Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 B 7
OpiS laugard. kl. 10-16. Sunnud. kl. 13-17
Næg bílastæði - Nýtt kortatímabil - Næg bílastæði - Nýtt kortatímabil
- kjarni málsins!
MANIM LÍFSSTRAU MAR
Heftir þú hugleitt
hvað þao kostar þig
í tíma og vinnu
að finna hæft starfsfólk?
Sparaðu þér óþarfa fyrirhöfn
og láttu okkur aðstoða við leit
að góðu fólki.
Gott starfsfólk er grunnurinn
að góðu fyrirtæki.
RAÐNINGARÞJONUSTAN
Jón Baldvinsson, Háaleitisbraut 58-60
Sími 588 3309, fax 588 3659
AUKIN
URÉTTIN
Námskeið til
aukinna ökuréttinda
hefst miðvikudaginn
22. nóvember kl. 18
Upplýsingar í síma 567 0300
frá kl. 13 - 20 alla virka daga.
OKUSKOLINNI
arabakka3, Mjóddinni, sími 5&7 0300.
VERALDARVAFSTUR/'Wz/.f/ ný sólinn ísólkerfib?
Guðsvísindi
ská eftir fleti hennar. Ef átak kem-
ur á fasta efnið, samsvarar það því
að draga keðjuna eftir undirlaginu
og hún skríður og leitar ekki í sama
far. Kristallinn hefur aflagast. Af-
lögunin felst í að óreglulegheit
skríða til fyrir krafti að utan og
leita ekki til sama horfs. Algeng-
'asta form aflögunar er sú að hluti
af lagi einda í kristall hefur skriðið
til um eitt sæti. Þetta lag afmark-
ast af línu sem stærðfræðilega séð
hlýtur að vera óslitin. Aflögun krist-
alsins má skoða sem færslu þessara
hliðrunarlína. Þær „rekur“ undan
krafti sem beitt er á efnið. Styrking
efnisins felst í að stöðva hreyfingu
þeirra. Það er til þessa sem íblönd-
un aukaefna í málma er gerð.
íblandaða efnið er gjarnan haft í
formi korna en ekki einstakra einda.
Aðskotaefnið getur verið korn í
formi annars kristals, sem snýr á
einhvern veg á skakk við eindalög
aðalkristalsins. Þetta og fleira veld-
ur því að hliðrunarlínurnar komast
ekki í gegnum íblandaða efnið, en
leggjast utan um það, mynda
lykkju, af því að þær geta ekki slitn-
að, og sameinast aftur hinum meg-
in við kornið og hafa skilið eftir sig
hring utan um það. Þannig hlaðast
nýir og nýir hringir utan um styrk-
ingarefnið með aukinni áreynslu
málmsins. Sýna má fram á að þetta
veldur því að efnið verður veikara.
í þessu felst málmþreyta, sem hef-
ur t.d. grandað flugvélum. Nú orð-
; ið er þekkt hversu mikið heildará-
lag hver efnablanda þolir og með
því að halda dagbók yfir notkun
. vélar eða vélarhluta má segja til
um hvenær málmþreytan fari að
segja til sín og endurnýja eigi hlut-
inn.
SVO stutt er ævi mannsins og jafn-
vei saga mannkynsins alls, að sól-
kerfið og stjörnuhiminninn virðast
okkur óumbreytanleg. En þó skýra
súmerískir textar frá atburðum,
sem geta varpað nýju ljósi á þróun-
arsögu jarðarinnar og sólkerfisins
um leið og þeir eru bornir saman
við nýjar stjörnufræðilegar upplýs-
ingar. Um það er fjallað i bókinni
Þegar jörðin næstum dó eftir J.B.
Delair og D.S. Allan. Um leið stang-
ast þessar nýju kenningar á við
kenninguna um ísaldarskeiðin, sem
jafnvel áttu að viðvara í milljón ár!
Meira um það seinna.
Hér mun hins vegar tekið pláss
í það, að greina frá lýsingu
manns nokkurs á væntanlegum sól-
kerfisbreytingum á okkar heima-
slóð. Upphaf þessa máls er heim-
sókn ferðalangs
nokkurs til Brasil-
íumannsins Kra-
spendon árið
1952. Sá nafnlausi
maður talaði
margt um sam-
setningu aiheims-
ins í smáu jafnt
sem stóru, en flest
eftir Einor
Þorstein
var það í ósamræmi við skilning
okkar á þeim málum a.m.k. ennþá.
En megintilefni heimsóknarinnar
var þó að vara við notkun kjarnork-
unnar, svo og að skýra væntanlega
sólkerfisatburði: Önnur sól, af ofur-
stærð, muni brátt bætast inn í sól-
kerfi okkar, sem verður þá svo
heppið að geta státað af tvístirnis-
kerfi! Hin nýja sól muni í fyrstu
ekki bera fulla birtu, er hún birtist
okkur fyrst í merki Krabbans. En
fljótlega eftir að hún hafi náð inn
að miðju sólkerfisins, muni hún
skína skært, fyrst rauðleit en síðan
bláleit og finna jafnvægi við gulu
sólina okkar. Sólirnar tvær muni
síðan snúast á sporbaug hvor um
aðra í nokkurri fjarlægð umhverfis
miðpunkt sólkerfisins.
Þetta hafi eftirfarandi í för með
sér: Sporbaugar reikistjarnanna
muni allir stækka. Þannig muni
Merkúr færast á braut, sem er milli
núverandi brauta Venusar og Jarð-
ar. Venus færist á braut, sem ligg-
ur milli núverandi brauta Jarðar og
Mars. Jörðin lendi þar sem smá-
stirnabeltið er nú og svo framvegis.
Og um leið muni Máninn sleppa af
sporbaug um Jörð og verða þaðan
í frá reikistjarna um sólirnar tvær.
Og tii að gera langa sögu stutta
muni svo að síðustu Plútó sleppa
út úr sólkerfinu (hann var áður
máni Neptúnar) í leit að nýjum fé-
lögum!
Stöldrum hér við. Væri ekki
sennilegar að með nýjum og meira
en tvöföldum massa við miðju sól-
kerfisins myndu reikistjörnurnar
færast nær sólunum? Nei, segir
gesturinn: Aðdráttarafl er ekki einn
kraftur, heldur samsettur úr mörg-
um kröftum, sem ýmist draga sam-
an eða hrinda frá. Sólarljós hrindir
jú föstum efnum frá ,sér og tvær
sólir hrinda því hvor annarri frá sér
um leið og þær ýta reikistjörnunum
lengra frá sér en ein gat gert. „Eða
getur þú skýrt fyrir mér hvers
vegna tvístirni, sem er ein algeng-
asta samsetning sólna í sólkerfum,
falla ekki saman og verða að einni
sól? Nóg er nú „aðdráttaraflið“
þar?“
En fleira muni gerast: Annar
máni Mars losni frá honum á snún-
ingi sporbrautar sinnar, sem vendir
honum inn að miðju sólkerfisins.
Hann muni stefna á Jörðina og
getur því orðið nýr máni hennar,
ef hann lendir ekki á móti snúningi
Jarðarinnar. Ef svo verður muni
hann splundrast og falla niður á
hana á bilinu frá Mið-Ameríku að
Evrópu og Norður-Afríku, og þar
muni allt eyðast. En eftir þetta
verði allt kyrrt á ný í nýju sólkerfi.
Þetta muni eiga sér stað nálægt
enda aldarinnar. Jörðin muni hefja
nýtt tímabil með nýrri sól og nýrri
birtu. Nýja sólin muni fá nafnið Sól
réttlætisins.
Koma hennar í sólkerfið muni
vera fyrirboði komu hans, sem skín
skærar en nokkur sól.
Það væri ekki rétt að gera ráð-
stafanir til þess að koma í veg fyr-
ir komu þessarar nýju sólar inn í
sólkerfið. Því að koma hennar ,sé
vilji Guðs. Hún eigi að hreinsa Jörð-
ina af öllum illum hugsunum og
margir jarðveijar eigi ekki aftur-
kvæmt á hana eftir þetta. Hinir sem
vinni að uppbyggingu jarðarlífsins
á ný muni fá til þess mikla hjálp
utan frá.
En þegar brasilíska jarðarbúan-
um fannst nóg komið af trúarkeim
í frásögnini, því að hann var trúlaus
maður, sagði gesturinn við hann:
Ef þú vilt skilja fyrirbæri náttúr-
unnar verður þú fyrst að skilja nátt-
úru Guðs: Guð er ísótrópísk lína,
samsíða sjálfri sér og sveiflast um
sjálfa sig í réttu horni við sig. Hann
er eins og kerfi krossandi lína þar
sem hver skurðpunktur er alls stað-
ar samtímis. En mundu að þetta
er ófullkomin tilraun til að skil-
greina hið óskiljanlega á tungumáli
ykkar jarðarbúa!
Ætli bæði trúarbrögð og vísindi
okkar reikistjörnu geti ekki samein-
ast um að afneita skoðunum ferða-
langsins sem tómu rugli?
Tannverndarráð
ráðleggur foreldrum
að gefa börnum sínum
jóladagatöl
án sælgætis