Morgunblaðið - 19.11.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 B 3
með því hugarfari að nú þyrfti ég
að takast á við eithvað mjög metn-
aðarfullt, ég tel tónlist Kurts
Weills einfaldlega skemmtilega
tónlist, sem hefur yfirleitt verið
tekin of alvarlega," segir Sig-
tryggur, en bætir svo við til að
fyrirbyggja misskilning: „Þó Bog-
omil hafi mjög gaman af því sem
hann er að gera tekur hann hlut-
ina mjög alvarlega. Tónlist Kurts
Weills er yfirleitt söngleikjatónlist,
leikhústónlist, sem tekur iðulega
fyrir dekkri hliðar mannlífsins og
mig langaði til að gefa út sirkus-
lega útgáfu af þessari músík.
Eg þekki vitanlega fjölmargar
útgáfur af tónlist Weills, til að
mynda er flutningur Ute Lemper
á lögunum mjög glæsilegur; ég
er bara að reyna að sýna hina
hliðina. Ég vildi hafa útsetning-
arnar hráar og svolítið ruddalegar.
Að mínu mati eru þessi lög svo
hrá í eðli sínu og því viðeigandi
að hafa útsetningarnar skemmti-
lega hrossalegar," segir Sigtrygg-
ur og kímir.
Miklar annir
Annirnar við að leika Bogomil
Font eru miklar og Sigtryggur
segir að eftir að hann hóf upptök-
ur hafi hann lítið gert annað, utan
að leika á trommur í nokkrum lög-
um. „Ég spilaði inn á plötu fyrir
John Hughes yngri, son kvik-
myndaframleiðandans, tilrauna-
tónlist, sem er svolítið ungæðisleg,
svo tók ég eitt lag fyrir Electronic
og svoleiðis. Ef ég ætlaði að taka
það alvarlega að vera stúdíómúsí-
kant þyrfti ég að flytja alfarið til
Chicago og eyða miklum tíma í
að finna mér verkefni. Ég er bara
ekki á þeim buxunum, ég vil bara
búa í Madison og taka að mér
ákveðin verkefni og geta rekið
útgáfuna, sem ég hef mikinn
áhuga á. Mér líst vel á það sem
er að gerast hérna. John er með
mjög litla yfirbyggingu, hann rek-
ur þetta út úr íbúðinni sinni, við
fáum herbergi þar undir Smekk-
leysu. Við erum núna að gefa út
hér í landi tvær plötur, Unun og
Kolrössur, og vinnum með kynn-
ingarfyrirtæki sem heitir Audio-
tronicks frá Nashville. Kolrössur
eru svo að koma út eftir jól að
taka upp og halda einhveija tón-
leika,“ segir Sigtryggur.
Kráahljómsveit breytist
í mamboófreskju
John Henderson, samstarfs-
maður Sigtryggs, lét í ljós undrun
yfir því hve mambóplata hans skuli
hafá selst vel og Sigtryggur tekur
í sama streng; „Bogomil Font má
kenna um mambobylgjuna sem
gekk yfir fyrir tveimur árum. Það
má eflaust skýra það að einhveiju
leyti með því að mambó var tiltölu-
lega óþekkt á íslandi og svo er
svo mikill stíll og stæll yfir þessu,“
segir Sigtryggur, „fyrir mér var
þetta alltaf svolítið ieikhús. Ég tók
það ekki ýkja alvarlega sjálfur, ég
sá Milljónamæringana upphaflega
fyrir mér sem skemmtilega litla
kráahljómsveit, en þeir breyttust
í mambóófreskju," segir Sigtrygg-
ur og hlær, „og allt í einu var
miklu meira að gera en ég hafði
hugsað í upphafi. Bogomil Font
og Milljónamæringarnir áttu að
vera brauðvinnuverkefni meðan
ég ynni í öðru, en það gafst ekki
tími fyrir neitt annað.
Ég ætlaði að gera plötu með
taktfastri tónlist áður en ég byijaði
á að gera aðra þessa Bogomilplötu,
sumt leikið og annað sungið og það
er að komast sama mynd á það,
sumt syng ég sjálfur, sem Sig-
tryggur, Bogomil kemur ekki við
sögu. Ég er líka með ýmsa erlenda
söngvara í huga, þar á meðal
bandaríska söngkonu. Þegar sú
plata selst í risaupplagi og gerir
mig að margföldum milljónamær-
ingi get ég borgað Bogomil það sem
ég skulda honum og losnað við
hann,“ segir Sigtryggur og hlær.
„Ég sit svolítið uppi með Bogomil,
hann hefur verið eins og vampíra
og kom í veg fyrir það um tíma
að að ég gæti gert annað.“
Námskeið —
Filippíbréfið
BRÉFIÐ um gleðina er yfirskrift
námskeiðs sem Biblíuskólinn við
Holtaveg gengst fyrir mánudagana
20. og 27. nóvember og miðviku-
dagana 22. og 29. nóvember kl.
•20-21.45.
Filippíbréfið verður lesið og út-
skýrt. Hver skrifaði bréfið, hvenær
og hvers vegna? Hvert er megin-
innihald bréfsins?
Leiðbeinandi verður Skúli Svav-
arsson kristniboði. Námskeiðið er
haldið í húsakynnum KFUM og K
við Holtaveg og lýkur innritun
mánudaginn 20. nóvember.
• •• upplifðu
hin einu sönnu
áhrif sem
THE ONE AND ONLY
wonderbra
Y't'*
AKUREYRl: ÍSABELLA • EGILSTAÐIR: OKKAR Á MILLI • GARÐABÆR: SNYRTIHÖLLIN
• HAFNARFJÖRÐUR: HB-BÚÐIN KEFLAVÍK: SMART • KÓPAVOGUR: SNYRTISTOFAN
SNÓT • REYKJAVÍK: ÁRSÓL GRÍMSBÆ & SPES HÁALEITISBRAUT
Einkaumboð og heildsöludreyling: Hafnarbræður S: 5550070
gefur...