Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 19 LISTIR Komar og Melamid sýna Eftirsóttasta málverk bandarísku þjóðarinnar Á MOKKA verður opnuð á mánudaginn sýning á silki- þrykkjum af Eftirsóttasta og Síst eftirsótta málverki banda- rísku þjóðarinnar eftir rúss- nesku myndlistarmennina Kom- ar og Melamid. Um næstu helgi, laugardaginn 13. janúar, héfst svo á Kjarvalsstöðum sýning á Eftirsóttasta og Síst eftirsótta málverki íslensku þjóðarinnar, sem Komar og Melamid unnu út frá ítarlegri skoðanakönnun Hagvangs hf. á viðhorfi almenn- ings til myndlistar og því hvað landinn vill helst sjá í málverki. Sýningarnar eru samvinnuverk- efni Mokka og Kjarvalsstaða, en íslenska könnunin var gerð fyrir tilstilli Hannesar Sigurðs- sonar listfræðings sem jafn- framt sér um sýningarstjórn á báðum stöðum. I kynningu segir: „Komar og Melamid hafa tekið sér ýmislegt furðulegt fyrir hendur í gegn- um tíðina og stuðlað að fjöl- mörgum uppákomum er vakið hafa óskipta athygli listaheims- ins en þeir urðu stórstjörnur í myndlistinni í byrjun áttunda áratugarins með ádeilumál- verkum sínum á kommúnism- ann og ráðamenn hans. Nokkru fyrir fall Berlínarmúrsins og lok kalda stríðsins sneru þeir hins vegar blaðinu við og tóku óspart að hæðast að neyslusam- félaginu og hinu vestræna stjórnkerfi, lýðræðinu okkar. Val fólksins, eins og Komar og Melamid kalla þetta rannsókn- arverkefni sitt á myndlistar- menn fjöldans, hefur sennilega vakið meira umtal úti í hinum stóra heimi en nokkur annar nútímalistaviðburður að undan- förnu." í sýningarskrá frá Kjarvals- stöðum er að finna ítarlegt við- tal við Melamid um forsendur könnunarinnar, greinar um bakgrunn félaganna og hug- myndafræðilega merkingu verksins eftir Hannes Sigurðs- son, auk helstu niðurstaðna Hagvangskönnunarinnar. Kom- ar og Melamid koma bráðlega til landsins í boði Kjarvalsstaða og munu þeir halda opinn fund „með fólkinu" á Kjarvalsstöðum föstudaginn 12. janúarkl. 17. EFTIRSOTTASTA mál- verk bandarísku þjóðarinn- ar (1994) eftir Komar og Melamid. Er sá fundur skipulagður af Myndlista- og handíðaskóla ís- lands í samvinnu við Mokka og Kjarvalsstaði. Þá má einnig geta, að í framhaldi af sýningu Kolmars og Melamids í Mokka mun myndlistarkonan Borg- hildur Anna Jónsdóttir, sem búsett er í London, koma til landsins og mála samkvæmt óskum kaffihúsagesta frá 12. - 24. febrúar. Dansleik- hússpuninn „Leitin að Rómeó" í BOÐI Listaklúbbsins verður frumflutt dansleikhúsverkið „Leit- in að Rómeó" í Þjóðleikhúskjallar- anum í kvöld fímmtudagskvöld kl. 21. „Leitin að Rómeó" er dansleik- húsverk samið og flutt af þrem fyrrverandi nemum úr Listdans- skóla íslands sem allir stunda nú nám í erléndum listaháskólum. Allar í námi erlendis Þeir eru Aino Freyja Jarvela, og stundar hún leiklistarnám í Bretton Hall Uniyersity College í Bretlandi, Erna Ómarsdóttir sem stundar nám í nútímadansi í P.A.R.T.S í Belgíu og Karen Mar- ía Jónsdóttir sem stundar dans í Hogeschool voor het Kunsten í Hollandi. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða þar sem þær fh'úga út í áframhaldandi nám strax að loknu jólaleyfi. ELDSTEIKTUR VÍBON HAMBORCARl # OCANNAREINS # ÓKEYPIS ALLA VIRKA DACA í JANÚAR MILLIKL.14 0C17 TILBOPID CllDIR FYRIR ALLARTECUNDIR ELDSTEIKTRA HAMBOR6ARA AINO Freyja, Erna og Karen María munu frumflytja dansleikhús- verkið „Leitin að Rómeó" í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Rosenthal^>>w,,,r^ Brúökaupsgjafir + • Tírnámótagjafir ^ \\, • Verð við alíra hæfi /\OÚ€/l)C HÖnmin Og gæði í Sérfhkki Laugavegi 52, sími 562 4244. EIOHRSSS • FIRSKUR • SAFARÍKUR ... að dagblað f Bretlandi kostar 30 kr. í lausasölu. Fyrir það verð fæst símtal í 8 mín. innanbæjar í Bretlandi. að dagblað á íslandi kostar 125 kr. í lausasölu. Fyrir það verð fæst símtal í 2 klst. og 26 mín. innanbæjar á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.