Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 21 LISTIR UPPSETNING Bastilluóper- unnar í París á óperunni La Bohéme eftir Puccini hefur fengið mikið lof gagnrýn- enda í Frakklandi. Kristinn Sigmundsson fer með eitt aðalhlutverkanna í uppsetn- ' ingunni en hann syngur. hlut- verk Colline. Blaðið International Her- ald Tribune segir að sá hóp- ur söngvara er hafi farið með helstu hlutverkin í óper- unni fyrstu dagana eftir að hún var frumsýnd hafi verið nær fullkominn. „Gwynne Geyer er lífleg og raddtær Musetta, og Jean-Luc Chaig- naud (Marcello), Frank Leguérinel (Schaunard) og Kristinn Sigmundsson (Coll- ine) mynda afbragðs bó- hemskan kvartett." Sagan hefur í uppsetningu leikstjórans Jonathans Mill- ers verið færð fram á fjórða áratug þessarar aldar, en upphaflega var La Bohéme frumsýnd í Tórínó þann 1. febrúar 1896. Þetta tíma- stökk segir gagnrýnandi Int- ernational Herald Tribune að valdi nokkrum vandkvæð- um. Nefnir hann m.a. aríuna er Colline kveður hina kæru kápu sína. Það atriði segir gagnrýnandinn David Stev- ens að væri mun trúverðug- ara ef kápan væri ekki jafn- hversdagsleg og raun ber vitni. Gagnrýnandi franska blaðsins InfoMatin lætur hins vegar ekki útlit kápunn- KRISTINN Sigmundsson fær góða dóma í frönsku pressunni. Bohéme í Bastillu- óperunni fær einróma hrós ar á sig fá og segir söng Kristins í þessari aríu vera meðal hápunkta sýningar- innar. „Þrjár mínútur af ógleymanlegum söng." Jacques Doucelin, gagn- rýnandi Le Figaro, segir uppsetninguna á La Bohéme vera veislu líkasta og ekki standa fyrri uppsetningum að baki. Hann segir þrjá af söngvurumim í aðalhlut- verkunum, hlutverkum Ro- dolphe, Mimi og Marcel, geisla af æskuþrótti. Söngur þeirra sé óaðfinnanlegur og leikur sömuleiðis. „Það væri hins vegar óréttlátt að geta ekki einnig Kristins Sigmundssonar í hlutverki Colline, hins ómót- stæðilega Jules Bastin í hlut- verki Benoit og Francks Leguérinel í hluverki Schaunards. Því miður urð- um við fyrir vonbrigðum með Gwynne Geyer í hlut- verki Musette vegna ofleiks sem verður nær fáránlegur. Jonathan Miller á hins vegar sína sök á því." Blaðið Libération segir Bohéme vera óperu þar sem söngvurum gef st f æri á að njóta sín. Segir gagnrýnandi val söngvara hafa tekist ein- staklega vel og hrósar þeim fyrir frammistöðu sína. Gagnrýnandi Le Monde er á sömu skoðun og segir sýn- inguna vel upp byggða og óperuna einstaklega vel sungna. Lokaatriði óperunn- ar hafi einkennst af þvílíkri reisn og fegurð að einungis hávaðinn í loftræstingu Bastilluóperunnar hafi trufl- að hana. Um Kristin segir gagnrýnandinn Alain Lompech að hann hafi í loka- aríu sinni veitt áheyrendum kennslustund í f ögrum söng. Kaupmannahöfn menningarborg Evrópu 1996 Opnunar- hátíð með mikilli viðhöfn MARGRÉT II Danadrottning, menningar- og menntamálaráð- herrar allra Evrópuþjóða og 650 opinberir gestir verða viðstaddir mikla opnunarhátíð, í Kaupmanna- höfn þann 12. þessa mánaðar, þeg- ar Kaupmannahöfn tekur formlega við af Lúxemborg sem Menningar- borg Evrópu 1996. Tónlistarhátíð Evrópu verður sett deginum á undan, eða næst- komandi fimmtudag, og verða tón- listarviðburðir í fjórum risavöxnum speglatjöldum á torgum miðborgar Kaupmannahafnar. Sextán hljóm- sveitir munu daglangt flytja tónlist hvaðanæva úr Evrópu og er kvölda tekur, tekur við popptónlistarflutn- ingur um borð í M/S Kronborg, sem nefnd er „Hin fljótandi menn- ingarmiðstöð Kaupmannahafnar 1996". Opnunarkonsert sígildrar tón- listarhátíðar verður svo þann 13. janúar, þegar Fílharmoníuhljóm- sveit Kaupmannahafnar flytur Fiðlukonsert Bruchs og Sinfóníu no. 3 eftir danska tónskáldið Carl Nielsen. Af öðrum viðburðum við opnunarhátíðarhöldin má nefna ljósmyndasýningar, listasýningar og skartgripasýningar um gjör- valla Kaupmannahöfn. HOGGMYND eftir Orn Þorsteinsson. Orka + steinn = mynd SÝNING á höggmyndum Arnar Þorsteinssonar myndlistarmanns verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 6. janúar kl. 15. Sýn- ingin sem nefnist „Orka + Steinn = Mynd", verður opin kl. 8-19 virka daga og kl. 12-18 um helgar. Orn á að baki feril sem listmál- ari, grafíklistamaður og mynd- höggvari. í þetta sinn sýnir hann úrval nýrra verka, aðallega úr ís- lenskum grásteini, en einnig úr marmara og grænlensku graníti. Áður hefur Órn unnið höggmyndir úr viði, bronsi og áli, bæði smærri Verk og stór verkefni fyrir opinbera aðila. Höggmyndir og lágmyndir eftir Örn er meðal annars að fínna við Foldaskóla, við Bjarkarás í Foss- vogi, á skrifstofu Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, við Grensás- laug Borgarspítalans, í Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og í Qaqortoq á Grænlandi. í nýjustu höggmyndum sínum leitast listamaðurinn við að laða fram það sem hann kallar „innra líf steinsins", það líf sem eldri kyn- slóðir íslendinga kenndu stundum við álfa og huldufólk. Um vinnu- brögð sín segir hann: „Með inn- byggðri orku sinni kveikir sérhver steinn hjá mér séstakar tilfinningar sem ég nota mér til leiðbeiningar við mótun hans." Sýningin stendur til 21. janúar. VERZLUNARSKOLIISLANDS Öldungadeild Innritað verður í öldungadeild Verzlunarskóla íslands 5.-1 1. janúar 1996 Öldungadeildin gefur kost á námi í einstökum áföngum sem jafnframt gefa einingar sem safna má saman og láta mynda eftirtalin prófstig: Próf af bókhaldsbraut (25 einingar) Próf af skrifstofubraut (26 einingar) Verslunarpróf (71 eining) Stúdentspróf (140 einingar) Ekki er nauðsynlegt að miða að ákveðnu prófi og algengt er að fólk leggi stund á einstakar námsgreinar til að auka atvinnumöguleika sína eða sér til ánægju. Við bjóðum m.a.: 104 ttma tölvunámskeiö og 104 tíma bókfærslu- og tölvunámskeið Eftirtaldar námsgreinar verða í boði á vorönn: Bókfærsla Danska Enska Franska Hagræn landafræði íslenska Líffræði Ritvinnsla Saga Stærðfræði Skattabókhald Tölvubókhald Tölvunotkun Vélritun á tölvur Þjóðhagfræði Þýska Kennsla í öldungadeild fer fram kl. 17.30-22.00 mánudaga til fimmtudaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.