Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 6
MANNLIFSSTRAUMAR 6 B SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ María með ljósar fléttur MARÍA með ljósu flétt- umar, segir leið- sögumaðurinn í orþodoxakirkj- unni og bætir við: María er annars venjulega dökk- hærð eins og þið vitið. Af ljósa hárinu hefur þessi Madonnu- mynd fengið nafnið fyrr á öldum, enda greinir það hana frá öllum hinum myndunum af heilagri Maríu á olíumálverkum, íkonum, freskum og mosaik upp um alla veggi í þessari gömlu grísku kirkju. Á þessum stað suður við Miðjarðarhaf er hún framandi. Minnti mig á staðnum á allar Maríumar í Boðunarkirkjunni í Nasaret, þar sem em stórar Maríumyndir frá 20 löndum og fímm heimsálfum. Og þær em allar ólíkar. Hver þjóð hefur gert sína Maríu í sinni mynd. Þar er mosaikmynd frá Kamerún þar sem konur með körfur á höfði færa svartri Maríu ávexti, tveir englar halda krossi og kórónu heilags Stefáns yfir indverskri Maríu drottn- ingu, frá Bandaríkjunum kemur falleg hvít María á himni klædd sólarskikkju úr 1000 stálbút- um, kanadíska madonnan er María indjána- prinsessa o.s.frv. Allir eiga sér í hug- anum Maríu í sinni mynd. Bláeyg María með ljósa lokka er okkar madonna. Þegar Gerður Helgadóttir myndhöggvari var fyrir 40 árum að vinna steindan glugga í íslenska kapellu tók ágætur kristinn maður fram að hann vildi ekki neitt Gyðingsand- lit á Jesús Krist. Hún svaraði honum að hún hefði hvergi rek- ist á það í ritningunni að Jesús Kristur hefði verið íslendingur eða Norðurlandabúi, og hana nú. Þótt ég sé farin að þjófstarta eins og hinir, er ástæðan fyrir því að þetta riijast upp nú ekki nálægð jólanna, fæðingardags Krists sem fæddur er af Maríu mey. Svo gott og fagurt var það ekki. Flokkast líklega frekar undir hugrenningasynd. Eða þetta sem stundum afhjúpar sig sem almannarómur. Það var nefnilega undir sjónvarpsþætti með því nafni, sem mér varð hugsað til Maríanna allra og Maríu með ljósu flétturnar, sem fyrr á öldum var svo framandi í sínu umhverfi. Umræðan í fullum sal af fólki og með stóran slatta af þjóðinni handan skjásins var í þetta sinn um útlenda íbúa á íslandi. Og kom að spumingunni, sem átti eða mátti svara: Er rétt að tak- marka frekar en nú fjölda út- lendinga á íslandi? Hafði Stefán Jón stjórnandi áréttað að þeir sem teldu nægilega mikið af út- lendingum á íslandi eða vildu fækka þeim segðu Já. Nei þeir sem væru sáttir við að fleiri út- lendingar fengju að setjast hér að. Búast mátti við að einhveijir gætu ekki sætt sig við aðra en þá sem væru eftirlíking þeirra sjálfra, en ekki margir. Rangt. Áf sjónvarpsáhorfendum heima í stofu stóðu 8081 upp og ruku í símann til að lýsa andúð sinni á því að fá útlendinga í þessi helgu vé. Sögðu semsagt Já. En 5946 sögðu Nei. Af umræðunum á undan fór ekki á milli mála að menn voru ekki að tala um Norðurlandabúa eða Norður- álfubúa. Og hissan varð að stein- hissu, því af þeim sem maður kíkti á gegn um skjáinn í sjón- varpssal sögðu 45 hiklaust Já, en aðeins 5 Nei. En svona er víst ísland, eða hvað? Maður seig niður í sætinu og blygðaðist sín í hljóði fyrir sína kristnu þjóð, sem ætlar að fara að halda jól og flykkjast í kirkjur til að hlusta á boðskap frelsar- ans, sem ekki var ljós á húð og hár og talaði ekki ylhýra málið frá því hann hjalaði í kjöltunni á henni Maríu. En síðan hefur blygðunin aldeilis fengið á bauk- inn og þeir með sem særa blygð- unarsemi manna og eiga á hættu kæru samkvæmt lögum, að við- lögðum allt að fjögurra ára fang- elsisdómi. Þar fór í verra. Þarna lenti maður í hugrenningasynd- inni hinum megin við borðið. Stuðningsmaður hins bersynd- uga. Ég hafði nefnilega framan við þennan sama sjónvarpsskjá í skyldusjónvarpinu á besta áhorfstíma komið inn í þátt, þar sem af bersögli var vel mynd- skreytt umræða um þá aðgerð að fróa sér, sem manni skildist að væri hið besta mál. Ungt fólk spurt hvort það gerði þetta. Það vildi auðvitað vera menn með mönnum og svaraði: Já, gera það ekki allir? Semsagt allir sáttir. Enda hægt að slökkva ef manni leiðist, eins og ef maður lendir á rásinni með svona myndum á erlendum hótelherbergjum. En varla var maður farinn að trúa því að þetta væri eitthvað sem allir gerðu í þessu landi, þegar sá ljúfi maður Heiðar snyrtir er kærður fyrir að hafa sært blygðunarsemi eins manns inni á lokuðu hótelherbergi með þessu sama háttalagi og nefndur almannarómur stendur á öndinni af hneykslun á svo lostafullu athæfi. Enda hafði verið séð fyr- ir því að allir sem vildu gætu fengið söguna myndskreytta. Ekki þó fyrirhafnarlaust eins og í skyldusjónvarpinu, heldur með því að sækja hana sérstaklega inn á Internetið. Blygðunarsemi þess sem í herberginu var lýsti sér í því að taka mynd af athæf- inu og einhver tryggði að allir mættu njóta. En rís þá ekki þessi sama þjóð, sem að ofan getur, upp og flykkir sér um hinn kærða, sem ekki er þá í hugrenn- ingasyndunum lengur sökudólg- urinn, heldur sá með biygðun- arsemina. Og blóm og árnaðar- óskir streyma til Heiðars og fjöl- skyldu. Andstyggðin snýst upp á hitt athæfið, að mynda og dreifa ósómanum. Og nú breytt- ist blygðunin yfir eigin þjóð í stolt. Þegar á reynir o.s.frv. Við erum nú samt dulítið kúnstug, ekki satt? eftir Elínu Pálmadóttur S AGNFRÆÐIúa//hverju desember? Mánaðaheitin og gerræði Rómverja ÞAÐ tók Rómveija til forna dijúga stund að átta sig á því hvernig best væri að negla niður tímatalið. Lengi vel hirtu þeir ekkert um þá sextíu daga ársins sem við köllum í dag janúar og febrúar. Þeir virtu þá ekki viðlits og deildu árinu í tíu nafngreinda mánuði og að auki sextíu daga er gerðu ekki annað en að flækjast fyrir og höfðu ekk- ert nafn. í kringum 700 fyrirKrist sætti Numa Pompilius, kóngur í Róm, sig ekki lengur við þessa til- högun og byijað var að ræða um janúar og febrúar; janúar tryggði sig þó ekki í sessi sem fyrsti mánuður ársins fyrr en liðlega fimm hundruð árum síðar. Er þó nafnið dregið af hátíð guðsins Jan- usar er átti eftir að verða'guð alls upphafs. Febrúar á ættir að rekja til helgi- halds er miðaði að hreinleika og fijósemi. Orðið sjálft á stofn í latnesku sögninni februare sem þýðir að hreinsa. Erum við þá kom- in í mars en með honum hófst nýtt ár hjá Rómveijum. Mars er í dag best þekktur sem her- guð en þegar hann gekk til liðs við afkomendur Róm- ulusar og Remus- ar var hann guð landbúnaðar. Rómvéijar vildu að árið hæfist þegar náttúran væri að kvikna til lífs á nýjan leik og af þessu súpum við seyðið enn þann dag í dag. Meira um það hér á eftir. Apríl er dularfulli mánuðurinn þar sem þín ágiskun um tildrög nafnsins er jafngild og mín eða næsta manns. Sett hefur verið fram sú tilgáta að heitið sé komið af aperire sem þýðir að opna eða af- hjúpa. Kannski hafði höfundurinn í huga blóm er opnast eftir langan og strangan vetur. Maí dregur nafn sitt af gyðjunni Maia, dóttur Titan Atlas, og veit enginn fyrir víst hvernig stendur á tilvist hennar meðal mánaðaheit- anna. Sumir hafa talið hana gyðju vaxtar og viðgangs. Júní gæti virst eiga svipaðar rætur og maí; nefni- lega að Juno, drottning guðanna, hafi lagt honum til nafn sitt. Þeg- ar öll kurl koma til grafar virðist þó ekki mega setja þarna sama- sem-merki á milli heldur hafi júní verið nefndur eftir rómverskri höfðingjaætt, Juniusarættinni (sem hefur sjálfsagt stolið nafni gyðjunnar). Júlí er nefndur eftir Júlíusi Cesar til að allir megi mun þá staðreynd að tímatal okkar var grundvallað að hans fyrirmælum. Þegar hann komst til valda í Róm var þar allt komið í steik með dagatalið. Róm- veijar höfðu um aldir aðeins talið 355 daga í árinu er varð til þess að dagatalið sýndi að lokum allt aðra árstíð en náttúran. Þessu kippti Cesar í liðinn sem varð til þess að árið 46 fyrir Krist varð eitt það lengsta er sögur fara af eða 445 dagar. Eftir breytinguna taldist árið 365,25 dagar. Var því gripið til þess ráðs að hafa árið 365 daga en bæta við einum degi fjórða hvert ár. Ágúst er nefndur eftir arftaka Júlíusar og náfrænda, Gaius Okta- víanusi, sem einnig var nefndur Ágústus í virðingarskyni. Svo er sagt að Júlíus hafi ákveðið daga- fjölda mánaðanna þannig að þeir er stæðu á oddatölu; það er jan- úar, mars, maí, júlí, september og nóvember, skildu allir hafa 31 dag en hinir 30 að undanskildum febr- úar. Þegar kom að því að nefna ágúst í höfuðið á Oktavíanusi þótti það ekki góð latína að hann fengi aðeins 30 daga þegar Júlíus hafði fengið 31. Fyrir vikið var reglan brotin, einum degi aukið við ágúst og árið látið enda 31. desemer í stað 30. Og vel að merkja; við skeytum engu um þá er draga vilja þessa sagnfræði í efa enda lýkur nú öllum skemmtilegheitum því að fjórir seinustu mánuðir ársins, septemer, október, nóvember og desember þýða ekki annað en hinn sjöundi, áttundi, níundi og tíundi. Og erum við þá komin aftur til þess tíma er Rómvetjar höfðu aðeins tíu mán- uði og ekki fijórra ímyndunarafl en svo að þeim datt ekkert annað í hug en að nefna þessa mánuði í réttri talnaröð og byija á hinum fyrsta, er síðar breyttist í mars, og enda á hinum tíunda, nefnilega desember. Þannig hafði til dæmis júlí áður heitir Quintilis (fimmti mánuðurinn) og ágúst Sextilis eða sá sjötti. Með sama áframhaldi hefðu næstu mánuðir mátt heita Tiberius, Caligula, Claudius og Nero. Caligula kom reyndar auga á hversu miklu skemmtilegra væri að nefna mánuðina eftir einhveij- um og lét þau boð út ganga að september skyldi framvegis heita Germanicus í minningu föður síns. Seinna var október nefndur Domi- tius eftir þáverandi keisara. Hvor- ugt þessara nafna varð þó lífseigt. Það er svo annað mál að Jul- íanska-tímatalið gerði of mikið úr lengd sólarársins (bætti við það 11 mínútum og 15 sekúndum) er leiddi til þess að mörgum öldum síðar var gerð á því bragarbót kennd við Gregoríus páfa XIII og við það tímatal búum við enn þann dag í dag. eftir Jón Hjaltason TÆKNIÆ? reglulegur kristallfágætari en prestssál í himnaríki? Um styrkleikafastra efiia EF HORFT er eftir fleti myndarinnar má sjá að aukalagi hefur verið skotið inn á miðri mynd. Þetta mynstur er ekki stækkað úr frumeindum, heldur myndað með sápukúlum. MIKIÐ af því fasta efni sem við notum er kristallað, þótt við sjáum ekki kristallana. Málmar eru gerðir úr smáum kristöllum. Þó oft ekki smærri en svo að glöggt má greina einstaka kristala ófægðs málmyfir- borðs. Ef við bijótum járnbút má sjá glampa á þá í sárinu. Vanalegt málmyfírborð er meðhöndlað, fægt eða að efnabreytingar hafa orðið á því. Fegurðin sem við tengjum við orðið kristall felst í að margar eins efnafræðilegar eindir raða sér í reglulegt mynstur, svo stórt að augað sér á hjálpartækja. Styrkleiki kristals er afar háður því hversu fullkpmið þetta röð- unarmynstur er. í fullkomnum kristal er stórt rými fyllt reglulega röðuðum eins eindum og ef við rekj- um okkur eftir ákveðinni átt hans, getum við hugsað okkur að þar liggi löng röð kúlna á bandi. Þær kúlur liggja aftur niðri í holum und- irlags, sem er mynduð af næstu eindaröð neðan við. Ef draga á langa röð þannig kúlna af stað, veitir keðjan mikið viðnám því að kúlurnar þurfa allar samtímis upp úr holunum. Þetta er orsök þess að reglulegur kristall er afar sterk- ur. Það þarf mikinn kraft til að aflaga hann. Reglulegur kristall er hins vegar sjaldgæfari en prestssál í himna- ríki. Til dæmis þarf efnið sem fram- leiða á hann úr að vera algerlega hreint. Aðskotaefni kemur fram sem eindir annarrar gerðar í sætum „heimaeindanna,“ eða þau setjast að á milli þeirra, og falla aldrei til, því að þau eru stærri eða minni. Jafnvel þótt ekki væru aukaefni, raðast efni sem storknar ekki í reglulegan kristal nema við mjög sérstakar kringumstæður, svo sem í þyngdarleysi í geimstöð. Skoðum aftur stækkaða líkanið með kúlna- bandi ofan í þar til gerðum holum. Væru kúlurnar ekki jafnmargar og holurnar undir væri léttara að draga bandið yfir undirlagið, því að þá geta ekki allar kúlurnar legið niðri í holum. Þrívíð hliðstæða þessa er að skotið væri inn akalögum í krist- alinn, sem óhjákvæmilega hefur aðlögun hans í för með sér. Á mynd- inni má sjá eitt slíkt, ef horft er ér eftir Egil Egilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.