Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 17
16 B SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ UMFFERÐARHNÚTAR eru algeng sjón á fjallvegunum í Bosníu. Vegirnir eru margir svo mjóir að bílar eiga erfitt með að mætast á þeim og þegar vöruflutningabílar eiga í hlut stöðvast öll umferð á meðan þeir fikra sig áfram. Þá er ekki annað að gera en að bíða. Farþegarnir í litla bílnum fyrir miðju reyndust vel vopnum búnir og algerlega mótfallnir myndatökum. UPPBYGGING er hafin í Mostar, en það er Evrópusambandið sem greiðir kostnað- inn af því. Þrátt fyrir að víða megi sjá menn að störfum virðist vinna þeirra aðeins eins og dropi í haf þeirrar eyðileggingar sem blasir við. Ó AÐ MARGIR horfi tortryggnum augum á útlendingana á sundur- sprengdri aðalgötunni í Austur- Mostar reynist fólkið afar almenni- legt og hjálpsamt. Okkur 'er boðið inn, í kaffi og mat, þótt af litlu sé að taka og þrátt fyr- ir mikla málaörðugleika eigum við ágæt sam- skipti við marga múslima. En það sem ein- kennir þá, og raunar allan almenning sem við hittum í ferð okkar, er óskapleg þreyta og einlæg von um að þetta stríð taki ein- hvern tíma enda. 48 ára gamall maður, sem lítur þó út fyr- ir að vera nærri tveimur áratugum eldri, dæsir bara, segist vona það besta en ekki þora að hugsa um hvað verði. Skelfingin hefur staðið svo lengi og verið svo mikil. Þessi maður, eins og svo margir sem við hittum, vill ekki gefa okkur upp nafn sitt. Þess eru fjölmörg dæmi að fólki sem hefur tjáð sig um ástandið í löndunum þremur hafi borist morðhótanir svo sem sólarhring eftir að nöfn þess og myndir birtust í dagblöð- um hinum megin á hnettinum. Það er greini- lega vel fylgst með. Umræddur maður er ásamt fleirum að endurbyggja hús sem var sprengt í loft upp. Hann segir þetta nánast einu vinnuna sem þarna sé að hafa og þó að víða sé unnið að slíku er það eins og dropi í hafið. Við þessar aðstæður þrífst svartamarkaðs- brask sem aldrei fyrr og sums staðar má sjá Benza í rústunum þó að bílakostur múslim- anna sé annars fremur óhrjálegur. Þessi maður, eins og aðrir sem við hittum, er full- ur óvildar, svo ekki sé dýpra tekið í árinni, í garð Króatanna. „Þeir eru verri er Serbarn- ir, sem gerðu þó að minnsta kosti allan tím- ann ljóst hvað þeir ætluðust fyrir,“ segir hann. Hann hefur tiltölulega nýlokið herþjónustu en vill ekkert gefa upp um hana annað en að hann hafi aldrei horfst í áugu við óvin- inn. Hann hefur verið heppinn, fjölskylda hans er á lífi, húsið hans stendur uppi og hann býr sjálfur í því en ekki einhver annar. FRAMTÍÐIN ER nokkuð sem fólk vill ekki ræða að ráði. Menn reyna að lifa fyrir líðandi stund, flestir segj- ast binda vonir við að vopnahléið sem nú stendur muni haldast og að friður sé í nánd. Hvers konar friður vita menn ekki, fáir hafa trú á því að þeir geti lifað í sátt hverjir við aðra eftir það sem á undan er gengið. Sumir telja að Bosnía muni klofna í þrennt, aðrir telja að Bosníumenn og Króat- ar geti áfram átt einhveija samleið. Hatrið á milli þessara þjóða kemur engu að síður á óvart í ljósi þess að þær hafa barist saman gegn Serbum. En þær hafa einnig bárist hvor við aðra og það gleymist ekki af sjálfu sér. Svo virðist sem þjóðirnar leggi æ meiri áherslu á þjóðareinkenni sín. Tungumálið, sem var þeim sameiginlegt, er að breytast smátt og smátt,, tekin eru upp ný orð og orðasambönd. Margir hafa styrkst í trú sinni, sem öldum saman hefur aðgreint hina ka- þólsku Króata, Serbana í rétttrúnaðarkirkj- unni og múslimana. Það á ekki síst við um síðastnefndu sem hlíttu ekki hinum ströngu fyrirskipunum Kóransins heldur borðuðu óhræddir svínakjöt, reyktu og drukku. Ekki urðum við þó vör við mikla trúarvakningu í Mostar og þegar kallað var til hádegisbæna í moskunni í borginni virtist enginn veita því athygli nema við. VIÐ AÐALGÖTUNA búa eldri syst- ur, báðar ekkjur. Þær eru einstak- lega gestrisnar, ekki bara við okk- ur, heldur nágranna og vini, sem vaða inn er minnst varir og biðja um aðstoð. Sumir ganga út með við til að brenna, enda hafa fáir aðgang að rafmagni, aðrir fá mat eða hluti að láni. Systurnar vilja fyrir alla muni fá okkur inn, gefa okkur kaffi, ávexti af því að þeir eru fullir af fjörefnum og svo búðarköku sem þær draga upp úr pússi sínu. Sú yngri, sem er 58 ára, giftist til Mostar fyrir mörgum áratugum, hin bjó í fæðingarbæ þeirra, Gatzuko. Serbarnir réðust á bæinn, sprengdu allt og brenndu og hröktu íbúana, mestmegn- is konur og börn, á flótta. Eldri systirn, sem er 65 ára, var í hópnum sem fyllti um 40 rútur segir hún. Hópurinn hraktist fyrst til Makedóníu þar sem hann var í fjóra mánuði, þá í Kosovo þar sem nokkrir Serbar ruddust inn í rúturnar og hugðust skjóta flóttafólkið en því tókst að afstýra. Þá lá leiðin til Ungveijalands og svo Króatíu þaðan sem hún komst svo til systur sinnar í Mostar. Þetta var áður en múslimar og Króatar hófu að beijast. „Ég hefði viljað vera dauð áður en þetta byijaði allt saman,“ segir hún, „en nú líður mér ágætlega," bætir hún við og horfir til systur sinnar. „Já, við höfum það bara ágætt, við fáum mat og svo er gott að vera svona saman. Maðurinn minn lést áður en stríðið hófst en maðurinn henn- ar fórst í einni sprengjuárásinni. Sonur minn náði að flýja frá Gatzuko áður en Serbarnir komu, til að komast hjá því að vera sendur í fangabúðir eða drepinn. Hann er nú í Kró- atíu og bíður þess að komast til Bandaríkj- anna.“ Hún stendur upp og fer að stússa við kolaeldavélina en snýr sér skyndilega að okkur og fer að hágráta. Segist óttast að sjá son sinn og barnabörn aldrei aftur. Hún á heldur ekki afturkvæmt til Gatzuko, húsið hennar er brunnið til ösku. Sú yngri, sem segist heita Semed Setika, er hin hressasta. Hún sýnir húsið sitt sem ber greinleg merki stórskotaárásar Ser- banna. Engin rúða er heil og göt á veggjum og húsgögnum. Sjálf slapp hún ómeidd en maður hennar lét lífið. Þau áttu engin börn. Hún segist ekki áfellast aðra en stjórn- málamennina sem hún segir að eigi bara að skella í fangelsi, öllum með tölu, þá muni þeir kannski fara að tala saman. „Sjáðu .bara núna, þeir fara í þremur flugvélum til Banda- ríkjanna til friðarviðræðna, koma frá sama stað svo að segja,“ fussar hún. FÓLKIÐ KENNIR stjórnmálamönn- unum um hvernig komið er en fer þó gætilega í að gagnrýna leiðtoga lands síns svo einhver annar heyri. Það gæti komið sér afar illa. Og þrátt fyrir að þjóðirnar þijár eigi í stríði heyrast ýmsar sögur af samskiptum þeirra í milli. Því er ekki svo farið að allar borgir, öll þorp og landsvæði séu „hrein“. í hverri borg og hveij- um bæ býr fólk af öðru þjóðerni en því sem þar er við völd. Þetta fólk hefur hægt um sig, sumir lifa ágætu lífi, aðrir hafa lent í erfiðleikum, t.d. verið reknir úr vinnu. í landi þar sem milljónir manna hafa hrak- ist frá heimili sínu eru þess einnig dæmi að menn hafí skipt á eignum. Dæmi um það eru króatísk hjón sem bjuggu í Banja Luka í Bosníu. Serbar ráða borginni nú og tókst hjónunum að gera samning við Serba sem áttu sumarhús í Króatíu um skipti á húsum. Fjölmörg dæmi eru um þetta. Hins vegar er okkur sagt að ekki hafi farið eins vel fyrir múslimum sem hafi reynt að koma eignum sínum í verð á flóttanum. Þeir hafi oftar en ekki verið rændir söluand- virðinu af kaupendunum og sumir drepnir í þokkabót. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 B 17 KRÓATÍSKIR flóttamenn frá Bosníu hafa búið í hjólhýsahverfi í Split í Króatíu í tæp fjögur ár, þeir sem lengst hafa verið. Um 360 manns eru í búðunum og lætur fólkið misvel af dvölinni, sumir hafa vinnu i borginni, aðrir hafa ekkert við að vera. Marga dreymir um að komast til Ameríku en segja litlar líkur á að það takist. En lífið heldur áfram og brátt mun nýr þegn líta dagsins þ'ós í þessum króatísku flóttamannabúðum. ÞAÐ ER MARGT manna á áðurnefnd- um gámaspítala í Mostar. Þar er m.a. 28 ára gamall maður sem ók nágrannakonu sinni á spítalann svo að hún gæti farið í lungnamyndatöku. Hann hefur ekkert betra að gera, er atvinnulaus. Ástæðan er augljós þegar hann réttir fram hendina, á hana vantar nokkra fingur. Hann særðist í stríðinu við Serba fyrir þremur árum eftir 6 mánaða herþjónustu. Þessi ungi mað- ur lítur eins og svo margir viðmælenda okk- ar út fyrir að vera miklu eldri en hann er. Hann vill alls ekki segja til nafns og verður skelfingu lostinn þegar hann sér myndavél- ina. Hann segist bara vera að bíða, eftir friði, eins og aðrir, og það reynist mönnum erfitt enda séu nær allir atvinnulausir. Sjálfur vann hann áður við vegagerð en hún er ein af fáum störfum sem unnið er við í Bosníu enda eru vegir illa farnir eftir sprengjuárásir og brýr víða í sundur sem þýðir að leggja þarf veg framhjá. Maðurinn segist vera heppinn miðað við vini sína þar sem hann hafi ekki misst heim- ili sitt eða nána ættingja, þó að hann þekki marga sem hafi látist. Hann segist fyrst og fremst áfellast stjórnmálamenn í þessu stríði. Þegar hann er spurður hvort að leiðtogar Bosníu séu þeirra á meðal gefur hann í skyn að svo sé. Honum finnst spurningin greinilega óþægileg enda margir í kringum okkur og hver veit hveijir kunna að heyra til hans. Hann neitar því ekki að þjóðerniskennd hafi aukist meðal múslima eins og annarra, en segist sjálfur ekki vera í þeim hópi og að hann sé heldur ekki trúaðri en áður. "„Við lifðum saman um aldir, þessar þijár þjóðir. Nú held ég að við getum aldrei aftur átt samleið. Ég held að það sé best að Bosnía skiptist í þrennt úr þessu, á milli múslima, Króata og Serba,“ SKÓLARNIR STARFA nú í Mostar að nýju. Tólf ára gamall skólastrákur, Hariz Mirzet, vill gjarnan sýna okk- ur hvar hann býr. Hann er einn heima með tíu ára gamallri systur sinni. Okkur skilst að móðir þeirra sé saumakona Króata og Múslimaj\V Svæði í Bosníu a Valdi Bosníu-Serba Gracac Dubrovnik' Kistanje Sibenic Jablanica Mostar AUSTURRiK! Lubliana c ^ r.Uv° UNGVERjAi.AND Banja •Luka Tuzla VOJVODINA 'fy f,- Belgrad Sebrenica % Knin.\^ \ HERZEGÓVÍNA Sarajevo* i Gorazde 'VrJÖÍ. Mostar SVART- , / /' (' FJALLA- LAND/\ KOSOVO , ^ A M * Skopje L MAKEDÓNÍA B Ferb blaöamanna 100 km VIÐURINN er dýrmætur í Bosníu þegar rafmagn er af skornum skammti og kaldur vetur framundan. en pabbinn í hernum. Hér og hvar eru skot- göt og Hariz sýnir hvar fjölskyldan var þeg- ar skotið var og sprengt við íbúðina. Systkin- in eru annars að horfa á teiknimyndir í sjón- varpinu. Þrátt fyrir ummerki árásanna er íbúðin hin þokkalegasta. Stigagangurinn er þó ekki upp á marga fiska, allar rúður löngu horfnar og veggimir útkrotaðir af þunglyndislegum áletranum. Við innganginn að íbúð Mirzet- fjölskyldunnar hefur verið krassað af bágbor- inni enskukunnáttu „Wellcome to heall“. VIÐ LEIFARNAR af steinbrúnni, sem Mostar var einna þekktust fyrir, sitja systur, Alena og Amela Gekovic, 19 og 22 ára. Sú eldri er í laganámi en sú yngri hefur nýlokið fram- haldsskóla. Þær reyna að njóta lífsins eins og framast er unnt þegar maður á engan pening. „Við röltum um eins og aðrir, getum ekki annað því við höfum ekki efni á því að fara á kaffi- hús. Það era aðallega hermennirnir sem geta það því þeir fá smáaur frá hernum. Flestir ganga bara um og spjalla." Systurnar búa heima hjá foreldrum sínum. Þær segja ljölskylduna vissulega hafa minna á milli handanna en að hún fái mat og að- stoð frá hjálparstofnunum og að þeim legg- ist alltaf eitthvað til en vilja ekki fara nánar út í J)á sálma. „Astandið er miklu betra nú en áður, nú er svo lítið sprengt að sú hræðsla er að hverfa. Maður finnur samt auðvitað enn fyrir ótta og við vitum að það verður erfitt að hverfa aftur til eðlilegs lífs.“ Það er sú eldri, Alena, sem hefur orð fyr- ir þeim systrum. Hún segist þrátt fyrir allt halda að Króatar og múslimar muni geta búið saman að nýju. „Ég vona að sambandið við Króata muni ganga, þó að það sé erfitt að gleyma, enda 'margir ættingjar og vinir dánir og erfitt að fyrirgefa.“ Systurnar segja stríðið hafa mikil áhrif á líf ungs fólks, sem horfir á eftir vinum sínum í herinn á þeim aldri sem lífið ætti enn að vera áhyggjulaust.„Það sem við viljum er friður. Við viljum vera hér áfram og lifa eðlilegu lífi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.