Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 2
i B SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VINSÆLDIR Bjark- ar Guðmundsdótt- ur hafa ekki verið meiri eins og sann- aðist þegar hún var kjörin söngkona ársins af áhorfendum Evrópuútgáfu tónlistarsjónvapsstöðvarinnar MTV í beinni útsendingu frá París fyrir rúmri viku. í því kjörí keppti hún meðal annarra við Madonnu og Janet Jackson, en sú síðarnefnda var hlutskörpust í þessu kjöri á síð- asta ári. Fyrir skemmstu láuk tón- leikaferð Bjarkar um Bandaríkin og þar hefur frægðarsól hennar ekki risið eins hátt áður, þó líkur megi leiða að því að hún eigi ekki eftir að ná álíka vinsældum þar í landi og stallsystur hennar sem hún lagði í París. Staða hennar er ólík í því að hún selur ekki eins margar plötur og þær, en nýtur um leið meiri virðingar og fær alraennt já- kvæðari umfjöllun í fjölmiðlum, Risamarkaður Bandaríkjamarkaður er gríðar- stór, sem vonlegt er í 260 milljón manna landi þar sem kaupmáttur er með mesta móti. Forðum var það prófsteinninn á velgengni hljóm- sveita, þá helst breskra, hvort þær næðu að slá í gegn vestan hafs; ef það tækist væri framtíðin tryggð. Á síðustu árum hefur það orðið æ erfiðara og þannig var mikið um það fjallað í bandarískri og breskri popppressu á árinu hvað langt væri um liðið síðan hljómsveit frá öðru landi tókst að slá í gegn á Banda- ríkjamarkaði. David Fricke, blaða- maður og fyrrum tónlistarritstjóri Rolling Stone, eins helsta tónlistar- tímarits heims, vill rekja skýring- una til þess að plötukaupendur í Bandaríkjunum séu ekki einsleitur hópur; „meiri munur er á smekk manna til að mynda í Kaliforníu og Montana, en á milli Breta og Frakka," segir hann og bendir á að þessi munur sé sífellt að aukast. Hann bendir einnig á að þeir tónlist- armenn sem mestum vinsældum ná í Bandaríkjunum eigi oft erfítt að ná hlustum Evrópubúa, þeir séu „of bandarískir", og nefnir máli sínu til stuðnings Garth Brooks, sem fáir þekkja utan Bandaríkjanna, en er mesti metsöluhöfundur síðustu ára þar í landi, hefur selt töluvert fleiri plötur en Michael Jaekson til að mynda. Brooks leikur bandaríska sveitatónlist, sem hefur ekki náð útbreiðslu að ráði utan Bandaríkj- anna, en einnig nefnir Fricke nú- tíma soultónlist, eða R&B, Rhythm and Blues, sem þýða má sem takt og trega, en slík tónlist er afar vin- sæl vestan hafs en minna ber á henni í Evrópu. Útvarpið skiptir meginmáli Ágætt dæmi um markaðssetn- ingu hljómsveitar í Bandaríkjunum er velgengni Sykurmolanna þar í landi. Tónlist hljómsveitarinnar var þess eðlis að engar líkur voru á að hún myndi ná almennum vinsæld- um, þ.e. ná til þeirra sem hlusta á létta popptónlist. Leið Sykurmol- anna inn á bandarískan markað var því í gegnum háskólaútvarpsstöðv- arnar og þaðan í útvarpsstöðvar sem leika þyngri tónlist. Sá hópur sem hlustar á þesslags tónlist er ekki stór á bandarískan mæli- kvarða, en hann er virkur í plötu- kaupum, þannig að ef hljómsveit nær til hans er hún nokkuð trygg með nokkur hundruð þúsunda ein- taka sölu. John Henderson, plötuút- gefandi í Chicago, sem rekur þar útibú Smekkleysu s/m hf., Bad Taste USA, segir að útvarpsspilun sé meira mál í Bandaríkjunum en víðast annars staðaí. Hann segir það reynslu sína eftir plötuútgáfu í mörg ár að erfíðast sé að komast inn í svæðisbundriar útvarpsstöðv- ar, því menn séu oft uppteknir af því sem er að gerast í sinni heima- byggð. Háskólaútvarpið sé helsti vettvangur fyrir nýja tónlist. „Við erum nú að gefa út plötur með Unun og Kolrössu krókríðandi, sem kallast Bellatrix hér, sem stefndu yæntanlega inn á sama markað á íslandi, en hér er því öðruvísi farið. Enginn vandi er að markaðssetja Bellatrix, því tónlist og ímynd fellur vel að háskólaútvarpinu. Meiri ¦¦¦¦¦¦¦¦¦ Vinsældir Bjarkar Guð- mundsdóttur hafa ekki veríð meirí vestan hafs. Arni Matthíasson fór til Bandaríkjanna og komst að því að þó Björk eigi möguleika á að leggja Bandaríkin að fótum sér er ekki víst að hún vilji kosta því til sem þarf. Þjófstolnar upptökur SUMIR te^ja það til marks um vinsældir tónlistar- manns hvenær þjófarnir fara af stað, þ.e. hvenær ólöglegar útgáfur fara að sjást í verslunum. Þær eru tvenns konar; ólöglegar útgáfur á upptökum sem ekki átti að gefa út eða tónleikaupptökum, eða ólögleg fjölföldun eða afrítun á áður útgefnu efni. Dæmi um hið fyrrnefnda eru fjölmörg, ekki síst vegna þess að á Italiu eru höfunda réttarlög gloppótt og því alsiða að gefa út þar i landi ýmiss kon- ar tónleikaupptökur án vitundar og vilja tónlistarmannanna. Dæmi um hið síðarnefnda sjást sjaldan á Vesturlöndum, en al- siða er víða í Asíu og Afríku að afríta og fjölfalda ólöglega, ekki síst eftir að geisladiskur- inn kom til sögunnar, því gera má fullkomið afrít með litlum tilkostnaði. Eitt dæmi hef ég séð um þetta, þar sem ég rakst á plötu með Sykurmol- unum, Life's too Good, á götumarkaði í Lundúnum, sem selt var á hálft annað pund, og við nánarí skoðun kom í ljós að umslagið var fjöl- ritað og litur á því ankannanlegur. Hljómsveitir hafa tekið því misjafnlega að tón- leikar séu teknir upp og gefnir út og þannig var með Grateful Dead að hljómsveitin leyfði hvérjum sem vildi að taka upp tónleika og meira að segja var boðin sérstök aðstaða til þeirrar ið|u. Björk \ er aftur á móti í nöp við útgáfu sem þessa, enda er iðulega verið að gefa út plðtur með afleitum Iiljóm og margt ekki boðlegt. í Greenwich ViIIage í New York er verslun sem sérhæfir sig í að selja plötur þessa kyns og þar er til að mynda hægt að fá tugi diska með Bítlunum, allt ólöglegar upptökur og megnið hUóðversupptökur. Þar voru líka vínylplötur og diskar með tónleikaupptökum Sykur- molanna og níu geisladiskar með Björk, allir kolólöglegir. Á diskunum er helst að finna tón- leikaupptökur, flestar frá stuttri Bandaríkjaferð Bjarkar í kjölfar Debut, en einnig eru á sumum diskanna upptökur frá tónleika- ferð Sykurmolanna 1991, aukin- heldur sem einn diskurínn er frá Unplugged-þætti Bjarkar fyrir sjónvarpsstöðina MTV seint á síðasta ári. í kjölfar vel heppnaðrar tónleikaferðar Bjarkar um Bandaríkin í haust má svo búast við nokkrum ólöglegum diskum þegar á næsta ári. vandi er aftur á móti að miða Unun áfram, að minnsta kosti til að byrja með, því háskólaútvarpsstjórum finnst tónlistin of létt fyrir almenna spilun þar, og poppútvarpsstöðva- stjórum fínnst hún of þung." Hann segir að þetta hafi að vissu leyti verið það sem Björk þurfti að glíma við þegar hún sendi frá sér fyrstu plötuna. „Ég las einmitt dóm eftir einn helsta tónlistarblaðamann Chicago um Debut á sínum tíma, þar sem hann fann plötunni allt til foráttu og afskrifaði Björk fyrir fullt og allt. Þegar hann svo fjallaði um Post var annað hljóð komið í strokkinn og hann sagðist þá hafa hlustað á Debut aftur og áttað sig á hvað það var merkileg og bylting- arkennd plata. Af þessu má sjá að það eina sem Björk þarf að gera er að fá fólk til að hlusta." Dreifingin Þrándur í Götu ¦ David Fricke tekur í sama streng og segir að þessi tilhneiging mark- aðsfræðinga og verslunarmanna að skipa tónlist í ákveðna flokka sé oft hindrun þess að tónlist ólíkrar gerðar nái að slá í gegn. „í svona stóru landi verða menn að geta flokkað tónlist fyrir verslunareig- anda í Ohio'sem hefur engan áhuga á neinni tónlist nema sveitatónlist. Hann verður að geta treyst á það að hann sé að fá tónlist inn til sín sem hann geti selt." John Henderson segir að dreifing á tónlist hafi lengi vel verið litlum útgefendum, sem helst geri tilraun- ir með tónlist, Þrándur í Götu. „Það hefur verið erfitt að koma plötum í dreifingu hjá dreifingarfyrirtækj- um stóru fýrirtækjanna, sem eru að dreifa einhverjum hundruðum þúsundum eintaka um land allt. Þau hafa kannski fyrir sið að dreifa fímm plötum í hvern stórmarkað, en það eru kannski 5.000 eintök af plötu sem selst jafnvel bara svæðisbundið. Hljómsveitir eins og Risaeðlan og Bless, sem gáfu plótur út hér í landi fyrir nokkrum árum, urðu ekki síst fyrir barðinu á þessu, því það kostar svo mikið að dreifa plötum. Þetta er sem betur fer að breytast, ekki síst vegna velgengni rokkfyrirtækja eins og Sub Pop og Epitath, og þannig höfum við náð mjög góðum dreifingarsamningi. Björk þarf ekki að glíma við þetta vandamál. Hún er á mála hjá stór- fyrirtæki sem hefur lagt mikla vinnu í að kynna hana, auglýst hana um landið þvert og endilangt, og uppsker samkvæmt því." Ötrúleg rödd og sterk útgeislun Umfjöllun um tónleika Bjarkar í Bandaríkjunum hefur alla jafna verið lofsamleg og David Fricke, sem séð hefur hana oft á tónleikum, segir þá jafnan skemmtilega upplif- un. „A 'öllum þeim tónleikum sem ég hef séð með henni hér í New York hefur hún heillað áhorfendur gjörsamlega. Það er ekki bara það að hún hafi ótrúlega rödd, heldur er það líka eðlileg sviðsframkoman og útgeislunin sem er svo sterk að allir sem sjá hana á tónleikum upp- lifa þá sem eitthvað alveg sérstakt og einstakt; aðeins ætlað þeim. Svona nokkur getur enginn skilað í 20.000 manna tónleikasal eða þaðan af stærri, Björk er eitthvað sem upplifa verður út af fyrir sig og því tel ég ólíklegt að hún eigi eftir að leggja Bandaríkin að fótum sér og reyndar má spyrja af hverju hún ætti að vilja það. I svona stóru landi með eins breytilegan smekk og ég hef lýst verður tónlistarmaður að þynna út tónlist sina til að ná til allra. Ég tel ólíklegt að Björk vilji feta þá braut, að reyna að geðjast öllum og geðjast þá ekki neinum fyrir vikið. Eg teldi líka líklegt að ungl- ingum í Bandaríkjunum finnist Björk eflaust of seig í hettunni til að vera töff. Ekki má síðan gleyma því að þeir tónlistarmenn sem farið hafa þannig á toppinn detta endan- lega út af honum áður en langt um líður. Að mínu mati á Björk eftir að halda lengur velli með því að vera einmitt hún sjálf, að reyna ekki að geðjast neinum nema sjálfri sér."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.