Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ leikhúsdellu LEIKHÚSFÓLK hefur gjaman kvartað und- an því að hér á landi þurfi fólk að hafa náð „þroska" til að vera treyst fyrir leikstjórn í stóru leikhúsunum. Og ábyrgðar- stöðum yfírleitt. Þetta sé þveröfugt við það sem gerist og gengur í Bretlandi. Þar hefji leikstjórar feril sinn tiltölulega snemma á þrítugs- aldri og séu orðnir virtir og frægir um fertugt. Þá séu þeir að byija hér og hafi þá tapað þeim kjarki og sveiflum sem einkennir ungt fólk og setji bara upp eins sýningar og alíir hinir, ósköp penar. Það hefur líka verið rætt meðal leikhús- fólks að stærsti vandi leikhúsanna seinustu árin sé svokölluð „leik- stjórakrísa,“ þ.e. að við eigum ekki nógu góða leikstjóra, þótt aðrir þættir séu í lagi. Og kannski er það tákn um nýja tíma, breyttar áherslur, að Borgar- leikhúsið hefur ráðið hinn bráðunga Magnús Geir Þórðarson til að leik- stýra nýjasta verki Jims Cartwr- ights næsta vor; verki sem er svo nýtt að höfundurinn hefur ekki enn lokið við að skrifa það og verður það ekki fmmsýnt í Lundúnum fyrr en í upphafí næsta árs. Leikstjórinn er að verða tuttugu og tveggja ára og hefur eins árs nám í leikstjórn að baki í Bristol Old Vic Theatre School í Bretlandi. En leikstjóraferill hans spannar samt nokkur ár - því ef menn muna rétt stofnaði hann Gaman- leikhúsið, leikhús ungs fólks, sem var rekið í Reykjavík um árabil og er óhætt að segja að sýningar leik- hússins vöktu mikla athygli - ekki síst fyrir góða leikstjóm. En Magnús hefur ekki aðeins verið ráðinn sem leikstjóri, heldur er hann fastráðinn starfsmaður hússins og hefur embætti verkefnis- stjóra. Hefur umsjón með þeim fjöl- mörgu uppákomum sem standa til boða í Borgarleikhúsinu í vetur - öðrum en leiksýningum á vegum Leikfélags Reykjavíkur. Sex nýjar leiksýningar og vikulegir tónleikar „Staðan er ný og nær yfir sam- starfsverkefni og aðra starfsemi," segir Magnús Geir. „Þetta er nýj- ung því hingað til hefur aðeins ver- ið um starfsemi Leikfélags Reykja- víkur að ræða í húsinu. En nú verða aðrar listgreinar teknar inn I húsið. Leikfélag Reykjavíkur tekur upp samstarf við aðra leikhópa um upp- setningar í húsinu. Vegna þessa samstarfs koma sex nýjar leiksýn- ingar á þessu leikári og það er ljóst að það hefur aldrei verið eins mikil starfsemi í Borgarleikhúsinu og verður í vetur. Við verðum með vikulega tón- leika í allan vetur og bjóðum upp á klassík, popp, rokk, djass og síðan erum við að skipuleggja myndlistar- sýningar frammi í forsal. Þetta er gríðarlega skemmtilegt starf og gaman fyrir mig að koma inn í þetta því það er svo mikill hugur í mönnum hér á bæ í að gæða húsið lífí.“ Hvers konar myndlist verður til sýnis? Leikstjórinn Magnús Geir Þórðarson haslaði sér völl í íslensku leikhúsi aðeins tíu ára gamall þegar hann stofnaði Gamanleik- -------£-----:------------------------------------------- húsið. I dag undirbýr hann uppsetningu á nýjasta leikriti Jims Cartwrights, Stone Free, sem hann leikstýrir og er þar með orðinn yngsti leikstjóri sem hefur sett upp sýningu í atvinnuleik- húsi á Islandi. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Magnús Geir um nám hans og störf, leikhúsið og framtíðina. „Við höfðum samband við unga myndlistarmenn og buðum þeim að sýna verk sín. Þeir hafa undantekn- ingarlaust tekið vel í það. Sum verk- in sem verða sýnd hér eru þegar til, önnur verða sérhönnuð fyrir þetta rými. Hvað þennan myndlist- arþátt varðar, höfum við verið í samvinnu við Kjarvalsstaði og Ný- listasafnið. Síðan ætlum við að opna bóksölu frammi í anddyri, þar sem aðallega verða seldar leikhúsbókmenntir; fagbókmenntir, leikritasöfn og bækur sem tengjast leikhúsvinnu og verkum. Bóksalan er sniðin að erlendri fyrirmynd," segir Magnús og við tölum um stund um bóksöl- una í breska Þjóðleikhúsinu, sem er draumaveröld út af fyrir sig, og hann bætir við: „Þetta hefur gengið vel I leikhúsum erlendis og ætti að ganga mjög vel hér.“ Þetta er gríðarlega skemmtilegt starf og gaman fyrir mig að koma inn í þetta því það er svo mik- ill hugur í mönnum hér á bæ að gæða húsið lífi.“ Morgunblaðið/Þorkell Leikhúsuppeldi grunnskólabarna „Við erum líka að undirbúa dag- skrá sem við köllum „Heimsókn í leikhúsið", og snýr að leikhúsupp- eldi grunnskólabarna. Það er svo skrýtið að grunnskólabörn fá til- sögn í bókmenntum, myndlist og tónlist en enga um leikhús. Við fórum í það í sumar að setja saman dagskrá sem ætti að vera fýrsta skrefíð í þá átt að leikhúsið komist inn í menntun allra grunnskóla- barna í Reykjavík." Hvernig er það skipulagt? „í staðinn fyrir að setja upp sýn- ingar til að fara með út I skólana, ætlum við að bjóða níu ára bömum að koma hingað og veija einum degi með leikurum hússins. Þetta er hugsað sem tveggja daga pró- gram og seinni daginn fá þau þeg- ar þau eru komin í tíu ára bekk. Við setjum upp dagskrá fyrir hvorn dag sem byijar á því að tekið verð- ur á móti börnunum af leikurunum og farið með þau í skoðunarferð um húsið. Síðan munu þau vinna í leiksmiðju með leikurum og eftir það er gert ráð fyrir að þau fari í grímugerð þar sem þeim verður leiðbeint við að gera einfaldar grím- ur. Við byijum á þeim hér og síðan fara þau með þær í skólann og ljúka þeim með myndmenntakennurum sínum. Eftir grímugerðina verður unnið með ákveðið þema, sem verður í tengslum við námsefni þeirra í skól- anum. Þetta þema verður unnið með leikurum hússins og spunnin lítil sýning í kringum það, með þátt- töku barnanna. Seinna árið verður haldið áfram þar sem frá var horfíð og settar upp iitlar leiksýningar. Þá notum við gömul módel, leikmyndir, bún- inga og annað til að fræða þau aðeins um sögu leikritunar og um vinnu í leikhúsi. í vetur verður það sem sagt níu ára bekkur sem mætir og aftur næsta ár en þá verðum við einnig með tíu ára bekk þess árs. Við ' gerum ráð fyrir að þessi vinna fari fram á tveimur skólaárum. Við > leggjum áherslu á að vandað sé til verksins og námskeiðið vel undir- búið til þess að þetta verði ekki bara bóla sem lognast út af. Undir- búningurinn hefur verið í samráði við kennara og verkefnisstjóra í skólakerfínu. Síðan er ýmislegt fleira í undir- búningi hjá okkur og meðal þess er sumarsýning næsta sumar.“ Sem fyrr segir er það nýjasta verk Jims Cartwrights og ber heitið „Stone Free“, en hann samdi leikrit- in BarPar, Taktu lagið Lóa og Stræti, sem öll hafa gengið mjög vel hérlendis. Bristol Old Vic leik- listarskólinn, sem Magnús sótti síð- astliðinn vetur, er einn af virtari skólunum í Bretlandi; gamall, rót- gróinn og frekar klassískur, á sér merkilega sögu, enda stofnaður af Sir Lawrence Olivier. Úr þessum skóla hafa meðal annarra Jeremy Irons og Miranda Richardson út- skrifast. Magnús hefur lokið eins árs námi, er hér heima í ársfríi og hefur ekki tekið endanlega ákvörð- un um framhaldið. „Eg stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort ég ætlaði að læra á einhveijum einum stað í þijú ár, eða skipta þremur árum milli fleiri staða. Eftir að hafa lokið námi í Bristol fann ég að mig langaði að prófa annað, læra til dæmis í Þýska- landi eða Frakklandi. Ég stefni að því að fara aftur út haustið 1996 til að halda námi áfram. En er ekki endanlega búinn að ákveða hvert ég ætla að fara.“ En hvað kemur til að þér er treyst fyrir leikstjórn í íslensku atvinnu- leikhúsi og um hvað fjallar þetta nýjasta verk Jims Cartwrights? Aðstoðarleikstjóri hjá Jim Cartwright „Þetta er verk sem ég hef óbil- andi trú á. Þannig háttar til í Eng- landi að þegar höfundur skrifar verk, þá er það tekið til sýninga - á eins konar forsýningar, þar sem höfundurinn sér viðbrögð áhorf- enda. Síðan skrifar hann verkið aftur og þá er það æft til uppsetn- ingar í Lundúnum. Þannig skrifar Jim Cartwright verkin sín. Úti í Bristol! fyrra var ég aðstoð- arleikstjóri við forsýningarnar á Stone Free. Það var skólanum að vísu ekki viðkomandi. Við byijuðum með gróft handrit. Jim Cartwright, leikstjórinn og ég, leikarar og hljómsveit og þróuðum leikritið áfram. Við mættum, æfð- um eftir handritinu allan daginn, ræddum um það fram og til baka og á kvöldin fór Jim og endurskrif- aði þær senur sem þurfti að laga eða breyta. Á þessum æfingatíma mótuðum við verkið. Það sem er svo gott við Jim, er að hans verk er ekki neinn heilagur sannleikur. Hann er mjög opinn fyrir því að breyta og hann var að setja inn breytingar fram á frumsýningar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.