Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 B 9 HEFNDIR OG HUGREKKI Hugleiðing um Heiðarvígasögu eftir Örlyg Sigurjónsson ORl )T AKII) „að launa einhverjum lambið graa" er vafalítíð eitt þeirra orðtaka sem mest er í notkun í íslensku nútímamáli. Upphaf- ið má rekja tíl Heiðarvígasögu, sem talin er vera rituð um miðja 13. öld. Að matí Bjarna Guðnasonar prófessors mun sagan vera rit- uð af kennimanni í þeim tilgangi að lægja ófriðaröldur Sturlungaald- ar í guðs nafni. ristín og heiðin gildi takast á í Heiðar- vígasögu, annars vegar með fyrir- gefningu að leiðar- ljósi og hins vegar hefnd og víga- ferli. í upphafi sögunnar segir af bræðrunum Vermundi og Styr, sem nefndur er Víga- Styr. Vermundur fær berserki tvo að gjðf, sem reynast honuni full erfiðir í rekstri vegna skapsmuna þeirra og fyrirferð- ar. Vermundur fær því bróður sinn tíl að þiggja þá að gjöf því hann telur víst að berserkirnir muni betur þrífast hjá þeim manni sem ærin verk hafa handa slík- um boluni. Verkin þau felast fyrst og fremst í mannvígum og þar sem Víga-Styr á sökótt við ýmsa sveitunga sína tekur hánn við berserkjunum og Vermundur andar léttar. Ber- serkirnir kætast harla yfir vist- inni hjá Víga-Styr, einkum er þeir fá verkefni við hæfi, en það er að taka hús á Þorbirni nokkr- um kjálka að næturlagi og drepa hann. Það er ekki að ósekju sem les- endur fyllast fyrirlitningu á Styr þegar hann ríður með berserkina Örlygur Sigurjónsson til þessa verks, því hann heldur föðurbana sinn: sér tíl hlés þar tíl Þorbjörn er orðinn vígamóður og lítt skaðleg- ur. Styr heggur Þorbjörn svo banahögg með lítilli fyrirhöfn án þess að leggja sjálfan sig í hættu. Slíkar eru aðferðir Styrs og h'óst að éngin hetía er hér á ferð held- ur fyrirlitleg og andfélagsleg skepna. Yfirgangur Styrs vex og hann gengur um hér- uð, myrðandi á báðar hendur og bætír eng- in manntíón. Lög ná ekki yfir hann þar sem hann nýtur fullt- ingis rikra manna og mága, svo i'áir þora að veita honum mót- spyrnu. Til sögunnar er nefndur Þórhalli á Jörva sem skýtur skjólshúsi yfir Einar nokkurn, sem er á flótta undan Styr. Um síðir nær Styr til Einars og drepur hann, en skikkar Þór- halla til að veita sér beina hve- nær sem er í refsingarskyni fyr- ir að aðstoða Einar. Að lokum ofbýður Þórhalla yfirgangur Styrs svo mjög að hann hyggur á búferlaflutninga en er eltur uppi af Styr og mönnum hans og lætur lífið í heljulegri vörn við ofurefli. Grípum nú niður í framhaldið hér til hliðar þar sem segir frá Gestí, syni Þórhalla og merkilegri viðureign hans við að leynir sér ekki að viðureign hins pasturslitla Gests og ójafnaðar- mannsins Styrs, minnir lesendur á að með hug- rekkið að vopni auðnast mönnum að sigrast á ýmsum hindrunum, þó torsótt virðist í fyrstu. Hugrekkið hefur verið mik- ilsmetin dygð í vestrænni sið- fræði allt frá dögum forn- grísku heimspekinganna. Ef við föllumst á þá túlkun, að samskipti Gests og Styrs eigi sér skírskotun til baráttu góðs og ills, eða kristni og heiðni með andstæðum gildum, hvernig getur þá Gestur verið sannverðugur fulltrúi kristn- innar ef hann brýtur fimmta boðorðið sem lýtur að banni við manndrápum? Kennir þessi sögukafli lesendum það að sá sem drepur mann eigi aðdáun skilda fyrir hugrekki? Samræmist það ekki frekar kristnum siðaboðskap að fyr- irgefa óvinuin? í þessu tilliti má gefa gaum að tilgangi sið- legrar breytni. Undantekn- ingar frá ströngustu siðaregl- um eru f orsvaranlegar því aðeins að markmið með þeim séu nægilega háleit. I þessu samhengi má benda á að þótt Platón í Ríkinu viðurkenni lygi fráleitt sem dygð heldur hann því fram að stjórncnd- um ríkisins leyfist að segja ósatt því aðeins að það sé i þágu ríkisins. Undantekning- ar frá fimmta boðorðinu „Þú skalt ekki mann deyða" eru á svipaðan hátt réttlætanleg- ar ef þær eru í þágu lands og lýðs. Sum manndráp eru guði þóknanleg eins og þegar Davíð drap Golíat. Það er því ekki ósennilegt að viðureign þeirra Gests og Styrs sé af- sprengi sögu Davíðs og Gol- íats, eins og Bjarni Guðnason prófessor hefur fyrir satt í riti sínu „Túlkun Heiðarvíga- sögu". Að gera undantekningar Þórhallilét tvö börn eftirsig. Hét annað Gesturen annaðÁslaug. Voruþau bæði ung þáfaðirþeirra varveginn. Varð því eigi að eftirmálum oglíða nú svo tímar. Gestur var smár vexti og seinþroska og þótti því mönnum lítilþreks von aðhonum. Kom núsá bóndi aðJörva sem Þorleikur hét og hélt hann samt uppigistingu við Styr. Óx þar Gestur upp með honum. Eftir nokkur misseri ber svo við að bænd- ur tveir í Borgarfírði sunnan Hvítár verða missáttir afhestagöngu. Hét annar Halldór er bjð á Ferjubakka. Hinn hét Höskuldur erbjó á næsta bæ. Hestar Halldórs gengu oft íhögum Höskuldar. Ogeitt sinn erþeir höfðu gjört þar nokkurn usla varðHöskuld- ur afar reiður og hljóp heim á bæ Halldórs og iliyrtist við hann. Var við sjálft búiðþeir myndu berjast en Höskuldur drepa hestana því þeir gengju sér til óhelgis. Styr varmikill vinur Halldórs. Hann skaut þessu máli undir hans gjörð ogþvísam- þykktist hinn. Sendir Halldór boð vestur Styr vin sínum um haustið að semja þessa deilu þeirra á millum. Styr segist koma vilja en verða þó að bíðaþess að vatnavextir minnki ogísa leggi. Ferhann nú aðheiman um veturnætur. Fylgirhonum Þorsteinn sonurhans semþá var fullorðinn aðaldri ognokkru menn fleiri. Gistir hann á Jörva sem hann varfyrri vanurþá hann fersuður um. Tekur Þorleikur vel við honum ogyfir borðum mælti hann: „Það virðist mönnum aðþú hafir fyrir litlar sakir vegið Þórhalla. Stóð hann þérjafnan fyrir kosti og vissu allir að sú sök erþú felldir á hann var af einfeldni hans en engri tilverknan. Nú eru börn hans ung og munaðarlaus eftir. Væri því höfðingsskapur að hugga þau ínokkru." Styrsegist vilja sjá sveininn. Erhann nú leiddur fyrir Styr og líst honum sveinninn smár í augum sér og óvænlegur til hefnda. Styr mælti: „Eigi hefeg bætt víg mín hingað til dags og verðurþað nú hið fyrsta sinn sem egþaðgjöri. ísumar sögðu grið- konur mínar þar véra hrútiamb eitt, grátt aðlit, ullarrýjað, er eigi vildi þrífast. Nú sýnist mérþað rétt á komið að sveinn þessi hafí lambið í föðurgjöldin en eigi mun hann frekara þurfa afmér fá." Þorleikur mælti: „Þetta erhvorkigóð- mannlega né höfðinglega mælt oghefði eg annarra orða vænt afþér. Ersveininum lít- H huggun íþessum svörum." Styr biður hann aðþegja ogsegirhonum muni hentast að skipta sér ekki afþessu. Muni svo hljóta að standa sem hann mælt hefur. Þorleiki þykir ráðlegast að fella þessa ræðu. [...]. 9. Gestur situr nú hugsi um sitt mál. Var hann lítill að vexti og frár á fæti. Geymdi hann fjárfóstra síns. Dagþann er von var Styrs sat hann að fé og skefti öxi sína. Varðþá sá viðburður að blóðdropar nokkrir féllu á skaftið. Hann kvaðþá vísu. Kemur hann heim síðan oghittirsystur sína útiog segirhenni frá. Hún segirsérþyki líkast að einhverjum tíðindum gegni og vildi hún það kæmi niður ímaklegum stað. Hann kvað enn vísu. Þáþau eruþetta aðmæla berþarmenn aðgarði. Eru það Styr og fylgdarmenn hans. Höfðu þeir vöknað íHítará en Styrhafði skúaðan hest og varþvíeigi votur. Frost var um daginn. Varþeim beini gjörður, dregnar afþeim brækur og skóklæði og kyndur eldur upp. Styr sat við eldinn. Þar hafði verið höfð soðning um daginn og stóðu hitukatlar utar á gólfinu sem soð varí. Ás- laug systir Gests rekurþar í brækurnar og ber út á vegg. Eldahúsið varsvo lagað að handraðar voru innan veggja svoganga mátti á milliþeirra og veggjanna á baki mönnum. Tvær dyr voru á húsinu. Lágu aðrar út og voru það laundyr. Förunautar Styrs segja að sparaður sé eldiviðurinn. Hleypur Gestur út ogsópar saman því eldiviðarsorpi sem hann fmnur, ber inn fullt fang og kastar öllu á eldinn ogjafnskjótt öðru fangi. Lýsturþá upp mikl- um reyk og svælu íhúsin. Hleypur Gesturþá íhandraðana kring á bak til við Styr og heggur með öxi af öllu afli íhöfuðhonum bak við eyraðhægra megin svo íheila stóð og mælti: „Þarlaunaði eg þér lambið grá," hleypur út laundyrnar og skellirílás. En Styrhnígurfram á eldinn. Hleypur Þorsteinn undirhann ogþá hann sérað hann erhöggvinn til bana og örendur hleyp- ur hann út ogþeir allir saman eftir Gesti. Gesturrennur undan allt aðHítará. Áin var rend ogrann í streng á milli. En meðþví Gestur var frárþá stekkur hann yfír ána. Förunautar Styrskomast sumir á miðja leið ogsnúa heim aftur. Þykirþeim Hlt að etja berum fótum við klakann en Þorsteinn renn- ur allt að ánni. Stendur Gestur öðrumegin og varnar hon um yfir að komast. Sér Þor- steinn aðfjandmaður sinn stendur hinumeg- in og vofíryfir höfði sér. Erþar vogun til aðráða. Hitt eroghætta aðhlaupa á ána og snýr viðþað aftur. frá mikilvægum siðareglum krefst heilbrigðrar dóm- greindar þar sem mat er lagt á afleiðingar þess að aðhafast eða aðhafast ekki. Erindi þessa hluta Heiðarvígasögu við nútímalesendur er því ekki hvað síst fólgið í hvatningu til að skerpa dómgreindina og leggja sjálfstætt mat á hvers kyns aðstæður með mikilvæg- ar reglur, skráðar sem óskráð- ar að Iciðarljósi. Menn munu halda áfram að launa hver öðrum Iambið gráa, þó vonandi með aðferðum vit- rænnar orðræðu frekar en mannvigum. Megi það verða til að minnast hins hugrakka Gests og hugrakkra hetja á öllum tímum. Höfundur erB.A.i islensku og heimspeki. ameining eða Frummælendur verða: Margrét Frímannsdóttir, Alþýðubandalagi, Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóðvaka, Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista, Sighvatur Björgvinsson, Alþýðuflokki, Benedikt Davíðsson, ASÍ og Ögmundur Jónasson, BSRB. Fundarstjóri Atli Rúnar Halldórsson. Sá m vi n n ai Opinn fundur á vegum Alþýðubandalagsins í Reykjavík meðfulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna og verkalýðshreyfingarinnarmánudaginn 4. desember kl. 20.30 í Ársal Hótel Sögu._ Allir velkomnir. Stjórn ABR,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.