Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 B 19
BARENTSHAF
Hantyar
Komíar
ir permíjaka
Údmúrtíar
% Mariar -
o
Mordvinar S
'Pétursborj
Moskva
HVÍTA-
RÚSSLAND
PÓL-
LAND
stjórnað frá Moskvu gegnum rúss-
neska leikhússtjóra og leikstjóra.
Údmúrtar hafa því atvinnuleikhús,
en þeirra leikhús hefur engin sérein-
kenni. í lýðveldinu eru 800 þúsund
íbúar, um helmingurinn Údmúrtar
og helmingurinn Rússar. Svo búa
líka Údmúrtar í næstu lýðveldum,
þannig að Údmúrtar eru alls um 700
þúsund, sem tala tungumálfjarskylt
samísku og finnsku en alls óskylt
rússnesku. Það sem heillaði þá í
minni frásögn var hvernig við notum
samíska menningu, sérkenni hennar,
sögu og tungu í okkar Samaleikhúsi
til þess að skapa okkar eigið form
í leikhúsi."
Haukur sótti m.a. sína leiklistar-
menntun til Japans og þegar spurt
er hvort sú leiklistarhefð hafi komið
honum að notum í þessu starfi,
kveðst hann einmitt hafa lagt
áhersiu á þetta sjónræna, tónlistar-
lega og myndræna, sem er svo rikt
í austurlenskri og þá japanskri leik-
hefð. Ekki bara talað orð. Þá náist
líka til áhorfenda sem ekki skilja
samísku.
Mótaðist í Japan
Haukur fór til náms í leiklist til
Japans árið 1969. Hann hafði lengi
átt sér þann draum, allt frá því að
hann fimm ára gamall fór með for-
eldrum sínum í Þjóðleikhúsið og sá
japanskan dansflokk sem var á
heimsreisu. „Ég varð alveg heillaður
og eftir því sem kunnáttan um Jap-
an efldist fór ég að greina betur
hvað var svona spennandi. 1967
kynntist ég Japönum í fyrsta skipti
á heimssýningunni í Montreal og sá
japanskt leikhús. Kynntist þá stelp-
um sem unnu í japanska skálanum.
Svo kom Kabuki leikhúsið frá Tokýo
og ein þeirra varð túlkur leikaranna.
Hún bauð mér líka baksviðs," segir
hann. Strax haustið eftir að Haukur
lauk stúdentsprófi hélt hann til Jap-
ans, var þá búinn að fá vist hjá jap-
anskri fjölskyldu og innritun í mála-
skóla. Hann var þar í 3 ár og um-
gekkst eingöngu japanska vini.
Hann var í háskólanum, en lærði
mest af ákveðnum leikhópi, sem var
með tilraunir með að nota bæði gam-
alt og nýtt, segir hann. Samt var
samband við meistara í gömlu hefð-
unum. „Þessi ár í Japan voru mikil
umbrotaár, stúdentauppreisnir og
andóf gegn gömlum hefðum. Svo
kem ég þarna til að læra gamlar
hefðir. Ég lenti því svolítið á milli.
En þetta mótaði mig mikið í allri
minni hugsun hvað varðar leiklist.
Þetta japanska leikhús er svo mynd-
rænt og mikil heild af texta, tónlist
og hreyfingum, þar sem allt raun-
verulega tengist. Ekki á sama hátt
og í vestrænum leikhúsum, þar sem
óperan er söngurinn, dansinn er
ballett og leiklistin er texti. í Japan
tengist þetta allt eðlilega. Það finn
ég líka í samískri menningu, þar sem
gamla sönglistin, joikið, er svo mik-
ill hluti af sýningunni. Við notum
mikið í okkar sýningum tónlist,
hreyfingar og texta.“
Því má skjóta hér inn í að Hauk-
ur Gunnarsson stundaði í framhaldi
leiklistarnám í háskóla í Bretlandi.
Shakespeare í Údmúrtíu
Við víkjum talinu aftur austur til
Údmúrtíu í Rússlandi. Haukur var
boðinn þangað um síðustu páska.
Leikhúsið lék alla sína efnisskrá fyr-
ir hann sérstaklega. Hann kveðst
vel hafa séð vandmál þeirra. „Leik-
húsið hefur engan karakter. Þeir
eiga góða leikara og hafa alla mögu-
leika á að gera gott leikhús, en þurfa
að gera eitthvað sérstakt. í höfuð-
borginni Izhevsk er leikhús
frá Sovétríkjunum og fleiri tugir af
góðum leikurum. Leikhúsið var svo
ríkisstyrkt. Rússarnir eru mest í
höfuðborginni, en Údmúrtarnir
meira úti á landsbyggðinni og þang-
að er farið í leikferðir."
Áformað er að Haukur fari þang-
að að ári liðnu, haustið 1996, og
setji upp sýningu. Fékk því frestað
að taka við í Tromsö til að geta stað-
ið við það.„Mig langar til að setja
þar upp Jónsmessunæturdraum eftir
Shakespeare. Þeir eru sáttir á það.
Höfðu stungið upp á einhverju sa-
mísku, en mér fínnst þetta meira
spennandi en að taka eitthvað frá
mér, íslenskt eða samískt, eða frá
þeim sjálfum. Og Jónsmessunætur-
draumur er svo sveigjanlegur. Það
er svo mikið í honum, sem virðist
geta fallið inn í þarna. Gegnum það
leikrit finnst mér ég geta sagt eitt-
hvað um hvað mér finnst. í því eru
möguleikar til þess að nýta eitthvað
af gömlu menningunni, þessari údm-
úrtísku menningu, bæði í tónlist og
dansi og úr þeirra gömlu goðafræði
og trúarbrögðum."
Leikhússtjóri í Tromsö
Þegar þessu verkefni er lokið fer
Haukur til Tromsö, þar sem hann
tekur við 1. janúar 1997. Hann hafði
verið kallaður þangað til skrafs og
ráðagerða um leikhúsið. Á næstu
árum á að byggja nýtt leikhús í
Tromsö, stækka leikhópinn.
Haukur kveðst hlakka til að tak-
ast á við þetta nýja verkefni. Við-
fangsefnið verði að finna sérein-
kenni, sem eru norðurnorsk. Hann
segir að í Norður-Noregi sé menning
talsvert ólík því sem er í Suður-Nor-
egi. Hún sé líkari íslenskri og fær-
eyskri menningu, að honum finnst.
„Tengslin við náttúruna eru svo
náin, svo ógnvekjandi. Maður veit
að hún er sterkari en manneskjan.
Og svo þessi tilvera drauga og anda.
Þetta er svo líkt því íslenska. Þama
lifa menn líka á fiski eins og við.“
„Mér finnst ekki spennandi að
vera leikhússtjóri í leikhúsi, sem er
einhver skuggi af því sem er í Ósló,
Bergen eða Þrándheimi. Fyrst leikhús
er þarna í Norður-Noregi, þá verður
það að hafa einhver norður-norsk
séreinkenni. Maður verður að leita
meira í norður-norskra sögu, tónlist
og hefðir. Reyna að fá það inn í leik-
húsið. Ég ætla að reyna að fá norður-
norska höfunda til að skrifa meira
fyrir okkur eftir einhverri ákveðinni
hugmynd og þá í samvinnu við okk-
ur, eins og ég gerði hjá Sömunum.
Það er talsverð gróska þar í ljóða-
gerð, barnabókaskrifum og fagur-
bókmenntum, en rithöfundamir
þeirra þekktu ekki þennan miðil leik-
húsið. Þetta hefur tekist mjög vel.
Leikverk sem við höfum fengið fram
þannig hafa orðið mjög vinsæl meðal
samískra áhorfenda. Ég hefi hug á
að gera það sama í Hálogalandsleik-
húsinu, reyna með því að nota heima-
höfunda til að fá fram það sem er
norðurnorskt."
Sjálfur kveðst Haukur hafa verið
orðinn leiður á stórborgum með öllu
því sem þeim fylgir, glæpum, ofbeldi
og öryggisleysi, þegar hann fór til-
Kautokeino fyrir fimm árum. Það
kom honum svolítið á óvart hve vel
honum líkaði að búa á svo litlum
stað. En þar er þetta opna landslag,
mikli himinn yfir F’innmerkurheið-
inni með lágvivcnum gróðri og frið-
ur. Og þarna komst hann í kynni
við þessa sérstæðu menningu Sam-
anna. Nú vildi hann fara aftur á
stærri stað, ekki þó í stórborgir þótt
gott sé að koma þar og njóta þess
sem þær hafa upp á að bjóða.
Tromsö sé hæfilega stór staður.
Þótt hann hafi búið í smábænum
Kautokeino þá kvaðst
hann hafa fengið svo mikið út úr
því, t.d. gegn um allar þessar ferðir
með leikflokkinn til Grænlands, Sí-
beríu, Baskalands, Færeyja, Éist-
lands og staða sem hann hefði ann-
ars ekki kynnst. Lappaleikhúsið
sýndi sl. vetur í Reykjavík á norrænu
leiklistarhátíðinni í sambandi við
Norðurlandaráð og á Akureyri.
Hann hefur líka víða-farið til fýrirles-
traferða um samísk leikhús og sam-
íska menningu
„Ég hefi lært svo mikið af þessu
sjálfur," segir Haukur,, Með hverri
sýningu finnur maður hve þetta leik-
hús er mikilvægt. Það hefur svo
mikið að segja fyrir sjálfsímynd
Samanna að hafa atvinnuleikhús,
sem fjallar um þeirra eigin menn-
ingu. Við höfum greinilega fundið
hvernig virðingin hefur vaxið. í
fyrstu var þetta ekkert þeirra, bara
einhveijir hippar. En aðsóknin að
leikhúsinu hefur aukist gífurlega og
aðalumræðuefnið fyrir hveija frum-
sýningu er hvað eigi nú að fara að
fjalla um. Það er svo gefandi. Þessa
reynslu hefði ég aldrei getað fengið
á sama hátt í venjulegu leikhúsi, í
Ósló eða Reykjavík. Þarna verða
tengslin við áhorfendur auðvitað
miklu nánari. Við erum að leika fyr-
ir áhorfendur, sem ekki eru vanir
að fá fjallað um sína sögu á þennan
hátt. Við vorum t.d. með sýningu
um Austur-Sama, sem lentu í hrakn-
ingum við landamæraskiptingu
Rússa og Finna í stríðinu, voru
hraktir frá sínu landi og voru flótta-
menn í 4-5 ár. Þetta var samið sér-
staklega fyrir okkur og ég setti það.
sjálfur upp. Að sitja svo í salnum
með gömlum Sömum, Sem höfðu lif-
að stríðið, var alveg einstök upplif-
un. Að fá þessa tilfinningu, að leik-
hús hefur eitthvað að segja. Það er
ekki bara til þess að skemmta. Er
ekki aðeins andleg fæða, heldur get-
ur líka hitt fólk svona sterkt tilfinn-
ingalega.
Mér finnst skipta svo miklu að fá
fram það sem er sérstætt á hveijum
stað nú þegar allt er orðið svo eins-
leitt, matur er orðinn sá sami, tón-
list sú sama hvar sem maður fer
ots.frv. Fyrir framtíðina skiptir máli
að þessi sérkenni varðveitist i þjóð-
búningum, sérstakri matargerð og
tónlist og dönsum. Og á jákvæðan
hátt, ekki á þennan neikvæða, eins
og kemur fram í þessum þjóðernis-
sinnaða hugsunarhætti, sem hefur
skotið upp kollinum síðasta áratug-
inn. Að þetta hefur mikið að segja
fyrir jákvætt stolt þjóðarbrots og
hve heimurinn verður miklu
skemmtilegri með fjölbreytni.“
Á íslandi eftir 10 ár
Eitt af erindum Hauks til Noregs
í sl. viku var að sitja í dómnefnd
norsks úthlutunarsjóðs, sem fær
greiðslur fyrir afnot af snældum og-
diskum og úthlutar styrkjum til tón-
listar, leiklistar og dans. Nú var
samkeppni um besta músíkdrama-
tíska verkið og voru þrír komnir í
úrslit. Haukur átti sæti í dómnefnd-
inni sem valdi einn þeirra í sl. viku.
Haukur hefur ekki sett upp leik-
sýningar á íslandi í 10 ár, frá því
hann setti upp Silfurtunglið á Akur-
eyri. En fyrstu fimm árin sem hann
bjó í Ósló kom hann oft til íslands
og setti á svið í Iðnó og Þjóðleikhús-
inu, jafnframt því sem hann starfaði
í Noregi, Finnlandi og Danmörku.
Honum þykir ákaflega gaman að
koma nú aftur til að setja upp hjá
Leikfélagi Akureyrar Sporvagninn
Gimd, segir hann. Og til þess varð
hann nú að drífa sig aftur norður.
Ekki var til setunnar boðið.
HAUKUR með tveimur babúskum austur í rússneska sjálfstjórn-
arlýðveldinu Údmúrtíu, þar sem hann er að hjálpa leikhúsinu
við mótun údmúrtískrar leiklistar og ætlar að setja á svið Jóns-
messunæturdrauminn á næsta ári.
HAUKUR (lengst t.h. í öftustu röð) með leikurum Samaleikhússins.
SAMAMENNINGIN tengist í austur, er finnst-úgrísk. Myndin sýn-
ir finnsk-úgríska þjóðflokka, sem búa allt frá Norður-Noregi og
austur til Síberíu og Úralfjalla: 1. Hanty-kona, 2. Mansi-maður,
3. údmúrtísk kona, 4. kona og maður af Mari-fólki, 5. Samafeðgar
frá N-Noregi, 6. Vespísk kona 7. Komi-maður með barn. Sjá á
meðfylgjandi korti heimkynni þeirra og fleiri skyldra þjóðarbrota.