Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sigurlaug Rósinkrans Guðlaug Rósinkrans Nýir geisla- diskar Sigur- laugar og Guðlaugar Rósinkrans SIGURLAUG Rósinkrans er landsmönnum vel kunn síðan hún var virkur þátttakandi í óperusöng í Þjóuleikhúsinu. Síðar fluttu þau hjón, Guðlaug- ur Rósinkrans fyrrverandi Þjóðleikhússstjóri og Sigur- laug, til Svíþjóðar, en nokkru eftir lát Guðlaugs flutti Sigur- laug til Kaliforníu ásamt börn- um sínum, Guðlaugu og Ragn- ari, sem bæði hafa lagt fyrir sig tónlist. Sigurlaug, sem tók upp nafn- ið Sally Rosinkranz fyrir vest- an, hefur haft næg verkefni í söng og syngur nú í Messu í C-Minor eftir Mozart með Sin- í oníuhljómsveit Los Angeles. Hún er auk þess að vinna að upptökum á tveimur geisladisk- um og tveir hafa þegar komið út, annar undir heitinu „Sally", þar sem Sigurlaug syngur jöfn- um höndum óperuaríur og ís- lenzk sönglög, og hinn undir heitinu „Forever with Love". Jafnframt er nú kominn út fyrsti hljómdiskur Guðlaugar, sem nefnir sig Gully og yfir- skriftin á diskinum er „Shine again". Gully er tónskáld og á diskinum er eingöngu tónlist eftir hana. Hljómsveitarútsetn- ingar gerði hún sjálf ásamt Ragnari bróður sínum. Þau systkinin léku einnig á öll hljóðfærin, nema hvað cellóleikari og flautuleikari, komu til liðs við þau í einu lag- inu. BRYNHILDUR Björnsdóttir í hlutverki móður Margrétar miklu: „Þetta verk fjallar ekki bara um konur, það fjallar miklu frekar um mannlegt samfé- lag í heild sinni." Morgunblaðið/Árni Sæberg „MARGRET mikla er öfgakennd", segir Drífa Arnþórsdóttir sem liggur hér í undarlegri púlstöku hjá Agústu Skúladóttur, „í henni er bæði allt það versta og allt það besta; í henni snúast líka öll gildi við; það besta verður það versta og öf ugt." MARGRÉT MIKLA er hræði- legur ærslaleikur um konu sem er afskaplega hjálp- söm og góð", segir.Björn Gunn- laugsson, leikstjóri, „hún lætur sig ekki muna um að leysa mestu vandamál á augabragði með ýmsum meðulum; hún býður fólki sólarlanda- ferð ef það er með krabbamein og sýkir það af eyðni ef það lendir í fram- hjáhaldi og þar fram eftir götunum. Og á einhvern óskiljanlegan hátt þá reddast alltaf allt, Margrét bjargar alltaf málunum hvað sem gengur á en það getur reyndar brugðið til beggja vona um afleiðingar reddinga hennar til langs tíma litið." Lundúnaleikhópurinn frumsýnir Margréti miklu í Tjarnarbíói annað kvöld en höfundur verksins er Krist- ín Ómarsdóttir. Eins og í mörgum fyrri verka sinna Ieikur Kristín sér að mörkum raunveruleika og fant- asíu og er reynt _að birta samspil þeirra á sviðinu. í verkinu er öllu því sem „almennt" er talið til kosta kvenna; gjafmildinni, örlætinu og hugulseminni, snúið upp í andhverfu sína með kaldhæðni undir sakleysis- legu yfírborðinu. Margrét mikla vekur fólk til umhugsunar um mannlega breyskleika um leið og hún sýnir háalvarlega hluti í grát- broslegu ljósi. Kvenímynd nútímans „Margrét er öfgakennd," segir Drífa Arnþórsdóttir sem leikur titil- Hræðilegur ærslaleikur Margrét mikla er nýtt leikrít eftir Krístínu Omarsdóttur sem Lundúnaleikhópurínn frum- sýnir annað kvöld í Tjarnarbíói. Aðstandend- ur sýningarinnar sögðu Þresti Helgasyni að verkið væri eins konar skopstæling eða viðsnúningur á kvenímynd nútímans. hlutverkið, „í henni er bæði allt það versta og allt það besta; í henni snúast líka öll gildi við; það besta verður það versta og öfugt. Ég hugsa að margir geti séð sjálfa sig í Margréti." Þrjár aðrar leikkonur taka þátt í sýningunni, Vala Þórsdóttir, Bryn- hildur Björnsdóttir og Ágústa Skúladóttir, en ekkert karlhlutverk er í henni. „Þetta er kannski eins konar skopstæling eða viðsnúningur 0sz>i/tinii /uHÍci/*fnatu/ fníiil. 12.00-03.00 «A Athuiiirt ljolbr*?luin Icíl.lllíS^IIIiifVCííj'í Itjóðtiin ii|)|) á scrlcjja rjölbrcyftan niatscðil allan daginn ásamt scrstökuin tilhoðs- niatscðli í liádcginu. og á kvöldin. Láttu Kringlukránna koma 'r á óv'íirt með Ihre\ -'J á kvenímynd nútímans", segir Vala, „þar sem konan á að vera allt í öllu, á að geta allt, vera allt. Hún þarf ekki á karlmanni að halda, hún jafn- vel þolir ekki karla, hatar þá eins og lesa má úr orðum og athöfnum Margrétar miklu í verkinu." „Þetta er samt ekki feminískt verk", segir Björn, „að minnsta kosti ekki í þeim skilningi að það reki áróður fyrir ágæti kvenna eða sér- kennum þeirra." „Þetta verk fjallar ekki bara um konur," bætir Brynhildur við, „það fjallar miklu frekar um mannlegt samfélag í heild sinni." Björn segir að Margrét mikla sé mjög mikið leikhúsverk. „Það er mikið að gerast á sviðinu allan tím- ann. Og þetta er líka langt frá því að vera hefðbundið leikhúsverk. Hér gerast mjög skringilegir hlutir; leik- arar skipta um hlutverk á auga- bragði inni á sviðinu, ein persóna birtist ítrekað án þess að nokkur maður viti hver hún er eða hvers vegna hún er þarna og sífellt er verið að rífa niður það sem hefur verið byggt upp í sýningunni, rjúfa mörkin á milli ólíkra heima." Sett upp á Bretlandi Lundúnaleikhópurinn var stofn- aður að frumkvæði Önnu Hildar Hildibrandsdóttur síðastliðið haust og samanstendur af íslensku leik- húsfólki sem á það sameiginlegt að hafa sótt menntun sína til Bretlands en þetta er sennilega í fyrsta skipti sem íslenskur atvinnuleikhópur er starfræktur í útlöndum. Flestir í hópnum eru jafnframt starfandi á Bretlandi en sumir eru enn í námi. Ágústa segir að þessi hópur sé að sumu leyti afsprengi þess að Evrópa er að opnast meira. „Við höfum fundið mjög mikið fyrir því í Bret- landi að það er orðið auðveldara fyrir erlent leikhúsfólk að komast að. Bretar sjálfir eru opnari fyrir ýmsu framandi listafólki og það er auðveldara að komast í hús, það eina sem þarf er vilji og kannski dulítið af peningum." Að sögn Björns hefur leikhópur- inn í huga að setja Margréti miklu upp á Bretlandi. „Við höfum líka verið að vinna í því að setja upp leikgerð af einni íslendingasagn- anna þarna úti en þetta er allt á viðræðustiginu ennþá. Við vitum að uppsetning Sveins Einarssonar á Bandamanna sögu tókst mjög vel og ég hef starfað í leikhúsi út í London þar sem enn er verið að tala um þá sýningu. Menn eru því opnir fyrir þessu þar." $)0* #» o\ ý*J&: - á góðri stund IÐNAÐARHURÐIR - BILSKURSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL / y ISYAL-BORGAH/F. HÖFÐABAKKA 9-112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.