Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Eiríkur Tómasson, hæstaréttarlögmaður, skoðar deiluna í Langholtskirkju Biskup vísar á bug ásök- unum um trúnaðarbrest IUTVARPSÞATTUM á Bylgj- unni í gær féllu stór orð hjá biskupi og formanni Pre- stafélagsins í framhaldi af ákvörðunum biskups um meðferð deilnanna í Langholtssókn. Þar sagði sr. Geir m.a. að alvarlegur trúnaðarbrestur hafi orðið milli biskups og presta. Þessu vísar hr. Ólafur Skúlason á bug og segist raunar ekki skilja hvernig sá trún- aðarbrestur ætti að hafa orðið. „Ef hann er rakinn til viðræðna minna yið ráðherra vil ég minna á að á íslandi er þjóðkirkja í dag. Sér- stakur maður er-ráðherra kirkju- mála og kirkjumálaráðuneyti er sérstakt ráðuneyti. Þess vegna er mjög eðlilegt að biskup gefi þess- um aðilum yfirlit um stöðu mála ef honum þykir ástæða til þess. Svona hefur verið farið að reglu- lega og verður vafalaust í framtíð- inni jafnvel þótt frumvarpið um stöðu, stjórn og starfshætti kirkj- unnar verði að lögum á vorþingi eins og við vonum," sagði hr. Ólaf- ur en frumvarpið leggur áherslu á aukið sjálfstæði kirkjunnar. Hann var spurður hvort hann teldi sig eiga góð samskipti við presta í landinu almennt. „Það eru til prestar sem ég myndi ekki vilja deila tjaldi með en upp til hópa má segja að samskipti mín við presta hafi verið góð. En auðvitað hafa einhverjir horn í síðu biskups- ins eins og hefur verið frá ómunat- íð," sagði hr. Ólafur. „Ég er held- ur ekki svo glámskyggn að ég sé búinn að gleyma því að auðvitað fundum við prestar, á mínum tíma, ýmislegt að en við vorum ekki að fara með það í blöðin. Þegar ég var formaður Prestafélagsins á sínum tíma fór t.d. fjarri mér að blása það út í fjölmiðlum sem ég ræddi yið biskupinn einslega." Hr. Ólafur sagði að Geir Waage gerði tvennt með athugasemdum um ummæli sín í hádegisfréttum á laugardag. „Hann tekur úr sam- hengi það sem ég er að tala um qg blæs út úr öllum hlutföllum. Ég yar að tala um mismunandi stöðu prests og organista. Ég benti á að presturinn væri skipaður af ráðherra og hann einn hefði mögu- leika til að enda þjónustu hans en sóknarnefndin réði organistann og gæti sett honum starfsskilyrði og sagt honum upp án þess að til komi íhlutun annarra aðila. Ég var að benda á þetta og hvorki að skella skuldinni á prestinn né org- anistann. Aðeins að rekja stjórn- sýslulega stöðu." Forystan stuðli að friði Haft hefur verið eftir sr. Flóka Kristinssyni að biskup hafi afhent ráðherra hirðstaf sinn. „Sú stað- hæfing er eins og hvert annað bull. Hann veit betur sjálfur. Það stóð aldrei til að ráðherra tæki að sér biskupsverk í þessu máli. En að ræða við ráðherra er annað mál. Ég hef rætt við hann um mörg mál og veit ekki til að hirðis- stafurinn hafi hrotiðúr hendi mér við það," sagði hr. Ólafur. Biskup sagðist ekki hafa trú á öðru en hann stæði jafn styrkur eftir sem áður. „En það sem skipt- ir auðvitað höfuðmáli er að kirkjan standi styrk eftir sem áður burtséð frá því hvað kann að næða um einstaklinga og það ætti nú að vera hlutverk þeirra sem standa í forystu í kirkjunni að stuðla að því að friður haldist innan henn- ar." _ Hr. Ólafur sagðist elcki hafa Eiríkur Tómasson, hæstaréttarlögmaður og lagaprófessor, hefur tekið að sér að skoða ágreininginn í Langholtskirkju og skila hr. Olafí Skúlasyni, biskupi íslands, skýrslu um hann. Jón Stefánsson, organisti, segir að sú ákvörðun biskups að kveðja til óháðan aðila uppfylli skilyrði sín íyrir því að hefja störf að loknu fríi hinn 15. janúar nk. Sr. Flóki Kristinsson, sóknarprestur, segir -------,----------------------------------------------------------------,-------------- fráleitt að Jón leiki í kirkjunni. Hr. Olafur Skúlason vísar fullyrðingu sr. Geirs Waage, formanns Prestafélagsins, um að alvarlegur trúnaðarbrestur hafí orðið milli biskups og presta, til föðurhúsanna. Hr. Olafur Skúlason Sr. Flóki Kristinsson Sr. Geir Waage / Jón Stefánsson boðið sr. Flóka aðra sókn enda hefði hann ekki vald til þess. „Hins vegar stakk ég upp á því við pró- fastinn, sr. Ragnar Fjalar, að hann athugaði hvort Flóki hefði mögu- lega áhuga á því að verða héraðs- prestur í Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra. Flóki hafnaði því boði sem lagt var fram í haust," sagði hann. Hann játti því að erfitt yrði að láta ágreininginn jafna sig. „En ég held að allir aðilar séu þreyttir á þessu og þeir sem virða kirkjuna og safnaðarlífið munu leggja sig fram um að sættir takist." Stjórn kórsins jákvæð Jón Stefánsson, organisti, lýsti yfir ánægju sinni með að biskup hefði fengið óháðan aðila að deil- unni í gær. „Ég ber mikla virðingu fyrir biskupi fyrir að setja utanað- komandi aðila inn í málið. Sú ákvörðun skapar nýjan flöt og uppfyllir skilyrði yfirlýsingar minnar um að aðstæður þyrftu að breytast til að ég kæmi til baka að loknu fríi 15. janúar. Yfirlýsing kórsins um að hann stæði með mér stendur og hann fylgir mér. Ég hef verið í sambandi við stjórn kórsins og hún er mjög jákvæð. Við viljum heldur auðvitað ekkert annað en að vera hérna áfram og við viljum gefa þessum aðila starfsfrið til að vinna sitt verk. Hann sé ekki í tímapressu að vinna málið heldur hafi þann tínia sem hann þarf." Hann sagðist ánægður með að Eiríkur Tómasson hefði tekið verk- efnið að sér enda hefði Eiríkur mjög gott orð á sér. „Ég he\d að hann sé sérlega vandaður maður, traustur og með mikla reynslu," sagði hann. Hann játti því að von- andi væri hér verið að stíga fyrsta skrefið til lausnar deilunni. Hins vegar vildi hann ekki svara því hvort mögulegt væri að þeir Flóki gætu starfað saman í kirkjunni. Hann lagði áherslu á að alltof mikil einföldun væri að segja að ágreiningurinn væri aðeins milli sín og Flóka, hann væri mun djúp- stæðari og eldri. Skapaðar erfiðar aðstæður Sr. Flóki Kristinsson sagði í gærkvöldi að eftir það sem á und- an væri gengið hlytu allar að sjá að fráleitt væri að Jón Stefánsson kæmi aftur til starfa. „Ég óskaði eftir því að hann yrði látinn leika við hátíðarnar og það var ekkert því til fyrirstöðu af minni hálfu. En það sem á eftir kom er þess eðlis að það getur ekki gengið að ég sé með samstarfsmann í helgi- þjónustu sem stendur í stríði við mig," sagði hann. Hann sagðist ekki sjá að með yfirlýsingu sinni væri Jón að stuðla að því að hægt yrði að koma á venjubundnu helgi- haldi heldur einfaldlega að skapa erfiðar aðstæður til að draga mál- ið á langinn. „En mér finnst skylda mín gagnvart söfnuðinum að stuðla að því að hann sé ekki leng- ur dreginn á asnaeyrunum," sagði hann. Sr. Flóki sagði að eftir yfirlýs- ingu Jóns um að annar hvor yrði að víkja hefði ekki verið aftur snúið. „Og þeirrar herferðar sem hann hrinti af stað til að meiða mannorð mitt og auðvitað vegna þeirrar ósvífni að ætla að reyna að koma í veg fyrir helgihald í söfnuðinum sínum. Slíkt er ólíð- andi og alls ekki hægt að komast upp með að segja svo „Allt í lagi. Ég er kominn ti\ baka,"" sagði hann. Þegar hann var spurður hvernig hann myndi bregðast við þegar Jón kæmi til starfa sagði Flóki að honum væri að sjálfsögðu velkomið sem sóknarbarni sínu að mæta til kirkju en annar verður fenginn til að sjá um undirleik. Hver sem það verður nú," sagði hann. Ekkert við Eirík að athuga Um ákvörðun biskups að fá Eirík Tómasson til að skoða deil- una sagðist Flóki ekkert hafa að athuga við að Eiríkur kynnti sér deiluna enda færi orð af honum fyrir að vera vandaður, góður drengur og traustur. Hins vegar væru kirkjulegir menn búnir að kynna sér málið og allar stað- reyndir lægju fyrir. Því væri að- eins yfirklór að fá enn einn nýjan aðila að málinu. „En ég bara vona að hann muni þá fara ofan í fjár- mál safnaðarins og helst 10 ár aftur í tímann svo að allar stað- reyndir fjármála safnaðarins liggi á borðinu en þar hefur skort á að eðlilegar upplýsingar bærust til safnaðarins," sagði hann. Sr. Flóki sagðist aðeins einu sinni hafa átt fund með biskupi. „Fundurinn var fyrir jólin. Þar lýsti ég því yfir að ég ætlaðist til þess að Jón spilaði og hann drægi til baka hótun sína. Jón virti ekki þann vilja biskupsins og biskup hefur ekki haft önnur afskipti af þessu gagnvart mér svo mér sé kunnugt," sagði hann. Hann sagði athyglisvert að málsmeðferð bisk- ups væri með þeim hætti að hún virtist beinast að persónu sinni. „Og ég minni á að organistinn fer í fýlu, segist vera kominn upp á kant við prestinn sinn og fer í frí og ekki nóg með að hann fari t frí yfir jólin heldur tekur hann kórinn með sér og gerir ráðstafan- ir til að ekki fáist aðrir til að leysa hann af. Svo segir hann að þegar hann komi úr fríinu taki hann ekki til starfa nema presturinn sé farinn. Ég spyr sjálfan mig að því hvort líklegt væri að biskup hefði brugðist svona við ef ég hefði hótað að messa ekki um jólin vegna þess að ég væri upp á kant við organistann og hefði einnig sagt ég myndi reyna að koma í veg fyrir að annar prestur myndi messa og þegar ég kæmi úr fríinu vildi ég að organistinn væri farinn annars myndi ég ekki mæta aftur til starfa. Biskupinn brást þannig við að hann bað þjóðina afsökunar fyrir hönd kirkjunnar. Hann sagði einnig: „Hvað hefur orðið allt okk- ar starf í 1000 ár? og hann fór upp í ráðuneyti og bað um rann- sóknarnefnd vegna prestsins," sagði sr. Flóki og lagði áherslu á að hann hefði örugglega ekki brugðist eins við ef hann hefði sjálfur neitað að messa. Stórt mál Geir Waage, formaður Prestafé- lagsins, tók fram að ekkert hefði orðið af þeirri nefndarskipun sem biskup hefði boðað fyrir helgi. „Ráðherra hefur afþakkað aðild að málinu og þó biskup hamri á því að í þessu máli sem og öðrum, t.d. Seltjarnarnesmálinu, hafi ráð- herra verið samstiga honum liggur fyrir, tel ég, að ráðuneytið mun ekki eiga neina aðild að þessari deilu nú." Um afstöðu annarra presta sagði Geir að menn hefðu hringt til að leggja sér ráð og spyrjast fyrir um málið. „Ég er þeim af- skaplega þakklátur. Ég held að prestar geri sér almennt grein fyr- ir því um hversu stórt mál hér hefur verið teflt. Um það er svo- sem ekkert frekar að segja á þessu stigi." Andlát DR. ANNA SIGURÐAR- DÓTTIR DR. Anna Sigurðardóttir, forstöðu- maður Kvennasögusafns íslands, lést í gærmorgun, 87 ára að aldri. Anna fæddist á Hvítárbakka í Borgarfirði 5. desember 1908. For- eldrar hennar voru Sigurður Þór- ólfsson, skólastjóri þar, og seinni kona hans, Ásdís Margrét Þor- grímsdóttir. Anna var skrifstofu og verslunarmaður í Reykjavík 1931-39 og á Eskifirði 1939-42, en þar var hún jafnframt kennari 1944-47 og 1953-57. Hún stundaði skrifstofustörf hjá Kvenréttindafé- lagi íslands 1958-64 og árið 1975 var hún ásamt fleirum stofnandi Kvennasögusafns íslands og var hún forstöðumaður þess frá upp- hafi. Anna var stofnandi Kvenrétt- indafélags Eskifjarðar 1950 og sat í stjórn kvenréttindafélags íslands 1959-69 og var fulltrúi þess á fjölda þinga og funda hér á Iandi og er- lendis. Hún var heiðursfélagi Kven- réttindafélags íslands frá 1977, Bókavarðafélags íslands frá 1985, Kvenfélagasambands íslands frá 1990 og Sagnfræðingafélags ís- lands frá 1991. Anna var sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar 1978, dqktorsnafn- bót heimspekideildar HÍ 1986 og 1987 var hún heiðruð af konung- lega norska vísindafélaginu. Bókin Konur skrifa til heiðurs Önnu Sig- urðardóttur kom út 1980. Eftir Önnu liggja bækur og mikill fjöldi sagnfræðilegra greina og ritgerða. Anna giftist árið 1939 Skúla Þorsteinssyni, námsstjóra á Austur- landi, en hann lést 1973. Börn þeirra eru Þorsteinn, deildarlög- fræðingur hjá lögreglustjóraemb- ættinu í Reykjavík, Asdís, félags- fræðingur, leikstjóri og leikari í Reykjavík, og Anna, fóstra og leik- skólastjóri í Reykjavík. ¦¦w™-w ^PÍiP^Í :«Jl^iÍiÍ Morgunblaðið/Ásdís Isinn ótraustur HLÁKAN þessa dagana í Reykja- vík hefur í för með sér að isinn á tjörninni er ótraustur og því ekki ráðlegt fyrir börn að leika sér á ísnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.