Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 B 11 FRÉTTIR Owen lávarður er frelsinu feginn Líkir Balkanskaga við forarpoll London. The Daily Telegraph. BRESKI stjómmálamaðurinn David Owen lávarður segist vera fegínn því að þurfa ekki lengur að reyna að miðla málum fyrir hönd Evrópusambandsins í átökunum á Balkanskaga. „Ég var alveg að verða vitlaus á þessu. Ég var stöðugt að skipuleggja fundi og aflýsa þeim síðan. Éf einn deiluaðili sam- þykkti ákveðinn stað og tíma vildi annar að fundurinn yrði þrem dögum síðar, á allt öðrum stað,“segir Owen og líkir Balkanskaga við „forarpoll". Hann er hættur beinum afskiptum af sljómmálum en útilokar þó ekkert í þeim efnum í nýlegu viðtali við dag- blaðið The Daily Telegraph. Owen, sem er 57 ára gamall og læknir að mennt, hætti störfum sem sáttasemjari ESB í júní sl. er Svíinn Carl Bildt tók við. Lávarðurinn var um hríð utanríkisráðherra Bretlands en klauf sig síðar út úr Verkamanna- flokknum og stofnaði flokk sósíal- demókrata sem síðar rann saman við Frjálslynda flokkinn. Owen gaf nýlega út bók um störf sín og nefnist hún á ensku Balkan Odyssey. í tímaritinu Spectator er hann gagnrýndur harkalega fyrir hlutdrægni, hann er sagður sagður sverta málstað múslima með dylgjum af ýmsu tagi og reyna að fegra sinn hlut, m.a. segist hann nú hafa mælt með loft- árásum á stöðvar Bos- níu-Serba þótt fáir minnist slíkra ummæla meðan hann gegndi starfinu. Friðaráætlun Owens og Bandaríkjamannsins Cyrus Vance árið 1993 rann út í sandinn og segist hann ekki kenna neinum einstökum um. Blaðamaður The Daily Teiegraph segir þó ljóst að Owen telji það fyrst og fremst hafa verið áhuga- leysi Bandaríkjastjómar á mikilvæg- um stundum sem ráðið hafi úrslitum og gert friðarviðleitnina að engu. Owen segist stundum hafa verið örvinglaður vegna ístöðuleysis Evr- ópuveldanna er hafi ávallt fylgt Bandaríkjamönnum, hver sem stefna ríkisstjórnar Bills Ciintons forseta hafí verið í málefnum gömlu Júgóslavíu þá stundina. „Ég er yfírleitt' ekki andvigur Bandaríkjun- um. Drottinn minn dýri, ég er kvæntur banda- rískri konu, bömin eru öll með bandarískt vega- bréf, afstaða mín í stjómmálum er öll hlið- holl Bandaríkjunum en mér fínnst ekki að Bandaríkjamenn eigi að skipa fyrir um öll atriði utanríkisstefnu Evrópu- sambandsins,“ segir hann. Breyttur maður Er Owen var virkur í breskum stjómmálum fór það orð af honum að hann væri glæsimenni og miklum hæfíleikum gæddur en afskaplega einráður og að marga áliti hrokafull- ur. Hann gæti ekki starfað með öðr- um. Að sögn blaðamannsins er lávarð- urinn nú breyttur maður, hefur lært nokkra auðmýkt. Hann segir það hafa komið sér á óvart hve mikla þolinmæði hann gat auðsýnt þegar hann þurfti að fást við fólk sem bar enga virðingu fyrir sannleikanum. „Ekkert er eins og það sýnist vera. Þetta er eins og að synda í holræsi, sannleikurinn er eitthvað óraunvem- legt í þeirra augum. Ég veit ekki hvort þetta er afleiðing þess að vera alinn upp við kommúnisma eða menn- ingarleg arfleifð sem einkennir sér- staklega Balkanskaga.“ Hann segist aldrei hafa kynnst jafn erfíðum viðfangsefnum þegar hann var ráðherra. „Það varð að ávana hjá mér að biðja þá að ljúga nú ekki. Éf ég t.d. spurði Tudjman (Króatíufor- seta) hvört hann ætlaði að fyrirskipa árás svaraði hann „Nei“ en við vissum báðir að hann ætlaði samt að gera þetta svo að spurningin var eiginlega út í hött.“ Daginn áður en hann hætti var hann á fundi með öðrum samninga- mönnum og segist hafa fundið mikinn létti innra með sér. „Ég man að ég fór að sofa skömmu eftir miðnætti, harðánægður með að láta þeim eftir að rífast um kjánaleg smáatriði". Owen lávarður ÆVISAGA ÁSTU SIGURBRANDSDÓTTUR Nú þarftu lengur að slást fjarstýringuna og horfir bara á þaö sem þú vilt! Þú ræöur á Stöð 3! Spennandi dagskrá fyrir hvern og einn: Atakasaga l stríði og friði tí» VAKA-HELGAFELL Ásta Sigurbrandsdóttir hefur gengið í gegnum ótrúlegar raunir á langri og viðburðaríkri ævi. Hún ólst upp við kröpp kjör, lærði hjúkrun í Danmörku á árum síðari heimsstyrjaldar og varð síðan hjúkrunarkona skammt fyrir utan Berlín í lok stríðsins. Ásta fór ekki varhluta af hörmungum heims- styrjaldarinnar, lenti í loftárásum, þurfti að sækja særða út á vígvöllinn og bera á sjúkrahús — meðan skothríðin glumdi allt í kring. Ásta fluttist til Finnlands eftir stríð þar sem hún mætti enn mótlæti en gafst ekki upp heldur bar harm sinn í hljóði. Þótt Ásta hafi orðið fyrir erfiðri lífsreynslu horfir hún um öxl án beiskju og sér einnig spaugilegar hliðar tilverunnar, - ekki síst á sjálfri sér. Sigurbjörg Árnadóttir, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Finnlandi, skráir frásögn Ástu af innsæi og látleysi svo að úr verður ævisaga sem er engri lík. SIbumúla 6, 108 ReykjavIk Körfubolti og bein útsending frá þýsku knattspyrnunni Hálendingurinn - spennandi þættir sem gerðir eru í anda samnefndra kvikmynda Þruman í Paradís (Thunder in Paradise) - ævintýra- og spennuþættir fyrir ungt fólk Svalur prins (The Fresh Prince of Bel Air) og Martin - sprenghlægilegir bandarískir gamanþættir Stö53 ogþú! Viö förum í loftiö 24. nóvember. Stöö 3, Kringlunni 7, Húsi verslunarinnar. Áskriftarsíminn er 533 5633.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.