Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er algjör óþarfi að hafa ykkur lengur í sambandi. Það drýpur orðið smjör af hverju strái í þjóðfélaginu. Hringl úr dyrasíma í neyðarnúmer Búið að breyta símanúmeri íbúðar SKÝRINGIN á því hvers vegna maður, sem hringdi í fyrradag úr anddyri dvalarheimilisins Sunnu- hlíðar í Kópavogi í íbúð í húsinu en fékk samband við Neyðarlín- una, 112, er fundin. Hún liggur í því að íbúðin, sem áður hafði inn- anhússnúmerið 112, hafði fengið nýtt númer en því hafði ekki verið breytt á upplýsingatöflu í anddyri. Símtölin frá anddyri til íbúða fara í gegnum innanhússsímstöð og í henni var búið að breyta innanhússsímanúmeri íbúðarinnar úr 112 í annað númer. Þegar hringt var í 112 fór sú hringing í gegnum símstöðina, út í símkerfi Pósts og síma og til Neyðarlínunn- ar, þar sem starfsmaður svaraði. 112 hefur forgang í kerfinu Að sögn Eiríks Þorbjömssonar, framkvæmdastjóra Neyðarlínunn- ar hf., hefur símanúmerið 112 forgang í símkerfínu og geta því ýmsar hringingar lent inn á því númeri án þess að það sé ætlunin. Hann nefnir sem dæmi að skífu- símar sendi frá sér allskyns trufl- anir sem notendur verði ekki varir við. Það geti t.d. gerst þegar tól sé tekið upp en síðan hætt við að hringja og lagt á aftur. Þá verði truflanir sem geta farið inn á núm- er í símkerfinu og þá yfirieitt lægsta númerið. 112 sé lægsta númerið og því það númer sem svona truflanir lendi yfirleitt inn á. Eiríkur segir að starfsmenn Neyðarlínunnar sjái strax úr hvaða númeri sé hringt og komi tvær hringingar í röð úr sama númeri án þess að nokkur sé á línunni þá sé strax hringt til baka og gengið úr skugga um að ekki sé um neyð að ræða. Má búast við samslætti Eiríkur segir að á þriðjudag hafí Neyðarlínan fengið um 400 upphringingar. Þær hafi að stærstum hluta verið samsláttur eða frá fólki sem hafí verið að prófa númerið eða forrita símtæki sín með því. Hann segir að þessi símtöl hafi ekki valdið neinum vandræðum, enda sé betra að fá þau inn, þótt ekki sé um neyð að ræða, en að ekki náist samband við Neyðarlínuna. Þau símtöl, þar sem um neyð var að ræða, hafí verið gefin áfram réttum aðilum og það hafi gengið vandræðalaust. Andlát SIGURÐUR M. ÞORSTEIN SSON SIGURÐUR M. Þor- steinsson fyrrverandi aðstoðaryfirlögreglu- þjónn lézt að Drop- laugarstöðum í Reykjavík í gær, 3. janúar, tæplega 83ja ára. Sigurður fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1913 og starfaði fyrst hjá Strætisvögnum Reykjavíkur eða fram til 1940, er hann réðst til lögreglunnar í Reykjavík. Hann varð lögregluvarðstjóri 1955 og var aðstoðar- yfírlögregluþjónn frá árinu 1966 og þar til hann lét af störfum fyr- ir aldurs sakir árið 1976. Eftir það starfaði hann bæði í danska sendi- ráðinu og í utanríkisráðuneytjnu. Sigurður M. Þorsteinsson gegndi ýmsum trún- aðarstörfum, var um tíma formaður ís- landsdeildar alþjóða- félagsskapar lög- reglumanna (IPA) og í Flugbjörgunarsveit- inni starfaði hann frá stofnun hennar 1950. Hann var formaður Flugbjörgunar- sveitarinnar í 17 ár, frá 1960 til 1977 og eftir það heiðursfélagi hennar. Hann hlaut riddarakross hinnar íslenzku Fálkaorðu, auk heiðurspeninga frá öllum þjóðhöfðingjum Norður- landa. Hann var félagi í Odd- fellow-reglunni í áratugi. Sigurður M. Þorsteinsson lætur eftir sig eiginkonu, Ástu Jónsdótt- ur, og sex uppkomin börn. SigurðurM. Þorsteinsson Einar stefnir á fjórðu Ólympíuleikana Veit að ég get enn bætt Islandsmetið MEIÐSLI hafa hijáð Einar Vilhjálmsson verulega síðustu árin, en nú hefur hann náð sér af þeim og æfir af krafti - og stefnir á ijórðu Ólympíuleika sína, í Atl- anta í Bandaríkjunum næsta sumar. „Ég meiddist í æfínga- búðum fyrir Smáþjóðaleik- ana á Möltu 1993 við að reyna að gera mig kláran fyrir leikana að beiðni íþróttahreyfíngarinnar. Það var gert að skilyrði að ég keppti þar til að halda áfram að fá stuðning. Ég hafði ekki getað kastað spjóti heima því veður var slæmt á útmánuðum 1993 og inniaðstaðan sem ég hafði haft var ekki lengur til staðar. Ég fór því í æfingabúð- ir en meiddist í olnboganum." Einar kastaði 78 metra tæpa það árið og var því ekki á lista yfir þá 20 bestu í heiminum, „eins og ég hafði verið áður og féll þá út af öllum styrkjum íþróttahreyf ingarinnar strax um haustið. í apríl 1994 hætti ég í starfi sem ég var í til að snúa mér að íþrótt- inni, fór í æfingabúðir til Banda- ríkjanna en meiðslin tóku sig upp öðru sinni og aftur seinni part sumars þannig að ekkert kom út úr árinu 1994.“ Einar segist hafa þtjóskast við að fara í uppskurð; „ég fór í gegn- um þjálfunarferli þar sem ég byrj- aði oft upp á nýtt, frá hausti 1993 og fram til hausts 1994. Þá þurfti ég að byija grunnþjálfunina fjór- um sinnum og í fimmta skipti stoppaði ég. Um haustið fór ég í uppskurð eftir miklar rannsóknir og þá kom einfaldlega á daginn að bijóskbiti var laus í olnboga- liðnum sem hafði ekki komið í ljós við röntgenskoðun. Hann hefti hreyfimöguleika olnbogans, Stef- án Carlsson læknir fjarlægði þennan bita og sagði mér þá að allt yrði í fína lagi - og það hefur reynst hárrétt. Olnboginn er orð- inn minn sterkasti hlekkur í dag, enda hef ég lagt sérstaka áherslu á að þjálfa hann.“ Og Einar segir útlitið gott; „Því til staðfestingar hef ég kastað, fyrst úti í Banda- ríkjunum í haust og svo í Laugar- dalnum í desember, 75-76 metra með sjö skrefa atrennu. Og miðað við æfingadagbók síðustu 15 ára stend ég mjög vel að vígi á öllum sviðum. Sem dæmi hef ég aldrei kástað lengra en nú í desember með sjö skrefa atrennu." Einar segist hafa farið varlega °g skynsamlega í alla uppbygg- ingu eftir að hann náði sér af meiðslunum, en stefnir markvisst að fjórum stórum mótum áður en hann hættir. Hann ætl- ar sér á Ólympíuleikana í sumar, heimsmeist- aramótið 1997 og Smáþjóðaleika og Landsmót Ungmennafélag- anna sama ár. „Þetta eru þau fjög- ur verkefni sem ég vil eiga góða daga á,“ sagði hann. En hver er staða hans í dag? „Ég er í þeirri aðstöðu að ég held bara mínu striki eins lengi og ég get. Ég hef æft níu til tíu sinnum í viku síðan ég hætti í þeirri vinnu, sem ég hafði, í mars og gengið það vel við æfingar að ég sé ekki að ég geti ráðstafað tima mínum sem einstaklingur í þessu samfélagi með betri hætti næstu sjö mánuðina. Ég trúi ekki Einar Vilhjálmsson ►Einar Vilhjálmsson spjót- kastari er 35 ára, fæddur 1. júní 1960. Hann hefur þrisvar verið kjörinn íþróttamaður árs- ins hér á landi. Einar, sem stefnir nú á að keppa á Ólymp- íuleikum í fjórða skipti, í Atl- anta næsta sumar, hefur best náð sjötta sæti á þeim vett- vangi. Það var í Los Angeles 1984. Hann tók BS próf í lífeðl- isfræði frá Texas University í Austin 1985 og BBA gráðu í alþjóða viðskiptum 1991. Einar er kvæntur Halldóru Dröfn Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn, Gerði Rún, Vilhjálm Darra og Valdimar Orra. Einar er Islandsmethafi í spjótkasti, met hans er 86,80 metrar. Góður af meiðslum og útlitið gott öðru en ég nái að sannfæra ein- hveija_ um að stefna mín sé raun- hæf. Ég vonast líka til að ná að- eins meiri samstöðu íþróttaforyst- unnar um það sem ég er að gera og er að vonast eftir að fá svör sem fyrst um möguleika á komast í æfingabúðir til félaga minna í Texas, sem eru á styrk frá Ólymp- íusamhjálpinni." Þar eru Sigurður Einarsson spjótkastari, Pétur Guðmundsson kúluvarpari og Vé- steinn Hafsteinsson kringlukast- ari við æfingar. „Það má öllum vera ljóst að ég væri ekki að fara út í þetta nema ég tryði því að ég komist í úrslitin á Ólympíuleik- unum,“ sagði Einar. Hann segist enn geta bætt sig í spjótkastinu. „Ég hef trú á því, já, að ég geti bætt íslandsmetið. Þá trú mína byggi ég fyrst og fremst á líkamlegu ástandi mínu í dag og samanburði við útkomu í líkamsprófum síðastliðin ár. Það er ekkert launungarmál að það spjót sem við erum að kasta í dag __________ höfum við ekki verið að nota nema í þijú til fjögur ár, vegna þeirra breytinga sem hafa orðið á áhöldunum - ——og sá útkastshraði, sem ég veit að ég get komið spjót- inu frá mér á, á að geta skilað því lengra en 86-87 metra ef tæknileg útfærsla er rétt. Það hefur verið veikleiki hjá mér í sambandi við æfíngaskipulag að hafa verið sjálfráður að öllu leyti; ég hef verið minn eigin þjálfari, en með því að vinna t.d. með þjálf- urum sem menn hafa aðgang að í ólympíumiðstöðinni í Alabama og fá að æfa meira með þjálfurum hér heima sem Ólympíunefnd myndi aðstoða til starfans, þá veit ég að ég á eftir að ná há- marks árangri á réttum tíma.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.