Morgunblaðið - 29.10.1995, Page 20
20 D SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995
HEIMILI
MORGUNBLAÐIÐ
Slysagildrur á
heimilinu
Þá má minna á að ekki er ráð-
legt að vera með lítil börn í fang-
inu þegar verið er að drekka heita
drykki. Minnið einnig ættingja og
vini á þessa reglu.
6 mánaða til 2 ára
Börnum á þessum aldri er hættast
við slysum af völdum falls, bruna
og eitrunar. Verið við öllu búin
og gerið heimilið eins öruggt og
hægt er.
Stigar eru spennandi í augum
bama og til að hindra að bamið
detti í tröppum er nauðsynlegt að
setja hlið fyrir stigann, bæði uppi
og niðri. Hliðgrindin þarf að vera
minnst 70 sm á hæð og ekki mega
vera nema 7,5 sm milli rimla.
Kennið bami að skríða afturábak
niður tröppur en látið það ekki
vera einsamalt í stiga. Stigar með
opnum þrepum geta verið slysa-
gildrur fyrir lítil böm.
Þá hafa alvarleg slys orðið þegar
böm hafa dottið út um glugga.
Hafíð barnalæsingu á gluggum
eða annars konar öryggislæsingu.
Sum börn reyna að nota bóka-
hillur sem klifurgrindur og lág
borð og húsgögn með hvössum
hornum þarf að gera hættulaus.
Mörg brunaslys verða í tengsl-
um við matargerð og allt sem fer
fram á eldavél er freistandi. Setjið
hlíf fyrir hellurnar og á bakaraofn-
um á að vera barnalæsing. Skiljið
barnið aldrei eftir í eldhúsinu þeg-
ar heitir pottar eru á eldavélinni.
Að ýmsu öðru verður að huga með
þennan aldur, vatnskranar geta
verið slysagildra, innstungur, ofn-
ar, rafmagnstæki, lyf, hnífar,
skæri, leikföng, hreingerningaleg-
ir, eitraðar jurtir og margt fleira.
2ára - 4ára
Slys í heimahúsum em algeng-
ust hjá þessum aldurshópi en þó
fer að bera meira á slysum utan
heimilis.
Flestar öryggisráðstafanir sem
getið var um þegar börn eru frá
6 mánaða til 2 ára eiga líka við
um þennan aldurshóp. Bent skal
sérstaklega á öll eiturefni, glugga,
stiga, handrið og brunaskaða t.d.
af völdum veggofna, eldavéla,
krana, drykkja eða náttlampa.
4ára- 7ára
Þegar börn þroskast og stækka
eykst áhugi á að taka þátt í matar-
gerð og öðrum húsverkum. Enn
er því mikilvægt að aðstæður á
heimilinu séu eins ömggar og
hægt er og að foreldrar veiti bam-
inu stuðning og tilsögn svo koma
megi í veg fyrir slys. Slysahættan
er þó mest utan heimilis og alvar-
legust eru umferðarslys og
dmkknanir.
Einnig mörg önnur postulínsstell
á verði sem kemur á óvart.
RAÐGREIÐSLUR
SILFURBUÐIN
Kringlunni 8-12 - Sími 568-9066
SLYSIN gera ekki boð á undan
sér og innan veggja heimilis-
ins em ýmsar slysagildmr fyrir
lítil böm sem foreldrar þurfa að
vita um. Talið er að leitað sé með
um 20.000 börn til læknis vegna
slysa á ári hveiju.
Rauði kross íslands, Barnaheill og
Slysavarnafélagið gáfu nýlega út
bæklingana Vöm fyrir börn. I fjór-
um bæklingum er þar ijallað um
slysavarnir fyrir foreldra sem eiga
böm frá 0-7 ára.
0-6 mánaða
Þegar bam fer að sýna að það
geti snúið sér af maga yfir á bak
er tímabært að það fái bamarúm.
Rúmið þarf að vera stöðugt og
rúmbotninn heill. Bil milli rimla
má ekki vera meira en 7,5 sm og
hliðar og gaflar minnst 60 sm á
hæð miðað við botninn. Ekki nota
plastdúk til að hlífa dýnunni því
það býður heim köfnunarhættu.
Notið húðað bómullarefni og festið
undir dýnunni. Sængin á að vera
létt og hæfilega stór fyrir bamið.
Ekki nota kodda. Leggið barnið
aldrei í vatnsrúm eða hæginda-
stóla sem laga sig að líkamanum.
Við val á skiptiborði þarf að
huga að stöðugleika þess og
hversu mikinn þunga það þolir.
Skiljið bamið aldrei eftir á skipti-
borðinu.
Þegar barn er sett í bað þarf
að gæta að því að vatnið sé ekki
of heitt og leggið handlegg undir
hnakka þess og höfuð og grípið í
upphandlegg þess.
Túttan á snuði þarf að vera
heil og föst. Hlífin á snuðinu á að
vera minnst 4 sm í þvermál og
túttan ekki lengri en 3 sm.
Bam má ekki drekka eftirlits-
laust úr pela. Það getur auðveld-
lega svelgst á svo það kafni. Lítil
leikföng eða smáhlutir úr leikföng-
um geta lent í munni smábarna
og í versta falli orsakað köfnun.
Hljóð frá spiladósum og tístandi
gúmmídýrum geta skaðað heym
ef þeim er haldið of nærri eyrum.
Eitt blað fyrir alla!
- kjarni málsins!
VINKLAR A TRÉ
HVERGI LÆGRI VERÐ
ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR
OG KAMBSAUMUR
ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI
^ EINKAUMBOÐ
&Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0
Ármúla 29 - Reykjavik - simi 553 8640
Blab allra landsmanna!
|Bnr0imííIaí>Ít>
- kjarni málsins!