Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ < t I j \ \ I i 5 UM 70% HÁSKÓLANEMA V1L,IA AÐILD ARVIÐRÆÐ UK ÍSLANDS VBD ESB UMRÆÐA um Evrópumál hefur ver- ið fyrirferðarmikil á vettvangi íslenskra stjómmála um nokk- urra ára skeið. Eftir að ísland gerðist aðili að Evrópska efna- hagssvæðinu (EES), sem tók formlega til starfa 1. janúar 1994, breytti umræðan hins- vegar um farveg og fór meira að snúast beint um Evrópusam- bandið (ESB). Þá kom annað hljóð í strokk- inn og viss stjóm- málaöfl, þ.e. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafa sagt að ESB-málið væri ekki á dagskrá og ekki viljað ræða það. Alþýðu- flokkurinn reyndi hinsvegar (og hefur reynt) eftir fremsta megni að setja málið á dagskrá, m.a. fyrir síðustu alþingiskosningar. Afstaða þessara flokka í dag er óbreytt og ef eitthvað er virðast leiðtogar stjómarflokkanna enn ákveðnari nú en fyrr að halda málinu úti í kuldanum. Það má því segja að almenningur í landinu sé einhversstaðar á milli þessara tveggja elda. Einnig má næstum fullyrða að málið er þverpólitískt, stuðnings- menn og andstæðinga ESB er sennilega að finna í öllum flokkum landsins. En málið er ekki svona einfalt. í nútíma þjóðríki eins og ísland er, þar sem lýðræði, margflokka- kerfi, fijáls fjölmiðlun og frelsi til orðs og æðis ríkja, er ekki hægt að segja að ákveðin mál séu ekki á dagskrá. Að mínu mati ber það vott um vanmat á íslensku samfé- lagi nútímans. Kraftur og þor ijöl- miðla (og fólksins í landinu) til að segja skoðanir sínar eru nú með allt öðrum hætti en var fyrir daga fjölmiðlabyltingarinnar. Þá hafa og verið stofnuð samtök (í maí sl.) sem tengjast málinu beint, Evrópusamtök- in. Sem dæmi um markmið samtakanna er m.a. .. að stuðla að upplýstum og for- dómalausum umræð- um á íslandi um sam- starf Evrópuríkja... og að útbreiða upplýs- ingar og þekkingu um evrópskt sam- starf.. Og ekki er langt siðan að þessi fjölmið- ill, Morgunblaðið, hvatti til þess í Reykjavíkurbréfi, að umræða færi fram um málið. Má því líta á þessa grein sem innlegg mitt í umræðuna um Evrópumálin á íslandi. / greininni tekur' höfundur hinsvegar enga afstöðu með eða á móti aðild að ESB (skáletrun og feitletrun mín). Úrtak og úrvinnsla Efniviður greinarinnar er hluti skoðanakönnunar sem nemendur í námskeiðinu „Rannsóknir í stjórnmálafræði“ lögðu fyrir há- skólanemendur í vor. Úrtakið í rannsókninni var 440 manns og byggðist spurningalistinn upp á 55 spumingum sem spönnuðu allt frá Evrópusambandi til aðskilnað- ar ríkis og kirkju. Allir svarendur voru námsmenn í HÍ eða í námi á háskólastigi. Rannsóknin náði til allra deilda í HÍ nema tannlækna- og guðfræðideildar. Flestir svar- enda voru úr félagsvísindadeild- (23,9%) og viðskipta- og hagfræði- deild (23,6%). Þá var einnig hópur úr Tækniskólanum með í könnun- inni (10,9%). Öll úrvinnsla gagna fór fram í SPSS-tölfræðikerfi. í spumingalistanum vom fjórar spumingar sem snúa beint að Evrópusambandinu. Fullveldi, mikilvægi, aðildarviðræður og fiskimið Fullveldishugtakið hefur verið áberandi í umræðunni um Evrópu- Mikill meiríhluti ís- ienzkra háskólanema vill hefja aðildaviðræður við ESB. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson gerir grein fyrir skoð- anakönnun á námskeið- inu „Rannsóknir í stjómmálafræði“. málin og andstæðingar ESB hafa m.a. haldið því fram að fullveldi íslands væri í mikilli hættu ef við gengjum í ESB. Spuming 23 í könnuninni kom beint inn á þetta og hljóðaði svo: „Fullveldi íslend- inga er ógnað ef þeir ganga í Evrópusambandið (ESB). Ert þú sammála eða ósammála þessari fullyrðingu, eða finnst þér þetta ekki skipta máli?“ Gefnir voru fimm svarmöguleikar, frá 1) Mjög sammála - 5) Mjög ósammála. A töflu 1 sjást svörin sem fengust úr úrtakinu. Tafla 1. Fullveldi íslands ógnað ef það gengur í Evrópusambandið (ESB). Prósentur. Öll viðföng. Svarmöguleikah Tíðni: Prósent: Mjög sammála 38 8,9 Frekar sammála 111 26,0 Skiptir ekki máli 40 9,4 Frekar ósammála 142 33,3 Mjög ósammála 96 22,5 Svara ekki 13 Alls 440 100 Á töflu 1 sést að 38 (8,9%) eru mjög sammála fullyrðingunni, 111 (26,0%) eru frekar sammála henni og fyrir 40 svarendur (9,4%) skipt- ir þetta ekki máli. Alls em 142 (33,3%) frekar ósammála og 96 (22,5%) mjög ósammála henni. Það eru því 149 (34,9%) með fullyrðingunni en 238 (55,8%) á móti henni. Spuming 22 í könnuninni kom inn á samstarf íslands og Evrópu- sambandsins og hljóðaði hún svona: „Aukið samstarf íslendinga við Evrópusambandið (ESB) er mikilvægara en samstarf íslend- inga við önnur svæði í heiminum, til dæmis Asíu og Ameríku. Ert þú sammála eða ósammála þessari fullyrðingu - eða finnst þér þetta ekki skipta máli ?“ Gefnir voru fimm svarmöguleikar; frá 1) Mjög sammála til 5) Mjög ósammála. Tafla 2 sýnir svörin við spumingu 22. Tafla 2. Mikilvægi samstarfs íslendinga við ESB. Prósentur. Öll viðföng. Svarmöguleikar: Tíðni: Prósent: Mjög sammála 68 15,6 Frekar sammála 149 34,3 Skiptir ekki máli 50 11,5 Frekar ðsammála 125 28,7 Mjög ósammála 43 9,9 Svara ekki 5 Alls 440 100 Á töflu 2 má sjá að 68 (15,6%) em mjög sammála því að aukið samstarf íslendinga við Evrópu- sambandið sé mikilvægara en samstarf íslendinga við önnur svæði í heiminum. Alls em 149 (34,3%) frekar sammála þessu, en hjá 50 svarendum skiptir þetta ekki máli. Alls vora 125 (28,7%) frekar ósammála fullyrðingunni og 43 (9,9%) mjög ósammála henni. Það vom því 217 (49,9%) með fullyrðingunni, en 168 (38,6%) á móti henni. í þeirri umræðu sem fram hefur farið um Evrópumálin á íslandi hefur einna mestur hiti verið í kringum spurninguna um það hvort íslendingar ættu að taka upp aðildarviðræður við ESB. Spurn- ing 33 kom beint að þessu atriði og hljóðaði þannig: „Ertu hlynnt- (ur) eða andvíg(ur) því að ísland taki upp aðildarviðræður við Evr- ópusambandið - eða finnst þér þetta ekki skipta máli?“ Gefnir vom fimm svarmöguleikar; frá 1) Mjög hlynnt(ur) til 5) Mjög and- víg(ur). Tafla 3 sýnir svörin við spumingu 33. Tafla 3. Aðildarviðræður íslands við ESB. Prósentur. Öll viðföng. Svarmöguleikar: Tiðni: Prósent: Mjög hlynnt(ur) 133 30,9 Frekar hlynnt(ur) 161 37,4 Skiptir ekki máli 52 12,1 Frekar andvíg(ur) 55 12,8 Mjög andvíg(ur) 30 7,0 Svara ekki 9 Alls 440 100 Á töflu 3 sést að 133 (30,9%) af svarendum em mjög hlynntir því að ísland taki upp aðildarvið- ræður og 161 (37,4%) em frekar hlynntir því. Hjá 52 (12,1%) skipt- ir þetta ekki máli. Alls vom 55 (12,8%) frekar andvígir því að ís- land taki upp aðildarviðræður við ESB og 30 (7,0%) vom því mjög andvígir. Það em því 294 (68,3%) með spumingunni, en 85 (19,8%) á móti henni. Það er því ljóst að meira en þrefalt fleiri em því meðmæltir en mótfallnir að taka upp aðildarviðræður við Evrópu- sambandið. Evrópumálin era málaflokkur sem kemur sennilega til með að taka mikið pláss í opinberri um- ræðu hér á landi á næstu áram, enda ljóst að íslenskir stjómmála- menn og almenningur þurfa að taka af skarið í þessu máli og gera upp hug sinn. í meginatriðum snýst málið um stefnumótun ráðamanna og hvaða áherslur þeir vilja leggja á þátt Evrópu í utanríkisstefnu íslands í komandi framtíð. En það er við hæfi að í könnun sem á annað borð kemur inn á Evrópumál, að í henni sé spuming sem snúi beint að kjarna þessa eldheita máls, en það em yfirráðin yfir fiskimiðum landsins. Við hönnun könnunarinnar gaf hópur- inn sér þá forsendu að ef til aðild-, ar kæmi, þá hefði ísland full yfir- ráð yfir auðlindinni. Vera má að þetta sé óraunhæf forsenda að einhveiju leyti, en slíkt mál myndi t.a.m. ekki ná lendingu milli ESB og íslands nema að viðræður þess- ara aðila fæm fram. í framhaldi af þessu má svo velta upp þeirri spurningu hvort Ráðstefna í tilefni Umhverflsárs Evrópu 1995 verður haldin ráðstefna á vegum Bandalags kvenna í Reykjavík á Hallveigarstöðum miðvikudaginn 15. nóvember nk. kl. 18.00: Maðurinn í umhverfinu Dagskrá: 1. Ráðstefnan sett: Þórey Guðmundsdóttir, formaður B.K.R. 2. Ávarp: Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu. 3. Fyrirlestrar og umræður: 1. Siðgæði og tillitssemi: Páll Skúlason, prófessor. 2. Neyslusamfélagið - vandi neytandans: Brynhildur Briem, næringarfræðingur og lektor. Matarhlé 3. Ofnæmi: Unnur Steina Björnsdóttir, læknir, sérfræðingur í lungna- og ofnæmissjúkdómum. 4. Grýtt leið til bókar: Rannveig Lund, forstöðumaður Lestrarmiðstöðvar Kennaraháskóla Islands. 5. Umhverfislist: Ásrún Tryggvadóttir, myndlistarmaður og lektor. Ráðstefnustjóri: Margrét S. Einarsdóttir. Ráðstefnugjald kr. 1.000. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson að það væri svo út í loftið að ís- lendingar, (ef þeir gengju einhvem tímann til liðs við ESB), gætu fengið eða haft forræði yfir fisk- veiðimálum sambandsins? Sem stórþjóð á sviði fískveiða, með gíf- urlega reynslu og tækniþekkingu á því sviði tel ég slíkt ekki útilok- að. í slíkri stöðu yrðu áhrif íslands innan sambandsins veraleg. Aftur á móti ,er það líka spuming hvort stjórnkerfi og embættismanna- kerfi landsins væri reiðubúið undir slíkt risaverkefni. En spurning 37 í könnuninni var þessi: „Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að ísland gangi í Evrópusambandið (ESB), ef full yfirráð yfir fiskimiðunum hafa verið tryggð - eða finnst þér þetta ekki skipta máli?“ Að venju vom gefnir fimm svarmöguleikar, frá 1) Mjög hlynnt(ur) til 5) Mjög andvíg(ur). í töflu 4 koma fram viðhorf svarenda til spurningar- innar. Tafla 4. ísland í ESB gegn fullum yfirráðum yfir fiskimiðum landsins. Prósentur. Öll viðföng. Svarmöguleikar: Tíðni: Prósent: Mjög hlynnt(ur) 178 41,7 Frekar hlynnt(ur) 153 35,8 Skiptir ekki máli 35 8,2 Frekar andvíg(ur) 39 9,1 Mjög andvíg(ur) 22 5,2 Svara ekki 13 Alls 440 100 Á töflu 13 sést að 178 (41,7%) svarenda em mjög hlynntir því að ísland gangi í Evrópusambandið ef yfirráð era tryggð yfir fískimið- unum og 153 (35,8%) em þessu frekar hlynntir. Hjá 35 (8,2%) svarenda skiptir þetta ekki máli, en 39 (9,1%) era frekar andvígir og 22 .(5,2%) em mjög andvígir því að ísland gangi í ESB að sett- um skilyrðum. Það em því 331 (77,5%) með spurningunni en 61 (14,3%) á móti henni. Niðurstöður. og umræður Samkvæmt þessu má segja í sem stystu máli að næstum 70% nemenda við Háskóla íslands vilji að ísland hefji aðildarviðræður við ESB, en aðeins tæp 20% nemenda era því mótfallin. Þeir álíta að samstarf íslands og ESB sé mikilvægt og mikilvæg- ara en samstarf okkar við aðra heimshluta. Rúm 38% nemenda í HÍ era þessu ósammála sam- kvæmt könnuninni. Meirihluti þeirra, eða um 55%, óttast ekki að fullveldi íslands verði ógnað gangi þjóðin í ESB, en það óttast tæp 35% nemenda HÍ. Og tæp 78% nemenda í HÍ vilja samkvæmt könnuninni ganga í ESB ef yfirráð verði tryggð yfir fiskimiðum landsins. Þeir sem era á móti era aðeins rúm 14% Skilaboð þessa fólks til stjóm- málamannanna em því ótvíræð: Þeim beri að kanna hvað er í boði í pakkanum sem heitir ESB. Rétt eins og neytandinn athugar nýja vöra úti í búð ættu íslensk yfir- völd að kanna þetta mál. í heimi þar sem alþjóðasamskipti verða sífellt mikilvægari tel ég það vera skyldu ríkisstjómarinnar að at- huga þetta mál. Það er of stórt í sniðum til þess að hægt sé að segja blákalt framan í þjóðina að það sé. ekki á dagskrá. Eiga örfáir menn að ráða því hvað er rætt og hvað er ekki ^ rætt á opinberam vettvangi á íslandi árið 1995? Svar mitt er nei. ísland nútímans virkar einfaldlega ekki þannig. Það er skynsamlegt að ræða þetta mál, það eiga bæði fylgjendur þess og andstæðingar að gera. Er það þjóðinni til gagns að þegja þunnu hljóði hér uppi á skeri af því að henni er sagt að gera það? Svara þú, lesandi góður. 1 Tillaga að lögum Evrópusamtakanna, 2. gr., bls. 1. Höfundur er nemi í stjórnmáln- og fjölmiðlafræði við Háskóla ís- lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.