Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 23
I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 B 23 ATVINNUA UGL ÝSINGA R Raunvísindi Þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða starfsmann til vinnu við þýðingar og bréfaskriftir. Ákveðin grunnþekking á sviði raungreina (t.d. lyfjafræði, efnafræði, verkfræði) nauðsynleg, auk góðrar íslensku- og enskukunnáttu. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 8. desember, merktar: „Raunvísindi - 3221 “. Fimleikar - Grótta Fimleikadeild Gróttu á Seltjarnarnesi óskar eftir reyndum yfirþjálfara í áhaldafimleikum stúlkna. Öll aðstaða mjög góð. Upplýsingar í síma 551 4591 (Ingibjörg). Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka á Ólafsfirði óskar að ráða hjúkrunarfræðing í fullt starf frá næstu áramótum. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember nk. Nánari upplýsingar gefa Sonja Sveinsdóttir, hjúkrunarforstjóri, og Kristján Jónsson, for- stöðumaður, í síma 466 2480. Laust starf Starfsmaður óskast til að vinna í þágu fatl- aðrar konu á einkaheimili undir handleiðslu fagaðila. Um er að ræða 50% stöðu. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags ríkisstofn- ana og ríkisins. Umsóknum skal skilað á Svæðisskrifstofu Reykjavíkur, Nóatúni 17, eigi síðar en 22. nóv. nk. Vélaverkfræðingur Verkfræðistofa óskar eftir ungum vélaverk- fræðingi til starfa. Verksviðið er fjölbreytt verkfræðivinna, þar með talin ýmiss konar hönnunarvinna, gerð vinnuteikninga svo og áætlanagerð. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í noktkun al- mennra hönnunar- og teikniforrita. Þeir sem hafa áhuga sendi upplýsingar um menntun og fyrri störf til afgreiðslu Mbl. merktar: „Vélaverkfræðingur - 17628". ISAL Véla-, efna- eða eðlisverkfræðingur Óskum eftir að ráða véla-, efna- eða eðlis- verkfræðing til vinnu í steypuskála í eitt ár. Um er að ræða verkefni við rannsóknir og endurbætur á ákveðinni framleiðsluaðferð í steypuskála. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og sett sig fljótt og vel inn í rekst- ur og framleiðslu steypuskálans. Einnig er þekking á tölfræðiúrvinnslu æskileg. Nánari upplýsingar veitir ráðingastjóri í síma 560 7121 alla virka daga frá kl. 11 til 12. Umsóknir óskast sendar til ISAL, pósthólf 244, 222 Hafnarfjörður, eigi síðar en 30. nóvember nk. Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverslun Eymundssonar, Austurstræti, Mjódd og Kringlunni, Reykjavík og Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. íslenska álfélagið hf. Tölvukennsla Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Ný- herja auglýsir eftir hæfum leiðbeinendum til stundakennslu á dagsnámskeiðum skólans. Aðeins koma til greina þeir sem hafa ítariega þekkingu á nýjustu útgáfum algengasta PC- hugbúnaðar, góða framkomu og kennslu- hæfileika. Vinsamlega sendið skriflega umsókn með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf til skólans fyrir 24. nóvember. Fyrirspurnum verður ekki svarað í síma. Námsgagnastofnun Námsgagnastofnun óskar eftir að ráða nú þegar afgreiðslumann í söludeild. Viðkomandi annast afgreiðslu og sölu á námsgögnum, útskriftir á pöntunum, útfyll- ingu fylgiskjala o.fl. Leitað er að áhugasömum og liprum starfs- manni. Mikilvægt er að viðkomandi hafi nokkra reynslu af einfaldri tölvuvinnslu. Laun eru samkvæmt launakerfi BSRB. Sérstök áhersla er lögð á að viðkomandi starfsmaður reyki ekki. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 552 8088. Umsóknir, ásamt upplýsingum, sendist Náms- gagnastofnun, Laugavegi 166, pósthólf 5020, 125 Reykjavík, fyrir 27. nóvember nk. Sölumaður Óskum eftir að ráða öflugan sölumann til starfa hjá góðu og framsæknu fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu er sérhæfir sig í sölu lyftara og vinnuvéla. Um er að ræða áhugavert og spennandi starf. Við leitum að karli eða konu með fram- úrskarandi sölumannshæfileika og haldgóða almenna menntun sem getur starfað sjálf- stætt og hefur góða framkomu. Góð tungu- málakunnátta er æskileg. Um er að ræða vel launað framtíðarstarf. Sölumannsstarfinu fylgja töluverð ferðalög. Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflpgar umsóknir ásamt mynd til Ráðningarþjónustu Hag- vangs hf. merktar „Sölumaður 480“ fyrir 27. nóvember nk. Fyrst & fremst Okkur hjá Fyrst & fremst vantar teiknara með kunnáttu á öll helstu forrit Macintosh (FreeHand, Photoshop, QarkXpress o.fl.). Þeir, sem hafa áhuga, skili inn persónuupp- lýsingum ásamt tillögu að auglýsingu með viðfangsefnið „KAPLAMJÓLK/SVALADRYKKUR". Umsóknum skal skilað til afgreiðslu Mbl. fyr- ir 30. nóv. merktar: „KAPLAMJÓLK - 6579.“ Verslunarstjóri - starfsfólk Nýr skyndibitastaður á Reykjavíkursvæðinu óskar að ráða verslunarstjóra og starfsfólk. Verslunarstjóri: Starfið felst í daglegum rekstri, stjórn starfsfólks, innkaupum og vinnu á staðnum. Umsækjendur þurfa að hafa mik- inn áhuga en menntun er ekki skilyrði. Starfsfólk: Starfið felst í afgreiðslu og um- gengni við matvæli. Umsækjendur þurfa að vera snyrtilegir, reglusamir og ekki undir 18 ára aldri. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 24. nóvember merktar: „Boston - 95“. Ráðgjafi Þekkt og traust fyrirtæki sem m.a. rekur fjöl- þætta ráðgjafastarfsemi óskar að ráða ráð- gjafa. Starfið ★ Ráðgjöf og fræðsla á sviði vörustjórnun- ar, endurhönnun vinnuferla o.fl. ★ Námskeiðahald og kynningar. ★ Önnur sérverkefni. Hæfniskröfur ★ Véla-, rekstarverkfræði eða sambærileg menntun. Framhaldsmenntun æskileg. ★ Reynsla af sjálfstæðum verkefnum. ★ Hæfileiki til tjáskipta í ræðu og riti. Óskað er eftir metnaðarfullum einstaklingi. í boði er áhugavert og lifandi starf með góðum framtíðarmöguleikum. Viðkomandi mun fá að sækja námskeið hérlendis og erlendis. Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir og Torfi Markússon frá kl. 9 til 12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs hf. merktar: „Ráðgjafi - 11“ fyrir 25. nóvember nk. RÁEGARÐURhf STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK 533 1800 k NOKRXNI FIÁRFFSTIKICAKKANKINN er ljölþj()<)lt'U tjjrmjltistoinun i cíiíu Nordurlanda. B.mkinn veitir l.in til ij.iricsting.i, scm /e/d i sér norr.vn.i h.ifismuni, h.vrli inn.m svm ut.m Norriurl.md.t. NIH tj.irm.ii’n.ir útl.in.rst.iriscmi sin.i mei) lántökum «i .ilþjodlcfium tj.irm.ifinsm.irk.iíh ofi nýtur i þvi s.mih.mdi hcst.i möuulcfi.i l.instr.iusts, AAA/A.1,1. Fr.i stoinun NIB ,iri<) ll)7(>. hciur h.mkinn tckir) þ.itt i tj.irmögnun hundru<).i vcrkcin.i ,i sv ii)i tr.imlcidslu- ir)n,ir)tir. orkum.il.i, innvir).iij,iricsting.i. umhvcrtis- m.il.i og r.innsókn.ir- og þróun.irst.iriscmi. Uthorg.mir nýrr.i l.in.i og vcitt.ir ,ihvrgt)ir n.iniu 60.0 miJljördum kr. .,i .irinu 1l)l)4. I ,ir ni.i rcikn.i mcr) ,u) nýj.ir úthorg.mir f.in.i og .ihyrgri.ivciting.ir muiii .ills iicm.i um B4 milljörhum kr. A ivrstu,itt.i m.iniiríuni .irsins 1095 voru 42.B millj.irii.ir grciddir út cr).i vcitt i tormi ,ihyrg<).i til norr.vnn,) I.int.ikcnd.i og úthorg- .mir .ilþjörilcgr.i l.in.i n.imu 10.2 milljÖrr)um .i s.mi.i tim.i. Nihurstödut.il.) cin.ih.igsrciknings h.mk.ins i lok .igúst lí)t)5 v.ir (07, 1 millj.ird.ir kr. St.irism.inn.itjöldi cr .ills rúmlcg.i 100 og st.irtsmcnn h.mk.ms cru ir.i Nordurlöndunum öllum. Adsctur NIB cr i Hclsingiors. cn .tuk þcss cr h.mkitm mcr) m.irk.idsskriistoiur i k.iupm.inn.iliötn og Sing.ifjorc. Við leitum að hæfum AÐSTOÐARBANKASTJÓRA til að bera ábyrgð á og veita forstöðu deild norrænna útlána. Norræn útlán eru kjarninn í starfsemi NIB og starfið felur í sér samskipti við framleiðslu- og fjármálafyrirtæki á Norðurlöndum. í deildinni starfa 22 menn. Starfið heyrir beint undir aðalbankastjóra NIB, sem annar tveggja aðstoðarbankastjóra og er annar þeirra staðgengill aðal- bankastjóra NIB. Stöðuhafinn á jaínframt sæti í tramkvæmdastjórn NIB. bess er kratist að hinn nýi aðstoðarbankastjóri hafi umfangsmikla reynslu á sviði fjármálastarfsemi, góða og víðtæka þekkingu á norrænu atvinnulífi, reynslu af stjórnunarstörfum og góða málakunnáttu. I boði er áhugavert og krefjandi starf í alþjóðlegu bankalegu um- hverfi og góð kjör. Ef óskað er frekari upplýsinga um starfið er hægt að hat'a samband við eftirtalda aðila hjá NIB í síma +358-0-18001: )ón Sigurðsson aðalbankastjóra eða Christer Boije starfsmannastjóra NIB. Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um starfsferil umsækjanda, skulu hafa borist til Nordiska Investerings- banken c/o Carola Lehesmaa, PB 249, FIN-00171 Helsingfors, i síðasta lagi þann 15. desember 1995. NORRÆNI FJÁRFESTINGARBANKINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.