Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 B 15 SKÓLASTRÁKAR í þeim hluta Mostar sem múslimar byggja virða fyrir sér ljósmyndarann. Að baki er heillegasti hluti aðalgötunnar, en þar minnir fátt á þá glæsilegu 120.000 manna borg sem Mostar var fyrir stríð. Það hefur tekið sinn toll af íbúum borgarinnar, þeim fjölgar t.d. óðum sem missa fætur eftir að hafa stigið á jarðsprengjur. IVESTURHLUTANUM er iðandi líf á ótal kaffihúsum á kvöldin. Þar hittum við m.a. hermenn og liðsmenn úr ýmiskonar sérsveitum Króata. Er líða tekur á kvöldið verða hermennirnir æ drukknari, þeir eru alíir vopnaðir og horfa án afláts á myndavélar ljósmyndarans. Einn þeirra tekur myndavél af honum og bregð- ur skammbyssu á loft til að undirstrika hver það er sem ræður. Félagarnir hlæja ógurlega og ljósmyndarinn með, um leið og hann grípur vélina aftur. Þá er honum boðin skammbyssan í skiptum fyrir hana en það þiggur hann ekki. Þeim líst vel á hávaxna íslendinginn, sjálfir eru þetta miklir rumar, svírasverir og snöggklipptir. Þeir sem ekki eru í her- klæðum klæðast svörtu. Bosníu-Króati sem við ræðum við horfir með fyrirlitningarsvip á þessa landa sína, segir þá alræmda hægri sinnaða ofbeldisseggi sem fari um með rán- um. Tekur það sérstaklega fram að þeir séu Herzegóvínu-Króatar og hrifnastir af hvít- um sokkum, Mercedes Benz og farsímum. Nær enginn múslimanna í austurhlutan- um hefur vinnu og í borginni er krökkt af hermönnu.m enda ríkir vopnahlé og er það haldið að mestu. Hermennimir eru vopnað- ir Kalashníjkov-rifflum og gjóa augunum tortryggnir á myndavélarnar. Ljósmyndar- inn gætir þess vandlega að beina linsunni ekki að þeim. Illilegust augnatillit fáum við þó frá tveimur ungum mönnum, dökkum yfirlitum, með mikið skegg — sem annars sést ekki á meðal múslimanna. Skýringuna fáum við síðar um daginn. Mennirnir eru í samtökum heittrúaðra múslima, líklega Hizbollah, sem hafa náð töluverðri fótfestu í Mið-Bosníu. Um er að ræða múslima frá Norður-Afr- íkuríkjum, Mið-Austurlöndum og öðrum íslömskum ríkjum, sem hafa komið af ýms- um ástæðum, sumir hafa barist við hlið bosnískra trúbræðra sinna, aðrir veitt þeim ýmsa aðra aðstoð. Ungir Bosníu-múslimar hafa gengið til liðs við þá og æ fleiri konur sjást nú hylja sig en áður. Okkur er sagt að það hafi verið nær óþekkt fyrirbæri í Bosníu áður en stríðið skall á en nú fjölgar konum, ekki síst ungum, sem kjósa að hylja sig. Ástæðan fyrir óvildinni sem við finnum fyrir á rætur sínar að rekja til haturs margra heittrúaðra múslima á útlendingum, sem þeir telja hafa brugðist múslimum og að þeir séu nánast réttdræpir. ETTA HATUR blossaði upp nokkr- um dögum áður en við vorum þar á ferð eftir að breskir hermenn í friðargæsluliði Sameinuðu þjóð- anna skutu ungan Hizbollah-mann sem ógnaði þeim með byssu nærri borginni Zenica í Mið-Bosníu. Þetta vakti gífurlega reiði trúbræðra hans sem hótuðu öllum Bretum lífláti. Hófu þeir að leita í bílum að breskum ríkisborgurum og hafa fjöl- margir Bretar verið fluttir á brott frá Bosn- ía. Við mættum löngum bílalestum Bret- anna á hraðleið yfir til Króatíu og hittum breska hjálparstarfsmenn sem hafði verið skipað að hafa sig á brott hið snarasta. Þegar rætt er við múslimana vilja þeir hins vegar lítið ræða um heittrúaða bræður sína og maður fær á tilfínninguna að þeir séu lítt hrifnir af þeim. Þegar konurnar eru spurðar hvort þær óttist það að neyðast ef til vill til að ganga með blæju yppta þær kæruleysislega öxlum og neita. Kannski ekki að furða, þær eru klæddar á evrópskan hátt, mála sig, reykja og drekka og hafa sjálfsagt flestar borðað svínakjöt. Veruleiki íslamsks ríkis virðist órafjarri en engu að síður reynast þær allar þekkja konur sem hafa ákveðið að hylja sig. Enn sem komið er virðast heittrúar- menn eiga*sterkust ítökin í Mið-Bosníu, í minni þorpum og bæjum. í borgunum er slíkt enn víðsfjarri. ÓTRÚLEG eyðilegging á víglínunni í Mostar. Þar sem áður stóð verslanamið- stöð stendur ekki steinn yfir steini. HIN sögufræga 16. aldar steinbrú yfir ána Neretva í Mostar eyðlagðist í átök- um Króata og múslima. HERMENN Sameinuðu þjóðanna eru hvarvetna á ferli í Bosníu, þar sem þeir halda m.a. uppi eftirliti á vegum. SÍGAUNARNIR eiga ekki í nein hús að venda í Mostar og hafa komið sér fyrir í húsarústum á víglínunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.