Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 B 5
Beaujolais
Nouveau 1995
RÉMY-Martin koníaksfyrirtækið
hefur um árabil haft yfirburðastöðu
hvað varðar sölu á koníaki í VSOP-
flokki í heiminum. Það eru því nokk-
ur tíðindi þegar Rémy tekur ákvörð-
un um að breyta útliti flöskunnar
en nýja flaskan á Ð koma á markað
hér á landi í þessum mánuði.
Maison Rémy Martin var stofnað
af ungum vínbónda að nafni Rémy
Martin árið 1724 og er því með elstu
koníaksfyrirtækjunum, sem enn eru
starfandi. Árið 1882 birtist skamm-
stöfunin VSOP (Very Superior Old
Pale) í fyrsta skipti á flöskum Rémy
og árið 1927 var tekin ákvörðun
um að í VSOP fyrirtækisins yrði
einungis notað koníak frá héruð-
unum Grand Champagne og Petit
Champagne en koníök er byggjast
á þeirri blöndu nefnast Fine
Champagne. Enn í dag er fyrir-
tækið það eina er selur einungis
Fine Champagne.
Nítján árum síðar eða árið
1948 var svo ákveðið að einung-
is yrðu seld Fine Champagne
koníök undir nafni Rémy.
Flaskan sem við þekkjum í
dag kom hins vegar ekki á
markaðinn fyrr en 1972 og
var fyrirtækið það fyrsta er
seldi koníak sitt í grænni,
hrímaðri flösku.
Það er fyrst nú, rúmum
tuttugu árum síðar, að útliti
flöskunnar er breytt. Hún
er enn græn og hrímuð en
er orðinn hærri og mjórri
auk þess sem Rémy-merkið,
kentárinn, hefur verið gert
meira áberandi. Flöskukass-
inn er loks gjörbreyttur auk
þess sem nokkrar tegundir af sér-
staklega hönnuðum kössum hafa
Rémy
breytir
útlitinu
ÚTLITINU breytt. Gamla hönnunin
til vinstri og hin nýja til hægri.
verið notaðir í fríhafnarsölu.
Rémy-Martin er þriðja stærsta
koníaksfyrirtæki heims og selur
rúmlega 20 milljónir flaskna árlega.
Líkt og áður sagði er fyrirtækið
leiðandi í VSOP-flokki og er þriðja
hver flaska af VSOP-koníaki, sem
seld er í heiminum, frá Rémy-Mart-
in. Flest stærstu koníaksfyrirtækin
eru hins vegar með meirihluta af
sölu sinni í VS eða þriggja stjörnu
flokki.
Þessi markaðssókn Rémy hefur
ekki síst stuðlað að þeirri miklu
aukningu er orðið hefur í sölu á
gæðakoníaki í heiminum. Árið
1974 voru 76% af sölunni í heimin-
um í VS flokki en á síðasta ári
47%. Á sama tímabili hefur sala
á VSOP aukist úr 11% af heild-
inni í 37%.
Fyrirtækið er að mestu í eigu
Dubreuil-fjölskyldunnar og er
aðalstjórnandi þess Dominique
Hériard Dubreuil. Árið 1990
sameinaðist Rémy líkjörfyrir-
tækinu Cointreau og í október
á sama ári var þriðjungur
hlutabréfanna seldur í hluta-
bréfaskiptum við skoska fyr-
irtækið Higland Distilleries.
Það er þekktast fyrir viskýið
Famous Grouse en er jafn-
framt framleiðandi malt-
viskýanna Tamdhu, Hig-
hland Park og Macallan.
í desember 1991 var
samsteypan Rémy Cointre-
au loks stofnuð en auk fyrr-
nefndra tegunda eru t.d.
Galliano, Clés des Ducs ar-
magnac og Krug-kampavín
hluti af henni. Er fyrirtækið
skráð á hlutabréfamörkuðum í Par-
ís og Frankfurt.
Tapas á
afmælis-
tilboði
KAFFI List á tveggja ára
afmæli um þessar mundir
og hefur verð á „tapas“-
réttum verið lækkað af því
tilefni í nokkra daga.
Kosta allir tapas-réttir
þrjú hundruð krónur fram
á fimmtudag.
Nýr smáréttaseðill er í
boði í tilefni afmælisins og
er áhersla lögð á úrval
ferskra salata, súpur og
tapas auk þess sem kökum
og tertum í boði hefur ver-
ið fjölgað. Þá ætlar Kaffi
list að kynna svokallaða
„skósóla“ í afmælisvikunni
en það eru grilluð brauð
er á spænsku nefnast „su-
elas“. Hefur réttur þessi
ekki verið fáanlegur á ís-
landi til þessa.
í eldhúsi Kaffi Listar
hefur Spánverjinn Edu-
ardo Perez hafið störf en
hann hefur m.a. eldað á
Hótel Búðum.
Ýmsar uppákomur
verða í tilefni afmælisins.
í kvöld sunnudagskvöld
verður boðið upp á suður-
ameríska tónlist og flam-
enco og á fimmtudaginn
verður ljóðaupplestur.
Fyrstu Beaujolais No-
uveau-vínin eru komin
í verslanir og segir
Steingrímur Signr-
geirsson þau lofa góðu
um árið eftir að hafa
bragðað þau.
FYRSTU Beaujolais Nouveau-
vín þessa árs komu í verslanir
ATVR nú um mánaðamótin og
voru tvær tegundir komnar í
búðir á föstudag, Bouchard Ainé
og Piat.
Þó að Nouveau-hefðin eigi sér
ekki langa hefð á Islandi virðist
hún vera búin að festa sig ágæt-
lega í sessi þó svo að mesta
spennan og nýjabrumið sé greini-
lega farið af þessum vínum.
Þetta er þó um margt hin ágæt-
asta hefð. Nouveau-vin eiga vel
við íslensk/dönsk jólahlaðborð
og eru að öllu leyti betri og æski-
legri drykkur en jólaglöggið sem
virðist vera búið að geyspa gol-
unni. Að auki er þetta nánast
eina vínhefðin, sem hefur náð
að festa rætur á íslandi enn sem
komið er.
Hefð frá Lyon
Sú hefð að bjóða fyrstu vín
uppskerunnar strax á haustin
mótaðist á síðustu öld í Lyon en
vínhéraðið Beaujolais er einmitt
fyrir norðan borgina. A þessari
öld mótuðust smám saman
reglur um hvenær mætti
selja þessi vín og undan-
farna áratugi hefur fyrsti
söludagur verið bundinn við
þriðja fimmtudag nóv-
embermánaðar. Þá hefur
ný tækni við gerjunina gert
það að verkum að hægt er
að framleiða mjög aðgengi-
leg vín á þetta skömmum
tíma þar sem ferskleiki og
ávöxtur eru í fyrirrúmi.
Á sjötta áratugnum
urðu Nouveau-vín vinsæl
í París og á þeim sjöunda
náði þessi siður til Bret-
lands. Gullöld Beau-
jolais Nouveau var
svo á síðasta áratug
en enn í dag leggja
menn á sig ómælt
erfiði og mikinn
kostnað við að
flytja þau til allra
heimshorna á
réttum tíma. Á
íslandi er það
veitingahúsið
Perlan sem und-
anfarin fjögur ár
hefur farið út og
sótt Beaujolais
Nouveau í tæka
tíð en lengri tíma
tekur áður en þau
komast í almenna
sölu.
Þó að vín þessi
séu einungis seld
í nokkra mánuði
á hverju ári og
Flöskumiðar
Nouveau-
vína eru yfir-
leitt litríkir og
glaðlegir í
vínanna
sjálfra.
langmesta magnið á vik
unum fram að jólum er tölu-
vert meira en helmingur
framleiðslu Beaujolais seld-
ur sem nouveau.
Tvö vín eru nú komin en
eflaust eiga fléiri eftir að
bætast við. Annað er frá
Bouchard Ainé (990 krón-
ur). Þetta er bragðmikið og
klassískt Nouveau með
miklum ávexti þar sem
rauð ber eru yfirgnæf-
andi og töluverðri sýru
er gefur ferskleika
þegar vínið er kalt.
Nouveau-vínið frá
Piat kostar 1.010
krónur. Það er létt,
sýruríkt og þægi-
legt líkt og hið fyrra
og gætt ágætum
ávexti og sætum
jarðaberjatónum.
Lofa góðu
Þessi vín eru
töluvert betri en
þau voru í fyrra,
þéttari og ávaxta-
meiri full af sæl-
gætis- eða kannski
frekar tyggi-
gummíbragðinu,
sem er svo einkenn-
andi fyrir góðan
* Beaujolais Nouve-
au. Ef þessi vín eru
vísbending um það
sem koma skal frá
árinu 1995erugóð-
ir tímar í vændum.
„Poppers“
í Perlunni
FYRIR skömmu var í fyrsta skipti
hafin sala á svokölluðum „poppers"
skyndibitum á fjórðu hæð Perlunn-
ar en einnig eru þar nú í boði steik-
ur í hádeginu.
Stefán Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Perlunnar, segir að
þeirri stefnu hafi verið fylgt á kaffi-
teríunni á fjórðu hæð að skipta
reglulega um stíl hvað mat varðar.
„Við keyptum sérstaka valsa-
steikingarvél á sýningu í París árið
1991 en hún var þá talin vera ein
byltingakenndasta nýjungin hvað
eldhústækni varðar í langan tíma.
Vélin steikir steikur báðum megin
á 'einni mínútu nákvæmlega sam-
kvæmt forskrift viðskiptavinarins.
Við höfum nú skellt þessari vél upp
í kaffiteríunni og bjóðum upp á
jafnt nauta- sem lambasteikúr,“
segir Stefán.
Hann segir að einnig hafi verið
ákveðið að bjóða upp á eina helstu
nýjungina á bandaríska skyndibita-
markaðnum, sem eru svokallaðir
Poppers, eins konar djúpsteiktir
ostar. Er hægt að fá þá með jafnt
mildri sem sterkri fyllingu. „Við
ákváðum að taka inn nokkrar teg-
undir af Poppers, en þeir eru flutt-
ir inn beint frá Bandaríkjunum, auk
þess að bjóða upp á steikur, lauk-
hringi og litlar pizzur. Hefðbundnar
veitingar kaffiteríunnar verða auð-
vitað einnig áfram á fjórðu hæð-
inni,“ segir Stefán.
Djúpsteiktu poppers-ostarnir
kosta 420 krónur, pizzu-sneiðar
200-280 krónur, lambasteikur 790
krónur og nautasteikur 890 krónur.