Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 17
16 B SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 B 17
HERÐUBREIÐ
Dögg undir morgun
og ég á land að vini
lyftist til himins
í fjalldrapa-
grænni dögun
við hraungrjót og beitilyng
land mitt
lyftist til himins
þar sem spor okkar
geymast
við næringarríkt sortu-
lyng
og klettarnir kailast á
yfir fljótið en lágvaxnar
birkihríslur draga að sér
fugla og svalkalda
skugga
sem leita sér skjóls
eins og þrestir,
í gamla minningu
sem eldist ekki en er síung
dps og furutréð
leitar hugur minn, ég sé
dögggrænt landið
lyftast til himins
úr þokunni
sem ér einmanaleg, útlínulaus
og hverfur með ilmandi
blóðbergi
inní minningu um okkur tvö
og landið
dögggrænt undir fossgráum
úða
og lyftir sér til himins
á kvöldbláum vængjum
Herðubreiðar.
MATTHÍAS
JOHANNESSEN
Herðubrcið, 1995/RAX
Herðubrcið,1928/Sveinn Þórarinsson
Herðubreið.um 1935/Jðn Stefánsson
Herðubreið,1984/Georg Guðni
Herðubreið/Stefán V. Jðnsson frá MÖðrudal