Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGÍYSÍNGAR Skrilstofustarf Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi óskar eftir að ráða starfsmann til að annast endurskoð- un einstaklingsframtala. Nánari upplýsingar veittarísíma 555 1788. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Skattstofu Reykjanesumdæmis, Suðurgötu 14, 220 Hafnarfirði fyrir 10. október nk. Heimilishjálp Bandarísk fjölskylda, af íslenskum uppruna, óskar eftir heimilishjálp til eins eða tveggja ára. Býr á Chicago-svæðinu. Umsækjandi þarf að geta byrjað innan mánaðar. Enskukunnátta nauðsynleg. Fáið allar nánari upplýsingar á símbréfi 00 1 708 295 6049 Þjónustuaðili/- sölumaður í boði er áhugavert starf fyrir réttan aðila. Viðkomandi þarf að vera á aldrinum 25-45 ára og eiga létt með að umgangast fólk. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast sendi upplýsingar á afgreiðslu Mbl. fyrir föstudag- inn 6. október ’95 merktar: „SGS - 15890“. i Lögreglumenn Staða lögreglumanns í lögregluliði Vest- mannaeyja er laus til umsóknar. Ráðningartími er frá 1. desember 1995 til 1. október 1996. Umsækjendur skulu hafa lokið prófum frá Lögregluskóla ríkisins. Launakjör eru samkvæmt iaunakerfi starfs- manna ríkisins. Frekari upplýsingar gefur yfirlögregluþjónn, Agnar Angantýsson, f sfma 481-1031. Umsóknum skal skila til undirritaðs fyrir 20. október 1995. Vestmannaeyjum, 29. september 1995. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, GeorgKr. Lárusson. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanrta C++ forritari Tölvudeild bankans sér um þróun, hönnun, forritun og rekstur upplýsingakerfa fyrir bankann. Tölvuumhverfið byggir m.a. á biðl- ara/miðlara högun, UNIX gagnaþjóni, hlut- bundinni gagnavinnslu og forritunarmálinu Visual C++ ásamt Windows NT stýrikerfi og öðrum hugbúnaði frá sama framleiðanda. C++ forritari: Leitað er að tölvunarfræðingi eða umsækjanda með hliðstæða menntun. Viðkomandi hafi þekkingu á hlutbundinni for- ritun og reynslu í forritunarmálinu C++. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Sveinsson, forstöðumaður tölvudeildar bankans, í síma 560 5960. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra starfs- mannasviðs bankans, Ara F. Guðmunds- syni, Hafnarhúsi við Tryggvagötu, 3. hæð, 155 Reykjavík, fyrir 10. október 1995. Selfoss - verslunarstjóri Við leitum að verslunarstjóra til að stjórna þjónustustöð Olís á Selfossi. Starf verslunarstjóra felst í ábyrgð á dagleg- um rekstri stöðvarinnar, verkstjórn starfs- manna, vörupöntunum, vörusölu og allri þjónustu. Starfsreynsla við stjórnunarstörf í verslunar- rekstri er æskileg og leitað er að traustum og áhugasömum starfsmanni sem leysir þau vandamál sem upp koma með bros á vör. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega endið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Verslunarstjóri 396“ fyrir 7. október nk. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Vestmannaeyja vill ráða hjúkrun- arfræðinga til starfa sem fyrst eða eftir smkomulagi. Við þjónum tæplega 5.000 manna byggðar- lagi og í sjúkrahúsinu fer fram fjölbreytileg starfsemi. Vinsamlega hringið og kynnið ykkur starfsað- stöðu og launakjör. Þeir hjúkrunarfræðingar, sem hafa áhuga á að skoða sjúkrahúsið, eru velkomnir. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, Selma Guðjónsdóttir, í síma 481-1955, heimasími 481-2116. mtuiímír Snæfellsbær Bæjarstjóri Laust er til umsóknar starf bæjarstjóra í Snæfellsbæ. Um er að ræða mjög áhugavert og fjölbreytt starf, þar sem Snæfellsbær er ungt og öflugt nýsameinað sveitarfélag. Þekking og/eða reynsla af sveitarstjórnar- málum æskileg. Gott starfsumhverfi, góð launakjör og húsnæði í boði. Viljir þú breyta til og takast á við krefjandi starf við áframhaldandi mótun nýs sveitar- félags á Snæfellsnesi, þá sendu okkur um- sókn fyrir 15. október nk. Nánari upplýsingargefurforseti bæjarstjórn- ar, Páll Ingólfsson, í síma 436 1488. Pharmaco h.f. auglýsir eftlr “IMARKAÐSSTJÓRA og LYFJAKYNNI Ma rkaðsstjórn fyrir Astra Island sem er sú deild innan Pharmaco h.f. sem annast markaðs- setningu lyfja frá sænska lyfja- fyrirtækinu Astra. Leitað er eftir starfsmanni sem hefur menntun og reynslu í lyfjafræbi eða skyldri grein. Viðkomandi þarf einnig að hafa menntun/reynslu í markaðsfræðum. Lyfjakynni einnig fyrir Astra ísland. Viðkomandi þarf að hafa menntun í lyfjafræði eða skyldum greinum. Umsóknir sendist fyrir 7. október nk. tii Pharmaco h.f. Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, merktar fram- kvæmdastjóra. Meö allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Pharmaco FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Deildarröntgentæknir Deildarröntgentæknir óskast til starfa að Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði frá 15. janúar nk. Um er að ræða afleysingastarf í barnsburðar- leyfi deildarröntgentæknis. Bakvaktir tvær vikur í mánuði. Húsnæði í boði. Nánari upplýsingar gefur yfirlæknir, Þor- steinn Jóhannesson, eða framkvæmdastjóri, Guðjón S. Brjánsson, í vs. 456 4500. FSl er nýtt, vel búið sjúkrahús sem þjónar norðanverðum Vestfjörðum. Við veitum skjólstæðingum okkar alla almenna þjónustu á sviði skurð- og lyflækninga, öldrunarlækninga, fæðingarhjálþar, slysa- og áfallahjálpar og endurhæfingar. Starfsemin hefur verið I stöðugri sókn á undanförnum árum. Er það fyrst og fremst að þakka metnaðarfullu starfsfólki, nýjum og góðum tækjabúnaði, fyrirmyndar vinnuaðstöðu og ánægðum viðskipta- vinum. Gæðastjóri Stórt sérhæft þjónustufyrirtæki óskar að ráða gæðastjóra til starfa. Starfið er laust strax en hægt er að bíða eftir réttum starfsmanni. Fyrirtækið hefur að undanförnu unnið að uppbyggingu og þróun gæðakerfis og er smám saman að innleiða það í starfsemi sína. Leitað er að háskólamenntuðum einstakl- ingi, æskilegt að viðkomandi hafi lokið framhaldsnámi á sviði gæðastjórnunar. Starfsreynsla á þessu sviði er ekki nauðsyn- leg. Launakjör samningsatriði. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem algjört trúnaðarmál. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 12. október. Guðni Tónsson RÁDGIÖF & RÁDNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105. REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Sölustjóri Háskólabíó óskar að ráða starfsmann í myndbandadeild fyrirtækisins strax. Hér er um að ræða nýtt starf. Við ieitum að ungum og frískum, metnaðar- fullum starfsmanni til að sinna sjálfstæðg og spennandi starfi sem krefst áhuga og þekkingar á kvikmyndum. Góð menntun, reynsla af sölustarfi og hæfileiki til að starfa sjálfstætt er skilyrði. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða. Umsækjandi þarf að geta hafið starf fljótlega. Umsóknarfrestur er til og með miðvikudegin- um 4. október nk. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðublöð- um sem liggja frammi á skrifstofu merktar „380";

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.