Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 HEIMILI MORGUNBLAÐIÐ ÞAU sáu svona vegg hjá aðalræðismanni íslands í Grikklandi og heilluðust. Magnús smíðaði vegginn og síðan eru hólfin lýst upp. Smíðaði vegg með hólfum fyrir lista- verkin hennar ÆJA, Magnús og Kristín Heiða við borðstofuborðið sem Æja sá í blaði og bað vin sinn um að smiða fyrir sig. Dóttirin Ingibjörg var ekki heima. ÞAÐ fer ekki á milli mála að hér býr listafólk. í innkeyrsl- unni við Sogaveg 190 bjóða gesti velkomna tvær tígulegar konur, önnur situr makindalega á grind- verkinu en hin, sem er nakin, vís- ar veginn upp tröppumar. Konurn- ar era reyndar skúlptúrar eftir myndlistarkonuna Æju sem heitir Þórey Magnúsdóttir en ætlunin er einmitt að heimsækja hana, eigin- manninn Magnús Haraldsson byggingaverktaka og dótturina Kristínu Heiðu sem er þriggja ára. Húsið keyptu þau fyrir fímm áram og heimilið endurspeglar að þar býr listamaður. Verk Æju ber víða fyrir augu, bæði í skúlptúram, málverkum og jafnvel nytjahlutum eins og kertastjökum, mynd- arömmum og veggljósum. Smiðaði veggístofuna Þau hafa síðastliðin fímm ár smám saman verið að dytta að heimilinu. Magnús smíðaði vegg í stofuna sem í eru hólf fyrir list- verk Æju, vegg sem þau fengu upprunalega hugmyndina að hjá aðalræðismanni íslands í Grikk- landi. Hólfin í veggnum þar voru fyllt fommunum. Þau hafa líka, eins og gengur og gerist, verið að parketleggja, lagfæra gamla eld- húsinnréttingu og mála. Fyrst eft- ir að þau fluttu inn var buddan létt og þá tók Æja upp á því að handmála léreft og hengja fyrir gluggana. Hún hefur smám saman verið að taka léreftið niður og kaupa sér eins og hún segir „al- vöra gardínuefni" og vinir og kunningjar hafa verið duglegir að falast eftir handmálaða léreftinu hennar fyrir sína glugga. Borðstofusett úr smíðajárni „Við áttum engin húsgögn í allt þetta rými fyrstu árin en höf- um verið að bæta úr því. Mér fannst betra að bíða þangað til við gætum fjárfest í einhveiju sem okkur langaði virkilega í,“ segir Æja. Hún sá mynd af borðstofu- setti úr smíðajámi í erlendu blaði og fékk vin sinn ti! að smíða það. Hann sá líka um að útfæra hug- myndir hennar um stofuborð úr smíðajárni og stoðir undir blóma- potta. Einar Erlingsson er annar vinur þeirra sem hefur líka brugð- ist vel við beiðni þeirra um að yfír- dekkja eða smíða fyrir þau hús- gögn, hann sá um seturnar á borð- stofusettinu, yfírdekkti sófasettið wM fe ~-r mf/ ■&- J wÉT -ávkí/jrí sem hún gróf upp í antíkverlsun á Akureyri í fyrra, smíðaði kolla í stíl við það og notalegan leður- sófa í sjónvarpsherbergið. Niðri hafa Æja og Magnús komið upp vinnustofu og þar vinn- ur Æja á morgnana og hefur lítið gallerí. Ekki fengum við að mynda þar að ráði, hún sagði að alít væri í drasli því að í mörg horn væri að líta þessa dagana, hún er listamaður nóvembermán- aðar hjá Gallerí List, er að vinna verkefni fyrir Bústaðakirkju og nú stendur til að hún opni sýningu í byijun næsta árs í EFTA-húsinu í Brussel. Besta innanlulssiiiáliii á eldhúsió LADY á stofuna ábaöherbergið áimiréttíngaioghásgögn ískraut á panel þúsund litatóna auðveld í notkun áferðarfalleg slitþolin og auðþrifin akrílmákiing og lakk a íilutKia og humii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.