Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÍMERKI með Vilhjálmi Stefánssyni útgefið í Bandaríkjunum 28. maí 1986. FRÍMERKI með Vilhjálmi Stefánssyni útgefið i Kanada 22.mars 1989. (Á merkinu stendur m.a. á íslensku „á heimskautaísi"). Landkönnuðurinn Vilhjálmur Stelánsson norðurslóðum. Þjálfun hans í mann- fræði og ítarlegar málrannsóknir skerptu athugunargáfu hans, og þótt hann væri ekki fyrsti hvíti mað- urinn sem bjó með eskimóum um langt skeið, .hefur enginn annar túlk- að lifnaðarhætti þeirra með meiri áhuga og jákvæðum skilningi. I bókinni hafnaði mannfræðing- urinn Vilhjálmur Stefánsson til- teknum hversdagslegum hugmynd- um um eskimóa og taldi þær rangar. Eskimóakonur Sá siður sumra eskimóa að hafa skipti á konum vakti mikinn áhuga sunnar á hnettinum. „Þetta á sér sjaldan stað meira en eina nótt í senn,“ skrifaði Vilhjálmur, „og ger- ist sjaldan nema þegar tvær fjöl- skyldur hittast eftir langan aðskiln- að. Ef til vill er þetta endurtekið eftir annan aðskilnað. Menn virðast sjaldan iðka þetta nema þegar nánir vinir, félagar, eins konar fóstbræður eiga í hlut.“ Sumir eskimóakarlar áttu fleiri en eina konu: „0. á tvær konur og virðist þeim semja vel. Það er auðséð að sú eldri ræður, þótt hún beiti valdi sínu sjaldan. Hún varðveitir tiltekna hluti, t.d. te, og útdeilir því til hinnar. Henni virðist þykja jafnvænt um bömin og móður- inni sjálfri.“ Fæðing virtist oft koma flatt upp á hina innfæddu, að minnsta kosti sýndist honum það, miðað við óveru- legan viðbúnað þeirra: „Dóttir Oa- ivuaks (Ovayuaks) eignaðist barn í dag, hún ætlaði að fara austur með föður sínum á fimmtudaginn kemur, en nú verður hún að bíða fram í apríl. F. (Fitzgerald) aðstoðarvarð- stjóri segir að aðrar konur séu alltaf að nudda kvið konunnar nema búist sé við fæðingu á næstu klukkutím- um.“ Fæðing olli oft kviðsliti sem stafaði af því „hve kviðurinn var nuddaður". „L. (Louis Lane) skipherra segir að karlmenn láti langtum sjaldnar sjá kynfæri sín en konur. Þegar fólk er t.d. skoðað vegna kviðslits gera konur enga tilraun til að hylja kyn- færi sín, en karlmenn gera það næstum alltaf." Síðan ræddi Vilhjálmur barna- morð og útburð, sem trúboðum og lögregiu hafði ekki tekist að hindra til fulls enn sem komið var. Þegar barnið var fætt „bar móð- irin það á bakinu frá morgni til kvölds uns það gat farið að gangá, nema þá stuttu stund sem hlé varð á vinnu hennar undir skjnnfeldunum á bálkinum." Og þó gat hún ekki einu sinni slakað á til fulls þá stund- ina. „Banhungraðir hundarnir voru fljótir að sjá fyrir ungbarni ef ein- hver leit af því augunum inni í kofa eða tjaldi." Svo var óleystur-sá vandi hvernig ætti að ala barnið því að hvorki var kúamjólk né kommat að finna í matarbúrum eskimóa. Ungbörn gátu ekki borðað fisk eða kjöt og „varð móðirin því að leggja barninu til næringu úr eigin bijóstum í þijú ár eða lengur." Fundið steinaldarfólk Eftirvænting Vilhjálms magnaðist er langsótt markmið hans virtist í nánd. 11. maí rakti hópurinn slóðina yfir hafísinn og kom þá að öðru yfír- gefnu þorpi. Vilhjálmur klifraði upp á eitt snjóhúsið, svipaðist um og skrif- aði síðar: „Langt í burtu sá ég menn á víð og dreif sem sátu við selaholur og biðu.“ Ferðalangamir urðu harla spenntir og jafnvel hundarnir skynj- uðu að eitthvað óvenjulegt var á seyði. Vilhjálmur og förunautar hans hröðuðu sér til mannanna í fjarska. „Enginn virtist taka eftir okkur þeg- ar við nálguðumst, við beindum fór okkar að einum sem beið hreyfingar- laus og nálguðumst hann með varúð. Tannaumirk fór fremstur, hrifínn og spenntur þótt dauðhræddur væri.“ Ókunni eskimóinn spratt á fætur og brá löngum hnífi þegar hann sá Vilhjálm og förunauta hans. Eftir fáein andartök sem þrungin voru spennu tók selveiðimaðurinn eftir hundum og aktygjum ferðamann- anna og virtist það sannfæra hann um að þeir væru ekki iliir andar. Tannaumirk kvað þá vera óvopnaða og gekk þá selveiðimaðurinn með honum til hinna þorpsbúanna, en Vilhjálmur og hinir eskimóamir biðu álengdar uns uppnámið sem koma þeirra hafði valdið væri liðið hjá. Þessi einstæði fundur framandi fólks sýnir gjörla einangrunina á norðurskautsslóðum á fyrstu árum aldarinnar. Það þarf vart að geta þess að Vilhjálmur og ókunnu esk- imóamir voru forvitnir hver. um ann- an þegar óttinn hafði verið yfirstig- inn. Fáir mannfræðingar höfðu nokkru sinni fengið annað eins tækifæri og kynni Vilhjálms af kopar-eskimóum. Mörgum árum síðar gat hann enn horft um öxl til þessa atburðar „með afar hlýjum og ljóslifandi endurminn- ingum. Hann kom mér í kynni við karla og konur löngu liðinna tíma.“ Eftir þriggja daga dvöl við gest- risni þessara eskimóa héit Vilhjálmur ferðinni áfram til Viktoríueyjar. Kom hann til annars þorps þar sem nokkr- ir óvenjulegir eskimóar urðu á vegi hans. Eins og Klengenberg og kopar- eskimóamir frá meginlandinu höfðu sagt honum virtist þetta fólk hafa ótvíræð einkeimi hvítra manna. „Ég vissi að ég stóð augliti til auglits við merka vísindalega uppgötvun. Þegar ég stóð andspænis þessum mönnum, sem líktust Evrópumönnum þrátt BRJÓSTMYND af Vilhjálmi eftir E.O. Hahn í Listasafni Kanada í Ottawa. Ljósmynd/Hjörleifur Guttormsson MINNINGARSKJÖLDUR um Vilhjálm Stefánsson við Há- skólann á Akureyri. fyrir skinnfatnað sinn, vissi ég að annaðhvort var ég kominn að síðasta kafla og lausn á einni harmsögulegri ráðgátu liðinna alda eða ég hafði bætt við nýrri ráðgátu sem framtíðin gæti glímt við.“ Hvers vegna hafði þetta fólk evrópskt yfirbragð? Gat hugsast að það væri komið af nor- rænum mönnum sem stofnað höfðu nýlendu í Grænlandi en horfið með einhveijum hætti á miðöldum? Vilhjálmur skráði athuganimar í dagbók sína: „Hér em þrír karlmenn með skegg sem er nauðalíkt skegginu á mér að lit og líta út eins og dæmi- gerðir skandinavar.“ Natkusiak ferðafélagi hans taldi líka að þessir stóru menn litu út eins og hvítu mennimir á hvalveiðiskipunum .. í New York Times var fyrst minnst á kynni Vilhjálms af steinaldaresk- imóunum á Viktoríuey 10. september 1912. Fréttin hafði verið send með skeyti frá Seattle rétt eftir komu hans frá Nome. Daginn eftir birti Times grein sem dagsett var í Was- hington D.C. undir fyrirsögninni: „Nýr ættflokkur leysir aldagamla ráðgátu.“ í greininni segir: „Fundur eskimóa sem komnir eru af norræn- um landnemum frá Grænlandi, er hurfu áður en Kólumbus fann Amer- íku, er talinn stórmerkur að áliti vís- indamanna á vegum stjómarinnar hér.“ Greininni fylgdi ljósmynd af kopar-eskimóum, sem Vilhjálmur hafði tekið. Hörmungar á Karluk Hinn 1. maí andaðist Malloch og síðan Mamen, sennilega úr nýrna- bólgu. Flestir skipbrotsmennirnir þjáðust af einhveijum lasleika af því að pemmikan, sem var uppistaða fæðu þeirra, hafði of lítið fituinni- hald. Hadley og eskimóarnir borð- uðu meira af nýmeti, þ.á m. selspik og bjarndýrafeiti, og höfðu því betri heilsu. Hinir neituðu hins vegar að leggja sér þetta til munns. Kuraluk, sem kom frá Barrow, var drýgstur við veiðarnar og veiddi aðallega seli og fugla. Erfitt var fyrir mennina að veiða fugla þar sem haglabyssu vantaði. Eggja- tínsla reyndist líka erfið þar sem örðugt reyndist að komast að eggj- unum. . . Hinn 25. júní fækkaði enn í hópn- um. G. Breddy fannst í tjaldi sínu, skotinn gegnum höfuðið; Mauser- marghleypa lá hjá honum. Hadley og McKinley höfðu sofið í næsta tjaldi þegar skothvellurinn kvað við. Had- ley f..rðaði sig á öllum aðstæðum. Hægri hönd Breddys lá opin — „hún líktist ekki hönd sem haldið hefði um byssuna sem skaut hann. Það er eitt- hvað afskaplega skrýtið við þetta og það að hann var með augað lokað þegar hleypt var af.“ Fimm dögum síðar höfðu menn lokið við að taka gröf, og þar jarðsettu þeir Breddy. Hadley skrifaði grunsemdir sínar í dagbókina: „Ég...held að þetta sé ekkert annað en morð.“ ... Evelyn um Vilhjálm HANN sagði oft: „Ef maður er sex mánuðum á undan sínum tíma, er hann framsýnn, en ef hann er sex árum á undan samtíð sinni er hann spámað- ur.“ Vilhjálmur var stundum sextíu árum á undan samtíð sinni og hafði svo oft á réttu að standa að hann varð að gjalda það dýru verði. Við vitum öll hvað framsýnn maður er, en hvað er spámaður? I mínum huga hlýtur spámaður að vera stærri en aðrir í andlegu tilliti, þar sem hann getur horft út fyrir sjóndeildarhringinn á það sem okkur hinum er ósýnilegt. Síðan varpar skapandi hugur og ímyndunarafl þeirri mynd sem hann sér inn í framtíðina. Vilhjálmur var mörgum gáfum gæddur, en ef til vill hefur þessi gáfa hans verið gagnlegust... Vilhjálmur naut þeirrar blessunar að vera gæddur fallegum, hraustum líkama, mikilli atorku og efnaskiptum sem gerðu honum kleift að vera virkur og hress án þess að stunda nokkra líkamsþjálfun. Ég held hann hafi allt sitt líf haft gamán af að gera hið gagnstæða við það sem almannaálit krafð- ist. Maður verður að stunda líkamsþjálfun til að halda heilsunni í lagi? Hann ætlaði sér að halda heilsunni án þess. Það má ekki borða feitt kjöt vegna hættunnar sem kó- lesterol hefur í för með sér? Þegar hann vildi létta sig, borðaði hann lgöt en annað ekki og lagði áherslu á að borða fitu, mikla fitu, sérstaklega sauðafitu, sem er harðasta og hættulegasta fita sem til er. Hann hafði yndi af því að setja sig upp á móti viðhorfi annarra. Læknarnir Paul Dud- ley White og Fred Stare, vinir hans í Lækna- skólanum í Harvard, tóku oft blóðsýni. Hann gladdist mjög þegar kólesterolmagn í blóði hans minnkaði meðan hann borðaði ein- göngu kjöt. Hafði fólk óbeit á hrossakjöti? Hann var félagi í kennaraklúbbi Harvard- háskóla ævilangt, af því að þar á bæ höfðu menn haft kjark til að bera hrossakjöt á borð í síðari heimsstyijöld þegar kjötskortur var í landinu. Hann lét mig sneypast til að borða með þeim, og þetta var hreint ekki slæmt. Þó fannst Vilhjálmi það heldur mag- urt og bað um reykt flesk með til að bæta úr því. Höfðu vinir hans áhyggjur af sýkl- um? Þá tók hann eitthvað upp sem hafði dottið á gólfið og borðaði það svo að allir máttu sjá; hafði hann orð á því að ógerlegt væri að veijast sýklum, betra væri að kom- ast í snertingu við þá og mynda ónæmi... Þótt flestum hætti til að gerast íhaldssam- ari með aldrinum, var það næstum trúaratr- iði þjá Vilhjálmi að verða róttækari. í huga hans táknaði það að ganga um opinn fyrir nýjum hugmyndum. Hann.stærði sig af því að umbera ekki aðeins nýjar hugmyndir heldur þær sem gengu þvert á skoðanir hans sjálfs. Hann þurfti að máta þær, ef það má orða það svo. .. I inflúensufaraldrinum mikla 1918 var Vilhjálmur í fyrirlestraferð og bjó hjá vini sínum, Orville Wright, þegar hann veiktist, en þar dvaldist hann alltaf þegar hann var í Ohio. Orville hafði áhrif á hugmyndir Vil- hjálms um flug yfir norðurskautssvæðið. Vilhjálmur færði sér hugmyndir Orville í nyt, bætti við mörgum nýjum hugmyndum frá sjálfum sér, og úr þessu varð öflug flug- málastefna fyrir norðurskautssvæðið. Hann vissi að sívaxandi flugþol flugvéla myndi Ijá norðurskautssvæðinu nýtt vægi í langflugi um hnöttinn. Vilhjálmur varð ráðgjafi Pan American Airways á norðurslóðum, lagði á ráð um flug Lindbergh-hjónanna í Norður- til Aust- urlanda leiðangrinum og ferð þeirra til Grænlands. Þótt 180 gráðum munaði á pólit- iskum viðhorfum hans og Charles Lind- bergh, mat hann hæfileika Lindberghs og konu hans mikils. Flestir af mörgum spádómum Vilhjálms rættust, og honum entist aldur til að sjá suma þeirra verða að veruleika. Auk þess að sjá spádóma sína um flug VILHJÁLMUR og Evelyn Stefánsson á heimili sínu í Vermont. rætast naut Vilhjálmur þeirrar ánægju að sjá annan spádóm ganga eftir: Það var til- laga hans að nota kafbát á norðurskauts- svæðinu... Vilhjálmur átti og deildi með mér því sem vinur minn kallar „ástríðu hugans“. Forvitni hans var feikileg og dofnaði aldrei uns þriðja og síðasta heilablóðfallið reið honum að fullu — þetta var forvitni semvar svo mögnuð að hún fékk hann til að nlusta á stúdenta með sömu heilsteyptu athyglinni og þegar hann hlustaði á Einstein, Winston Churchill eða Englandskonung. Ef ungur vísindamað- ur kom utan af starfsvettvangi með uppgötv- un sem breyta myndi tímatali fornleifafræði varðandi tilvist mannsins á jörðinni, eða óskólagengin manneskja náði sérstöku og óvæntu andlegu takmarki, þá komu gleðitár fram í augun á honum. Ég deiidi gleði hans með honum af hluttekningu fyrst í stað; ég varð hrærð af því að hann var hrærður...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.