Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 B 29 Lögmaður í boði er samstarf við lítið sameignarfélag með hálfrar aldar starfsreynslu. Gott húsnæði fylgir fyrir lítið vinnuframlag. Einstakt tækifæri fyrir traustan og duglegan lögmann sem þarfnast aukinna verkefna. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 17 7. des. nk., merkt: „Trúnaðarmál - 15924". Meðhjálpari Hjallakirkja í Kópavogi óskar eftir að ráða meðhjálpara. Starfið felst í því að aðstoða prest við helgihald á sunnudögum á tímabil- inu kl. 10-12.30 eða 10-14 og við aðrar athafnir samkv. nánara samkomulagi. Stefnt er að því að ráða tvo meðhjálpara, sem skipti með sér verkum. Umsóknir, sem öllum verður svarað, sendist afgreiðslu Mbl. fyrir nk. miðvikudagskvöld, merktar: „Meðhjálpari - 6581". Lausar stöður Stöður flugumferðarstjóra hjá Flugmála- stjórn á Keflavíkurflugvelli eru lausar til um- sóknar. Störf hefjast 1. janúar 1996. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Með upplýsingar um umsóknir verð- ur farið samkvæmt ákvæðum laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og stjómsýslulaga nr. 37/1993. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu flugvallarstjóra á Keflavíkur- flugvelli. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli fyrir 27. desember 1995. Utánríkisráðuneytið, 29.nóvember1995. I \m * ¦ B-*55 RAFTÆKNISTOFAN Vegna nýrra verkefna og aukinnar þjónustu við viðskiptavini sína óskar Raftæknistofan eftir að bæta við starfsmanni. - RAFMAGNSTÆKNI- EÐA VERKFRÆÐINGUR Krefjandi og umfangsmikið starf, í góðum starfs- mannahóp hjá traustu fyrirtæki. Sérsvið í starfi: *- Hönnun og forritun iðnstýrikerfa. Við leitum að kraftmiklum og drífandi starfsmanni, með þjónustulund og mikla samskiptahæfileika. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði og metnað til að taka þátt í uppbyggingu og þróun hjá öflugu þjónustu- fyrirtæki í örum vexti. Nánari upplýsingar aðeins veittar hjá Benjamín Axel Árnsyni ráðningastjóra Ábendis. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspumir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um sem fyrst, en í stðasta lagi fyrir hádegi 11. desember nk. á eyðublöðum sem liggja írammi á skrifstofu okkar. A ^ <S KiJ > I A B E N D I R A D C J Ö F & RAÐNINGAK LAUGAVEGUR 178 SlMI: 568 90 99 FAX: 568 90 96 VMLUbCHAIN Eitt af fremstu iðnfyrirtækjum landsins í drykkjarvöruiðnaðinum óskar sem fyrst eftir viðskiptafræðingi helst sérhæfðum í iðnrekstri eða aðila með sambærilega þekkingu. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl., merktar: „V - 1189". Verkfræði- og hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða kerf is- eða tölvunarfræðing Krafist er þekkingar á WINDOWS stýrikerf- um. Æskileg er reynsla af hlutbundinni hug- búnaðargerð, af notkun ORACLE gagna- grunns og UNIX stýrikerfum. Leitað er eftir ungum og áhugasömum starfsmanni. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun, reynslu og fyrri störf, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins, merktar: „T - 1996", fyrir 12. desember. Vinnustaðurinn er reyklaus. Yfirbókavörður - staðgengill forstjóra Norræna húsið í Reykjavík leitar að yfir- bókaverði frá 1. apríl 1996. Bókasafnið er veigamikill páttur í starfsemi Norræna hússins og er það öllum opið. Höfuðmarkmiðið er að kynna norrænar bók- menntir og norræna menningu á sem víð- tækastan hátt fyrir fólk á öllum aldri. Leitast er við að sinna barna- og unglingamenningu í samvinnu við skóla úti um allt land. í bókasafninu er auk bókaútlána, útlán á grafík, myndböndum, nótum, plötum og geisladiskum. Langt er komið að setja öll útlán inn í tölvukerfið MicroMarc. Ennfremur er verið að setja upp Alnet. Yfirbókavörðurinn á að: * Stjórna bókasafninu, sjá um val á efni og öll innkaup. * Halda áfram vinnu við tölvuvæðingu, skráningu geisladiska, margmiðlun (CD- Rom) og Alnet. * Sjá um að virkja bókasafnið í tengslum við aðra starfsemi hússins. * Viðhalda sambandi bókasafnsins við önn- ur söfn og stofnanir heima og erlendis. * Vera staðgengill forstjóra. Yfirbókavörðurinn þarf að hafa löngun til að vinna hjá stofnun með glaðlegu fólki og miklu vinnuálagi (325 auglýstir dagskrárliðir á árinu 1995). Laun skulu vera í samræmi við laun í heima- landi viðkomandi. Staðan er veitt til fjögurra ára, með mögu- leika á framlengingu í önnur fjögur ár. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 11. des- ember nk. Umsóknir skulu sendar til Norræna hússins, v/Hringbraut, 101 Reykjavík. „Norræna húsið er norræn menningarstofnun sem ætlað er aö vera tengiliður milli íslands og annarra Norðurlanda. Það á að vekja og örva áhuga (slendinga á menningu hinna Norður- landanna, en jafnframt að veita íslenskum menningarstraumum til þeirra." I Norræna húsinu eru nú 17 fastráðnir starfsmenn, sem vinna við ólík verkefni í kaffistofu, bókasafni, skrifstofu, við húsvörslu og ýmsa dagskrárliði. Stofnunin er að hluta til fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar af yfirbókaverði Norræna hússins, Guðrúnu Magnúsdóttur, í síma +45 86 75 20 66, Lone Hedelund, núverandi staðgengli yfirbókavarð- ar, í síma 551 70 30 eða forstjóra Norræna hússins, Torben Rasmussen, ísíma 551 70 30. Ljósmóðurstaða Ljósmóður vantar til afleysingastarfa við Heilsugæslustöðina í Vopnafirði út næsta ár. Nánari upplýsingar veitir rekstrarstjóri í síma 473 1225. Framleiðslustjóri Kaupfélag Skagfirðinga óskar eftir að ráða framleiðslu- og gæðastjóra til starfa við slát- urhús og kjötvinnslu félagsins á Sauðárkróki. Starfssvið: Yfirverkstjóri í kjötvinnslu og sláturhúsi. Hefur yfirumsjón með vöruþróun og mark- aðssetningu á nýjum vörutegundum. Sér um framlegðarútreikning á vinnsluvör- um og fylgist með samkeppnisstöðu hverju sinni. Hef ur á hendi gæðaeftirlit er tekur til slátrun- ar, framleiðslu og sölu. Menntun og starfsreynsla: Skilyrði er að umsækjandi hafi menntun á sviði matvælaiðnaðar, s.s. í kjötiðn eða mat- vælafræði. Æskilegt er að umsækjandi hafi meistara- réttindi í kjötiðn, auk þess að hafa gott vald á skipulegu gæðaeftirliti. Mikilvægt er að viðkomandi hafi nokkra reynslu af verkstjórn. Umsóknum þarf að skila fyrir 11. desember nk., merktum: „Framleiðslustjóri", til Kaup- félags Skagfirðinga, Ártorgi 1, 550 Sauðár- króki. Kaupfélag Skagfirðinga. TOLVUUMSJON MENNTASETUR, með kennslu á háskólastigi, óska eftir að ráða fagmann til að hafa umsjón með og sinna þróunarverkefni á sviði tölvumála. STARFIÐ felst í umsjón með daglegum rekstri tölvukerfa auk þess að liðsinna og þjónusta notendur. Viðkomandi mun einnig sinna tölvukennslu að hluta til. VIÐ LEITUM AÐ fagmanni á sviði tölvumála, sem glúrin er við úrlausnir um fullnýtingu tölvukerfa. Um er að ræða Windows-umhverfi, Dos-stýrikerfi og Novell-netkerfi, Internet auk ýmissa tölfræðiforritapakka. í BOÐI ER frumkvöðulsstarf í áhugaverðu umhverfi. Aðstoðað verður við útvegun húsnæðis. Ráðning verður frá áramótum. Umsóknarfrestur er til og með 11. desember n.k. Umsóknareyðublóð og nánari upplýsingar á skrifstofu, sem opin er frá kl.10-16, alla virka daga. Viðtalstímar eru frá kl.10-13. \{/ Starfsrábningar ehf \\\\l Mörkinni 3 ¦ 108 Reykjavík ST RA Sími: 588 3031 ¦ Fax: 588 3044 Cuðný Hariardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.