Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Líffæraþegar hittust í kaffiboði hjá Tryggingastofnun Atta Islendingar hafa fengið nýtt hjarta Tryggingastofnun ríkisins greiddi á síðasta ári um 250 milljónir vegna sjúkdómsmeð- ferðar á íslendingum erlendis og ferða í tengslum við meðferð. Alls fengu 109 ein- staklingar heimild frá stofnuninni til að fara utan til læknishjálpar. Þar á meðal gengust nokkrir undir líffæraígræðslu. SNORRI Ásbjarnarson fékk nýtt hjarta fyrir þremur árum. Með honum á myndinni eru foreldrar hans, Helga Snorradóttir og Ásbjörn Helgi Árnason. ÁSDÍS Björg Stefánsdóttir byijaði að vinna í fyrradag, en hún hefur verið að ná sér eftir hjarta- og lungaígræðslu sem gerð var í september 1994. ÁTTA íslendingar hafa fengið nýtt hjarta frá því að hjartaígræðslur hófust. Fjórar aðgerðir voru gerðar í London. Einn sjúklinganna lést skömmu eftir aðgerð. Fjórir hafa þegið hjarta á Sahlgrenska sjúkra- húsinu í Gautaborg og þrír bíða þar eftir aðgerð. Mun fleiri hafa gengist undir nýrnaígræðslu. Að undanförnu hefur verið unnið að því að bæta þjónustu við líffæra- þega. Á síðasta ári tók séra Jón Dalbú Hróbjartsson til starfa sem sendiráðsprestur í Gautaborg, þar sem langflestar líffæraígræðslur eru gerðar. Samkvæmt samningi við Tryggingastofnun aðstoðar hann sjúklinga sem þangað koma til með- ferðar. Nýlega tók Tryggingastofn- un á leigu íbúð í grennd við Sa- hlgrenska sjúkrahúsið og er hún til afnota fyrir sjúklinga og fylgdar- menn þeirra, sem þar þurfa að dvelja í stuttan tíma. í gær komu um 50 líffæraþegar og aðstandendur þeirra saman í boði Tryggingastofnunar. Á fundinum var m.a. kynnt útgáfa bæklings um nýrnaígræðslu sem Félag nýrna- sjúkra hefur haft forgöngu um að semja og gefa út. Yngsti hjartaþegi á Norðurlöndum Snorri Ásbjarnarson, 7 ára, fékk nýtt hjarta fyrir þremur árum og var hann á þeim tíma yngsti hjarta- þeginn á Norðurlöndunum. Hann veiktist skyndilega þegar hann var fjögurra ára. í ljós kom að hann hafði fengið vírus í hjartað. Á tiltölu- lega skömmum tíma náði vírusinn að eyðileggja hjartavöðvann. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Maður hefði ekki trúað því fyrirfram. Hann hefur reyndar fengið smá höfnunareinkenni, en þó ekki neitt stórvægilegt," sagði Ásbjörn Helgi Árnason, faðir Snorra, þegar hann var spurður hvernig Snorra hefði gengið síðan hann fékk nýtt hjarta. Sjálfur er Snorri fáorður um hjartaígræðsluna og veikindin sem hann átti við að stríða. Hann segist ekki muna mikið eftir því sem gerð- ist. Þetta hafi gerst fyrir heilum þremur árum, „þegar hann var lítill". „Þetta gerðist allt mjög fljótt og óvænt. Á þessum tíma bjuggum við í Danmörku og vorum á leiðinni heim, Snorri var fullfrískur en skyndilega veiktist hann og varð fárveikur. Við rannsókn kom í ljós að hann hafði fengið vírus í hjarta. í fyrstu var talið að hægt yrði að halda aftur af sjúkdómnum með lyfjagjöf, en þetta fór hins vegar á versta veg. Vírusinn náði að eyði- leggja hjartavöðvann. Við vorum því send með drenginn fyrirvaralaust til Svíþjóðar svo að hann gæti gengist undir hjartaskipti." Með kornabarn og búslóð á sjúkrahúsi Ásbjörn sagði að vegna þess hvað þetta hefði alit borið að með skömm- um fyrirvara hefði fjölskyldan ekki haft mikinn tima til að búa sig und- ir aðgerðina. Sambandið við Trygg- ingastofnun hefði af þeim sökum verið lítið til að byija með. „Það var náð í okkur á sjúkrabíl og farið með okkur á sjúkrahúsið. Þar stóðum við á ganginum með farangur fimm manna fjölskyldu og vissum í raun ekkert hvert við ættum að fara,“ sagði Ásbjörn. Helga sagði að fljótlega hefði ver- ið að hægt að greiða úr bráðasta vanda fjölskyldunnar, ekki síst með mjög góðri aðstoð starfsfólks sjúkra- hússins. Hún sagði að í nógu hefði verið að snúast, m.a. að sinna nýj- asta fjölskyldumeðlimnum, sem þá var nýfæddur. Ásbjörn vill samt ekki gera mikið úr erfiðleikunum á þessum tíma. „Maður hugsar ekki mikið út í erfið- leikana sem mæta manni. Þegar við komum á sjúkrahúsið hittum við fólk sem átti í miklu meiri erfiðleik- um en við stóðum í. Maður sættir sig því við það sem snýr að manni sjálfum.“ Snorri hafði aðeins beðið eftir hjarta á sjúkrahúsinu í eina viku þegar boð komu um að hann ætti kost á hjarta, sem hæfði honum. Þessi biðtími er margfalt styttri en hjá mörgum öðrum hjartaþegum, en sumir þurfa að bíða í nokkur ár. „Það má því segja að við höfum verið heppin. Við sáum líka svo fljótt framfarir hjá honum. Hann var bú- inn að vera afskaplega mikið veik- ur. Eftir uppskurðinn sáum við strax batamerki og raunar hefur ailt geng- ið vel síðan. Því miður er það ekki alltaf þannig," sagði Helga. Byrjaði að vinna á þriðjudag Skipt var um hjarta og lungu í Ásdísi Björgu Stefánsdóttur 9. sept- ember 1994. Hún var við þjálfun og eftirlit í Gautaborg allt fram í ágúst á síðastliðnu ári. Núna um áramótin hófst nýr kafli í lífi hennar, en þá byijaði hún að vinna aftur eftir að hafa verið frá vinnu í fjölda ára. Hún starfar hálfan daginn hjá Spari- sjóði Njarðvíkur. Ásdís sagði afar ánægjulegt að geta byijað að vinna. Líf sitt líktist æ meira lífi venjulegs fólks. Hún sagðist þó áfram verða á lyfjum og sömuleiðis þyrfti hún að vera dugleg að þjálfa sig. Hún sagðist ganga á hveijum degi og hjóla og lyfta lóðum. Ásdís fæddist með hjartagalla og hefur barist við sjúkdóminn allt sitt líf. Hún var fyrst á biðlista eftir hjarta í London, en eftir að samning- ur var gerður milli íslands og Sa- hlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg flutti hún og íjölskylda hennar út. Þar beið hún eftir hjarta í tvö og hálft ár. Ásdís sagði að ekki væri hægt að líkja saman líðan sinni fyrir að- gerð og eftir. „Allt í einu gat ég farið að labba um án þess að mæð- ast. Maður þarf hins vegar aðeins að hafa hemil á sér. Það liggja eng- ar taugar til hjartans og þess vegna finn ég í reynd ekki fyrir þreytu. Ég reyni þess vegna að fara vel með mig og fara eftir leiðbeiningum lækna um þjálfun," sagði Ásdís. Ásdís sagði að þjónusta við ís- lenska líffæraþega hefði batnað mik- ið síðustu ár. Ýmis vandamál hefðu mætt sér þegar hún kom út, en Ásdís var með fyrstu hjartaþegunum sem fóru til Gautaborgar. Hún sagði mikla bót að því að Tryggingastofn- un skuli hafa tekið íbúð á leigu í grennd við sjúkrahúsið í Gautaborg. Eins væri mikill styrkur að hafa ís- lenskan prest í borginni sem sinnir þjónustu við sjúklinga. Hún sagðist því telja að Tryggingastofnun styddi vel við bakið á líffæraþegum. Segulómtæki Læknisfræðilegrar myndgreiningar hf. senn tekið í notkun Ágreiningnr við Trygg- ingastofnun óleystur Morgunblaðið/Þorkell BIRNA Jónsdóttir og Þorkell Bjarnason geislagreiningarlæknar við sfjórnborð segulómtækisins sem Læknisfræðileg myndgreining hf. hefur fest kaup á. Á myndinni til hægri er Guðrún Friðriksdótt- ir röntgentæknir við segulómtækið. NÝTT segulómtæki fyrirtækisins Læknisfræðilegrar myndgreiningar hf. (LM) í Domus Medica verður formlega tekið í notkun í næstu viku, en tækið sem nýkomið er til landsins kostar tæplega 100 millj- ónir króna að sögn Þorkels Bjarna- sonar læknis hjá LM. Ágreiningur hefur verið milli Tryggingastofnun- ar og IM um hvort Tryggingastofn- un beri að greiða fyrir rannsóknir með segulómtækinu, og segir Þor- kell að enn hafi engin niðurstaða fengist í því máli. Læknisfræðileg myndgreining hf. rekur röntgengreiningarstofu í Domus Medica í Reykjavík og fær greitt fyrir rannsóknir af sérfræði- læknislið sjúkratrygginga. LM og Tryggingastofnun gerðu samning í janúar á síðastliðnu ári þar sem m.a. var kveðið á um verulegan afslátt frá gjaldskrá sem fylgir samningnum, en í þeirri gjaldskrá eru m.a. taxtar fyrir meðferð með segulómtæki. Tryggingastofnun hefur hins vegar lýst því yfir að ekki sé sjálf- gefið að stofnunin greiði fyrir þá þjónustu. í samningnum við LM sé vísað í almennan sérfræðiþjónustu- samning Tryggingastofnunar og Læknafélags Reykjavíkur frá 1991 um önnur atriði en samningur LM og Tryggingastofnunar vísi sér- staklega til. Almennur fyrirvari sé í sérfræðiþjónustusamningnum um að hann nái ekki til nýrrar starf- semi lækna sem hafi hærri stofn- kostnað en nemi venjulegum stofn- kostnaði lækmngastofu, nema sam- þykki Tryggingastofnunar komi til. í aðdraganda samnings Trygg- ingastofnunar og LM hafi aldrei komið fram neinar fyrirætlanir um kaup á segulómtæki enda þótt umsamin gjaldskrá hafi tæknilega spannað allar tegundir röntgen- rannsókna. Ljóst sé að kaupin á segulómtækinu hljóti að falla undir ákvæði sérfræðiþjónustusamnings- ins og því sé Tryggingastofnun ekki tilbúin að samþykkja starf- rækslu segulómtækisins og muni ekki kaupa þá þjónustu. Halda í við þróun í myndgreiningu Sambærilegt segulómtæki og Lækknisfræðileg myndgreining hf. hefur fest kaup á er til á Landspítal- anum og hefur verið nokkurra vikna bið eftir rannsóknum þar. Þorkell Bjarnason sagði í samtali við Morg- unblaðið að með kaupum á tækinu væri LM einfaldlega að halda í við þróun í myndgreiningu. Tækjum af þessari gerð hefði fjölgað veru- lega víðast hvar undanfarin ár og algengt væri að eitt tæki væri á hveija 45 þúsund íbúa. Þorkell sagði að þeir sjúklingar, sem tækið væri notað til rannsókna á hjá LM, myndu greiða gjald sam- kvæmt samningi fyrirtækisins við Tryggingastofnun, en síðan yrði að koma í ljós hver viðbrögð Trygg- ingastofnunar yrðu og framhald málsins ráðast af því. I í | \ ! I I t r I I i » i £ i I i I i i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.