Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 3. DESEMBBR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR Akkuru? AKKURU? spyrja börnin. Gáruhöf- undur ætlar aldrei að vaxa upp úr barna- spurningunni. Spurði: Af hverju eru strúts- egg í kirkjum? Að þessu hefur enginn spurt mig fyrr, svaraði leiðsögukonan í fornri orþodoxa- kirkju á Kýpur. „Þó er ástæða fyrir því. Áður fyrr sóttu mýsnar svo í eldsneytið, kertin og olíuna á lömpunum. Þá fundu menn upp á að setja á lampaþráðinn strúts- egg, svo að mús á leið niður hann lenti á þessu stóra hála eggi, skriplaði út af því og skall í gólf- ið, fram hjá hinu dýrmæta elds- neyti. Síðan eru strútsegg hang- andi í spotta í kirkjum. Þessi árátta hefur víst verið að kalla fram Akkuru? Býsna oft í sambandi við aldrað fólk. Og nú þykist ég vera búin að finna svarið sem gæti a.m.k. oft átt við. Það á enginn þingmaður yfir 62 ára lengur sæti á Alþingi. Þeir voru hreins- aðir út í síðustu kosningum. Sem- sagt enginn þar til að hafa auga með hag aldraðra, í engum flokki. Heldur ekki í borg- arstjórn. Þegar til- lögur og frumvörp koma til umræðu í þingflokkunum eða meirihluta- fundum í borgar- stjórn er hætt við að gleymist spurn- ingin: Hvaða áhrif hefur þetta á hag aldraðra? Mann- fólkið er nú einu sinni æði nærsýnt, ef enginn bendir á. Úr þingsögunni eru dæmi um þingmenn er lentu í slysum og beittu sér þá fyrir sund- laug til endurhæf- ingar eða réttindamálum vegna læknamistaka. í svo mörg horn er að líta að þeir sem ekki er minnt á gleym- ast. Ekki síst á þessum síðustu sérhagsmunatímum, þegar sterk bein þarf til að standa gegn vel skipulögðum þrýstihópum. Þeim fjölgar ört. Sértækir þrýstihópar komnir um einstök líffæri, um einstaka sjúkdóma, hvers kyns fjárhags- og atvinnumál, hags- muni barna, kvenna o.s.frv. Þá þokast þeir vitanlega í skuggann sem ekki hafa einhvern til að hafa vakandi auga á sínum mál- um. Ekki að eldri þingmenn eða borgarfulltrúar eigi að koma í stað hinna. En það mundi kannski muna um 1-2 í sterkum flokki til að hafa auga með lögum í smíð- um, þegar frumvarp kemur inn í þingflokkana til umræðu. Svona rétt til að vekja athygli á því hvernig þetta eða hitt muni koma niður á eldra fólkinu. Eða á meiri- eða minnihlutafundunum í borg- arstjórn, þar sem mál eru kynnt og ákvörðuð. Þetta kemur mjög vel fram í skolpræsagjaldi borgarstjórnar, sem hækkaði fasteignagjöld um 26% án tillits til tekna eiganda. Eldra fólk hefur búið sig undir að geta lifað af í ellinni og talið sig tryggja það með öruggu hús- næði. Oft á kostnað annars í líf- inu. Talið sig vera búið að greiða skatta af öllum sínum tekjum áður en þeir létu spariféð í hús- ið. Þetta 10-20 þúsund króna viðbótargjald á íbúðina getur skipt skópum þegar komið er á nauman ellilífeyri. Æ oftar kem- ur í ljós að engir formlegir eða óformlegir samningar halda þeg- ar ríkis- eða sveitarstjórnavaldið er annars vegar. Sá samningsað- Gárur efiir Elínu Pálmadóttur ili breytir bara lögum eða reglum. Annað dæmi: Þegar loks kom lagfæring á tví- og þrísköttun líf- eyrisgreiðslna var það gert þann- ig að felldur er niður skattur af greiðslu þeirra sem enn eru í vinnu, en ellilífeyrisþegarnir, sem búnir voru að greiða sinn skatt, halda áfram að greiða aft- ur af ellilífeyrinum er þeir fá hann. Núverandi aldraðir með lágtekjur eru áfram tvískattaðir af lífeyrisgreiðslum sínum. Burt séð frá að þeir sem enn hafa laun eru þó skár i stakk búnir til að greiða af Iífeyri skatt en ellilífeyrisþegar. Mér er líka sagt að þessi kostur hafi verið valinn fyrir þrýsting frá fulltrúum fólks á vinnumarkaði. Á lífsleiðinni hafa sumir ætlað að tryggja sig með að safna til elliáranna sparifé, í geymslu eft- ir að keisaranum hafði verið greitt það sem keisarans er. Hugðust bjargast á þeirri viðbót. Nú á að skattleggja þann sparn- að, með flótum tillitslausum skatti á allt sparifé. Þó ekki að tilsvarandi frádráttur fáist á íbúðalánin frá ríkinu. Býsna víða bólar á þessu við- horfí til aldraðra. Tillögur eru um að leggja útvarpsgjald á allar íbúðir, burt séð frá notkun eða tekjum. Frá umræðum um for- gangsröðun á sjúkrahúsum, komu raddir um að hætta mætti læknisaðgerðum á fólki sem væri komið yfir vissan aldur. Þá er nú kannski stutt yfir í að af- skrifa fólk við ákveðinn aldur. Slá það af, eða hvað? Þetta er orðinn hættulegur hugsunar- háttur, ef ekki kemur til á lykil- stöðum > fólk með hugann við þessa borgara eins og aðra. Fyrir liggur að frá 1991 hefur hækkun atvinnutekna öll farið til fólks á aldrinum 30-70 ára, en tekjur ungra og aldraðra snarlækkað undanfarin ár. Segir það ekki eitthvað? í sömu andrá koma fram tillögur um afteng- ingu lífeyris við launakjör og verðlag í landinu qg þarmeð trygginguna fyrir lífeyrinum. Hvað sem verður þá finna aldr- aðir sig æ óöruggari og það eitt leikur aldraða illa. Aldraðir á íslandi eru yfir 10% þjóðarinnar og spáð að þeir verði orðnir 36.500 árið 2010. Fyrr- verandi fjármálaráðherra Nýja Sjálands, Ruth Richardson, hef- ur verið í fréttum vegna frægra umbóta hennar á ríkisrekstri. Hún taldi þar allt til bóta nema: „Flokkurinn minn gerði eina slæma skyssu. Hann lofaði gamla fólkinu hærri bótum en gat ekki staðið við það." TseUikÍ/Erger/egt ab hlaba óendanlega mörgum efniseindum á sama stabinnf Nýtt efnisástandfundið SAMSAFN efniseinda getur tekið á sig fimm mismunandi myndir. Við könnumst við fast efni, fljótandi ástand og lofkennt. Plasma er enn önn- ur gerð efnis, sem er ekki til hér á jörðu að jafnaði, nema við sérstakar kringumstæður skapaðar af mönnum, eða á öðrum himinhnöttum. í því eru agnir frumeindanna tættar.hver frá annarri vegna hás hita, en efni er orðið að blöndu af kjörnum og rafeindum. Við tilurð skammtafræðinn- ar snemma á öldinni kom í ljós að efnissamsafn margra einda getur tekið á sig enn eina mynd. Það voru Indverjinn S. Bose - og enn eina ferðina Albert Einstein - sem lögðu fræðilega grunninn undir þessa efnisgerð á þriðja áratugnum. Eins og svo oft fyrr kemur nútíma eðlisfræðin okkur í opna skjöldu, og niðurstöður hennar getum við ekki ímyndað okkur út frá daglegri reynslu okkar af efnisheiminum. Þær fjalla um að við getum hlaðið jafnmörgum eindum og okkur sýnist á sama staðinn, bókstaflega hverri ofan í aðra, án þess að þær ýtist hver frá annarri. eftir Egil Egilsson. Eitt er að reikna ástand út á blaði, en annað að framkalla það í mælitækjum. Það sem hingað til hefur komið í veg fyrir að slíkt ástand verði til er hitastigið. Hingað ^^^^^^^_ til hafa menn með segulkælingu nálgast hið algera hitalágmark, mín- us 273°C, en ekki nóg til að mynda hiða eftirsótta ástand, svonefnda Bose-Einstein- þéttingu. Margt í heimi nútímaeðlisfræðinnar á sér rætur í hugmyndum sem eru fram- andi þeim sem aðeins hefur hina daglegu reynslu af efnisheiminum. Hugmyndir Bose og Einsteins eiga rætur sínar að rekja til þess hverjar eindirnar eru, til einstaklingseðlis þeirra, eða réttara sagt skorts þeirra á því eðli. Ógerlegt er að henda reiður á hvaða eind er hver. Setjum svo að við höfum staðsett tvær rafeindir og skýrum þær Pétur og Jón. Ekki er hægt að fylgjast með þeim áfram í þeim mæli að við næstu staðsetningu getum við sagt hvor sé Pétur og hvor Jón. Þessar vangaveltur hafa í för með sér svo- nefnda samhverfueiginleika, sem eiga sér enga hliðstæðu ef eindir úr raunheimi okkar eiga í hlut. Annars vegar eru rafeindir, sem komast aðeins ein og ein í hvert ástand, en hinsvegar t.d. heilar frumeindir, sem komast hve margar sem verkast vill í sama ástandið. Aðeins krefst það ofurlágs hita. Hliðstæða þessa úr raunheimi væri sú að við gætum látið hversu marga krónupeninga sem verkast vildi á alveg sama staðinn! Kælingin Hiti efnis er vitnisburður um meðalhraða eindanna. Þeir E. Corn- ell og C. Wiemann, sem fram- kvæmdu tilraunina á rúbidíneind- um, náðu miklu lægra hitastigi en hefur náðst áður. Leysigeislar voru notaðir til skipulegrar hemlunar hraðskreiðustu eindanna, og segul- svið síaði hraðfara eindir frá, sem veldur kólnun líkt og þegar kólnar í kaffibolla við að hraðskreiðustu vatnseindirnar gufa upp. Tæknilega er ekki útséð um gildi þessarar uppgötvunar. Tímasetning atburðarásarinnar er eftirtektar- verð. Fræðikenningin verður til hátt í sjötíu árum áður en hún sann- ast með tilraunum. Tæknileg nýting gæti orðið löngu eftir daginn í dag. VÖ§J, W\%? \v\S. SVONA tilkynnti mælingin sig á tölvuskjá. Á þessu korti yfir efnisþéttleika kemur efnisástandið fram sem fjallstoppur. Fyrirbrigðið sendir frá sér geislun, sem hefur vissa hliðstæðu við leysi- ljós. En umfram allt er hér á ferð dæmi um grunnrannsóknir sem menn geta ekki vitað fyrir hvers virði er þegar stundir líða. Það er eðli grunnrannsókna að kanna fyr- irbrigði án beinnar vonar um hag- nýtt gildi. Reynslan sýnir að sú heildarmynd efnisheimsins sem þær gefa okkur er forsenda þess að við höldum uppi æ virkara samfélagi. Það er afstaða sem íslensk stjórn- völd hafa ekki lært i nægum mæli. Lækiiisfraeöi/iírz/ keppnistþróttir hollarf ________ Lyfog íþróttir MEÐAL lyfja sem keppnisíþróttamenn nota ólöglega til að bæta árangur sinn eru betablokkarar (m.a. notaðir við háum blóðþrýstingi), adrenvirk lyf (notuð við astma), amfetamín (örvar heilann), vefaukandi sterar, matarsódi, koffein, kalsíumblokkarar (m.a. notaðir við háum blóðþrýst- ingi), járn (notað við blóðleysi), bólgueyðandi gigtarlyf, þvagræsilyf (m.a. notuð við háum blóðþrýstingi og hjartabilun), erýtrópóíetín (örvar myndun rauðra blóðkorna), vaxtarhormón (notað til að hindra dvergvöxt), pseudóe- fedrín (örvar heilann), tamoxífen (notað við brjóstakrabbameini), teófýllín (notað við astma), kóríongónadótrópín (notað við ófrjósemi) og vítamín (í risaskömmtum). Öll þessi lyf geta haft aukaverkanir, sumar alvarlegar og jafnvel lífshættulegar, einkum í þeim stóru skömmtum sem oft eru notaðir af íþróttamönnum. Fyrir u.þ.b. áratug dó þekkt, þýsk frjálsíþróttakona, aðeins rúmlega tvítug að aldri. Síðustu dagana lá hún á sjúkrahúsi og allt var gert til að reyna að bjarga lífi ¦^¦¦¦¦¦1 nennar- Engin venjuleg læknis- fræðileg skýring fannst á ástandi hennar og það var engu líkara en að líkaminn væri bú- inn að gefast upp. I fórum þessarar ungu, efnilegu íþróttakonu fundust rúmlega 100 lyf af ýmsum gerðum og smám saman varð ljóst að hún hafði látið lífið vegna langvarandi misnotkunar lyfja. Mál þetta vakti mikla athygli í Þýskalandi og víða um heim og má segja að það hafi á vissan hátt markað upphaf þeirrar umræðu um lyfjamisnotkun íþróttamanna sem hefur verið í gangi síðan. En hvaðan koma þessi lyf? Það eftir Magnús Jóhannsson hefur verið kannað víða erlendis og virðist stór hluti lyfjanna seldur á ólöglegum markaði þar sem sumt hefur verið framleitt sérstaklega fyrir íþróttamenn en annað útvegað á fölskum forsendum, m.a. sem dýralyf, en enn öðru hefur verið stolið. Áætlað hefur verið að þessi ólöglegi markaður velti sem svarar 60 milljörðum íslenskra króna á ári. Einnig eru til læknar sem út- vega lyfin, stundum gegn háum greiðslum en stundum í þeirri trú að með því móti sé hægt að halda skömmtum í skefjum og minnka þannig líkur á hættulegum auka- verkunum. Slík iðja er ósiðleg og refsiverð og þar að auki er vitað að þetta fólk gengur oft milli lækna til að safna því magni lyfja sem ætlunin er að nota. Umræðan hefur oft takmarkast við vefaukandi stera (anabol stera) en ekki má gleyma öllum hinum lyfjunum. Fyrsti vefaukandi sterinn sem íþróttamenn misnotuðu var karlhormóninn testósteron. Fyrst var farið að fikta við notkun hans um 1950, notkunin fór að aukast upp úr 1960 og hefur aftur aukist mikið á síðustu 10 árum eða svo. í könnun sem gerð var í Bandaríkj- unum 1993 kom í ljós að notendur vefaukandi stera voru a.m.k. 300 þúsund og fyrrverandi notendur a.m.k. ein milljón. Fyrst í stað voru sterarnir misnotaðir af vaxtarrækt- arfólki og kraftlyftingamönnum en hafa síðan breiðst út til íþrótta- greina eins og kastíþrótta (kúlu- varps, kylfu-, kringlu- og spjót- kasts), knattspyrnu, íshokkís, sunds, hjólreiða, skíðaíþrótta, blaks, glímu, sleðaíþrótta, handbolta og amerísks fótbolta. Mjög erfitt er að henda reiður á þessu, mælingar eru erfiðar og stundum ekki nógu næm- ar og notendurnir og.aðstoðarmenn þeirra hafa þróað aðferðir til að komast hjá því að upp komist. Mál- ið er þar að auki mjög viðkvæmt, m.a. vegna þess að mörgum finnst keppnisíþróttamenn eiga að vera ímynd hreysti og heilbrigðis og í flestum löndum þiggur íþróttahreyf- ingin verulega styrki af almannafé, sem að miklum hluta er varið tií þjálfunar stjörnuíþróttamanna en að litlum hluta til almennings- íþrótta. Þegar íþróttamenn eru bendlaðir við lyfjamisnotkun er því eðlilegt að sumir neiti að trúa því en aðrir reyni að gera lítið úr málum eða jafnvel þaggi þau niður. Sums staðar erlendis hafa íþróttafélög verið gagnrýnd fyrir að gera ekki raunverulegt átak í þessum málum, heldur einungis setja í tímabundið keppnisbann þá örfáu sem eru svo óheppnir að vera gripnir. Hversu hættuleg er þá þessi lyfjanotkun? Hvaða aukaverkanir eru þekktar meðal íþróttamanna og óttast menn langtíma skaðleg áhrif lyfjanna? Þessu verður svarað, eftir því sem þekking okkar leyfir, í öðr- um pistli á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.