Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ
26 B SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995
RAÐA UGL YSINGAR
Breyttur opnunartími
Ræðismannsskrifstofa Spánar vekur athygli
á breyttum opnunartíma skrifstofunnar. Frá
20. nóvember nk. verður skrifstofan, Skeif-
unni 15, 108 Reykjavík, opin mánudaga, mið-
vikudaga og föstudaga, frá kl. 10-12. Upplýs-
ingar eru gefnar í síma 563 5030.
Aðalsafnaðarfundur
Ásprestakalls verður haldinn í safnaðarheimili
Áskirkju miðvikudaginn 22. nóvember nk.
og hefst hann kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefnd Áskirkju.
Kópavogsbúar
Þeir, sem flutt hafa í Kópavog og þeir sem
hafa flutt innan bæjarins, eru beðnir að til-
kynna nýtt heimilisfang fyrir 1. des. nk. á
bæjarskrifstofum, Fannborg 2, eða á lög-
reglustöðinni, Auðbrekku 10.
Manntalsfulltrúi.
Hluthafafundur
Hluthafafundur í eingarhaldsfélaginu Al-
þýðubankinn hf. verður haldin 28. nóvember
1995 kl. 17. Fundarstaður Hvammur á Grand
Hótel Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
1. Tillaga stjórnar félagsins um breytta fjár-
festingastefnu.
2. Gerð grein fyrir milliuppgjöri félagsins pr.
31. ágúst 1995.
3. Önnur mál, löglega uppborin.
Stjórn eignarhaldsfélagsins
Alþýðubankinn hf.
Styrkir til háskólanáms í
Danmörku, Finnlandi,
Noregi og Svíþjóð
Stjórnvöld í Danmörku, Finnlandi, Noregi og
Svíþjóð bjóða fram eftirtalda styrki handa
íslendingum til háskólanáms í þessum lönd-
um námsárið 1996-97. Styrkirnir eru ætlaðir
þeim sem komnir eru nokkuð áleiðis í há-
skólanámi og eru miðaðir við 8-9 mánaða
námsdvöl en til grein kemur að skipta þeim
ef henta þykir.
Til náms í Danmörku eru boðnir fjórir styrk-
ir. Styrktarfjárhæðin er 4.260 d.kr. á mánuði.
Til náms í Finnlandi er boðinn fram einn
styrkur til háskólanáms eða rannsóknar-
starfa. Styrktarfjárhæðin er 4.000 finnsk
mörk á mánuði.
Til náms í Noregi er einnig boðinn fram einn
styrkur. Styrktarfjárhæð er 5.700 n.kr. á
mánuði og skulu umsækjendur að öðru jöfnu
vera yngri en 35 ára.
Til náms í Svíþjóð er boðinn fram einn styrk-
ur til háskólanáms og tveir til vísindalegs
sérnáms. Styrktarfjárhæð er 7.000 s.kr. á
mánuði.
Umsóknum um styrkina, ásamt staðfestum
afritum prófskírteina og meðmælum, skulu
senar til menntamálaráðuneytisins, Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 29. desem-
ber nk.
Sérstök eyðublöð og nánari upplýsingar fást
í afgreiðslu ráðuneytisins á 1. hæð á Sölv-
hólsgötu 4.
Menntamálaráðuneytið,
16. nóvember 1995.
Læknar, læknar
Munið aðalfund Lífeyrissjóðs lækna mánudag-
inn 20. nóvember kl. 17 í Hlíðasmára 8.
Stjórnin.
REVKJAVlKUR REYKJAVlKUR
Múrararsamband íslands
Að gefnu tilefni vilja Múrarafélag Reykjavík-
ur, Múrarameistarafélag Reykjavíkur og
Múrarasamband íslands vekja athygli al-
mennings á því að flísalagnir, þ.e. lagning
gólf- og veggflísa, er hluti af iðn múrara og
nýtur lögverndar sem slík.
Þeir sem láta aðra iðnaðarmenn eða ófag-
lærða menn vinna slík verk eru því að taka
þátt í broti á iðnaðarlögum auk þess sem
ætla verður að verkkunnátta þeirra sé önnur
og lakari en þeirra sem lært hafa þetta fag.
Landsskrifstofa Leonardó og Sam-
starfsnefnd atvinnulífs og skóla -
SAMMENNT:
Verðlaunasamkeppni um
starsmenntaverðlaun
Samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla - SAM-
MENNT, efnir til verðlaunasamkeppni um
námsgögn sem ætluð eru til starfsmenntun-
ar á framhaldsskólastigi. Um getur verið að
ræða bók eða bækur, glærusafn, dæma-
hefti, hugbúnað eða heildarskipulag á nám-
skeiði sem felur í sér fleiri en einn af þessum
þáttum.
Markmiðið með þessari verðlaunaveitingu
er að hvetja til námsgagnagerðar á fram-
haldsskólastigi, þar sem námsefni er sér-
sniðið fyrir starfsnám.
Veitt verða ein verðlaun að upphæð 300.000
kr. sem renna óskert beint til höfunda(r) efn-
is. Verðlaunaféð er greitt af Landsskrifstofu
Leonardó-áætlunarinnar með styrk frá fram-
kvæmdastjórn ESB, en áætluninni er ætlað
að efla starfsmenntun í ríkjum Evrópska
efnahagssvæðisins. Sérstök dómnefnd sem
í sitja fulltrúar mismunandi skólastiga og
fulltrúar launþega og atvinnurekenda mun
meta þau gögn sem berast og ákveða hver
hlýtur verðlaunin.
Umsóknum ber að skila til Samstarfsnefndar
atvinnulífs og skóla fyrir 15. janúar 1995.
Engin umsóknareyðublöð eru til staðar en í
umsókn þarf að koma skýrt fram hver sé
höfundur/höfundar, hver sé markhópur
námsgagnanna og hvort þau hafi verið notuð
og metin. Þá þarf að fylgja heilstætt eintak
af þeim námsgögnum sem eiga að taka þátt
í keppninni.
Reiknað er með að verðlaunaafhending fari
fram um miðjan febrúar 1996.
Samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla áskilja
sér rétt til að nota það efni sem hlýtur verð-
laun til að kynna námsgagnagerð vegna
starfsmenntunar á framhaldsskólastigi.
Nánari upplýsingar fást á Landsskrifstofu
Leonardó og Samstarfsnefndar atvinnulífs
og skóla:
Tæknigarði,
Dunhaga 5,
107 Reykjavík.
Sími 525 4900.
Fax 525 4905.
Aðalfundur SVFR1995
verður haldinn í Víkingasal Hótels Loftleiða
sunnudaginn 26. nóvember kl. 13.30.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingatillögur liggja frammi á skrif-
stofu SVFR til kynningar.
Félagar eru hvattir til að mæta.
Stjórnin.
Landsskrifstofa Leonardó og Sam-
starfsnefnd atvinnulífs og skóla -
SAMMENNT:
Styrkir vegna útgáfu á
fræðilegu efni um starfs-
menntun
Samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla lýsa eft-
ir umsóknum um styrki sem Landsskrifstofa
Leonardó mun veita höfundum fræðilegsefn-
is um starfsþjálfun. Um er að ræða tvo flokka
stykja:
1. Fræðilegt efni á íslensku sem lýtur að
starfsmenntun. Veittir verða styrkir, hvor
að upphæð kr. 200.000, til útgáfu á niður-
stöðum kannana og rannsókna sem
tengjast starfsmenntun á íslandi í víðum
skilningi. Styrkirnir eru hugsaðir sem
greiðsla til höfunda fyrir þeirra vinnu, en
ekki til að greiða annan útgáfukostnað.
Helmingur styrkupphæðar verður greidd-
ur við úthlutun en síðari hlutinn þegar
niðurstöðu, þ.e. frágengu handriti, er skil-
að til styrkveitenda.
2. Fræðilegt efni á ensku sem lýtur að
starfsmenntun. Veittir verða tveir styrkir,
hvor að upphæð kr. 150.000, til þýðinga
á verkum á íslensku yfir á erlend tungu-
mál sem lúta að starfsmenntun á ís-
landi, eða til þýðinga af erlendum tungu-
málum yfir á íslensku um efni sem teng-
ist starfsmenntun í Evrópu. Helmingur
styrkupphæðar verður greiddur við út-
hlutun og síðari helmingur þegar niður-
stöðu er skilað.
Skilafrestur á umsóknum vegna þessara
styrkveitinga er til 15. janúar 1996 og ber
að skila þeim á skrifstofu SAMMENNTAR,
Tæknigarði, Dunahaga 5, 107 Reykjavík.
Engin sérstök umsóknareyðublöð eru notuð,
en umsóknir þurfa að fela í sér stutta lýsingu
á viðfangsefni þess texta sem sótt er um
styrk vegna og umsækjandi þarf að gera
grein fyrir þýðingu hans fyrir umræðu um
þróun starfsmenntunar á Islandi. Þá þurfa
umsóknir að fela í sér tímaáætlun, en verk-
efnum þarf að Ijúka á árinu 1996. Sérstök
dómnefnd sem skipuð er fulltrúum Háskóla
íslands, framhaldsskóla og aðilum vinnu-
markaðarins mun meta umsóknir og gera
tillögu um styrkveitingar til stjórnar Sam-
starfsnefndar atvinnulífs og skóla.
Nánari upplýsingar fást á Landsskrifstofu
Leonardó og Samstarfsnefndar atvinnulífs
og skóla:
Tæknigarði,
Dunhaga 5,
107 Reykjavík.
Sími 525 4900.
Fax 525 4905.