Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 B 25 ATVIN NIMAUGL YSINGA R Bókasafnsfræðingur (500). Fjölmiðlafyrir- tæki óskar að ráða bókasafnsfræðing í fullt starf sem getur byrjað strax. Starfsreynsla er æskileg. Starfið er krefjandi. Sölumaður (508). Sölustarf fyrir hádegi hjá heildverslun. Æskilegt er að viðkomandi sé snyrtifræðingur að mennt og hafi reynslu af sölumennslu. Góð ensku- og tölvukunnátta er nauðsynleg. Laust strax. Ritari (516). Hlutastarf fyrir hádegi hjá einka- fyrirtæki. Viðkomandi þarf að geta skrifað texta eftir upplestri á ensku og íslensku. Aðstoðarmaður (517). Framleiðslufyrirtæki í Reykjavík (austurbæ) vill ráða aðstoðar- mann í mötuneyti fyrirtækis. Góð laun eru í boði. Framtíðarstarf. Snyrtifræðingur (518). Bláa lónið vill ráða snyrtifræðing til starfa vegna aukinna um- svifa. í boði er mjög áhugavert framtíðar- starf við sölu bæði innanlands og erlendis. Viðkomandi þarf að hafa góða tungumála- kunnáttu og reynslu í skrifstofustörfum. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfs fyrir 8. desember nk. Daglegur rekstrarstjóri Oksnes apóteks í Noregi 0ksnes-apótek er í sveitarfélaginu 0ksnes í Nordland-fylki í Noregi. Apótekið er útibú frá Sortland-apóteki í næsta sveitarfélagi. Staða daglegs rekstrarstjóra apóteksins (bestyrer) er laus frá og með febrúar 1996. Apótekið er lítið en nýtískulegt. Apótekið opnaði árið 1992 og er staðsett í heilsuvernd- arstöð á vegum sveitarfélagsins. EDB er notað í ríkum mæli. Sortland-apótek veitir faglega aðstoð og aðstoð varðandi framleiðslu og afleysingar. Starfsmenn eru lyfjatæknir í hálfri stöðu og tvö og hálft stöðugildi fyrir apótekstækna. Veltan árið 1994 nam um 5,6 milljónum norskra króna. Við leitum að daglegurri rekstrarstjóra/for- stöðumanni með norræna lyfjafræðimennt- un og áhuga á að starfa með öðrum hópum innan heilbrigðisþjónustunnar; sem hefur hæfileika til að starfa sjálfstætt og stjórna öðrum. Viðkomandi þarf að hafa vald á dönsku, sænsku eða norsku, skriflega jafnt sem munnlega og æskilegt er að hafa reynslu af EDB. Sortland-apótek mun útvega húsnæði. Dag- legur rekstrarstjóri fær greidd laun í sam- ræmi við samninga á milli Apótekarafélags Noregs og Félags norskra lyfjatækna. Viðkomandi fær fimm vikna leyfi frá störfum ár hvert og frí á laugardögum. Nánari upplýsingar veitir Ingunn Mandt apó- tekari í síma 00 47 761 21006 (fax 00 47 761 23269) eða Nina Nilsen forstöðu- maður í síma 00 47 761 34555. Skriflegar umsóknir ber að senda til: Sortland apotek, 8400 Sortland, Norge, fyrir 1. febrúar 1996. Alls búa 5000 manns í sveitarfélaginu 0ksnes. Helsta bæjarfé- lagið heitir Myre. 0ksnes er eitt helsta sjávarútvegspláss þessa landshluta. Það er staðsett í Lofoten og Vesterálen. Náttúran er hrjúf og fögur og einkennist af eyjum, fjöllum og hafi. íbúar svæðisins er opnir, mikið er um að vera og auðvelt að komast inn í hlutina. Barnavænt umhverfi. Skipulagt tóm- stundarstarf fyrir öll börn í grunndskóla. Á staðnum er tónlist- og íþróttaskóli. Virk kórastarfsemi. Alhliða íþróttastarf. Fjallgöngur. Góð aðstaða til útiveru. Teikíiari Óskum eftir aö ráöa hugmyndaríkan teiknara meö góöa kunnáttu á helstu Macintosh teikniforrit. Skrifiegum umsóknum um menntun og fyrri störfskai skilaö til afgreiöslu Morgunbiaösins fyrir fimmtudaginn 7. desember. Merkt: SHOW TOOLBOX Á Stopp! Skemmtilegt og gefandi starf Ef þú ert efnilegur, duglegur og faglegur sölumaður þá höfum við rétta starfið fyrir þig! Við bjóðum þér krefjandi, spennandi og lifandi sölustarf sem býður upp á marga möguleika. Þú þarf að vera sterkur í mannlegum sam- skiptum, ákveðinn og metnaðargjarn. Æski- legt væri að þú hefðir einhverja tölvukunn- áttu og kunnir skil á ensku og einu Norður- landamáli. Fyrirtækið er þekkt og traust, staðsett í Reykjavík. Algjörum trúnaði heitið. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendu skriflega umsókn ásamt mynd til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. fyrir 8. desember nk. Hagvangurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Borgey hf. Hornafirði Borgey hf. er sjávarútvegsfyrirtæki þar sem stefnt er að hröðum vexti í landvinnslu og aukinni tæknivæðingu. Fyrirtækið óskar eftir að ráða forstöðumann viðhalds- og tækniþjónustu. Starfssvið: 1. Yfirstjórn tækni- og viðhaldsmála. 2. Þróun og viðhald tæknilegra lausna fyr- ir vinnsluferla, þar sem áhersla verður lögð á aukna sjálfvirkni. 3. Gerð áætlana um viðhaldskostnað og rekstur deildarinnar. 4. Þátttaka í stefnumótun fyrirtækisins með öðrum stjórnendum. Við leitum að manni með menntun á sviði verkfræði/tæknifræði. Iðnmenntun og reynsla af störfum við viðhald véla og tækja æskileg. Þekking á frystitækjum, locistic, layout, við- haldi, sjálfvirkni og skipum nauðsynleg/æski- leg. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, en sömuleiðis að vera góður í liðsvinnu. Góð enskukunnátta er nauðsynleg. IMauð- synlegt að viðkomandi sé í raun tilbúinn að búa á Hornafirði. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Borgey 511“ fyrir 13. desember nk. Stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök Við viljum vekja athygli ykkar á því, að um áramótin 1995-1996 útskrifast hópur félags- ráðgjafa frá Háskóla íslands. Við óskum eftir framtíðarstarfi, hvar sem er á landinu. Um er að ræða hæfileikaríka starfskrafta á ýmsum aldri, með fjölbreytta menntun og starfsreynslu. Atvinnutilboð sendist afgreiðslu Mbl., merkt: „Heildarsýn - '96.“ Styrktarfélag vangefinna Forstöðumaður skammtímavistunar Staða forstöðumanns við skammtímavistun félagsins í Víðihlíð 9 er laus til umsóknar. Þroskaþjálfamenntun eða önnur menntun á uppeldis- og félagssviði, ásamt reynslu í starfi með fötluðum áskilin. Um er að ræða fulit starf sem krefst góðra skipulags- og stjórnunarhæfileika. Þroskaþjálfar stuðningsfulltrúar Einnig vantar þroskaþjálfa og stuðningsfull- trúa til starfa í skammtímavistun. Um er að ræða vaktavinnu. Ráðið verður í ofangreind störf frá 1. janúar og ber að skila umsóknum á sérstökum eyðu- blöðum, sem fást á skrifstofu Styrktarfélags- ins, fyrir 15. desember. Nánari upplýsingar veitir Kristján Sigmunds- son starfsmannastjóri á skrifstofu félagsins, Skipholti 50c og í síma 551 5987. Skammtímavistun í Víöihlíð 9 veitir þjónustu fötluðum einstakl- ingum, 12 ára og eldri, sem hafa þroskaheftingu sem aðalfötl- un. Stöðugildi eru 7,5 og í skammtímavistun geta dvalið allt að 6 einstaklingar í einu. SKYGGNIR HF Skyggnir hf. er öflugt hugbúnaðarfyrirtæki með fjöl- þætta starfsemi á ýmsum sviðum hugbúnaðargerðar. Hjá Skyggni starfa 15 starfsmenn með mikla reynslu af hugbúnaðargerð og þjónustu við viðskiptahugbúnað. Skyggnir er söluaðili fyrir viðskiptahugbúnaðinn Fjölni sem hlotið hefur frábærar viðtökur hjá íslenskum fyrir- tækjum sökum sveigjanleika og rekstraröryggis og einn- ig Navision Financials sem er arftaki Fjölnis í Windows- umhverfinu. Hjá Skyggni er lögð sérstök áhersla á þró- un og þjónustu við ýmis sérkerfi í Fjölni og Financials, s.s. framleiðslukerfi fyrir sjávarútvegs- og iðnfyrirtæki, gæðakerfi og heildarlausnir fyrir sveitarfélög. Skyggnir býður viðskiptavinum sínum einnig lausnir í Lotus Not- es- hópvinnukerfinu og á veraldarvefnum. Hugbúnaðargerð Vegna aukinna umsvifa óskast starfsmenn til starfa hjá Skyggni hf. Störfin felast í forritun í Fjölni og Navision Financials. Leitað er að einstaklingum með verkfræði- eða tölvunarfræðimenntun. Reynsla af forritun í C/C++ og haldgóð þekking á Windows umhverfinu (NT, Windows95) æskileg. í boði eru vel launuð störf með góðum framtíðarmöguleikum. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Skyggnir hf.“ fyrir 15. desember nk. RÁÐGARÐURhf STIÓRNUN AR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK ^533 I8(X)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.