarhúsnæði/
skrifstofuhúsnæði
Til leigu í Dugguvogi húsnæði af ýmsum
stærðum á efri hæð og jarðhæð.
Stórar innkeyrsludyr.
Upplýsingar gefa Eiríkur eða Gunnar
\ síma 581 4410.
Skrifstofuhúsnæði
Þekkt útgáfufyrirtæki óskar eftir skrifstofu-
húsnæði til leigu. Æskileg stærð ca 7-900
fm. Einnig er óskað eftir lagerhúsnæði ca
2-300 fm. Húsnæðið þyrfti að vera laust eft-
ir 6 mánuði.
Áhugasamir sendi upplýsingar á afgreiðslu
Mbl. fyrir 9. okt. merktar: „Húsnæði -15889“.
Til leigu Hverfisgata 103
A. Skrifstofuhúsnæði 133 fm.
B. Verslunar- og/eða skrifstofuhúsnæði.
187 fm.
C. Verslunar- og/eða skrifstofuhúsnæði.
Gæti jafnframt hentað fyrir hárgreiðslu-
stofu, snyrtistofu o.fl. 112 fm.
Nánari upplýsingar gefnar í síma 552 8877
eða 552 4412. ~
Stokkseyri
Atvinnuhúsnæði til sölu eða leigu á Stokks-
eyri. Húsið er ca 280 fm með 80 fm fullgerð-
um vinnslusal. Hefur öll tilskilin leyfi til fisk-
vinnslu, hentar einnig mjög vel til kjötvinnslu
og annarrar sambærilegrar starfsemi.
Upplýsingar í síma 483-1225 eða 482-3416.
Iðnaðarhúsnæði
Til leigu/sölu nýlegt, vandað skrifstofu- og
iðnaðarhúsnæði, 840 fm, á góðum stað við
Smiðjuveg. Til afh. strax. Malbikuð bílastæði
og aðstaða fyrir gáma. Góð aðkoma.
Upplýsingar í símboða 845-8458 og í síma
562-1492.
Tij leigu
íverslunar miðstöðinni í Garðabæ
700 fm á 2. hæð. Góð lofthæð. Kjörið fyrir
félagasamtök, listagallerí, líkamsrækt, dans-
kennslu, skrifstofur eða skylda starfsemi.
Má skipta í smærri einingar. Næg bílastæði.
250 fm kjötvinnsluhúsnæði á jarðhæð, til-
búið til notkunar með kælum og frystum
(kjörið fyrir matvælaframleiðslu). Góð starfs-
mannaaðstaða og skrifstofur. Stórar inn-
keyrsludyr, góð aðkoma, næg bílastæði.
150 fm skrifstofuhúsnæði á jarðhæð. Sér-
inngangur ásamt 90 fm og 60 fm lagerhús-
næði. Til greina kemur að leigja skrifstofu-
húsnæðið og lagerhúsnæðið ísitt hvoru lagi.
Upplýsingar veitir Karl í síma 562 3585 milli
kl. 13-18, heimasími 553 9373.
SJALFSTÆÐISFLOKKURINN
FÉLAGSSTARF
Fundarboð
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akraness verður haldinn í Sjálfstæðis-
húsinu, Akranesi, fimmtudaginn 5, október nk. kl. 20.00.
Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Þór, félag launþega í
Sjálfstæðisflokknum í
Hafnarfirði
Aðalfundur Þórs verður haldinn mánudaginn 9. október 1995 og
hefst kl. 20.00.
Dagskrá.
1. Venjuleg aðalfundarstörf. •
2. Önnur mál.
Stjórnin.