Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 B SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 X Hjartanlegar þakkir fœri ég öllum nœr og fjœr sem glöddu mig með skeytum, blómum, gjöf- um og heimsóknum á 90 ára afmœli mínu. Guð blessi ykkur öll. Ásta Guðjónsdóttir, t Eyjahrauni 1, Vestmannaeyjum. Innilegar þakklœtis- og árnaðaróskir til allra œttingja og vina sem glöddu mig með gjöfum og árnaðaróskum í tilefni 80 ára afmœlis míns 21. september sl. Guð blessi ykkur öll. Guðmundína Vilhjálmsdóttir, Hlíf Isafirði. mMfflmsgsmi 8fBpBBBpa|ga WSKBWSSk WSKBBSBSí FRÉTTIR Breska stjórnin Kúvent í skatta- málum? Hvað með þig? Vissir þú að á höíuborgarsvæðinu er ódýrast að ferðastmeð Strætisvögnum Reykjavíkur? m London. The Daily Telegraph. KENNETH Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, kvaðst í viðtali við The Daily Telegraph í vikunni ekki geta útilokað að lagður yrði sér- stakur skattur á hagnað einka- væddra þjónustufyrirtækja, en talið er að slík skattlagning myndi mæta andstöðu innan Ihaldsflokksins. Verkamannaflokkurinn hefur verið hiynntur slíkum skatti og Clarke hafði áður gagnrýnt hug- myndina. Fjármálaráðherrann sagði enn- fremur að aukinn fjárlagahalli hefði skapað „óvissu" um áformaðar skattalækkanir stjórnarinnar og boðaði frekari spamaðaraðgerðir. Þingmenn íhaldsflokksins knýja á stjórnina um að ákveða skatta- lækkanir í nóvember til að afstýra afhroði í næstu kosningum. Clarke gaf hins vegar til kynna að skatta- lækkanirnar yrðu ekki eins miklar og menn hafa vænst og sagði að stjórnin legði meiri áherslu á að tryggja aukinn hagvöxt á næstu árum en ekki skammtímaaðgerðir í skattamálum. -------»■■■♦-♦---- Rúmenía Hneyksl- ast á dómi Búkarest. Reuter. ÁFRÝJUNARRÉTTUR í Búkarest í Rúmeníu hefur mildað dóm yfir fimleikaþjálfara, sem barði 11 ára gamla stúlku til bana þegar henni urðu á mistök á æfingu. Hafði hann verið dæmdur í átta ára fangelsi en dómnum var breytt í sex ár. Foreldrar stúlkunnar áfrýjuðu dómnum og vildu, að þjálfarinn yrði dæmdur fyrir morð en ekki manndráp. Því var þó vísað á bug og dómurinn mildaður og því var einnig hafnað, að foreldramir gætu krafið íþróttafélagið, Dinamo Búk- arest, um skaðabætur. Hefur þessi niðurstaða hneykslað marga en þjálfarinn var kunnur fyrir harðneskju og skapofsa. Stúlk- an, sem hann banaði, var að gera æfingar á jafnvægisslá þegar hún féll af henni og þjálfarinn brást þá við með því að berja höfði hennar utan í slána og kasta henni síðan í gólfið. Lést hún tveimur dögum síðar. Býður einhver betur? Til London fyrir 18.500 krónur í október* 5 daga feró meó hóteli ó aóeins 27.900 krónur 4 daga feró meó hóteli ó aóeins 26.000 krónur "Flugvallaskattar eru innifaldir í ofangreind veröi. L JLóttu eMi (taþþ wi (tm<U ilefcfaz!! ncttc air tours ASalstræti 6, sími 562-8888.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.