Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 23 LISTIR Rushdie NOKKUR dönsk ljóðskáld hafa tekið sig til og samið ljóð í nýjii ljóðabók sem ætluð er yngstu lesendunum. Bókin nefnist „Eitt ljóð á dag" og inniheldur 366 ljóð eftir mörg helstu h'óðskáld Ðana, svo sem Benny Andersen, Piet Hein, Henrik Nordbrandt, Dorrit Willumsen, Saren Ulrik Thomsen, Per Hojholt, Hanne Marie Svendsen og Klaus Rifbj- erg. MUNKARNIR frá Silos-klaustr- inu á Spáni hafa nú eignast keppinauta. Það eru munkar frá Sant'Antimo-klaustrinu ítalska sem er í Toscana-héraði. Hafa þeir sungið 25 gregoríanska sálma inn á geisladisk. Einn ít- ölsku munkanna, bróðir Emanuele, gerði lítið úr söng spænsku munkanna í ítölskum fjölmiðlum. Sagði um gamlar upptökur að ræða frá því að 80 munkar voru í Silos-klaustri. Nú séu þeir hins vegar aðeins 30. Verði einhver gróði af út- gáfu ítölsku munkanna, verður honum varið til að gera klaust- urbygginguna upp og hjálpa nauðstöddum. ÞÝSKI rithöfundurinn Giinther Grass hlýtur dönsku Sonning- Giinther Grass verðlaunin í ár. Það eru verð- laun sem Kaupmannahafnarhá- skóli veitir árlega fyrir merkt framlag til evrópskrar menn- ingar. A meðal þeirra sem áður hafa hlotið þau eru Krzysztof Kieslowski, Vaclav Havel, Dario Fo, Simone de Beauvoir, Will- iam Héinesen og Halldór Lax- ness. Grass hlýtur verðlaunin fyrir þjóðfélagsgagnrýni og -greiningu. RITHÖFUNDURINN Salman Rushdie fær á næstunni afhent hús fjölskyldu sinnar, sem ind- verska ríkið gerði upptækt árið 1947, og svo aftur árið 1992. Húsið er í Himachal Pradesh- héraði á Norður-Indlandi og er rúmir 2.300 fm. Það var gert upptækt 1947 er fregnir bárust af því faðir Rushdies hefði flust til Pakistan. Hann f ékk húsið eftir mikið stapp en fluttist síð- ar til Bretlands og lést þar árið 1987. Fimm árum síðar var það aftur gert upptækt þar sem ekki hafði verið greiddur eignarskattur af því. Rushdie höfðaði mál og fullyrða lagasér- fræðingar að hann muni fá hús- ið aftur. Hins vegar þykir ólík- legt að hann muni nokkru sinni flytja til Indlands. AUt fallega gert TONLIST Hl jómdiskar FÍFILBREKKA REYKJA- VÍK WIND QUINTET Bernharður Wilkinson (flauta), Daði Kolbeinsson (óbó), Einar Jóhannes- son (klarinett), Joseph Ognibene (horn), Hafsteinn Guðmundsson (bás- úna). Hljóðritað í All Saints' Church, Petersham, Surrey. Styrktaf Hljóm- diskasjóði FÍT og Menningarsjóði FÍH. 1995 Marlin Records MRFD95H5. BLÁSARAKVINTETT Reykja- víkur leikur hér tónlist víðsvegar að, „ailt frá elsta þekkta lagi á íslandi til vinsælla perlna úr tón- bókmenntunum fram til okkar daga". Diskurinn hefði bara mátt vera aðeins fyrr á ferðinni, svo maður hefði getið glatt sig við hann í jólaundirbúningnum. Þetta er m.ö.o. „létt" og ljúf tónlist (líka Bach!), sem fer afar vel í tauga- kerfið og sálartötrið, fjölbreytt, stundum fyndin, stundum með dýpri undirtónum — og alltaf áheyrileg. Höfundar eru úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum, eins og komið hefur fram. Páll P. Pálsson á hér svítu, sem er raunar útsetn- ing á sex íslenskum sönglögum, sem allir þekkja. Ungverska tón- skáldið Ferenc Farkas fimm litla ungverska dansa, Mozart And- ante úr Divertimento K.270, Bach fjóra þætti úr hljómsveitarsvítum (þ.á m. hina frægu Aríu úr no 3 og lokakaflann úr no. 2), Berlioz Næturljóð heilagrar Maríu og Brahms unaðslega serenöðu Op. 16. Sibelius og Grieg koma svolít- ið við sögu með lýrísku smástykki og Norskum dansi. Ungverskætt- aða tónskáldið Denis Agay er hér með þrjá dansa, Scott Jopon með hnyttinn Ragtime-dans, Rimsky Korsakov með býfluguna sína, Tchaikovsky með söng án orða, Shostakovich með kíminn polka úr Gullöldinni og Mussorgsky Dans hænuunganna í eggjaskurn- um úr Myndum á sýningu í skemmtilegri útsetningu meðlima kvintettsins. Þarna er m.a. Schu- bert (Hver er Sylvía?) og Shubert and the Saints(!) — skemmtilegt og einstaklega fallega leikið; Jón Múli og Sigfús Halldórsson o.fl. Allt fallega gert. Maður er alltaf að hrósa þessum blásarakvintett — fer að verða þreyttur á því, þó ég þreytist ekki á að hlusta á hann. Þetta eru snill- ingar. Mjög skemmtilegur hljómdisk- ur, indæll — og „alþýðlegur". Oddur Björnsson Wvt&wtbfotfoth -kjarni málsins! 0 ...........--* /-'i -kjarnimálsins! Leiðb.: Asmundur Gunnlaugsson, jðgakennari. JOGA GEGN KUÍÐA 9. jan. (8 skipti) þri. og fim. kl. 20.00-22.00 Námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Upplýsingar og skráning: Y0GA STUDI0, HÁTÚHI 6A, REYKJAVÍK. S. 552-8550 og 552-1033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.