Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 B 9 að punga út milljónatugum í stærri skólahús til að koma mætti á þessum einsetna skóla. Hann fær vart betur séð en að ráðamönnum á 20. öldinni hafi einfaldlega yfirsést þessi stað- reynd þegar umræðan um einsetna skólann stóð sem hæst, nefnilega að ætti hver bekkjareining að fá sína stofu varð að stækka ófáar skóla- byggingar, sumar umtalsvert. Og hann getur með engu móti skilið hvernig ráðamenn á 20. öld ætluðu kennurum að lifa af launum sínum eftir að einsetni skólinn var kominn á. Hann hefur margoft reynt að skýra launakerfi 20. aldarinnar fyrir samtíðarmönnum sínum en alltaf með jafnslæmum árangri. Langömmur ykkar og afar áttu ekki að geta lifað á dagvinnunni einni saman, eftirvinnan var það sem skildi á milli lífs og dauða, er hann búinn að tyggja upp aftur og aftur en enginn vill trúa honum. Og þetta er ástæðan fyrir því að einsetni skól- inn á ofanverðri 20. öld breytti grunnskólakennurum endanlega úr fagmönnum í „tómstundakennara", stéttin varð smám saman skipuð vel giftum konum, og sárafáum körlum, er vildu hafa eitthvað fyrir stafni þegar bömin voru flutt að heiman. Þannig kippti einsetni skólinn grundvellinum undan þeim einstakl- ingum er litu á kennsluna sem boð- legt ævistarf og vildu hafa af henni tekjur í hlutfalli af mikilvægi starfs- ins. En það var ekki aðeins að þessi skipulagsbreyting yrði til þess að eftirvinna kennara hyrfi, hún breytti líka kennslunni í hlutastarf. Skóla- sókn hverrar bekkjareiningar var aldrei slík að hún kallaði á kennara í fullu starfi. En þar sem eini „ávinn- ingur“ kerfísiris vár sá að allir mættu í skólann á sama tíma og allir hættu á sama tíma lá í augum uppi að kennararnir voru ekki ráðnir nema í hálft starf, hinir heppnu fengu kannski 70% stöðu. Þegar nú þessi pistlahöfundur Morgunblaðsins er búinn að viða að sér þessum upplýsingum árið 2095 mun hann veigra sér við að birta niðurstöðuna því að hann treystir sér ekki til að svara spumingunni sem hann veit að lesendur hans munu spyrja: Af hveiju var langöf- um okkar og langömmum svona umhugað um að eyðileggja skóla- kerfið? kom út 1859. Í nútímabókum er ekkert sagt frá fornsögulegum beinafundum á þessu tímabili. En ef maður skoðar vísindarit frá þess- um tíma segja þau frá beinafund- um, sem samsvara algerlega nú- tímamanninum - ekki apamanni, ekki týnda hlekknum - sem eru 10 milljón ára, 20 milljón ára, 30 milljón ára, fimmtíu milljón ára og fr. langt aftur á bak. Við lýsum þessu öllu á eitt þúsund blaðsíðum í bókinni okkar. Nú, elstu hlutir gerðir af mönnum eru málmkúlur, sem hafa fundist í Afríku, sumir með þijár línur umhverfís miðlín- una. Þeir eru 2.800 milljón ára gamlir (2,8 milljarða ára), sem er allnokkuð miðað við að jörðin er talin 5,3 milljarða ára. En elstu merki um mannverur eru fótspor sem fundust í Antelope Springs í Utah. Þau eru 600 milljón ára göm- ul. Elsta beinagrindin af mann- eskju, eins og nú gengur ofanjarðar er um 300 milljón ára gömul. Hún fannst í kolanámu í Macoupin hér- aði í Illinois árið 1862. Vísindaniðurstöðum, sem þessum er haldið leyndum. Árið 1970 fann Virginia Steen-Mclntyre 300 þús- unda ára steinverkfæri í Mexíkó. Það passaði ekki við þá gefnu heimsmynd, sem segir að menn komu ekki til Ameríku fyrr en fyrir 12 þúsund árum, nú eða 25-30 þúsund árum í mesta lagi. Hún fékk enga birtingu á vísindaniðurstöðum sínum. Við fengum leyfí til að birta myndir af þessum fundi í bók okkar en aðeins, ef við segðum að stein- verkfærin væru 25 þúsund ára. Því miður er þetta vísindamennska nú- tímans." Frásögn Cremo er mikið lengri, en ætli þetta nægi ekki til þess að gefa okkur íhugunarefni um „sann- leikann fræga“ sem tilvera okkar byggist á? FRÉTTIR Vilja fá tölvuþjóf framseldan London. Reuter. ENSKUR dómstóll studdi á mið- vikudag kröfu Bandaríkjamanna um að rússneskur tölvusérfræðing- ur, sem notaði þekkingu sína til að taka. nokkrar milljónir dollara út af reikningum bankans Citibank, yrði framseldur. Þeim rökum hins meinta þjófs, Vladimírs Levins, að sannanir væru ónógar, var hafnað. Bandaríkjamenn vilja lögsækja Levin fyrir þjófnað, tölvuglæpi, falsanir og bókhaldssvik. Rannsókn málsins hófst á síðasta ári þegar starfsmenn Citibank komust að því að 400 þúsund dollarar höfðu verið teknir út af reikningi ólöglega með aðstoð tölvu. Bankinn leitaði aðstoðar yfír- valda, sem röktu slóð úttektarinnar og lögðu gildru fyrir Levin. Síðar voru 11,6 milljónir teknar út af reikningum bankans, en þær voru endurheimtar. Féð var lagt inn á reikninga í Bandaríkjunum, Finn- landi, Israel, Hollandi og Þýska- landi. Levin er gefíð að sök að hafa stundað þessar millifærslur með aðstoð fistölvu frá heimili sínu í Pétursborg? Hann var handtekinn á Heathrow-flugvelli á Bretlandi í mars. Kona og kaf- bátsforingi Ósló. Morgunblaðið. KONA hefur verið skipuð kafbáts- foringi í fyrsta sinn í sögunni. Heit- ir hún Solveig Krev og er frá Lonk- an í Vesturáli í Noregi. Krey er æðstráðandi á kafbátn- um „Kobben", sem er með 24 manna áhöfn, og hún segir, að framinn komi kynferði sínu ekkert við. „Ég hef verið næstráðandi á kafbát í hálft ár og það hefur ekki skipt neinu máli, að ég er kona,“ segir hún en dregur enga dul á, að hún hafi stefnt að þessu marki í tvö ár. Eldri er draumurinn ekki og sem ung stúlka var hún aðeins ákveðin í að verða hvorki hjúkrunarkona né kennari. HLUTHAFAFUNDUR í HLUTABRÉFASJÓÐI VÍB HF. 1 V i VÍB Hluthafafundur verður haldinn í Hlutabréfasjóði VÍB hf. þriðjudaginn 10. október nk. og hefst hann kl. 16:00. Fundarstaður: Hótel Saga, Ársalur, 2. hæð. Dagskrá: 1. Tillaga um samruna félagsins við Hlutabréfasjóðinn hf. Samrunaáœtlun ásamt þeim gögnum sem um getur í 5. mgr. 124 gr. hlutafélagalaganna liggja frammi á skrifstofu félagsins að Ármúla 13a, Reykjavik. Stjómin VÍB Vl-RÐBRLl’AMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili ad Verðbréfaþingi lslands • Armúla 13a, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910. HLUTHAFAFUNDUR í HLUTABRÉFASJÓÐNUM HF. Hluthafafundur verður haldinn í Hlutabréfasjóðnum hf. þriðjudaginn 10. október nk. og hefst hann kl. 17:00. Fundarstaður: Hótel Saga, Ársalur, 2. hæð. Dagskrá: 1. Tillaga um samruna Hlutabréfasjóðs VÍB hf. og félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 3. Kosning nýrrar stjórnar. Samrunaáœtlun ásamt þeim gögnum sem um getur í 5. mgr. 124 gr. hlutafélagalaganna og tillögur til breytinga á samþykktutn félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins að Skólavörðustig 12, Reykjavík. Lagt er til að ákvæði samþykkta félagsins um heimilisfang þess breytist og að upp í samþykktir verði tekin ákvœði um kosningu 2ja varamanna i stjóm félagsins. Stjómin Hlutabréfasjóðurinn hf. Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík. Sími: 552-1677. Myndsendir: 552-1033. r w Parkettilboð! GEGNHEILT STAFAPARKET te , v 1 .... .• eik natur i6 mm eukalyptus 10 mm einmg: jatoba 8 mm mosaík parket Gerum kostnaðaráœtlanir á meöan þú bíður. Suðurlandsbraut 4a, sími 568 5758, fax 568 3975. Parket húsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.