Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR3.DESEMBER1995 B 23 „Ég taldi mikla hættu á hörðum árekstri ef ég sigldi alveg að skip- inu sem ýmist hvarf í ágjöfunum eða skaut upp með öldunni. Ég ákvað þó að taka þá áhættu ef honum tækist ekki að ná lykkj- unni." Baráttu Gunnars var ekki lokið: „Þegar mér skaut upp eftir eina fylluna hafði ég misst skóna. Ég kom auga á breska björgunarbát- inn: „Á ég að taka áhættuna og stökkva?" Nei, það var alveg eins og áður, mér fannst þyrian ekki vera fyrir ofan til að lýsa upp og báturinn var með- ölduna á aðra hliðina þannig að mér fannst hann ekki tilbúinn að sigla strax að mér ef ég færi í sjóinn. Hverfandi líkur voru á að björgunarmennirnir sæju mig eða gerðu sér yfirhöfuð grein fyrir hvort eða hvenær ég yfirgæfi skipið. Ég var sem fyrr staðráðinn í að reyna að komast með þyrlunni og ákvað að bíða örlítið. Ég var í stöðugri baráttu við að halda mér en lítill tími var til stefnu því skipið var að sökkva. Nú var þyrlan að koma og ég sá vírinn nálgast. Mér tókst fljótlega að grípa um hann og bregða lykkj- unni utan um mig en óttaðist að slakinn á vírnum fiæktist í skipinu þegar híft yrði. Ég sá fram á að ef það gerðist myndi ég lenda af miklu afli utan í. Ég togaði slak- ann til mín, beið í stutta stund og sagði í hálfum hljóðum með varirn- ar herptar: „Hífið þið nú, hífa núna, það er allt klárt!" En allt kom fyrir ekki. Aldrei strekktist á vírnum. Þetta var skelfilegt - þyrluflugmennirnir voru sambandslausir við mig í grenjandi fárviðri, vírinn óklár og skipið valt og gekk upp og niður á öldunni. Ný fylla hreif mig með sér. Sjórinn tók mig heljartaki og ég missti aftur af lykkjunni í hama- ganginum. Þegar vírínn kom í fj'órða skipt- ið náði ég enn á ný að grípa í hann og setti lykkjuna utan um mig. Eg beið og beið en ekki var híft. Nú kom önnur alda. „Er ég aftur að fara úr vírn- um?" hugsaði ég. Ég fór á bólakaf og hélt dauða- haldi um lykkjuna. Þegar mér skaut upp var hún enn þá utan um mig - mér fannst heil eilífð líða. Ég reyndi að stappa í mig stálinu og sagði við sjálfan mig: „Nú kemur það, ég verð hífður upp - þetta hlýtur að koma núna." Ég fann að slakinn fór af yírnum og hann hertist að mér. Ég var að lyftast upp. Loksips, loksins. Þetta var að hafast. „Á ég þá eft- ir að lifa af eftir allar þessar hörm- ungar okkar?" hugsaði ég þar sém ég hékk í lausu lofti. Sú einkenni- lega hugsun greip mig þegar ég losnaði frá skipinu hvort það væri rétt af mér að yfirgefa það. Mér fannst síðasti sólarhringur hafa verið hryllilegur - ég vissi að eitt- hvað hafði ekki verið eins og skyldi. Mér fannst ég bera ábyrgðina og spurði mig hvort ég ættj uppreisn- ar von eftir þetta slys. Eg hugsaði til. fjölskyldu minnar heima en mestar áhyggjur hafði ég af því hvort allir úr áhöfn minni væru heilir á húfi. Ég hafði ekki haft tök á að fylgjast með öllum björg- unaraðgerðunum." Mennirnir í þyrlunni tóku nú á móti Gunnari og létu tíann setjast niður. Skipstjórinn kom ekki auga á Ragnar, Steinar og Vigni því þeim hafði verið komið fyrir á öðr- um stað í vélinni. Gunnari var rétt- ur bolli með heitu tei. Björgun virt- ist lokið og Nicholas Houghton flug- stjóri og Maurice Hutchens báru saman bækur sínar í gegnum tal- stöð - hafði öllum úr áhöfn Tungu- foss örugglega verið bjargað? • ÚTKALL — íslenska neyðar- línan. Óttar Sveinsson skráði. ís- lenska bókaútgáfan (áður Bóka- klúbbur Arnar og Orlygs) gefur út. Verð 3.380 kr. V Glæsileg sending af sófasettum og hornsófum (D Valhúsgögn ARMULA 8, SIMAR 581 2275 og 568 5375 1 Fyrir síðustu jól hefur skátahreyfingin selt sígrœn eðaltré í hœsta gœðaflokki og hafa þau prýtt mörg hundruð heimili, Svo eðlileg eru trén að fuglar gcetu átt það til að gera sér hreiður í greinum þeirra. Sígrœnu jólatrén frá skátunum eru grœn og falleg jól eftir jól. lOáraábyrgð 8 stœrðir, 90 - 305 cm Stálfótur fylgir Eldtraust íslenskar leiðbeiningar ^^j^*Rf^*"'PL * ? QfVuútiáC . QAfátMmdeaiáé Jólatré til að hengja á vegg. Borðjólatré með skreytingu og Ijósaseríu, 38 og 60 cm. Handunnar jólastjörnur til að hengja niður úr lofti, 3 stcerðir, Jólahringir 30 og 45 cm. Jólahengja 3 m löng. Handriðshengjur með og ón Ijósa Krúttlegir jólasveinar í 3 stcerðum. 185 cm hátt eðaltré á stálfœti með sérvöldum og mjög vönduðum jólaskreytingum og má velja á milli þriggja mismunandi skreytinga: „Hvít jól", „sígjld jól" og „náttúruleg jól". Allar skreytingarnar eru einstakar, margar hverjar handunnar og fást almennt ekki annars staðar. o x w: Skátahúsið Snorrabraut 60 Hekluhúsið Laugavegi 174 *S6t m * fr\\Cr\l Blab allra landsmanna! -kjarnimálsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.