Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Hversu langtgengur Paul Verhoeven?
___________________ «
Fatafellur
ÍSLENDINGAR kynntust nektardansi líklega seinastir
allra þegar fluttar voru inn danskar stelpur í baðkörum
á meðan ekkert sjónvarp var á fimmtudögum. Þær dilluðu
sér i kynferðislega æsandi uppþvottavatni undir fyrirsögn-
inni Súsí baðar sig og þóttu mikið undur söguþjóðinni.
Líkiega er ekkert baðkar í nýjustu mynd hollenska leik-
stjórans Paul Verhoevens, „Showgiris" eða Fatafellur, sem
þykir fjalla á einstaklega opinskáan máta um starf og
iðkan fatafella í gleði- og glaumbænum Las Vegas.
MYNDIN var frumsýnd í
Bandaríkjunum um
síðustu helgi og græddi rúm-
ar átta milljónir dollara
fyrstu þijá sýningardagana
sem þykir
góð byijun.
Lögð er
áhersla á að
sýna hana
sem fyrst
hér á landi
og er hún
eftir Arnold væntanleg í
Indriðoson Sambíóin
um mán-
aðamótin. Sem Hollendingur
og utanbæjarmaður í Holly-
wood hefur Verhoeven lagt
áherslu á og tekist að bijóta
ýmis tabú kvikmyndaiðnað-
arins vestra, sem að öllu
jöfnu þykist gera miklar sið-
gæðiskröfur. Það þarf ekki
nema riíja upp yfirheyrslu-
atriðið í síðustu mynd hans,
Ógnareðli, til að sjá hvert
hann stefnir og í Fatafellum
halda honum víst engin bönd.
Hann gerði myndina vísvit-
andi með það í huga að hún
fengi hinn svokallaða NC-17
stimpil bandaríska kvik-
myndaeftirlitsins
(stranglega bönnuð innan 17
ára), sem þýðir að hún er
talin vera næsti bær við
klámmynd og ýmis dagblöð
og kvikmyndahús munu snið-
ganga hana.
Það hefur ekki gerst áður
í Hollywood að 40 milljóna
dollara bíómynd frá einu af
stóru kvikmyndaverunum
hafi fengið þennan stimpil ef
frá er talin Henry og June
eftir Philip Kaufman, sem
flokkast meira undir kvik-
myndalist en hrei.na afþrey-
ingu eins og Fatafelluií. Ver-
hoeven hefur lýst því yfir að
myndin sé ekkert meira en
bara skemmtun. „Það eru
engin dýpri þemu í henni,“
er haft eftir honum. „Ég tjái
mig og geri það sem mig
langar til og vil sýna lífið
eins og það er.“
Fatafellur segir frá nítján
ára kynbombu sem fer á putt-
anum til Las Vegas og fær
vinnu sem fatafella í einni
af sóðabúllum borgarinnar,
kemst að sem nektardans-
mær við Stardust hótelið og
verður fremsta fatafella
borgarinnar með því að ryðja
þeirri sem fyrir er úr vegi í
ÓRAR eða raunveruleiki? Gina Gershon og Elizabeth Berkley í „Showgirls".
bókstaflegri merkingu.
Óþekkt leikkona, Elizabeth
Berkley, fer með hlutverk,
stúlkunnar en ein af ástæð-
unum fyrir því að Verhoeven
réð hana var hispursleysi
hennar gagnvart hlutverkinu;
hún var til í allt. Verhoeven
og handritshöfundurinn, Joe
Eszterhas, sem unnu síðast
saman við Ógnareðli, fjalla
að margra mati á mjög niðr-
andi hátt um kvenfólk, ekki
síst lesbíur, og eru ekki að
fela sína karlrembu. Konur
eru næstum alfarið naktar í
Fatafellum, sérlega grófur
talsmáti, nauðgun, ómældur
nektardans, illskeyttar sam-
kynhneigðar persónur (tvær
aðalkvenpersónurnar eru
lesbíur) og annað sem erfitt
er að nefna, veður uppi sam-
kvæmt blaðafregnum. Eins
og í Ógnareðli er ofbeldi og
kynlíf næstum eitt og hið
sama.
Sýnir myndin raunveru-
leikann í Vegas eða lýsir hún
fyrst o g fremst kynferðisleg-
um órum tveggja miðaldra
manna, Verhoevens og Eszt-
erhas? Það kemur í Ijós.
IBIO
ISLENSKA bíómyndin
79 af stöðinni hefur
undanfarnar vikur verið á
ferð um landið á vegum
Kvikmyndasafns ísiands
og sýnd í kvikmyndahús-
um í tilefni 100 ára afmæl-
is kvikmyndalistarinnar.
Eins og kunnugt er hef-
ur sýningareintakið verið
endurbætt með styrk frá
Lumiere-sjóði Media-áætl-
unarinnar og sagði Böðvar
Bjarki Pétursson, for-
stöðumaður Kvikmynda-
safnsins, að myndinni
hefði hvarvetna verið vel
tekið. Hún hefur farið um
Austfirðina og verið sýnd
á Akureyri og í Vest-
mannaeyjum og heldur
áfram um landið en er
væntanleg í kvikmynda-
hús í Reykjavík í kringum
20. þessa mánaðar.
79 af stöðinni er nú 33
ára gömul. Hún var hug-
arfóstur Guðlaugs Rós-
inkranz þjóðleikhússtjóra
og formanns Edda-film,
sem framleiddi hana.
Leikstjóri var Daninn Erik
Balling, sem gerði seinna
Matador-þættina, og
tækniliðið var danskt.
Myndin olli talsverðu
fjaðrafoki vegna ástar-
atriða og hún var m.a.
rædd á bandaríska full-
trúaþinginu því tveir her-
menn af Vellinum þóttu
ekki gefa fagra mynd af
varnarliðinu, hvorki því á
Miðnesheiði né annarstað-
ar í heiminum. Sagði Böð-
var Bjarki fólk svolítið
undrandi á hvað myndin
væri góð og vel leikin.
IYilk
l.vx\
USífelIt er verið að kvik-
mynda verk Shakespear-
es og nú er röðin komin
að Ríkharði III. Sögusvið-
ið er fært til fjórða áratug-
ar þessarar aldar og fara
Ian McKellen, Annette
Bening og Robert Down-
ey með aðalhlutverkin.
UTvær bíómyndir eftir
sögum metsöluhöfundar-
ins John Grishams eru
nú í tökum eða á undirbún-
íngsstigi. Þetta eru sög-
urnar „A Time to Kill“
þar sem Samuel L. Jack-
son fer með eitt hlutverk-
anna, og „The Chamb-
er“, sem James Foley
(„At Close Range“) leik-
stýrir en Chris O’Donneil
fer með aðalhlutverkið.
■Ron Howard, sigursæll
eftir Apollo 13, ætlaði að
leikstýra myndinni en mun
staðinn stjóma frelsishetj-
unni Mel Gibson í spennu-
myndinni „Ransom“.
MEins og Gibson langar
Tom Hanks mikið til að
leikstýra og ætlar sér í
leikstjórastólinn. Hann
mun stýra sinni fyrstu
mynd á næstunni en hún
heitir Þetta sem þú gerir
eða „That Thing That
You Do“. Jonathan
Demme er sagður
vera framleið
andi myndar-
innar.
Hörkutól-
ið Linda
Fiorentino
Linda Fiorentino kom skemmtilega á óvart
í Síðustu tælingunni og er nú orðin ein af
eftirsóttari leikkonum kvikmyndanna.
Nýja myndin hennar heitir „Jade“ og
það er William Friedkin sem leik-
stýrir eftir handriti Joe Eszter-
has. Robert Evans (Guðfað-
irinn) er framleiðandi.
Mótleikarar Lindu
eru David Caruso og
Chazz Palminteri.
„Jade“ er erótískur sál-
fræðilegur spennutiyll-
ir sem segir af ástarþrí-
hymingi saksóknara,
kvensálfræðings og eigin-
manns hennar, sem einnig
er besti vinur saksóknar-
ans. Morðrannsókn stendur
yfir og öll flækjast þau inní
hana.
Tom Cruise hafnaði hlut-
verkinu sem Camso hreppti
og Palminteri hreppti hlut-
verk sitt eftir að Kenneth
Branagh taldi sig hafa annað
og betra að gera. Dýrasti
handritshöfundur heims, Joe
Eszterhas, fékk tvær og hálfa
milljón dollara útá söguþráð
uppá tvær vélritaðar blaðs-
íður. Friedkin hefur ekki
Ieikstýrt neinu merkilegu
árum saman og hlýtur
að stóla á að
„Jade“ og
Fiorentino
lappi upp á
ferilinn.
STUTTAR stjörnur; Travolta og Hackman í „Get Shorty'
IMáið þeim stutta
EIN AF skemmtilegri
sakamálasögum Elmore
Leonards, „Get Shorty", er
háðsleg úttekt á því hvernig
kaupin ganga fyrir sig í
Hollywood. Barry Sonnen-
feld (Addams-fjölskyldan)
hefur nú kvikmyndað sög-
una með John Travolta,
Gene Hackman, Danny De-
Vito og Rene Russo í aðal-
hlutverkum.
Sagan segir af smák-
rimma sem heldur vestur til
Hollywood að innheimta dá-
litla skuld en kemst að því
að hann er fæddur til að
starfa við kvikmyndaiðnað-
inn. Sonnenfeld las bókina,
sem kom út fyrir nokkrum
árum, í sumarfríinu sínu
nýlega og hringdi í DeVito,
sem keypti kvikmyndarétt-
inn. Bæði Warren Beatty og
Dustin Hoffman þóttu álit-
legir í aðalhlutverkið en svo
sá Sonnenfeld Reyfara Tar-
antinos og vissi að Travolta
var rétti maðurinn.
Titill sögunnar vísar til
þess, sem altalað er um allan
heim, áð stóru stjörnurnar í
Iiollywood eru næstum und-
antekningarlaust lágvaxnar
og stundum jafnvel afar lág-
vaxnar.
lls höfðu um 5.000
manns séð Tár úr steini
Hilmars Oddssonar eftir síð-
ustu helgi í Stjörnubíói. Um
15.000 manns höfðu séð
Einkalíf eftir Þráin Bertels-
son.
Næstu myndir Stjörnubíós
eru Kvikir og dauðir, vestri
með Sharon Stone, „The
Net“, spennumynd með
Söndru Bullock og „Desp-
erado“ með Antonio Bander-
5.000
höfðu
séðTárið
as. íslenska bíómyndin Benj-
amín dúfa verður væntanlega
frumsýnd um mánaðamótin
í Stjörnubíói og Sambíóun-
um.
Aðrar myndir Stjörnubíós
eru „Baja“ með Molly Ring-
wald, „Too Much“ með
Banderas og Daryl Hannah
og vestrinn „Troublemakers“
með Trinity-bræðrunum Bud
Spencer og Terence Hill.
Jólamynd Stjörnubíós
verður Indíáninn í skápnum
eða „The Indian in the
Cupboard“ og um páskana
er áætlað að sýna „Jumanji"
með Robin WiIIiams.