Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR . IVIATARLIST///vab boróabi Beethovenf SAGNTBÆÐl/Hvemig á ab rústa skólakerfi? Upphitaðar leifar og ostmr MATARVENJUR Beethovens má ef til vil rekja til óreglulegs heimilis- halds foreldra hans. Þess ber að geta að móðir hans var kokkur að mennt þannig að Beethoven kynnt- ist fljótt sælkeramat. T1 er greinargerð frá Scindler (tónlistarmaður og góðvinur Beethovens 12 síðustu árin sem hann lifði) um mataræði hans síð- ari árin sem hann lifði. „Hann fékk sér kaffi í morgun- mat, sem hann útbjó sjálfur í gler- kaffikönnu. Kaffi virðist hafa verið ómissandi næring fyrir hann og hann útbjó það á ná- kvæman hátt. Hann notaði 60 kaffibaunir í hvem bolla og taldi þær iðulega, einkum ef vinir voru í heimsókn." Hann hélt mikið upp á pasta og fiskur var hans uppá- hald. Hann bauð gjaman vinum til sín á föstudögum til að snæða fersk- an físk úr Dóná. Matur þurfti að vera ansi illa matreiddur til þess að Beethoven liti ekki við honum. Þetta kom ósjaldan fyrir þar sem hann borðaði oft mjög óreglulega og ráðskonur hans vom oft að marghita upp sama réttinn og fengu gjarnan væna gusu af oft ósanngjarnri gagnrýni varðandi matseldina. Þá sagði hann gjaman: „Súpan er vond.“ Og þar við sat. Hér á eftir leyfi ég mér að þýða lauslega klausu úr bréfi sem Beet- hoven skrifaði bróðursyni sínum Carl, í Baden 23. ágúst 1823 og þar á B. greinilega í miklum ráðs- konuvandræðum: „Hvað þjóninn varðar, verður hann hér þar til við hittumst á ný, af því að allt heimil- ishald gömlu konunnar getur ekki haldið lengur áfram, hún sér ekkert lengur, né finnur lykt eða bragð - veslings maginn minn er í stöðugri hættu. Fyrmm ráðskonan í Josep- hstadt hefur nú þegar boðið þjón- ustu sína; hún væri betur til þess fallin að starfa með ráðsmanni, en þessi gamla þarfnast umönnunar og hjálpar, og eldabuskan sem ég sagði upp er algjört svín.“ Það hef- ur semsé ekki verið eftirsóknarvert starf að vera ráðskona hjá Beethov- en af þessu að dæma. Aðalmáltíð dagsins hjá honum var hádegisverð- urinn en kvöldverðurinn var yfír- leitt í fátæklegra lagi, súpudiskur og leifar af hádegismatnum. Uppá- haldsdrykkurinn var tært bergvatn sem hann innbyrgði í miklu magni á sumrin. Honum fannst gott að fá sér bjór á kvöldin ásamt einni pípu á meðan hann las blöðin. Því miður var hann einstaklega hrifinn af útþynntum vínum sem gerðu veikbyggðum maga hans ekki gott, en hann var ekki mikill drykkju- maður þó svo honum þætti gott að drekka stundum gott vín eða bjór. Af öðrum uppáhaldsréttum Beetho- vens má nefna brauðsúpu, búna til úr 10 eggjum, steikt kálfakjöt og villigölt. Fiskur var engu að síður í mestu uppáhaldi og ostrur gegndu veigamiklu hlutverki í matreiðslulífí Beethovens og hann fékk þær oft sendar frá Trieste. Stundum voru þær „svartar" þegar þær bárust honum í hendur og þá hrópaði hann eindregið upp yfír sig: „Ég vildi að ég gæti borðað ostruna beint úr uppsprettunni.“ Þessi þrá hans er i nánum tengslum við ævilanga löngun Beethovens til þess að búa erlendis. Það hefði ekki væst um hann hér, a.m.k. ekki hvað matar- Beethoven val hans varðar. Óþrjótandi upp- sprettur fersks bergvatns og besti fiskur í heimi (miðað við höfða- tölu!!!). Hér á eftir fylgir matseðill sem Beethoven hefði örugglega ekki fussað við, jafnvel þó svo að ráðskonan hefði þurft að hitá hann þrisvar upp. Á meðan þið borðið, hvemig væri að leyfa gamla mann- inum að hljóma í diskaspilaranum. Píanókonsertarnir eru til dæmis til- valið meðlæti og fara einkar vel í eyru jafnt sem maga. Makkarónur a la Beethoven (fyrir 4) 500 g makkarónur eða annað pasta, 1 meðalstórt parmesanstykki (ca 300 g), 5 msk. ólífuolía, 2 marðir hvitlauksgeirar. 1. Rífið parmesanostinn fínt niður. 2. Metjið hvítlaukinn og hitið hann í olíunni í smástund, hann má alls ekki brenna. 3. Sjóðið pastað. 4. Hellið hvítlauksolíunni yfir. 5. Stráið parmesanostinum yfir og blandið vel saman. Kálfasneiðar með sítrónu og steinselju 2 msk. ólífuolía, 2 msk. smjör, 450 g kálfakjöt, 50 g hveiti, safí úr tveim sítrónum, 2 msk. fínsöxuð steinselja, salt og nýmalaður pipar. 1. Skerið kálfakjötið í 4 frekar þunnar sneiðar (vefjið síðan hveija sneið fyrir sig inn í plastfílmu og beijið með kjöthamri til að mýkja og fletja út sneiðarnar). 2. Bræðið smjörið ásamt oiíunni við vægan hita. Veltið einni kjötsneið upp úr hveitinu í einu, hristið af það hveiti sem ekki tollir sjálfkrafa á sneiðunum og steikið hverja sneið í um 1 mínútu á hvorri hlið - takið síðan af pönnunni og geymið sneið- amar á hlýjum stað. 3. Setjið nú'á hæsta hita og bætið sítrónusafanum og steinseljunni við olíuna, smjörið og kjötsafann á pönnunni. Skellið sneiðunum á pönnuna í nokkrar sekúndur, svona rétt til að hita þær í gegn, af því það er náttúrlega þegar búið að steikja þær. 4. Berið fram strax og kryddið. Þessir tveir réttir eru tilvaldir hvor á eftir öðrum og eru báðir mjög fljótlegir. Ég mæli með berg- vatni með eða hvítvíni með smá goskeim (frizzante), t.d. Frascati. Heimildir: Beethovens letters - with explan- atory notes by Dr. A.C. Kalischer. The Beethoven Encyclopedia - Paul Nettl. Banabiti islenska grunnskólans ÉG HEF stundum velt því fyrir mér hvernig arftaki minn í þessu starfi hjá Morgunblaðinu muni lýsa ís- lenska skólakerfinu þegar hann lítur til baka árið 2095 - ef hann verður þá læs og skrifaridi. Reynum að setja okkur í spor hans. > EG ER ekki í nokkrum vafa um að þessi starfsbróðir minn mun fljótlega reka augun í þann hring- landahátt og þá hræsni sem hefur ríkt við uppbyggingu grunnskólans undanfarin ár og áratugi. í orði - og iðulega í verki einnig - höfum við neitað að viður- kenna að einstakl- ingarnir eru ekki allir steyptir í sama mótið. Við skulum ekki mismuna börnunum, segjum við, og setjum lata með duglegum, vitgranna með greindum. Það má ekki misbjóða börnunum með því að raða þeim í bekki eftir prófeinkunnum. Það mun stimpla þau sem hálfvita og standa þeim fyrir þrifum um aldur og ævi, er skoðun okkar, en við föllumst þó á að það megi sækja þessi sömu börn í miðjum kennslustundum til að veita þeim „stuðningskennslu". Skyldi það ekki hafa vakið neina athygli bekkjarsystkinanna, veltir pistlahöfundur 21. aldarinnar fyrir sér. Hann á þó eftir að verða alveg orðlaus þegar hann byrjar að sjá merki um eitthvað sem kallað var „hraðferð" yfir námsefnið og áttar sig á því að á ofanverðri 20. öldinni var bömum boðið upp á mismunandi hraða yfirferð í vissum námsgrein- um. Og hann fær ekki betur séð en að þetta kerfí hafi boðið nemendum að „falla" einu sinni eða tvisvar á vetri. Hvað var nú orðið af hugsjón- inni um að allir ættu að vera jafnir fyrir bókinni og í augum kerfisins? Nú, forfeður mínir hafa þá laum- ast til að gefast upp á hugsjóninni án þess að vilja viðurkenna það í orði, hugsar hann, og það án þess að láta nokkru sinni reyna á hana í alvöru. Honum finnst það nefnilega liggja í augum uppi að þar sem á að kenna öllum í einum graut, óháð getu og þroska, megi alls ekki stappa saman á milli 20 og 30 nemendum undir stjórn eins kennara. Af hveiju minnkuðu þeir ekki hópana, hugsar hann, niður í kannski tíu til fímmtán? Og pistlahöfundurinn á eftir að hnjóta um fleira, þó ekkert verði honum jafntorskilið og það sem áar hans kölluðu einsetinn skóla og lögðu mikla áherslu á að leiða í lög. Eftir miklar pælingar, svita og tár, verður niðurstaða hans sú að einset- inn skóli hafi verið það þegar allir nemendur tiltekins skóla voru þar á sama tíma til náms; allir mættu sem sagt um svipað leyti í skólann og allir hættu um áþekkt leyti. Hver skyldi svo hafa verið ávinningurinn, hugsar okkar maður. Jú, hver bekk- ur hafði eina stofu alveg út af fyrir sig en það er sama hvað hann grufl- ar, plúsarnir verða ekkert fleiri. Ætli forfeðrum mínum hafi ekki þótt það neitt verra að senda yngstu börnin af stað í skólann snemma morguns í skammdeginu, hugsar hann. Kannski það hafi verið í anda „öllu-saman-blandandi-stefnunnar“ að hafa yngri börnin í skólanum um leið og þau eldri, það hefur sjálfsagt átt að hraða þroska þeirra yngri og gera hin umburðarlyndari. I allri rannsókn sinni hefur pistla- höfundi okkar orðið starsýnt á léleg laun kennara og nú hváir hann. Það er skrýtið þetta með forfeður mína, þeir hafa ekki tímt að borga kennur- um mannsæmandi laun en enginn virðist hafa sett sig neitt á móti því eftir Jón Kialtoson VERALD AR VAFSTUR/Er œttartala mannsinsfölsub? 300milljón ám mannvera KUNNINGI minn tjáði mér nýlega að deila um silfursjóð Miðhúsa stæði um það að einn eða fleiri gripanna hefur verið bræddur upp og silfrið dregið á ný í gegnum hringlaga gat í málmi en síðan formað í þeim sama „víking- astíl“ eins og allir hinir á ný. Eða svo mætti álykta þar sem í ljós hefði komið, að allt silfrið er upphaflega frá sama tíma, og meginhluti þess dreginn í gegnum „óhreint" hringlaga gat eins og þeirra tíma tækni leyfði. Hins vegar væri afgangurinn dreginn í gegnum hátæknivætt hringgat, sem aðeins var mögulegt eftir iðnbyltinguna. Kannske er eitthvað til í þessu? En óneitanlega tengist þessi rök- semdafærsla nýútkominni bók um fornleifafræði sem á eftir að valda miklum deilum ef að líkum lætur. Það er bókin: Utskúfuð forn- leifafræði/Falda saga mannkynsins eftir þá Michael A. Cremo og Ric- hard L. Thompson (Forbidden Arch- eology: The Hidd- en History of the Human Race, (fax 001 209 337 2354). Við gefum Michael A. Cremo orðið hér á eftir: „Ég hóf rannsókn mína á þessu máli 1984 eftir að hafa heyrt á skotspónum fullyrðing- ar um óeðlilega fornleifafuridi mið- að við viðtekna söguskoðun. Magn- ið af upplýsingunum kom mér mjög á óvart. I bókum okkar stendur að mannskepnan - homo sapiens - hafí komið fram fyrir 100 þúsund til milljón árum og þróast frá öpum eða apalíkum verum. Mínar rann- sóknir sýna þvert á móti að mann- fræðingar síðustu 150 ára hafa endurgrafið helminginn af þeim upplýsingum sem þeir hafa fundið. Þær sem ekki pössuðu þeim! Það sem liggur fyrir bendir fremur til þess að maðurinn hafí verið á jörð- inni í einni eða annarri mynd í hund- ruð milljóna ára. Ég vil nefna dæmi: Það fannst mjög fínlega* unninn málmvasi í steinmyndunum í Dor- chester í Massachusetts. Vasinn losnaði við sprengingar í stein- myndunum, sem eru yfir 600 millj- ón ára gamlar! Þetta þýðir að maðurinn eins og við þekkjum hann í dag hefur verið til á jörðinni samhliða öðrum frum- stæðari mannverum. Skoðum fieira: Árið 1979 fann eftir Einor Þorstein Málmkúla frá Suður-Afríku. Hún fannst í Precambríu- steinmyndunum sem eru talin um 2,8 milljarða ára gömul (2.800.000.000 ára). Mary Leakey, sem er eiginkona Louis Leakey eins af frægustu mannfræðingum tuttugustu aldar- innar, 3,6 milljón ára gömul fótspor í Latoli, Tanzaníu. Margir sérfræð- ingar skoðuðu þessi spor og allir voru þeir sammála að þarna hefðu verið á ferðinni mannverur ná- kvæmlega einsog maðurinn er í dag. Þrátt fyrir það gat allt þetta fólk ekki dregið eðlilegu niðurstöð- una af þessu, sem er: Þarna voru á ferðinni verur mjög líkar okkur í dag. Við segjum að þau hafi notað „þekkingarsíuna" sína, því að ekki teljum við að hér sé eitthvað sam- særi í gangi, einungis sjálfsblekk- ing. Annað dæmi er fundur Þjóðveij- ans Dr. Hans Reck árið 1913 í Afríku. Hann fann fullkomna beina- grind af nútímamanni í steinmýnd- unum sem voru nær tveggja milljón ára gamlar. Á þessum tíma var allt miðað við Java-manninn sem fannst 1894. Þar á undan varð bylting er bók Darwins Uppruni tegundanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.