Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÁ AKUREYRI tíi imrnm Vettvangur Hauks Gunn- arssonar er víðfeðmur. í tekur við þar og bregða sér til að móta leikhús í sömu andrá er hann að setja upp jólaleikritið á rússneska lýðveldinu Údmúrtíu. Haukur segir Akureyri, fjarstýra Sama- Elínu Pálmadóttur fjármálastjóra að leik- leikhús með sérkennum leikhúsinu sínu í N-Noregi, að allur áhugi sinn síns umhverfis. skreppa til Tromsö að ráða beinist að því að mynda húsinu sem hann ÞAÐ TOKST að grípa leikstjórann og leik- hússtjórann Hauk Gunnarsson á sunnu- dagskvöldi af því hann varð að gista á heimili foreldra sinna í Reykjavík, Gunnars J. Friðrikssonar og Elínar Kaaber, á hraðferð sinni frá Tromsö í Noregi, þar sem hann var m.a. að undirbúa með leikhúsmönnum sitt fyrsta ieikár 1997 sem leikhússtjóri og norður til Akureyrar til að halda áfram að setja upp Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams, sem frumsýna á 27. desember. Jafnframt fjarstýrir hann Samaleikhúsinu, sem nú er á leikferðalagi í Austur-Finn- mörku og Ósló, þar sem hann hitti flokkinn í ferðinni. „Eftir eitt ár tek ég við leikhúsinu í Tromsö, 1. janúar 1997, og ég þurfti að fara þangað til að taka þátt í ákvörðunum svo sem að ráða fjármálastjóra, sem líka kemur nýr að leikhúsinu rétt á undan mér,“ segir hann. Eftir fimm ára uppbygg- ingarstarf sem leikhússtjóri Sama- leikhússins í Norður-Noregi kvaðst hann hafa haft hug á að flytja sig um set þótt dvölin í Kautokieno hafi verið mjög spennandi. Og hann fékk leikhústjórastöðuna í Hálogalands- leikhúsinu í Tromsö, sem er líka uppbygginarstarf, þar sem það er fyrsta atvinnuleikhúsið í Norður- Noregi og ætlunin að það þjóni öllu því svæði. Leikhúsið byijaði 1971 og hefur metnaðarfullar hugmyndir um að færa út kvíarnar, m.a, með nýrri leikhúsbyggingu, Þessi fimm ár Hauks við Sama- leikhúsið, kvaðst hann hafa haft mikið samband við ieikflokkinn í Tromsö þótt 700 km séu á milli. Leikhúsin tvö höfðu líka samvinnu, eins og um isleikhúsið 1991 í Kaut- okieno, sem varð svo frægt að menn komu víða að til að sjá sýningu þess á Góðu sálinni í Sesúan eftir Brecht, sem var sett upp utanhúss í leik- mynd úr ís og snjó. Og þeim var boðið með sýningu á Ólympíuleikana í Lillehammer. Haukur segir starfið þarna vera bundið Samamenningunni og hafi ve.rið mjög heillandi og spennandi. Þar hafí hann fengið tækifæri, sem hann hefði aldrei fengið við önnur leikhús, að vinna brautryðjandaverk með leikhús, því samískt leikhús er engin hefð. Það er alveg nýtt fyrir Samana. Samaleikhúsið hafði bytjað 1981 sem lauslegur leikhópur, en FRÁ sýningu ísleikhússins Kautokeino, þar sem Haukur setti í upp Góðu sálina í Sesúan utanhúss í leikmynd úí ís og snjó, sem vakti mikla athygli. var sett á fjárlög eftir að Haukur tók við og hefur nú fengið stöðu sem Þjóðleikhús Sama. Uppbygging Samaieikhússins var brautryðjendastarf, sem hefur vakið mikla athygli víða, og stefna Hauks og átak þar m.a. ástæða þess að sóst er eftir honum á jafnólíkum stöðum og Tromsö og austur í Údm- úrtíu. Samísk menning tengist í austur „Okkar samíska leikhús er fyrir Sama og leikið á samísku. Það er bundið Samamenningu og var ákaf- lega spennandi að byggja það upp,“ segir Haukur. „Eitt vandamálið í samískri menningu er að hún er farin að blandast svo mikið norskri og finnsk-sænskri menningu. Sam- tímis eru Samar að reyna að haida í sitt eigið. Þegar þeir nota miðil eins og leikhús, sem berst þeim gegn um norska menningu, þá er betra að tengja heldur samíska og aust- ræna menningu en norska og sam- íska. Það á betur við, því með því undirstrikar maður þeirra sérkenni. Samísk menning er ekki norræn menning. Hún tengist meira í aust- ur, er fmnsk-úgrísk menning, sem á meira skilt við þjóðflokka í Norður- Rússlandi, á Úralsvæðinu og Síberíu. Maður sér þarna mjög lík einkenni í trúarbrögðum og lifnaðarháttum. Hreindýramenningin nær alveg frá Norður-Noregi og austur yfir til Sí- beríu. í samtali okkar kemur fram að af þessum toga er einmitt sjálfstjórn- arlýðveldið Údmúrtía langt austur í Rússlandi, sem hafði leitað til Hauks um aðstoð við sína menningu í leik- listinni. Hann þurfti að sýna blaða- manni á kortinu hvar í ósköpunum þetta ríki er, austur undir Úralíjöll- um og ekki fjarri upptökum Volgu (sjá kort). „Ég var á leiklistarhátíð í Finn- landi fyrir finnsk-úgríska þjóð- flokka. Vegna sumarleyfa gátum við ekki komið með sýningu, en ég flutti fyrirlestur um okkar leikhús," út- skýrir Haukur samband sitt við þetta framandi land. „Hjá þeim vaknaði áhugi. Vandamálin eru svo mikil fyrir þessi þjóðarbrot í Rússlandi, sem eru að reyna að finna sín ein- kenni eftir 70 ár undir Sovétstjórn. Þau hafa haft ákveðna stöðu, þann- ig að þau hafa fengið að halda sínu tungumáli og haft þjóðleikhús, þar sem þau leika á sínu máli. En verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.