Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 B 19 Dagbók íf IShzI) Háskóla íslands DAGBÓK Háskóla íslands fyrir vik- una 1.-8. október: Sunnudagur 1. október. Dr. Eva Lundgren, prófessor við Félagsfræðideild Uppsalaháskóla, heldur fyrirlestur í boði Rannsóknar- stofu í kvennafræðum. Fyrirlesturinn verður fluttur á norsku og nefnist „Voldens ritualisering". Oddi stofa 101, kl. 16:00. Allir velkomnir. Mánudagur 2. október. Á vegum málstofu í stærðfræði flytur Kristján Jónasson, Raunvís- indastofnun, erindi sem nefnist „Leiðrétting gamalla veðurgagna“. Gamla Loftskeytastöðin við Suður- götu kt. 11:00. Allir velkomnir. Fimmtudagur 5. október. Siðfræðistofnun gengst fyrir mál- þingi um siðferði fjölmiðla. Frum- mælendur verða fjórir, Halldór Reyn- isson, Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Páll Þórhallsson og Siguijón Baldur Haf- steinsson. Oddi, stofa 101, kl. 20:00. Öllum heimill aðgangur meðan hús- rúm leyfír. Dagskrá Endurmenntunarstofn- unar: Tæknigarður, 2. október. „Skrán- ing hjúkrunar“. Leiðbeinandi: Ásta Thoroddsen, lektor við námsbraut í hjúkrunarfræði. Kl. 9:00 - 16:00. Tæknigarður, 3. október. „Stefnu- mótun minni fyrirtækja". Leiðbein- andi: Gísli S. Arason, lektor við H.í. og rekstrarráðgjafi. Kl. 16:00 - 19:00. Tæknigarður, 3., 4. og 6. október. „Uppsetning TCP/IP-neta og teng- inga við Internetið". Leiðbeinandi: Sveinn Ólafsson, tölvutæknifræðing- ur og Ársæll Hreiðarsson, báðir hjá Tákni hf. Tæknigarður 4. október. „Endur- gerð fyrirtækja - „Reenginering“.“ Leiðbeinandi: Guðjón Guðmundsson, rekstrarráðgjafi og lektor við H.í. Eftirfarandi námskeið hefjast í næstu viku: Mánudagur 2. október. „Hagnýt og fræðileg hagfræði: Allt sem þú vildir vita ...“ Umsjón: Þorvaldur Gylfason, prófessor, Bolli Þór Bolla- son, flármálaráðuneyti, Yngvi Örn Kristinsson, Seðlabanka íslands o.fl. Mánudagur 2. október. „Mann- réttindi og samfélagið“. Umsjón: Ágúst Þór Árnason, frkvstj. Mann- réttindaskrifstofu Islands, Björg Thorarensen, Björn Björnsson o.fl. Þriðjudagur 3. okt./miðvikudagur 4. október. „Þtjár Borgfírðingasögur: Gunnlaugssaga Ormstungu, Hænsna-Þórissaga og Bjarnarsaga Hítdælakappa". Umsjón: Jón Böð- varsson, cand.mag. Miðvikudagur 4. október. „Horft fram á við - markaðsmál og gæða- stjórnun". Leiðbeinandi: Magnús Pálsson, frkvstj. ráðgjafarfyrirtækis- ins Markmiðs. Fimmtudagur 5. okt. „Flutningur máls á ensku“. Leiðbeinandi: Róbert Berman, stundakennari við H.í. -------»■-»-♦------ Nýr kór og kórstjóri Vídalínskirkju NÝR KÓR hefur hafíð göngu sína í Garðabæ. Hann hefur hlotið nafnið Kór Vídalínskirkju og leysir Kór Garðakirkju af hólmi. Stjórnandi hins nýja kórs er Gunnsteinn Ólafsson. Hann mun jafnframt sjá um orgel- leik við helgiathafnir í Vídalíns- og Garðakirkju. Á efnisskrá Kórs Vídalínskirkju í vetur verða kórverk frá ýmsum tím- um. Fyrsta verkið sem kórinn æfir verður kantatan Í dauðans böndum Drottinn lá eftir Jóhann Sebastian Bach. Þá heldur kórinn aðventutón- leika sem tileinkaðir eru helgihaldi víða um heim. Eftir áramót verður ráðist í stórt verkefni sem væntan- lega verður flutt á tónleikum í Vídal- ínskirkju í vor. Þeir sem hefðu áhuga á því að taka þátt í uppbyggingu Kórs Vídal- ínskirkju eru beðnir um að kynna sig fyrir kórstjóra mánudaginn 2. októ- ber eða þriðjudaginn 3. október kl. 20.30 í Vídalínskirkju, Kirkjuhvoli. Kóræfingar verða á miðvikudögum og að hluta á laugardögum. Fyrsta kóræfíng er ráðgerð miðvikudaginn 4. október kl. 20.30. Opnum -markað Nýbýlavegi 12, sími 554-2035. Opið frá kl. 12-18 virka daga, laugardag og sunnudag kl. 12-16. Barnabuxur, bolir, náttföt, leggings kr. 500 stk. Kjólar frá kr. 3.000. Joggingbuxur, konubuxur, bolir, pils frá kr. 1.000. Mikið úrval í 100 kr. körfunni. Sjón er sögu ríkari. Sendum í póstkröfu. Símar 554-2035 og 554-4433. Slysavaroafélag íslands Skrifstofa félagsins að Grandagarði 14, verður opin frá kl. 9.00 -17.00 alla virka daga eftir 2. október. - JúAt setu Skriflegt samband við stærstu fréttastofu landsins færir þér kjarna málsins þegar þú vilt - þar sem þú vilt! 7^//tmi mÁL&ns dy[tndu l http://www.strengur.is/mbl Opinn aögangur 28. september - 5. október

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.