Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Maddaman á
Prestbakka
Ur nýjum bókum
Bókin Skáldkonur fyrri alda I-II er komin út. Þetta verk Guðrún-
ar P. Helgadóttur kom upphaflega út 1961 og 1963, og seldust
bækumar þá upp á skömmum tíma. í þessu verki sínu skýrir höf-
undur frá hlutdeild íslenskra kvenna í sköpunarsögu íslenskra bók-
mennta fyrstu aldimar og segir frá þekktum skáldkonum fyrri
alda, þeim Þómnni á Gmnd, Steinunni á Keldum, Þórhildi skáld-
konu, Jóreiði í Miðjumdal, Steinunni í Höfn, Látra-Björgu, Maddöm-
munni á Prestbakka, Ljósavatnssystmm og Vatnsenda-Rósu.
LÖNGUM hefur því verið
trúað, að fyrirbænir geti
látið gott af sér leiða, og
menn hafa velt fyrir sér,
hvort bænhiti eldklerksins hafi
beizlað náttúruöflin og stöðvað
hraunrennslið á Klaustri.
Séra Jón Steingrímsson átti Þór-
unni Hannesdóttur Scheving. Þau
eignuðust fimm dætur: Sigríði, Jór-
unni, Guðnýju, Katrínu og Helgu,
og giftust allar prestum. Eftir lát
Þórunnar tók séra Jón sig til og
reit ævisögu sína og tileinkar hana
dætrum sínum. Segir hana í for-
mála sögunnar, að dætur sínar hafi,
síðan þær drógust á legg, auðsýnt
sér „elsku, hlýðni og auðsveipni"
og hjúkrað sér, er aldur færðist
yfir hann, og megi það heita „sitt
eftirlæti“ að rita söguna „þeim til
vilja“. Segir prestur einnig, að hann
tileinki ekki einni dóttur sinni sög-
una, heldur öllum, því að hann þekki
þeirra ástúðlegt samlyndi og óski,
að það haldist sem lengst.
Margir íslendingar geta rakið
ættir sínar til séra Jóns Steingríms-
sonar og Þórunnar og telja sér heið-
ur að. En fáum er ef til vill kunn-
ugt um, að Katrín, dóttir þeirra,
þótti skáld gott á sinni tíð og henn-
ar er lofsamlega getið í rithöfunda-
tölum. Lítið hefur varðveizt eftir
Katrínu, aðeins tvö kvæði í Lands-
bókasafni. Annað er Lítið bænarljóð
til afþreyingar og hitt Brúðkaups-
kvæði. Hvorugt þeirra hefur verið
prentað í heild. í „Gömlu kvæða-
safni andlegu“ eru ljóð eftir all-
marga höfunda, og eru flestir þeirra
prestlærðir. Aftast í kverinu er
bænarljóð maddömmunnar sálugu
á Prestbakka og er eini sálmurinn
eftir konu í kverinu.
í rithöfundatölum segir, að Krist-
ín hafí fært enska prestinum Hend-
erson „Lukkuóskakvæði", þegar
hann fór héðan, og var það af hon-
um vel þegið. Það kvæði fínnst nú
hvergi. En í ferðabók Hendersons
er skemmtilega vitneskju um Katr-
ínu að fínna, sem sýnir, að mönnum
hefur þótt mikið til orða hennar
koma. Henderson getur þess, að í
kirkjugarðinum á Klaustri séu mörg
grafletur á íslenzku höggvin í blá-
grýtisstein og hafí kona prestsins
samið nokkur þeirra, enda sé mælt,
að hún hafi nokkra skáldgáfu.
Katrín er fædd 30. september
1761 að Felli í Mýrdal, og faðir
hennar skírir hana samdægurs.
Meðan Katrín var enn í móðurlífi,
var beðið um nafn hennar. Kom það
til af því, að séra Jón Steingrímsson
var mikill vinur séra Jóns Bergsson-
ar, og hafði hann beðið um Katrínar-
nafnið, ef þar fæddist dóttir. Á dán-
ardægri bað hann vin sinn, séra Jón
Steingrímsson, fyrir son sinn, Berg,
og fól honum hann í hendur. Áður
Opnað hefur:
SÁLFRÆÐISTOFAN ANDARTAK
(við Skúlagötu 63, Reykjavík)
£
Sálfræðingar: Jón Sigurður Karlsson
Símar: 897 0615/553 6695
Vkkerttnann^te^.
S»r óviðtomani'-
Loftur Reimar Gissurarson
566 7747/562 1382
Sálfræðingar: Kolbrún Baldursdóttir Guðrún Iris Þórsdóttir
Símar: 5682488 588 1619
hafði séra Jón Bergsson lagt svo
fyrir, að Bergur, sonur hans, ætti
Katrínu, er fram liðu stundir. Þegar
séra Jón Bergsson andaðist, er Katr-
ín tæplega tólf ára gömul. Enginn
veit framar um óskir né vilja Katrín-
ar prestsdóttur í þeim efnum, en
ráðstafanir séra Jóns Bergssonar
urðu að veruleika. Vinur hans segir
í ævisögu sinni, að þær hafí orðið
að hafa „sinn framgang og full-
komnan", því að þær hafí verið
skriftaðar af guðhræddu og einföldu
hjartalagi.
Séra Jón Steingrímsson lét sér
alla tíð annt um Katrínu, dóttur sína.
í móðuharðindunum, þegar sultur-
inn og volæðið svarf sem harðast
að, kom hann henni fyrir í Hlíðarhús-
um á Seltjamamesi, svo að henni
gæti liðið betur, en Þóurnn hús-
freyja þar hafði verið til lækninga
hjá séra Jóni um hríð. Jórunni, dótt-
ur séra Jóns, var einnig komið fyrir
á sama bæ, og höfðu þær systur
að sögn hans sjálfs skemmtun hvor
af annarri „á þeirri sorglegu tíð“.
Eftir að séra Jón Steingrímsson
missti Þórunni, konu sína, sótti á
hann svefnleysi „með þönkum og
iðjuleysi". Þá sagði Katrín eitt sinn
við föður sinn, áð hann hljóti að
gifta sig, því að svo komist hann
eigi af. Það var upphafíð að kvon-
bænastússi eldklerksins, þar sem
Katrín var höfð með í ráðum. Eitt
sinn trúir hann aðeins Katrínu og
Pétri, vini sínum á Hörgslandi, fyrir
ráðagerð sinni.
Vorið 1787 verður mikil breyting
á heimilinu á Prestbakka. Þá giftir
séra Jón þijár dætur sínar, fyrst
Sigríði, síðan Katrínu og Helgu, og
Um haustið gengur hann sjálfur að
eiga Margrétu Sigurðardóttur,
prests í Stafholti.
Jómfrú Katrín var 25 ára, þegar
hún giftist séra Bergi, en hann var
á líkum aldri; í iSGrguiÍBoí færði
brúðguminn henni 50 spesíur. Fá-
einum árum síðar lætur séra Berg-
ur þau orð falla um konu sína í
prestsþjónustubókinni, að hún sé
„guðhrædd" og „sérdeilis vel að sér
í andlegu".
Séra Bergur var alinn upp á veg-
um frænda síns, séra Jóns Stein-
grímssonar, sem kenndi honum
undir skóla. Úr Skálholtsskóla út-
skrifast séra Bergur með þeim vitn-
isburði, að hann hafi góðar náms-
gáfyr. Fyrstu árin búa þau Katrín
á Gegnishólum í Flóa, en þá vígðist
séra Bergur aðstoðarprestur
tengdaföður síns á Prestbakka og
fékk brauðið eftir lát hans. Með
þeim var alltaf kært, og fyrir kom,
að annar þeirra prédikaði, en hinn
þjónaði fyrir altari. Þegar séra Jón
er farinn að heilsu, lætur hann
tengdasoninn rita eftir sinni fyrir-
sögn kafla í ævisöguna, unz hann
gat sjálfur tekið við.
Menn voru ekki allir á sama
máli um séra Berg. Hann var forn-
legur í háttum og átti til að klæð-
ast sauðsvartri hempu við messu-
gjörðir. Sumir fundu honum það til
foráttu, að hann var vínhneigður,
og stundum þótti hann fáfengilegur
í kenningum sínum, svo að menn
hentu gaman að. Eitt sinn varð
honum það á í messu að segja, að
betra væri að vara sig, því að ekki
væri lengra niður til helvítis en tólf
stig, og þá var sumum skemmt.
En á maddömuna á Prestsbakka
féll engin rýrð; hún hélt virðingu
sinni óskertri fram í andlátið. Hún
eignaðist 13 börn, og þá liggja
ræturnar víða, þótt höggvið sé oft
í sama knérunn. Sex barna hennar
dóu ógift og barnlaus, og af þeim
dóu fjögur um tvítugt. Þtjú þeirra
dóu, meðan hún var á lífi, og sonur
Katrínar, efnismaður, drukknaði á
bezta aldri í Geirlandsá. Mörgum
árum síðar drukknaði þar dóttir
hennar, en þá var maddaman á
Prestbakka löngu komin undir
græna torfu. Sum börn sín missti
maddaman, er þau voru í blóma lífs
síns. En sjö böm hennar komust
upp og eignuðust afkomendur, og
nú er kviknað út frá maddömu
Katrínu í marga liði.
Föður sinn missir Katrín, þegar
hún er tæplega þrítug. Ekkja séra
Jóns gengur tveimur ámm síðar að
eiga séra Þórð Brynjólfsson. Séra
Þórður hafði áður átt Jórunni, dótt-
ur séra Jóns, en misst hana eftir
stutta sambúð. Þurfti nú sérstakt
leyfí fyrir hjónavígslunni, því að
séra Þórður gekk að eiga stjúpmóð-
ur fyrri konu sinnar. Maddama
Katrín yrkir við þetta tækifæri
brúðkaupsljóð, ort undir lagboða,
svo að ætla má, að kvæðið hafi
verið sungið í brúðkaupsveizlunni.
Hafi Katrínu þótt það einkennilegt,
að mágur hennar kvæntist stjúpu
hennar, þá verður þess ekki vart í
kvæðinu. Sennilegt er, að maddama
Katrín hafi ekki gert mikið af því
að flíka tilfínningum sínum, heldur
litið á samtíðina úr dálítilli fjar-
lægð, sem er oft einkenni þeirra,
sem taka örlögum sínum á réttan
hátt.
Margt í lífi Katrínar var ráðgert
fyrir fram. Um nafn hennar var
beðið, áður en hún fæddist, manns-
efnið var henni valið á barnsaldri,
og til þess var ætlazt, að maddama
á Prestbakka lifði grandvöru lífi. í
engu brást Katrín vonum manna.
Allt í lífi hennar er slétt og fellt.
En hún varpar af sér öllum mynd-
ugleik og beygir í auðmýkt kné sín,
þegar hún á efri árum yrkir bænar-
ljóð sér til afþreyingar — og verður
fyrir bragðið örlítið nálægari.
í Skáldkonum fyrri alda eru birt
tvö kvæði eftir Katrínu, Lítið bæna-
ljóð til afþreyingar og Brúðkaups;
ljóð, sem lýsa vel einlægri trú henn-
ar og góðum skáldskaparhæfileik-
um.
• Hörpuútgáfan gefur bókina út.
Hún er 368 bls. og kostar 3.480 kr.
Dagbók
Háskóla
íslands
DAGBÓK Háskóla íslands fyrir vik-
una 4.-7. desember:
Mánudagur 4. desember:
A vegum málstofu í stærðfræði
talar Rögnvaldur G. Möller, Raun-
vísindastofnun,
um granngrúpur,
net og Rússa-
setningu. Fyrir-
lestrasalur Gömlu
Loftskeytastöðv-
arinnar v/Suður-
götu, kl. 11.
Páll Skúlason
prófessor flytur fyrirlestur á vegum
Siðfræðistofnunar sem hann nefnir
„Umhverfing". Þessi lestur er sá
fyrsti í röð fyrirlestra sem Páll mun
flytja á næstunni um forsendur
umhverfis- og náttúruverndar.
Oddi, stofa 101, kl. 20.
Þórhallur Vilmundarson, for-
stöðumaður Örnefnastofnunar
Þjóðminjasafns, flytur fyrri fyrir-
lestur sinn um kirkjuleg örnefni,
en þau eru flest frá kaþólskri tíð.
Háskólabíó, salur 2, kl. 17:15. Allir
velkomnir.
Þriðjudagur 5. desember:
Dr. Steinar Johansen frá Háskól-
anum í Tromso í Noregi, flytur fyr-
irlestur sem nefnist „Structure and
Variability of mtDNA from Marine
Vertebrates". Oddi, stofa 101, kl.
16.
Miðvikudagur 6. desember:
Síðustu Háskólatónleikar þessa
misseris í Norræna húsinu kl.
12.30-13. Carl Möller píanó, Guð-
mundur Steingrímsson slagverk,
Róbert Þórhallsson, bassi, Jóhann
Hjálmarsson, skáld, og Nína Björk
Árnadóttir, skáld. Verk og stef-jazz
eftir Carl Möller og ljóð eftir Jó-
hann Hjálmarsson og Nínu Björk
Árnadóttur. Aðgangur kr. 300.
Ókeypis fyrir handhafa stúdenta-
skírteinis.
Seinni hluti fyrirlesturs Þórhalls
Vilmundarsonar, forstöðumanns
Örnefnastofnunar Þjóðminjasafns,
um kirkjuleg örnefni á íslandi.
Háskólabíó, salur 2, kl. 17:15. Allir
velkomnir.
Dagskrá Endurmenntunar-
stofnunar:
í Tæknigarði, 4.-5.des. kl. 8.30-
12.30. Lærdómsfyrirtækið (The
Fifth Discipline - The Art and
Practice of the Learning Organiz-
ation). Leiðbeinandi: Höskuldur Frí-
mannsson, Ráðgarði hf. og lektor
við HÍ.
í Tæknigarði, 6. des. kl. 8.30-
12.30. Áhrif EES á réttarstöðu
launamanna. Leiðbeinendur: Birgir
Björn Siguijónsson, Bandalagi há-
skólamanna, Gunnar E. Sigurðsson
og Þorbjörg I. Jónsdóttir, Vinnu-
málaskrifstofu félagsmálaráðu-
neytis, Hildur Sverrisdóttir, Trygg-
ingastofnun ríkisins og Elsa Þor-
kelsdóttir, Jafnréttisráði.
í Tæknigarði, 7. des. kl. 9-13.
Internet fyrir fjölmiðlafólk. Leið-
beinandi: Anne Clyde, dósent í
bókasafns- og upplýsingafr. HÍ.
í Tæknigarði, 7. des. kl. 13-17.
Réttarreglur um þjónustugjöld.
Leiðbeinandi: Páll Hreinsson, að-
stoðarmaður umboðsmanns Alþing-
is.
■----♦----------
Jólafundur
KRFÍ
HINN árlegi jólafundur Kvenrétt-
indafélags Islands verður haldinn
þriðjudagskvöldið 5. desember nk.
í kjallara Hallveigarstaða og hefst
hann kl. 20.
Fundurinn verður með fremur
heðbundnu sniði, hátíðleg skemmt-
un í léttum dúr og boðið verður upp
á léttar veitingar. Lesið verður upp
úr nýútgefnum bókum, m.a. eftir
Guðrúnu Helgadóttur, Steinunni
Sigurðardóttur og Sigurbjörgu
Árnadóttur. Sr. Auður Eir flytur
hugvekju. Einnig verður boðið upp
á ljúfa tónlist. Aðgangseyrir er 900
kr. Innifalið í verði eru veitingar,
en aðgöngumiðinn gildir sem happ-
drættismiði.
Háskóli íslands