Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 34
34 B SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MATUR OG *® *’*«> Veðrið gerir vínbænd- um oft lífíð leitt. En þó vínbændur í Elsass hafí verið búnir að gefa upp alla von í byrjun október segir Stein- grímur Sigurgeirs- son að allt hafí þó far- ið vel að lokum. Morgunblaðið/Steingrímur TVÆR vikur í októbermánuði er allt á öðrum endanum í Elsass. Allir streyma út á ekrurnar til að tína þroskaðar þrúg’urnar og margir koma langt að til að taka þátt í uppskerunni. Snör handbrögð eru nauðsynleg til að viðhalda ferskleika þrúgnanna. Ágætt ár í Elsass SUMARIÐ var að flestu leyti draumasumar víngerðar- mannsins í norðurhluta Evrópu. Endalaus sól og hitastig töluvert yfír meðallagi. Vínþrúgurnar þroskuðust eins og best verður á kosið og afburðaár virtist í uppsiglingu. Þá kom sept- ember og það byijaði að rigna. Og það rigndi og rigndi. Þó rigning sé viðviðnum nauðsynleg geta haustrigningar valdið óbætanlegu tjóni, ekki síst þar sem að þær ýta undir myglu og annan óskunda á þrúgunum. Það kom þó í ljós, sem betur fer, að of snemmt var að afskrifa árganginn 1995. í október þegar fór að líða að uppskeru breyttist veðrið, hann hélst þurr og hitastig- ið rauk upp á ný. Það kom mér mjög á óvart er ég kom til Elsass um miðjan október að hitastigið var rúmlega 25 stig, en slíkt heyr- ir til undantekninga þó haustin geti vissulega oft verið mild á þess- um slóðum. Þessi hitakafli er varaði alla uppskeruna bjargaði því sem bjarg- að varð og flest bendir til að 1995 verði ágætur árgangur í Elsass. Pinot Noir-þrúgumar, sem eina rauðvín héraðsins, er framleitt úr voru þó í mjög misjöfnu ástandi og margir framleiðendur brugðu á það ráð að handtína út skemmdar þrúgur. Uppskeran á Gewurztram- iner og Tokay Pinot Gris var oftar en ekki góð og Riesling-uppskeran hjá mörgum töluvert yfir meðallagi hvað gæði varðar þó að magnið hafi verið minna en í meðalári. Þá myndaðist hin eftirsótta botr- ytis-mygla hjá mörgum vínbænd- um og gerði þeim .kleift að fram- leiða sæt Vendange Tardive og jafnvel Sélection de Grains Nobles en það gerist ekki á hverjum ári. Eru það dísæt (og dýr) vín er henta með eftirréttum eða t.d. gæsalifr- arkæfu. Þegar upp var staðið voru því' margir framleiðendur ágætlega sáttir við uppskeruna þó að þeir hafi nánast verið búnir að afskrifa hana í byijun október. Skoskir dagar og viskýklúbbur SKOSKIR dagar hafa verið á Hótel Holti í samvinnu við breska sendiráðið þessa viku, Matargestum hefur gefist kostur á að bragða skoska villibráð og í Þingholti hefur staðið yfir umfangsmikil kynning á viskýi. I tengslum við skosku vikuna gaf Holt út bækling um sögu vínsins og litla bók þar sem er að finna upplýsingar um allar helstu maltviskýteg- undir er framleiddar eru í Skotlandi. Jafnframt hóf vi- skýklúbbur á vegum hótels- ins göngu sína. „Hugmyndin hjá okkur er að starfrækja klúbbinn yfir vetrartímann að mestu leyti og hafa þrjár smakkanir á þeim tíma fyrir klúbbmeð- limi. Næsta smökkun verður að öllum líkindum haldin seinni hluta veturs. Þá er ekki útilokað að einhvern tímann í framtíðinni verði skipulögð ferð fyrir klúbbfé- laga til Skotlands,“ sagði Eiríkur Ingi Friðgeirsson, aðstoðarhótelstjóri. Klúbbfélagar fá bækling- inn um sögu viskýsins og gefst einnig kostur á að kaupa viskýbókina gegn vægu verði. Félagsgjald fyr- ir tvö ár er 2.250 krónur. Hver félagi fær einnig sinn Iista yfir öl! þau viský, sem til eru í viskýskáp Holtsins. Listinn er geymdur á barn- um og þegar sjötíu sjússar af viskýi eða sem svarar um þremur flöskum hafa verið keyptir fær félaginn flösku af maltviskýi að gjöf. Flóknara fyrir neytendur ELSASS er eina hérað Frakk- lands, sem flokkar vín sín eftir þeim þrúgum sem notaðar eru. Frægust er Riesling-þrúgan og úr henni eru flest bestu vín hér- aðsins framleidd, skrafþurr jafnt sem dísæt. Þegar best Iætur eru Elsassvínin einhver bestu hvítvín, sem fáanleg eru, og það á alveg þokkalegu verði. Elsass-vínin eru 18% framleiðslu franskra hvít- vína í Appelation Controlée- flokknum og vinsælasta hvítvínið í frönskum heimahúsum. Flestir íslendingar þekkja einnig Gewurztraminer en úr henni eru framleidd bragðmikil og krydduð vín, er henta vel með mat og þá ekki síst austur- lenskum. Muscat-vínin eru létt og einkennast af ögn sætum ávaxta- og blómakeim. Glas af Muscat er tilvalin fordrykkur. Eitt besta matarvínið er hins vegar Tokay Pinot Gris, en það er þrúga sem hættir aldrei að koma manni á óvart. Tokay-vín- in geta tekið á sig margar mynd- ir og virðist vera til Tokay-vín fyrir hvert tækifæri. Einhver athyglisverðustu vín héraðsins eru framleidd úr Tokay. Einföld vín sem bera að drekka ung og fersk eru Sylvaner og Pinot Blanc og vín sem kölluð eru Edelzwicker eru oftast ódýr neysluvín, blönduð úr tveimur þrúgum eða fleiri. Eina þrúgan sem rauðvín eru framleidd úr er Pinot Noir og einnig eru framleidd rósavín úr henni. Þetta eru létt rauðvín og þægileg en sumir framleiðendur eru farnir að gera tilraunir með geymslu í eikartunnum til að gefa vínunum ögn meiri þyngd. Arum saman þurftu neytend- ur ekki að þekkja annað en þessi þrúgunöfn og finna svo ein- hveija framleiðendur er þeir treystu til að gera góð vín úr þeim. Fyrir nokkrum árum var hins vegar tekið upp í Alsace flokkun á bestu vínekrum héraðsins - s.k. Grand Cru - og allt í einum varð héraðið flóknara en áður. Um fimmtíu ekrur eru flokkaðar sem Grand Cru og má setja nafn þeirra á flöskumiðann. Að auki má setja ýmis nöfn á flöskumið- ann þó að ekki sé um Grand Cru að ræða. Þetta telja margir framleiðendur þversögn og t neita að nýta sér þetta kerfi þó að þeir eigi ekrur á þessum svæðum. Það er hins vegar augljóst að jarðvegur - eða terroir - Elsass býður upp á flokkun af þessu tagi. Það er gífurlegur munur á víni milli ekra og flokkaðar ekr- ur búa flestar yfir miklum per- sónuleika. Ekrur, sem flokkaðar eru sem Grand Cru má einungis rækta Riesling, Gwurztraminer, Tokay og Muscat á hyggist menn nýta sér skilgreininguna. Þekkt nöfn eru m.a. Schlossberg, Hengst og Rangen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.