Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX RAULARINN DULARFULLI Hinn glaðbeitti og eggjandi raulari Bogomil Font er aftur kominn á kreik, nú sem túlkandi laga Kurts Weills. Sigtryggur Baldursson, faðir Bogomils, sagði -------------------------------------------- Arna Matthíassyni að hann hafi viljað túlka lög Weills eins og það væri sirkushljómsveitað spila. SIGTRYGGUR Baldurs- son trommuleikari varð frægur um allt land sem hinn glaðbeitti og eggj- andi raulari Bogomil Font fyrir þremur árum. Með hljómsveit sinni Milljónamæringunum hrinti Bog- omil Font af stað mambóæði á íslandi, sem sér ekki fyrir endann á, sendi frá sér metsöluplötu og hvarf svo eins skjótt og hann hafði birst haustið 1993, þegar Sig- tryggur fluttist tii Bandaríkjanna og tók aukasjálfið Bogomil með. Vestan hafs hefur Sigtryggur meðal annars starfað við trommu- ieik fyrir ýmsa listamenn, á meðan kona hans stundar nám. Bogomil lét hann þó ekki í friði og Sigtrygg- ur lét undan; sendi fyrir skemmstu frá sér breiðskífu þar sem Bogom- il Font syngur lög eftir þýska tón- skáldið Kurt Weill. Á plussklæddum barnum á Hotel Intercontinental í Zagreb Bogomil Font varð til á pluss- klæddum barnum á Hotel Inter- continental í Zagreb, þar sem Bragi Ólafsson og Sigtryggur sátu eitt sinn og ræddu þá hugmynd að setja á stofn sveiflusveit með raulara að hætti Franks Sinatra og fleiri góðra fyrirmynda. Bog- omil-nafnið fékk Sigtryggur úr dagatali á staðnum þar sem fram kom að Bogomil væri fæðingar- dagsdýrlingur hans, en seinni hlut- inn var ljóðrænn innblástur. Bog- omil tróð fyrst upp með Hljóm- sveit Konráðs Bé, sem var undir stjórn trommuleikarans Braga Ólafssonar, og kynnt var „hin glaðbeitta og eggjandi“ rödd hans. Um mitt ár 1992 fór svo Bogomil að láta á sér kræla með hljóm- sveit sinni Miljónamæringunum. Sigtryggur lýsti því í viðtal fyr- ir tveimur árum að framan af hafí gengið erfiðlega að fá fólk til að taka hann og hljómsveitina al- varlega; það taldi að Sigtryggur trommuleikari Sykurmolanna væri varia alvarlegur söngvari. Sig- tryggur hélt þó Bogomil til streitu, ekki síst til að auðvelda sér að standa á sviðinu, því hann segir að hann hafi hvorki fundið fyrir sviðskrekk né streitu þegar hann var að syngja, því það var ekki Sigtryggur Baldursson sem stóð á sviðinu heldur Bogomil Font. Hætt á toppnum Bogomil Font og Milljónamær- ingarnir tóku upp breiðskífuna Ekki þessi leiðindi sem varð ein söluhæsta plata ársins 1993 og höfðu yfrið nóg að gera í kjölfarið sem vinsælasta ballhljómsveit landsins. Þá var það sem Sigtrygg- ur ákvað að segja skilið við hljóm- sveitina, hætta á toppnum, og flytja til Bandaríkjanna, þar sem Sigrún kona hans var að hefja doktorsnám í líffræði. Þau settust að í háskólaborginni Madison og ekki leið á löngu þar til Sigtrygg- ur var farinn að svipast um eftir aukavinnu við trommuleik. Bad Taste USA Það er napurt vetrarveður þeg- ar ég heimsæki Sigtrygg í höfuð- stöðvar Smekkleysu í Chicago, í gríðarstórri íbúð samstarfsaðila fyrirtækisins, sem lítur reyndar út eins og sprengja hafi fallið á húsið, enda er hann, John Henderson, að koma sér fyrir í íbúðinni. Herbergi Smekkleysu, sem er á ábyrgð Sigtryggs, er áberandi snyrtilegt, sérstaklega samanborið við aðra hluta íbúð- arinnar, og reyndar eini staður- inn þar sem hægt er að tylla sér niður. Sigtryggur segist snemma hafa rekið sig á að ekki væri auðsótt að finna verkefni við hæfi í Madi- son, því Madison sé lítil háskóla- borg með fremur daufu tónlistar- lífi. Hann sá því í hendi að hann þyrfti að halda til Chicago, sem er um þriggja tíma akstur frá Madison, vildi hann fá eitthvað að gera af viti, en einnig segir hann að sér hafi verið ofarlega í huga að finna samstarfsaðila fyrir út- gáfur Smekkleysu vestan hafs, en Sigtryggur á og rekur það fyrir- tæki með öðrum meðlimum Sykur- molanna meðal annarra. Leitað að samstarfaðila „Ég fór í heimsókn til ýmissa lítilla útgáfufyrirtækja í Chicago, bæði til að leita eftir vinnu og svo að finna samstarfsðila,“ segir Sig- tryggur. „Meðal manna sem ég talaði við var John Henderson sem rekur útgáfu sem oft bar á góma í samtölum mínum við aðra og nýtur mikillar virðingar hér um slóðir. Þegar ég svo hitti John Henderson komst ég að því að hann er mikill áhugamaður um íslenska tónlist og á mikið safn af henni frá níunda áratugnum. Þannig þekkti hann vel til hljóm- sveita eins og Kuklsins, Þeys og Purrks Pillnikks, en ekki bara Sykurmolanna," segir Sigtryggur. Hann segir að fyrir vikið hafí far- ið vel á með þeim félögum og fljót- lega ákváðu þeir að stofna fyrir- tækið Bad Taste USA, sem rekið yrði sem eins konar systurfyrir- tæki útgáfu Hendersons. Meðfram þessu fékk Sigtryggur ýmislegt að gera sem trymbill í Chicago, helst í tengslum við „ind- ustrial" hljóðverið War Zone. Drukkin sirkushljómsveit í gegnum John Henderson seg- ist Sigtryggur síðan hafa kynnst eigendum King Size-hljóðversins sem féll vel að þeirri hugmynd sem kviknaði að taka upp breiðskífu þar sem Bogomil Font flytti lög Kurts Weills. „Það hljóðver hent- aði betur fyrir Kurt Weill-verkefn- ið og þann hljóm sem ég leitaði eftir, svolítið hráan eins og væri drukkin sirkushljómsveit að spila,“ segir Sigtryggur. „Bogomil Font er bara eitt af Ijölmörgum verkefnum mínum og ég ætlaði ekkert að vinna meira með hann í bili þegar ég flutti hingað. Svo fékk ég þá flugu í höfuðið að gera Kurt Weill-plötu, hafði verið að hlusta mikið á lög hans og Bogomil langaði að syngja lög hans. Það lét mig svo ekki í friði svo ég ákvað að framkvæma hugmyndina og meðhöndla lögin nákvæmlega eins og mér sýndist, ég var ekki með gróðasjónarmið í huga.“ Hugmyndafræðin skoðuð „Ég var búinn að vera að dunda mér við sum þessara Kurt Weill- laga í langan tíma,“ segir Sig- tryggur. „Eg byijaði að taka upp í júli og var þá búinn að vinna prufuupptökur af nokkrum lögum og velta fyrir mér hugmyndafræð- inni. Ég ætlaði reyndar ekki að taka upp plötu með Bogomil Font strax. Ékki þessi leiðindi, sem Bogomil söng inn á með Milljóna- mæringunum, var gerð sem tón- leikaplata vegna þess að hljóm- sveitin var vinsæí ballhljómsveit og átti aldrei að vera annað, ball- hljómsveit með stíl. Þegar Bogom- il flytur síðan af landi brott lagð- ist hann í einskonar dvala, enda hafði ég í nógu öðru að snúast eins og ég nefndi,“ segir Sigtrygg- ur. „Bogomil lét mig þó ekki í friði og loks tók ég þá ákvörðun að láta undan, leitaði til ýmissa tón- listarmanna sem ég hafði kynnst hér í Chigaco, þar fremstan í flokki Dave Trumfio, sem er meðal eig- enda King Size-hljóðversins og helsti upptökumaður, en hann leik- ur á kontrabassa á plötunni með- fram því að sjá um tæknihliðina, og síðan þeirra Daves Adlers hljóm- borðs- ogtrompetleikara, sem einn- ig sér um blásturshljóðfæri, og Biffs Blumfengagners fiðlu- og gít- arleikara, sem sá um strengjaút- setningar," segir Sigtryggur, en platan er öll tekin upp I Chicago. Einfaldlega skemmtileg tónlist Sigtryggur fellst ekki á að mik- ið sé færst í fang að taka upp lög eftir Kurt Weill, sem helst hafa verið túlkuð af klassík menntuðum tónlistarmönnum. „Auðvitað ber ég virðingu fyrir verkefninu og þess vegna, að vissu leyti, tók ég það að mér. Ég gerði þetta ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.