Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ný skífa frá Oasis BRESKA rokksveitin Oasis er með vinsælustu hljóm- sveitum Breta síðari ár og slagar þar hátt upp í Blur, sem mikið er látið með um þessar mundir. Þeir Oasis menn hafa sent frá sér mikið af tónlist á síðasta ári eða svo, því á morgun kemur út breiðskífa nr. tvö og í miliit- íðinni hefur komið úr efni á aðra skífu. Oasis er hljómsveit þeirra Gallagher-bræðra frá Manchester, Liam og Noel; Liam syngur og Noel semur. Reyndar hefur Noel verið ótrúlega afkastamikill síðan fyrsta skífa sveitarinnar kom út síðasta haust, því á smá- skífum sem sveitin hefur sent frá sér hafa verið það mörg aukalög að þegar allt er talið hefur hann sent frá sér þijár breiðskífur á um það bil ári, með öðru stússi. A nýju plöt- unni má heyra þróun í tónlist sveitarinnar, því hráir frasar sem einkenndu fyrstu plöt- una eru nú tempraðir með strengjum og rólegri útsetn- ingum. Mikið hefur verið gert með átök þeirra Oasis bræðra, enda láta þeir fjúka í kvið- lingum sín á milli en þrátt fyrir það virðist samstarfið með blóma og víst að Oasis er eina rokksveit Bretlands sem hefur getu og þor til að skáka Blur af toppnum. DÆGURTÓNUST FJÖLLISTAHÓPUR- INN gusgus varð til í vor fyrir tilviljun og hefur meðal annars unnið að tónlist síðan og stutt- mynd. Gusgus er að ljúka upptökum á breiðskífu sem kemur út á næstunni. Gusgus er skipað fólki úr ólíkum áttum. í hópnum eru meðal ann- arra Daníel Ágúst, Emilí- ana Toirini, Magnús Jónsson, Hafdís Huld, og liðsmenn dans- sveitar- innar T- World. Daníel Ágúst verður fyrir svörum um gusgus og segir að það sé enginn foringi í hópnum, „þetta er beislað stjómleysi". Nautn Daníel segir að þau hafi hist £ vor þegar kvik- myndafélagið Kjól & Anderson kallaði fólkiö saman vegna stuttmynd- arinnai' Nautn, þar sem hann, Emilíana, Magnús og Hafdís eru meöal aðal- leikara. „Ætlunin var að byrja tökur á myndinni í vor en þeim var frestað fram í ágúst. Við aðalleik- ararnir áttum frumsamin lög í pokahorninu og ákváðumþvf aðgeraeitt- hvað skemmtilegt þangað eftir Árno Matlhiasson Hvaö þýðir gusgusr Kraftur gusgus Ljósmynd/Kjól og Anderson Beislað stjómleysi til tökur hæfust. Við feng- um T-World til liðs við okkur og fórum að fremja tónlist. Undirbúningur hefur staðið í allt sumar og fórum við í Sýr- land til að taka upp tólf laga plötu í tveggja vikna töm, langa plötu í fullri lengd,“ segir Daníel Ágúst. „Þetta er rafræn tækniflétta þar sem Maggi Lego og Biggi úr T-World og ég sjáum um að hanna undirleikinn. Þetta er taktbundin tón- list, en ekki beint dans- tónlist." Eins og getið er tengist gusgus myndinni Nautn, sem frun.sýnd verður í Sambíó- unum í byrjun nóvember, en platan kemur út 20. október. Lögin munu sum hver hljóma í myndinni en þetta er ekki kvikmyndatónlist. „Það er kraftaverk að þessi hópur er saman, vegna þess að þetta er fólk úr ýmsum áttum. Það er einhver magnaður kraftur í þessum hóp og þetta er einhver skemmtilegasta sam- vinna sem ég hef tekið þátt í. Aðalatriðið er að þessi tónlist er eitthvað allt annað en allt annaó,“ segir Daníel og bætir við að uppákomur gusgus í tónlistarflutningi -eigi ekki eftir að vera hefð- bundnar, við látum bera á okkur“. UPÁLL Óskar Hjálm- týsson lauk fyrir skemmstu að taka upp breiðskífu og er á förum til Bretlands að ganga frá henni til útgáfu. Platan er ballöðuplata og fékk Páll Oskar ýmsa sér til aðstoðar, en alls komu um 40 manns að plötunni. Páll hyggst gefa plötuna út sjálfur. mSÖNGKONAN Em- iliana Torrini hefur látið lítið á sér kræla ú haust, en er nú í hljóð- veri að vinna að breið- skífu. Skífuna hyggst hún gefa út sjálf, en Jón Ólafsson vinnur plötuna með henni og ýmsir hljófæraleikarar. MMIKLA athygli vakti fyrr á árinu þegar gef- inn var úr tvöfaldur diskur með huta af BBC upptökum Bítlanna. Nú hyggst útgáfan inn- kalla það sem óselt er, þar sem væntanleg er ný útgáfa Bítlanna í kjölfar þess að þættirnir verða sýndir. Þeir sem ekki hafa enn fest sér diskana ættu því að bregðast við fyrir 27. október. SJÖTOMMAN lifir enn góðu lífi meðal fram- sækinna sem þykir hún hent- ugt útgáfu- form. Fyrir skemmstu sendi hljóm- sveitin Bag of Joys frá sér sjö- tommuna Nú á ég vermandi vini, sem gefin er út í þremur litum. Talsmaður Bag of JoySj Sig- hvatur Omar Kristinsson, segir sveitina árs gamla, en hún hefur þeg- ar sent frá sér sjö laga snældu, Minnir óneitan- lega á Grikk- land, sem með- al annars var fjallað um í Gleðigjafar Sighvatur Ómar Kristinsson, Unnar Bjami Arnalds og Gústaf Bergmann Einarsson. Sjötomman lifir Melody Maker. Hann segir sveitina leika ýmiskonar tón- list, á plötunni séu fimm af- skaplega ólík lög, „og það er af nógu að taka“, segir hann, „við eig- um á þrjðja tug laga klár í út- gáfu. Bag of Joys hefur látið á sér kræla öðru hvoru undan- farið, en hann segir að þeir félagar ætli að spila meira op- inberlega fram- vegis en hingað til og að stefnan sé að taka að minnsta kosti eitt Curver-lag á hveijum tón- leikum. Sælgætisgerðin spinnur SÆLGÆTISGERÐIN heitir hljómsveit sem undafarið ár hefur spilað reglulega á Glaumbar og vakið athygli. Tónlist sveitarinnar er jass- fönkspuni, sem sumir vilja kalla acid jass, og svo vel hefur gengið að sveitin hyggst taka upp breiðskífu á næstu tónleikum sínum, að þessu sinni á miðvikudaginn. Sælgætisgerðin er skipuð tónlistarmönnum úr ýmsum áttum sem eru reynd- ar allir fastráðnir í aðrar ólík- ar sveitir, en hittast á Glaumbar vikulega til að láta gamminn geysa. Liðsmenn hittust í tónlistarskóla FÍH fyrir ári og byijuðu þá að spinna-sam- an, ákváðu síðan að hittast á Glaumbar eitt sunnudags- kvöldið, stilltu upp græjunum og byij- uðu að spila, ,æf- ingalaust. Allt gekk að óskum frá fyrstu tónum, og nú hefur sveitin spilað á Glaumbar á hveiju sunnudagskvöldi í meira en ár. Talsmenn Sæl- gætisgerðarinnar segja tónleikadag- skrána skipaða iög- lítn eftir aðra að mestu, „sem við förum mjög fijáls- lega með“, en út- setningarnar byggi mikið á spuna. „Það hefur ekki gefist mikill tími í hljómsveitina þar sem við höfum verið að spila með öðrum hljómsveitum, en nú ætlum við að gefa okkur meiri tíma og taka upp plötu.“ segja þeir. „Platan verður tekin upp á miðvikudag, en þá ætlum við að taka upp tónleika í hreiðrinu okkar á Glaumbar; það er eitthvað sem gerist þar sem við viljum festa á plast.“ Spuni Frá einum sunnudagstónleik- um Sælgætisgerðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.