Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 HEIMILI MORGUNBLAÐIÐ UPPAHALDSHUSGOGNIN ÞEIRRA Borðstofusett foreldranna tekur miklum breytingum Morgunblaðið/Ámi Sæberg VILHJÁLMUR við skrifborðið og hjá honum stendur dóttírin Ragnhildur Alda María sem er fimm ára. Skrifborðið hans sr. Ásgeirs Ásgeirssonar „GAMALT skrifborð sem var í eigu afa kon- unnar minnar er í miklu uppáhaldi", sagði Vil- hjálmur Egilsson þegar hann var spurður hvort hann ættí ekki eitthvert húsgagn sem væri í uppáhaldi hjá honum. Kona Villqálms er Ragnhildur Pála Ófeigs- dóttír og afí hennar var sr. Ásgeir Ásgeirsson prestur og prófastur að Hvammi i Dölum. „Við erum nýlega búin að láta gera borðið upp en lík- lega er það frá fyrstu áratugum aldarinnar og hefur verið mikið notað.“ Vilhjálmur segist sitja töluvert við borðið, sér- staklega þegar hann er að lesa en aðspurður segist hann forðast að taka vinnuna með sér heim. ÞAÐ er borðstofusettið sem er í mestu uppáhaldi þjá henni Elínu Þ. Þor- steinsdóttur í Garðabæn- um. Um er að ræða tekk- borð sem var keypt í Víði fyrir um þijátíu og fímm árum og það voru foreldr- ar Elínar sem keyptu það þegar þau byijuðu að búa. Foreldrar hennar not- uðu settið þangað til fyrir nokkrum árum að það var sett út í bílskúr. Einhverju sinni þegar kunningjahjón eru síðan í heimsókn hjá Elinu og eiginmanninum Gísla Willardssyni berst talið að því hversu dýrt sé að kaupa borðstofusett. Þá kviknar á perunni hjá henni. Elín hringir í mömmu sína og biður hana fyrir alla muni að geyma borðið og stólana. Eftir nokkurn tíma fór hún og fékk settið. Vegna þess hve búið var að bera mikla tekkol- íu á borðið þurfti að selja nýja plötu á það en af- ganginn var hægt að sprauta. Til að fá sam- ræmi við beykiskápinn Morgunblaðið/Þorkell ÞETTA er tekkborð sem foreldrar Elínar áttu þegar þeir voru að byija búskap. Elín fékk borðstofusettið og lét gera það upp. sem er í stofunni lét hún setja beykikant á borðið og yfirdekkja stólana með leðri. „Ég er fjarska ánægð með borðið og stól- ana. Stíllinn er hreinn eins og hann var uppúr 1960 og það kostaði okkur ekki mikið að gera settið upp.“ Borðið má síðan stækka um tvo metra þannig að tíu til tólf manns geta setið við það. Morgunblaðið/Ásdls VALGERÐUR segir að það sé svokölluð Oregon-fura í hillunum sem Mogens Koch hannaði árið 1928. Keyptu skápinn í brúðkaupsferðinni „UPPHAFLEGA áttu tengdaforeldrar mínir skápinn. Þau keyptu hann í Danmörku árið 1947 þeg- ar þau voru þar í brúð- kaupsferð", segir Herdís Þórisdóttir en uppáhalds- húsgagn þeirra hjóna, hennar og Stefáns Skúla- sonar, er þessi umræddi skápur. Hann er smiðaður af Peter Falbum sem var þekktur húsgagnasmiður í Danmörku. „Þegar við fór- um að búa gáfu tengdafor- eldrar mínir okkur skáp- inn sem var orðinn frekar illa farinn. Við fengum síð- an Sigurð Blomsterberg tíl að gera hann upp fyrir nokkrum árum og það tókst svona Ijómandi vel.“ Skápurinn fellur vel í umhverfið þjá þeim, þau fengu síðar sófaborð og innskotsborð í stíl við skápinn sem var keypt á sama tíma. „Það er auðvitað fyrst og fremst manninum mín- um sem er einstaklega annt um skápinn enda hann vanur þvi að hafa hann fyrir augunum alla tíð“. Morgunblaðið/Ásdís HERDÍS við skápinn sem tengdaforeldrarnir áttu. Bóka- hillurnar kærastar VALGERÐUR Dan sagði að það væru ýmsir hlutir sem þeim hjónum þætti vænt um og erfitt að gera upp á milli. Bókahillurnar urðu engu að síður ofan á, bæði vegna þess hversu fallegar Valgerði finnast þær en eflaust spillir það ekki fyrir að þær geyma líka margar af þeim bók- um sem henni eru kærar. „Mogens Koch teiknaði hilíurnar árið 1928 sem og einnig m.a. orgelið í Skálholtskirkju og einn forfaðir hans teiknaði gömlu byggingu Mennta- skólans í Reykjavík. Þorsteinn Gunnarsson, eiginmaður Valgerðar, keypti hillurnar á sínum námsárum útí í Dan- mörku og síðan hafa þau hjón verið að bæta við fleiri hillum og skápum um árin. Morgunblaðið/Þorkell GARÐAR við hliðina á lampanum. Varþrjúárað mála lampann GARÐAR Cortes á uppá- haldshlut, lampa sem konan hans Krystyna Cortes mál- aði á árunum 1980-83. „Það tók konuna mína þrjú ár að ljúka við lampann og mér finnst mjög vænt um hann, ekki síst vegna þess hve fallegur hann er.“ Garð- ar segir að þau hjónin hafi ávallt reynt að brýna fyrir. börnum sínum að syrgja ekki dauða hluti. Hann við- urkennir hinsvegar að hann sé í vafa um viðbrögð sín kæmi eitthvað fyrir þennan forláta uppáhalds- lampa. Þurfti skrif- borð til að skrifa skáldsögu „EF ÞÚ skoðar skrifborðið mitt veistu lík- lega töluvert um mig á eftir, því þar geymi ég myndir af börnunum mínum þremur, dagbækumar, ritsmíðarnar mínar, ljóðin mín, litlu spakmælabækurnar, málarapensl- ana mína og fleira sem mér þykir einstak- lega vænt um“, segir Katrín Snæhólm. Myndina á skrifpúltinu málaði Katrín en hún er af „hippaenglum". „Það eru léttir og skemmtílegir englar allt í kringum okkur og líka svona hippaenglar", segir hún sann- færandi. Á skrif púltínu hennar eru líka tvær tré- styttur af kisum frá systur hennar og lampi sem hún heldur mikið uppá og er frá tengda- móður hennar. „Þetta er semsagt hirslan mín og ég í hnotskurn." Katrin segir að upphaflega hafi sig vant- að skrifborð þvi hún fékk hugmynd að skáld- sögu þar sem hippaengiarnir eru meðal sögupersóna. „Mér fannst ég ekki geta skrif- að söguna nema eiga skrifborð. En síðan vantaði mig tölvu.“ Hana fékk hún í jólagjöf en enn er hún ekki komin á borðið svo nokkr- ir kaflar fá að Iiggja áfram í skúffunni þang- unin er að setjast niður við það ein- hvern daginn og skrifa skáldsögu. að til hún er komin á sinn stað. „Ég var búin að leita lengi að skrifborði í þessum stíl og fann ekkert fyrr en ég rakst á sendibílstjóra sem var með bækling og pantaði fyrir mig þetta borð frá Bandaríkj- unum.“ Stóllinn tílheyrir gömlu borðstofusetti sem Katrín og eiginmaður hennar keyptu í antíkverslun fyrir mörgum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.