Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ / Listrænt andóf Drullumall Botnleðja. Einfaldleikinn er bestur ROKKSVEITIN Botnleðja kom sá og sigraði í Mús- íktilraunum Tónabæjar í vet- ur og fékk fyrir vikið 25 hljóð- verstíma í verð- laun. I vikunni sendir hljómsveit- in frá sér fyrstu breiðskífu sína, Drullumall, sem tekin var upp fyrir ^ verðlaunatímana. Botnleðjuliðar segja nokkur laganna á Drullumallsdisknum úr lagasafninu sem þeir héldu með í Músíktilraunir, en önnur voru samin í sumar. „Við tókum plötuna upp og hljóðblönduðum á 25 tímum seinni hlutann í ágúst,“ segja þeir og bæta við að það sé ekki mikið mál að vinna breiðskífu svo iifatt, ef rnenn viti á annað borð hvað þeir vilja, „Við vorum bara vel æfðir og 100% klár- ir í upptökur". Þeir segjast hafa haldið sig við sigurlaunin, þannig að tilraunasigurinn hefur nýst vel, „en það er ekkert mál að taka upp plötu á þessum tíma. Það er nátt- úruiega endalaust hægt að bæta við en þetta er spurn- ing um að vita hvenær á að stoppa, einfaldleikinn er lang flottastur." OFT hefur verið rakin saga Smashing Pumpkins, sem var með annan fótinn í gröf- inni, þegar leiðtogi sveitar- innar, Billi Corgan, ákvað að setja félögum sínum úr- slitakosti; að duga eða drep- ast. Það bar góðan ávöxt og fyrir skem'mstu kom út enn ein metsöiuplata sveitarinn- ar. Billy Corgan hefur lítið dálæti á tónlistariðn- aðinum, sem hefur þó verið honum góður, að minnsta kosti síðari ár. Hann segir of marga gefa út plötur með það eitt að markmiði að selja þær: það sé lítið um listrænan metnað, allt snúist um skyndigróða. Svar Smas- hing Pumpkins við því var að gefa út tvöfalda breið- skífu þrátt fyrir andóf útgáf- unnar og markaðssérfræð- inga. Plötukaupendur tóku plötuparinu fagnandi, því það fór beint á toppinn vest- an hafs, þvert ofan í hrak- spár. Þeir sem til þekkja í poppheiminum þar í landi segja plötuna tvöföldu hafa treyst sveitina í sessi og aukið listrænan hróður hennar, og Corgan, sem semur öll lög plötunnar, er hæstánægður. „Það eina sem ég sé að er að ég á enn eftir á þriðja tug laga sem ég hefði viljað koma út,“ segir hann, en obbinn af þeim lögum verður vænt- anlega aukalög á smáskíf- um. * MSMEKKLEYSUSVEIT- IRNAR Unun og Kolrassa krókríðandi lögðu land undir fót fyrir skemmstu, hvor í sínu lagi, og héldu í tónleikaferð til Frakklands. Frekari ferðalög eru í vændum, því Kolrössur, sem kallast reyndar Bell- atrix upp á ensku, fara að öilum líkum til Bandaríkj- anna strax eftir jól og dvelja þar við tónleikahald og upptökur einhveijar vik- ur. Ferðin út er farin á vegum Smekkleysu í Bandaríkjunum, Bad Taste USA, sem gaf fyrir stuttu út breiðskífuna Stranger Tales með Bell- atrix, en sú er einskonar safnplata með ýmsum lög- um endurgerðum og flest- um textum á ensku. Bad Taste USA gaf einnig út Super Shiny Dreams með Unun, og er að stofni til Æ Ununar sem valin var besta plata síðasta árs hér á landi, en á henni eru tvö viðbótarlög. Textar eru allir á ensku. Unun er einnig á förum utan, heldur til Bret- lands eftir áramót og hitar upp fyrir Björk Guð- mundsdóttur, sem fer tón- leikaferð um Bretlandseyj- ar í janúar/febrúar. Þokka- bót FYRIR skemmstu kom út safnskífa með helstu lögum Þokkabótar, Þokkabandsár- in. Þokkabót var stofnuð austur á Seyðisfirði á upp- hafsárum áttunda áratugar- ins, en vakti fyrst verulega athygli þegar hljómplatan „Upphafið" kom út. Það var fyrst og fremst lagið „Litlir kassar“ eftir bandaríska þjóðlaga- söngvarann Pete Seeger sem gerði Þokkabót fræga á íslandi. Ári síðar varð næsta hljómplata Þokkabót- ar „Bætiflákar“ til í ný- stofnuðu hljóðveri suður í Hafnarfirðij sem nefnt var Hljóðriti. Á fyrri hliðinni mátti meðal annars finna lag við „Möwekvæði" Þórar- ins Eldjáms. Næst leituðu Þokkabótarmenn á náðir bókaútgáfunnar Máls og menningar sem gaf út plöt- una „Fráfærur“. Nokkuð dró úr starfsemi Þokkabótar eftir útgáfu „Fráfæra“, en tveimur áram síðar kom sveitin aftur saman til að vinna síðustu plötu Þokka- bótar, „í veraleik". Af þeirri plötu varð „Hver á rigning- una?“ vinsælt. Þokkabót kom saman að nýju sumarið 1995 og þá kviknaði sú hugmynd að gefa út úrval laga af plötunum fjórum. Eitt nýtt lag er á disknum og „Karl sat undir kletti" var fært í nýjan búning. DÆGURTÓNLIST Hver stendur í skugga Morthens? Haukur og Bubbi HAUKUR Morthens, sem lést fyrir fáum árum, var helsti dægurlagasöngvari þjóðarinnar á árum áður og allt fram undir það síðasta. Þó tímarnir hafi breyst og tónlistartíska naut Haukur ævinlega vinsælda og virðingar meðal allra aldurshópa; þar fannst ekkert kynslóðabil. Annar söngvari sem notið hefur mikilla vinsælda, meiri vinsælda og langvinnari reyndar en dæmi eru um seinni tíma dægurlagasöngvara, er Ás- björn frændi hans, sem þjóðin þekkir sem Bubba Morthens. Það þótti því saga til næsta bæjar þegar spurðist að Bubbi væri að taka upp breiðskífu þar sem hann syngi lög sem Haukur hefði gert fræg. Bubbi segir plötuna nýju, sem heitir í skugga Morthens,- ekki vera eiginlega sólóskífu, „ef ég hefði gert þetta einn hefði ég útsett allt upp á nýtt, með rafgítara og rokk“ segir hann, en útsetn- ingar á plötunni voru í höndum Þóris Baldursson- ar, sem hafði Jón Kjell Seljeseth sér til halds og trausts. Þekkti eðlilega til Hauks sem barn Bubbi segir að upphaf- lega hugmyndin hafi verið að taka upp safnplötu þar sem ýmsir söngvarar 8preyttu sig á Haukslög- um, en snemma varð úr að hann tæki að sér allan sönginn einn. „Ég þekkti eðlilega til Hauks sem barn,“ segir Bubbi, „og hann og mamma voru miklir vinir.“ Hann segir að þegar hann síðan hóf sinn söngferil hafi hann iðulega orðið þess var að Haukur gæfi honum gaum. Einu sinni tróðu þeir upp saman, í Sjón- varpinu, og skiptust þá á lögum; Haukur söng Stórir strákar fá raflost og Bubbi Til eru fræ. Hann segir að hann hafi þó þvertekið fyrir að syngja Til eru fræ inn á band fyrir plötuna, „það lag á Haukur einn og enginn getur sungið það annar“, segir Búbbi ákveðinn. Dúett með Hauki Lögin á plötunni þekkir hvert mannsbarn, en í einu þeirra, Ó, borg, mín borg, syngja þeir frændurnir dú- ett, þ.e. Bubbi nýtir sér tæknina til að syngja inn á gamla upptöku með Hauki. „Við lögðum áherslu á að gera það smekklega," segir Bubbi, eftir Árno Watthíosson „og þegar við fórum að hlusta á upphaflegu böndin með laginu heyrðum við að Haukur hafði sleppt einu erindi; hann var að bíða eftir mér,“ segir Bubbi og bætir við að honum Morgunblaðið/Kristinn hafi oft fundist Haukur vera að fylgjast með sér í hljóðverinu. „Ég upplifði líka stóran hluta æsku minnar við að syngja þessi lög, svo samofin vora þau tilverunni á þessum árum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.