Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Stcingrímur CHATEAU Bonnet í Éntre-deux-Mers. CHATEAU La Louviére í Pessac-Léognan. MATUR OG « André Lurton er með áhrifameiri víngerðar- mönnum í Bordeaux, segir Steingrímur Sigurgeirsson, sem nýlega heimsótti nokk- ur „chateaux “ í eigu Lurton-fjölskyldunnar ÞÆR eru margar ættimar sem takast á um völdin í Bordeaux-hér- aðinu í suðvesturhluta Frakk- lands. Lurtonamir era með þeim áhrifameiri í suðurhluta Bordeaux en bræðurnir André og Lucien Lurton eiga samtals vel á annan _ tug víngerðarhúsa á flestum svæð- um Bordeaux. Tókst Lucien að láta þann draum sinn rætast að afhenda öllum börnum sínum sitt- hvert chateaux-ið, sem er ekki svo André Lurton lítið afrek í ljósi þess að erfíngjar hans eru níu talsins! André Lurton hefur aðallega einbeitt sér að norðurhluta Gra- ves, sem er hérað suður af borg- inni Bordeaux, og var hann einn helsti baráttumaður þess að sér- staða og gæði vína frá nyrsta hluta Graves yrði viðurkennd og að þau fengju eigin appelation, sem ber nafnið Pessac-Léognan. A þessu svæði á André Lurton víngerðarhús á borð við Chateau de Cruzeau, Chateau Couhins- Lurton, Chateau La Louviere og Chateau Rochemorin. Vínið Chateau Coucheroy, sem nýlega fór af reynslulista yfír á aðallista, er einmitt síðara vin Rochemorin. Þá má nefna að bróðirinn Lucien er eigandi Chateau Bouscaut í Pessac-Léognan. Heimili André Lurton er hins vegar í héraðinu Éntre-deux-Mers í Chateau Bonnet. Þar starfrækir hann einnig litla gróðurstöð þar sem hann ræktar upp allan vínvið, sem gróðursettur er á vinekrum hans. Telur hann það vera einu leiðina til að fá vínvið er uppfyllir strangar gæðakröfur hans og ná- kvæmlega þau afbrigði vínviðarins er hann sækist eftir. Chateau Bonnet (sem einnig uppfyllti kröfur reynslulistans og fæst nú í öllum verslunum ÁTVR) er þekktast fyrir hvítvín. Það er af flestum sem til þekkja talið eitt allra besta hvítvín Entre-deux- Mers, hvítvín sem hefur markað nýjan stíl í hvítum Bordeaux-vín- um. Hver segir að hvít Bordeaux- vín þurfí að vera óspennandi? Bon- net er ferskt, ungt með góðu sýra- jafnvægi og léttu bragði er minnir á græn epli. Lurton framleiðir einnig hvítan Bonnet, sem geymd- ur er á eik, en það er ekki fáan- legt hér á landi. Því miður þar sem þar er um einstaklega gott vín að ræða. Rauðvínin frá Bonnet era ekki jafnþekkt en engu að síður allrar athygli verð rekist menn á þau. Ég smakkaði um daginn tíu ára- gamalt Chateau Bonnet við hliðina á La Louviere og það kom einstak- lega vel út. Stíll vína þeirra Lurton-bræðra er nokkuð ólíkur. Vín Lucien Lurt- ons era sígild Bordeaux-vín en vín André Lurton nýtískulegri og al- þjóðlegri. André Lurton hefur unn- ið mikið þróunarstarf á sviði vín- gerðar og notar eigin tækni á mörgum stigum sjálfrar víngerð- arinnar. Nýtur hann mikillar virð- ingar í vínheiminum og var fyrir nokkram árum falið að sjá um rekstur Chateau Dauzac í Mar- gaux. Dauzac er þekkt chateau en á siðasta áratug, er ijárfestingar í viniðnaði vora í tísku meðal stór- fyrirtækja, festi franskt trygg- ingafyrirtæki kaup á því. Fyrir- tækið endurgerði húsið fyrir stórfé (en kannski ekki mjög smekklega) og lagði mikið í alla ytri umgjörð Dauzac. Til að mynda var sett upp innanhúsmyndbandakerfi í öll her- bergi víngerðarhússins. Þannig gátu fulltrúar tryggingafélagsins leitt gesti sína um húsið og var hvert stig víngerðarinnar sýnt á skjám. Sniðugt í skamman tíma eða þar til að rakinn i víngerðar- húsinu eyðilagði kerfíð fína og alla skjáina. En það sem verra var: Vínframleiðslunni var ekki sinnt sem skyldi og orðstír Dauzac fór hrakandi. Hann er nú hins vegar á uppleið á ný eftir að Lur- ton tók við og sjónvai-psskjáimir hanga enn uppi sem áminning um það sem skiptir máli og það sem skiptir ekki máli. Sonur André Lurtons, Jacques, hefur haft mikil áhrif á víngerð fyrirtækisins en hann er einn af fáum víngerðarmönnum Frakk- lands sem gætu fallið undir skil- greininguna „flying winemaker", eða vingerðarmaður, sem þeytist á milli heimsáfa. Hefur hann m.a. starfað hjá Petaluma í Ástralíu og í Chile og Argentínu. Hann rekur ásamt bróður sínum Frango- is (sem einnig er sölustjóri í fyrir- tæki föðursins) eigið fyrirtæki sem selur vín hans. SAUVIGNON Blanc-græðlingar í ræktarstöð Lurtons.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.