Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 B 21 '4 ATVINNUA UGL YSINGAR Þvottahús Röskur og reglusamur starfskraftur óskast til almennra starfa í þvottahúsi strax. Stundvísi áskilin. Vinnutími frá kl. 8-16. Upplýsingar veittar á staðnum. Þvottahúsið Grýta hf., Borgartúni 27. Heilsugæslustöð Kópavogs Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 554 0400. Starfsmaður óskast Þekktur veitingastaður óskar eftir að ráða duglegan og hressan starfsmann í fullt starf í eldhús, ekki yngri en 18 ára. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „G - 15516“. Mynd fylgi umsókn. Umsóknarfrestur til 6. október nk. Æ Ahugavert starf Raftækjaverslun í Reykjavík óskar að ráða karl eða konu til starfa strax. Um er að ræða afgreiðslustarf frá kl. 13-18. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf, leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 7. okt. nk., merktar: „Ábyrgur - 7829. BORCARSPÍTALINN HJÚKRUNAR- FRÆÐINGAR Skurðhjúkrun og svæfingahjúkrun á skurðstofum Borgarspítalans Höfum nú þegar lausar stöður hjúkrunar- fræðinga á skurðdeild og svæfingadeild. Hjúkrun á skurðgangi Borgarspítalans mót- ast mjög af bráðaþjónustu við aðal slysa- og bráðasjúkrahús landsins. Skurðaðgerðir eru gerðar á sjö skurðstofum við fimm sér- greinar skurðlækninga. Nánari upplýsingar um vinnufyrirkomulag og fleira veita Þorbjörg Skjaldberg deildarstjóri skurðdeildar í síma 569-6485, Ásgerður Tryggvadóttir deildarstjóri svæfingadeildar í síma 569-6348 og Margrét Tómasdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 569-6364. T ryggingastofnun ríkisins óskar að ráða viðskiptafræðing/hagfræðing til að veita forstöðu endurskoðunardeild stofnunarinnar vegna veikindaforfalla. Upplýsingar gefur Karl Steinar Guðnason, forstjóri. Umsóknir sendist Tryggingastofnunar ríkis- ins fyrir 20. október nk. Verkfræðingur - tæknifræðingur Traust og gott fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða verk- eða tæknifræðing af fjar- skiptasviði til starfa sem fyrst. Starfið felst í viðgerðum og mælingum á tækjabúnaði, uppsetningu á nýjum búnaði og breytingum á fjarstýringum. Leitað er að aðila sem hefur þekkingu á fjar- skiptum og tölvubúðnaði. Viðkomandi þarf að geta sýnt frumkvæði í starfi, vera athug- ull og nákvæmur. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til og með 6. okt. nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Liðsauka, sem opin er frá kl. 9-14. Afleysinga- og ráöningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustíg 1 a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 Snyrtivöruverslun Starfskraftur á aldrinum 20-40 ára, vanur afgreiðslustörfum, óskast strax til framtíðar- starfa. Vinnutími frá kl. 9-18 fimm daga vikunnar. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 7. október, merktar: „ÖM - 15515.“ Eskifjarðarkaupstaður Fóstrur - fóstrur Leikskólinn Melbær á Eskifirði auglýsir eftir leikskólastjóra og leikskólakennara. Leikskólinn Melbær er deildaskiptur í þrjár deildir með 36 börnum, 4 tíma í senn. Við skólann eru samtals 7 stöðugildi. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 11. október 1995. Frekari upplýsingar gefur undirritaður í síma 476 1170 og leikskólastjóri í síma 476 1341. Bæjarstjóri. Liðveisla - umönnun tímabundið starf Félagsmáladeild Seltjarnarnesbæjar óskar eftir að ráða starfsmann til þess að sinna tíu ára fatiaðri stúlku þrjár klukkustundir á dag frá mánudegi til föstudags. Starfið er fólgið í að sækja stúlkuna í skóla um kl. 14.00 og vera með henni (á heimili hennar) til kl. 17.00. Um er að ræða tímabundið starf í október og nóvember. Allar nánari upplýsingar veitir félagsmála- stjóri eða félagsmálafulltrúi á Bæjarskrifstof- um Seltjarnarness, Austurströnd 2, sími 561-2100. Félagsmálastjóri Hveragerðisbær og Ölf ushreppur óska að ráða félagsmálastjóra til starfa. Starf- ið er laust nú þegar. Leitað er að félagsráð- gjafa; reynsla á sviði stjórnunar er æskileg. Félagsmálastjóri hefur umsjón með allri félagslegri þjónustu sveitarfélaganna og starf- ar í nánu samstarfi við grunnskólana. Einnig umsjón með félagslegum íbúðum, ásamt skyldum gagnvart æskulýðs- og íþróttamál- um. Félagsmálastjóri tekur einnig þátt í stefnumarkandi verkefnum sveitarfélaganna. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og starfsreynslu, sendist Ráðningarþjónustu Guðna Jónssonar, Háteigsvegi 7, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 9. október. CUÐNITÓNSSON RÁDGIÖF & RÁDNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Þjóðminjasafn íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu deildar- stjóra við myndadeild Þjóðminjasafnsins. Staðan veitist frá 1. janúar 1996 til fimm ára skv. þjóðminjalögum. Þekking og reynsla í safnstörfum áskilin. Umsóknir skal senda þjóðminjaverði, Þjóð- minjasafni íslands, Suðurgötu 41, 101 Reykjavík, fyrir 15. okt. nk., sem gefur nán- ari upplýsingar. Reykjavík, 29. sept. 1995. Þjóðminjavörðúr. Framtíðarstarf Óska eftir að ráða fyrir viðskiptavin okkar á Húsavík skrifstofustjóra Við leitum að viðskiptafræðingi eða fólki með sambærilega menntun til þess að gegna stöðu skrifstofustjóra hjá stóru og vaxandi fyrirtæki. Starfssvið m.a.: Umsjón með bókhaldi. Útreikningur launa. Gerð rekstrar- og fjárhagsáætlna. Við leitum að fólki með reynslu sem er til- búið að takast á við krefjandi starf. Starfið er iaust nú þegar. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni, þar sem umsóknareyðublöð liggja frammi. □□□□ RÁÐNINGAR Endurskoðun Akureyri hf. löggiltir endurskoðendur. Glerárgötu 24, Akureyri, sími 462 6600 - fax 462 6601. Ráðgjafi - ráðningarþjónusta Vegna mikilla verkefna óskar Ráðningar- þjónusta Hagvangs hf. eftir að ráða ráð- gjafa til starfa. Starfssvið ráðgjafa: 1. Móttaka verkefna og skilgreining starfa. 2. Viðtöl og mat á einstaklingum. 3. Starsmannaráðningar. Ráðgjöf og aðstoð við val á starfsfólki. 4. Ráðgjöf á sviði starfsmannahalds s.s. stjórnskipulag, gerð starfslýsinga, gerð starfsamninga o.fl. Við leitum að starfsmanni sem starfar sjálf- stætt og ber ábyrgð á eigin verkefnum, og skilar faglegri og vandaðri vinnu. Háskóla- menntun á sviði viðskipta og/eða starfs- mannahalds nauðsynleg. Góð enskukunn- átta ásamt kunnáttu í a.m.k einu Norður- landamáli er nauðsynleg. Nánari upplýsingar veita Katrín S. Óladóttir og Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir ásamt mynd til Ráðningarþjónustu Hag- vangs hf. merktar „Ráðgjafi starfsmanna- hald“ fyrir 7. október nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.