Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ fjölda ósigra í keppnum eða lengd hnefaleikaferils. Það fundust þann- ig engin merki um alvarlegar heila- skemmdir hvorki hjá áhugahnefa- leikurum, knattspyrnumönnum eða fijálsíþróttamönnum. Taugasálfræðileg rannsókn. Notað var staðlað taugasálfræði- próf, sem náði til snertiskyns, hreyfifærni, vitsmuna og minnis- verkefna. Aðeins á einu sviði kom fram munur á hópunum. HM-hóp- urinn gat síður bankað með fingr- unum en hinir. Veruleg fylgni fannst á milli fjölda keppna og lengdar hnefaleikaferils og fingra- leikni. Fingraleikni var ekki undir lágmarki hjá fleirum en tveimur hnefaleikurum. Enginn hnefaieik- aranna var álitinn hafa ákveðin merki um skerðingu andlegs at- gervis. Engin merki fundust því um verulega taugasálfræðilega skerðingu. Heildarmat rannsókna. í heildarmati allra rannsóknanna, sem framkvæmdar voru, fannst enginn verulegur munur á hópun- um. Nútíma áhugahnefaleikar í Svíþjóð virðast því ekki leiða til alvarlegra, varanlegra heila- skemmda og ekki virðast þeir, hvað þetta snertir, frábrugðnir knattspyrnu og fijálsíþróttum. - Aðdragandi banns Með 25 ára millibili hafa með háþróuðum tækjum á vegum fær- ustu sérfræðinga verið fram- kvæmdar rannsóknir sem skera áttu úr um hvort ástæða sé til að banna áhugamannahnefaleika, sniðna að reglum um ólympíska hnefaleika. í fyrra skiptið á vegum Norðurlandaráðs, sem að lokinni rannsókn gaf út tilkynningu um að hnefaleika áhugamanna ætti ekki að banna á Norðurlöndum. Og í hinu síðara í Svíþjóð, sem einnig var jákvætt á sama hátt, ekki einungis fyrir hnefaleikaiðk- anir áhugamanna heldur einnig fyrir knattspyrnumenn. Þegar borin eru sahian vinnu- brögð Norðurlandaráðs og sænska þingsins annars vegar og hins veg- ar þau vinnubrögð, er háttvirt Al- þingi íslendinga viðhafði af sama tilefni, verða vinnubrögð Alþingis okkur iðkendum og áhugamönnum um áhugahnefaleika lítt skiljanleg. Það hefur sýnt sig að undan- förnu, og svo hefur raunar alltaf verið, að íjölmiðlar og þeir sem stjórna þeim eru sterkt afl og óhemju skoðanamyndandi eins og dæmin sanna. Þekktur fréttámað- ur, sem margoft hafði skrifað prýð- is ritdóma um keppnir í hnefaleik- um, finnur hvöt hjá sér, af ein- hveijum persónulegum ástæðum að mér var sagt, og heimtar að hnefaleikar verði bannaðir. Hann espar upp tvo lækna og alþingis- menn, sem án undangenginna rannsókna fá samþykkt á Alþingi bann við ólynipíuíþrótt. Þrátt fyrir mótmæli ÍSÍ á árunum frá 1948 til 1954 komu hingað til landsins norskir hnefaleikamenn. Það voru Ottó van Porat, sem var fyrrver- andi ólympíumeistari í þungavigt og síðar einn af fjórum bestu í atvinnuhnefaleikum í heiminum. Hann rak hnefaleikaskóla í Osló og þjálfaði m.a. við liðsforingja- skóla norska hersins og lögregluna í Osló einnig. Bjarne Lyngos, Evr- ópumeistari í léttþungavigt, kom hingað 1953 og Leif Hansen, Nor- egsmeistari í veltivigt, kom hingað 1954. Thorolf Smith, norskur í aðra ætt, skrifaði mjög góða dóma um hæfni þeirra og getu og var ekki annað sýnt en að hann kynni vel að meta góða íþrótt, sem hnefa- leikar eru. Ég hefi ávallt borið mikla virð- ingu fyrir Alþingi og alþingis- mönnum og hefi lítið talað um og 'ekki viljað láta mikið á því bera hve frumvarpið og aðdragandi flutnings þess er lítt ígrundað. Eðlileg íþrótt Nú hefur ágætur blaðamaður komið þessu á framfæri og er 'tiP efnið atvinnuslys í einu tilfelli, en SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 B 19 Hér sé friður! Afruglarinn á Stöð 3 leyfir öllum í fjölskyldunni að horfa á það sem þeir vilja - samtímis! Þú ræður á Stöð 3! Spennandi dagskrá fyrir hvern og einn: Fyrirsætur (Modeis Inc.) - framhaldsþættir frá Aaron Spelling Murphy Brown - bandarískir gamanþættir sem gerast á fréttastofu Sakamál í Suðurhöfum (One West Waikiki) - léttir og skemmtilegir bandarískir spennuþættir Golf - fyrir góöa kylfinga Stöð3 ogþú! Viö förum í loftið 24. nóvember. Stöð 3, Kringlunni 7, Húsi verslunarinnar. Áskriftarsíminn er 533 5633. Jólahlaðborð í hádeginu og á kvöldin alla dagafram til 2. janúar SJAVARRETTIR Kryddsíld með lauk og eggi* Marineruð síld með lauk • Karrýsíld með grænmeti • Reyksoðinn fiskur með graslaukssósu • Sjávarréttasalat • Graflax • Reyktur lax Grásleppuhrogn • Sardínur • og fleira KJOTRETTIR Hangikjöt • Reykt grísakjöt • Lambasteik • Grísasteik með puru • Lifrarkæfa og paté • Pottréttir með gæsa- anda- eða hreindýrakjöti • Reyksoðinn lundi og svartfugl • Kaldreykt lambacarpacio • Litlar kjötbollur • Tartalettur • og fleira EFTIRRETTIR Jólasmákökur • Amerísk ávaxtakaka • Ris a la mandel • o.fl. Verð í hádeginu kr. 1.650- en kr. 2.550 á kvöldin Vinsamlega pantið tímanlega í síma 5050 925 og 562 7575 Jólaheimur Hótel Loftleiða erfyrirþig og alla fjölskylduna. Jólasöngvar og lifandi tónlist hljóma alla daga og skapa hina réttu jólastemningu. Sunnudagana 10 og 17 desember klukkan 14:00 verður jólaball fyrir alla fjölskylduna. W Jólasveinninn kemur meðpakka handa börnunum. SCANDIC LomeiaiR Jólaheimur út affyrir sig Matargestir eru sjálfkrafa þátttakendur í ferðahappadrætti SKOÐUN hrein og bein aftaka í öðru tilfelli. Það er ávallt fróðlegt að athuga hvernig fréttir verða til og við skul- um virða fyrir okkur tildrögin að því er 19 ára piltur á Filippseyjum lét lífið. Hann var í þessu tilfelli látinn keppa við sér mun reyndari mann. Trúlega í kikkboxi, sem er sambland af hnefaleik og karate- spörkum, og mikið iðkuð íþrótt í Asíu. Sagt er frá því að umræddur piltur hafi margoft óskað eftir því að fá að gefast upp. En peningar og veðmál voru á bakvið og áhorf- endur hrópuðu: „Uppgjöf er ekki til.“ Pilturinn lét lífið í þessari við- ureign. Þarna voru að verki slæm- ir áhorfendur og óhæfir dómarar. Þetta atvik á ekkert skylt við þá hnefaleika er ég iðkaði og keppti í í 20 ár og hefi fylgst með árum saman. Það á ekki að blanda saman atvikum af þessu tagi og hvort banna eigi hnefaleika, hvorki á Bretlandi né á íslandi. Um at- vinnumennsku í hnefaleikum er þetta að segja: Það er harður heimur þar sem peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal. Þar eru margir afburða íþróttamenn og einnig margir umboðsmenn þeirra, sem semja fyrir þeirra hönd um himinháar upphæðir. Þetta eru og hafa verið viðskipti, sem allt er lagt í sölurnar" til að beri sig. Það er algerlega á þeirra ábyrgð að taka þátt í þessu og kemur áhugahnefaleikum ekkert við. Allra síst þeim sem hafa hug á að iðka þá með keppni á Ólympíuleikum að markmiði. Hnefaleikar eru ein af þeim fáu íþróttum þar em gerð eru skörp skil á milli áhugamennsku og at- vinnumennsku. Þetta er íþrótt, sem hægt að iðka allt árið með sáralitlum tilkostnaði, óháð veðri og Vindum. íþróttin er mjög eðlileg manninum eins og að ganga og hlaupa. Það hefur fylgt manninum frá ómuna tíð að þurfa að veija sig. Þessi íþrótt skapar festu, aga og sjálfsöryggi, sem kunnátta í sjálfsvörn skapar hveijum og ein- um er iðka hana. Ég og nokkrir aðrir áhugamenn og iðkendur hinnar göfugu sjálfs- varnarlistar höfum orðið að sæta því að þurfa að hlusta á óviðeig- andi athugasemdir árum saman vegna gerða Alþingis í þessu máli. Við höfum staðið það allt af okk- ur, því við höfum alltaf vitað bet- ur. Það var aldrei hópur lækna og sérfræðinga í vöðvanuddi að stumra yfir okkur fyrir og eftir keppni. Iþróttalæknirinn sem skoð- aði okkur á árunum frá 1936 og til 1955 hafði orð á því að við strák- arnir sem iðkuðum hnefaleika vær- um líkamlega þjálfuðustu piltarnir sem til hans komu. Ég vona að háttvirt Alþingi sjái sér fært að leifa iðkun ólympískra hnefaleika hér á landi sem allra fyrst, eða að gefa út reglugerð um það á næst- unni. Og rétta þar með hlut okkar eftir 40 ára starfsreynslu. Höfundur er forstjóri. YDDA FlOl.ll/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.