Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 10
ti 5/1 r u * ' T' 10 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Ásdls SÓLEY með litlu nýársstelpuna sína, Fyrsta barn ársins Keflvíkingur „Hún er alveg frábær" „VIÐ GETUM ekki farið með hana heim fyrr en hún hefur losnað við guluna. Annars er ekkert að henni. Hún er alveg frábær," segir Sóley Svein- björnsdóttir, 18 ára úr Keflavík, um frumburðinn og fyrsta barn ársins 1996. Sóleyju og Gunnari Adami Ingvarssyni, 20 ára, fædd- ist stúlkubarn tvær mínútur í eitt aðfaranótt mánudags. Litlu stúlkunni lá heldur betur á að komast í heiminn því Sóley byrjaði að fá hríðir fyrir þremur vikum eða um átta vikum fyrir áætlaðan fæðingardag 2. febr- úar. Henni voru gefnar tðflur til að seinka fæðingunni en verkirn- ir komu aftur rétt fyrir áramótin og stúlkan kom eðlilega í heim- inn tvær mínútur í eitt aðfara- nótt mánudags eða fimm vikum fyrir tímann. Engu að síður er stúlkan braggleg. Hún vó 10,5 merkur og var um 45 sm að lengd við fæðingu. Margar heimsóknir Sóley sagði að fjöldi vina og ættingja hefði gert sér ferð frá Keflavík til Reykjavikur til að bjóða Utlu stúlkuna velkomna en gaman yrði að fara með hana heim. Tvær toppeignir í Tjarnarmýri Til sölu nýjar sérlega góðar 2ja og 3ja herb. íbúðir ásamt stæðum í innbyggðu bílskýli. Vandaðar innréttingar og góð tæki. íbúðirnar eru til afhendingar nú þegar. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. FJÁRFESTING FASTEIGNASALAP Borgartúni 31,105 Rvík, s. 562 4250. Lögfr.: Pétur Þór Sigurðsson, hdl. •* Samkomulag milli erfingja Þorsteins O. Stephensen og Magnúsar Kjartanssonar hljómlistarmanns Greiðir miskabætur og lætur eyðileggja hljóðrit SAMKOMULAG hefur tekist milli erfíngja Þorsteins Ö. Stephensen annars vegar og útgáfufélagsins Leppalúða og Magnúsar Kjartans- sonar hljómlistarmanns hins vegar í kjölfar þess að útgáfufýrirtækið breytti án heimildar kvæði Þor- steins, „Jólasveinar heilsa", og gaf kvæðið út svo breytt á hljóðritinu „Göngum við í kringum". Viðurkennir Magnús, sem einn ber ábyrgð á breytingunni, að með henni hafí útgáfufyrirtækið og hann gerst sek um brot á 4. grein höf- undalaga nr. 73/1972. Samkomu- lagið felur í sér að eintök af hljóðrit- inu sem enn eru til á lager verði eyðilögð og Magnús greiði 50.000 kr. í Leiklistarsjóð Þorsteins Ö. Stephensen sem miskabætur fyrir umrætt brot. Ný upptaka verði gefin út í samkomulaginu er m.a. kveðið á um að útgáfufyrirtækið og Magn- ús Kjartansson harmi umrætt brot í garð Þorsteins Ö. Stephensen og erfingja hans og í því augnamiði að bæta fyrir brotið skuldbindi sig til að gera nýja upptöku af kvæðinu „Jólasveinar heilsa" með texta Þor- steins óbreyttum og taka þá upptöku upp á nýjan „master" af hljóðritinu „Göngum við í kringum", en hljóðrit- ið verði gefið út eigi síðar en í októb- ermánuði 1996. Þá verði skipt um öll eintök af hljóðritinu sem útvarps- stöðvar hafa undir höndum fyrir 1. nóvember næstkomandi þannig að tryggt verði að kvæðið verði flutt í útvarpi með texta Þorsteins óbreytt- um í framtíðinni. Útgáfufyrirtækið og Magnús skuldbinda sig til að afhenda Sam- bandi tónskálda og eigenda flutn- ingsréttar þegar í stað þau eintök af hljóðritinu sem enn eru til á lager hjá útgáfufyrirtækinu svo og þau eintök sem skilað kann að verða frá smásöluverslunum. Útgáfufyrirtæk- Stórsýning um Bítla- árin á Hótel íslandi STÓRSÝNINGIN Bítlaárin 1960- 1970, „Áratugur æskunnar", verður frumsýnd á Hótel íslandi 10. febrúar næstkomandi. Á sýningunni verður flutt tónlist Bítlanna og bítlaárin rifj- uð upp í máli og myndum, en fjöldi hljómlistarmanna, dansara og fleiri taka þátt í sýningunni. Að sögn Ólafs Laufdals veitinga- manns mun tíu manna hljómsveit undir stjórn Gunnars Þórðarsonar annast tónlistarflutning á. sýning- unni, en meðal söngvara sem fram koma eru Pálmi Gunnarsson, Björg- vin Halldórsson, Ari Jónsson og Bjarni Arason. Þá koma ýmsar söng- konur fram en meðal þeirra eru fímm stúlkur sem kalla sig Söngsystur. Ekki verður einungis um flutning á lögum Bítlanna að ræða, því einnig verða flutt lög annarra erlendra hljómsveita frá þessum árum og lög íslenskra hljómsveita. Ólafur segir að vel verði vandað til sýningarinnar í alla staði og hún eigi að geta höfðað til fólks allt frá sextugu og niður úr. Hann segir að verið sé að setja upp svipaðar sýn- ingar um allan heim þar sem vin- sældir Bítlanna séu miklar um þess- ar mundir. Nýtt lag-þeirra með söng Johns Lennons sé víða í efsta sæti á vinsældarlistum og von sé á öðru nýju lagi með söng hans í byrjun febrúar. Gunnar Þórðarson annast hljóm- sveitarstjórn og allar útsetningar á þeim lögum sem flutt verða á sýning- unni. Kynnir verður Þorgeir Ást- valdsson, en höfundur handrits, út- lits og leikstjóri verður Björn G. Björnsson. TILLEIQU MOtiKIN 4 Nú er tækifæri að taka ákvörðun til framtíðar! í þessu glæsilega húsi er enn til leigu 2. hæðin, samtals 576 fm. Húsið er með sérinngangi, möguleika á lyftu og skiptanlegt niður í smærri einingar. Aðilum sem áhuga hafa á að leigja umrætt húsnæði er bent á að hafa samband vfð .Byggingafélag Gylfa og Gunnars hfi í síma 562-2991 og 893-4628. ið og Magnús Kjartansson eru því samþykk að STEF sjái um að eyði- leggja þau eintök sem því verða af- hent og jafnframt að STEF leggi bann við því að kvæðið „Jólasveinar heilsa" verði flutt í útvarpi af hljóð- ritinu „Göngum við í kringum" þar til ný eintök af hljóðritinu liggja fyrir. STEF beitir sér framvegis á skipulegan hátt í yfírlýsingu frá STEF segir að samtökin harmi að það hafí nú gerst æ ofan í æ að bundnum textum við lög, sem gefin hafa verið út á hljóm- plötum, hafí verið breytt án heimild- ar hlutaðeigandi rétthafa. Af þessu tilefni muni STEF beita sér framveg- is á skipulegan hátt gegn heimildar- lausum breytingum á höfundarverk- um sem að áliti samtakanna feli í sér skýlaust brot á sæmdarrétti hlut- aðeigandi höfunda samanber 4. grein höfundalaga nr. 73/1972. Mál apótekarans í Siglufirðiíbiðstöðu Séekki önnur ráðen aðhætta „MÁLIÐ er í biðstöðu. Ég legg ekki inn lyfsöluleyfí mitt strax, þar sem gildistöku nýrra lyfja- laga var frestað, en ég sé ekki önnur ráð en að hætta rekstri apóteks hér," sagði Ásta Júlía Kristjánsdóttir, lyfjafræðingur ogjyfsali á Siglufírði. Asta Júlía sendi í lok síðasta árs fyrirspurn til heilbrigðis- ráðuneytisins um hvort ríkið myndi kaupa þær eignir, sem fylgja lyfsöluleyfí hennar, ef hún legði inn leyfið, en áður keypti lyfsölusjóður þær eignir sem fylgdu óseljanlegum lyf- söluleyfum. Síðustu greinar nýrra lyfja- laga taka gildi 15. mars næst- komandi. Með þeim má auka frelsi til að opna lyfjabúðir, m.á. til að skapa aukna sam- keppni og þar með lækka lyfja- verð. I samtali við Morgunblað- ið í nóvember sl. sagði Ásta Júlía, að hún sæi sér ekki ann- að fært en að leggja inn lyfsölu- leyfið til að sitja ekki uppi með verðlausar eignir í framtíðinni. Ef lyfjaverð lækkaði mikið á Reykjavíkursvæðinu með auk- inni samkeppni myndu íbúar á landsbyggðinni kaupa lyfin sín þar, þar sem lítil apótek á landsbyggðinni hefðu augljós- lega ekki sama svigrúm til að lækka lyfjaverð hjá sér. Eignir metnar á 20 milljónir Ásta Júlía fékk lyfsöluleyfí í Siglufirði fyrir rúmu ári og þvi fylgdu fasteignir og búnað- ur upp á u.þ.b. 20 milljónir. „Ég fékk óljóst svarbréf frá ráðu- neytinu, en þó mátti ráða úr því að ráðuneytið teldi ríkissjóð ekki skuldbundinn til að kaupa þessar eignir af mér. Ég á hins vegar eftir að ræða þetta mál nánar við lögfræðing minn og ætla jafnframt að halda áfram viðræðum við ráðuneytið." í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.