Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ókeypis lögfræðiaðstoð í kvöld milli kl; 19.30 og 22.00 ísíma 551 1012. Orator félag laganema. HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ 03 Viltu auka aflcöst í starfi um aila framtíð? £3 Viltu margfalda afköst í námi? EUl Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju? Ef svar þitt er jákvætt, skaltu skrá þig strax á næsta hrað- lestrarnamskeið sem hefst fimmtudaginn 25. janúar n.k. Skráning er í símum 564-2100 og 564-1091 urmi clzru *í koniiu^s um mynd íí"> I IRAJDIJESTT^ArœKÓLINN r~~s~~ >T V" ~v v—v"~ '-v—v"~v-\ >\ 1 H >l íi >L Utsala - útsala 50% afsl. alltaf í vesturkjallaranum. Mikið af: Bútasaumsefnum frá 296,-, jólaefnum frá 365,- fataefnum frá 150,- gardínuefnum o.fl. VIRKA Mörkin 3 við Suðurlandsbraut. Sími 568-7477 Opið mán.-föst. kl. 10-18 og laugard. ki. 10-14. «—A^_-/>-----\— _A*_-A. .->V.. J< S kri fstofutækn i Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrif- stofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vínnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: S Handfært bókhald ¦ Tölvugrunnur 8 Ritvinnsla m Töflureiknir M Verslunarreikningur 9. Gagnagrunnur g Mannleg samskipti Wk Tölvubókhald B Lokaverkefni STARFSMENNTUN fjárfestíng til framtíðar „Ég haföi samband við Tölvuskóla Islands og ætlaði að fá undirstöðu í bókhaldi og var mér bent á skrif- stofutækninámið. Eftir að hafa setið þetta nám þá tel ég mig mun hæfari starískraft en áður og nú get ég nýtt mérþá kosti, sem tölvuvinnslan hefur upp á að bjóða. Ég mæli eindregið með þessu námi." Ólafur Benedíktsson, starfsmaður Glófaxa. Öll námsgögn innifalin lÍ Tölvuskóli íslands Höfðabakka 9 • Sími 567 14 66 IDAG Hlutavelta ÞESSI duglegu börn sem eru í 6. bekk E.B. í Selja- skóla stóðu fyrir fjársöfnun á dögunum. Söfnuðu þau 5.050 krónum sem þau gáfu í söfnun Rauða kross ís- lands fyrir börn í Júgóslaviu. Með morqunkaffinu Ást er að njóta sólar, en gæta þess að hún brenni ekki. TM Rag U.S. Rat Oft. — flll rigWs nmtnoú (c) 1895 Le* Angrtss Hmm SyndcsM ÞETTA byrjaði þannig að ég rétti hondina út tU að athuga hvort hann rigndi. Þá lét vegfarandi 50 kall í lófa mér og síðan varð ekki aftur snúið. SKAK Umsjón Margeir Pétursson HVITURleikur og vinnur Staðan kom upp á Guð- mundar Arasonar mótinu í Hafnarfirði í desember. Færeyjameistarinn Eyðun Nolsoe (2.111 dönsk stig) var með hvítt og átti leik, en Bandaríkjamaðurinn James Burden (2.160) hafði svart. 29. Hxe5! - dxe5 (Eftir 29. - Hxe5 30. Df6+ fellur svarti hrókurinn á h8) 30. Bg4! og svartur gafst upp því hann á ekki viðunandi vörn við hótuninni Hfl-dl+ Eyðun Nolsoe er kunnur tónlistarmað- ur í Færeyjum, en býr í Kaupmannahöfn. Hann fór heim til Þórshafnar í haust til að leika á styrkt- artónleikum vegna náttúruhamfara á ís- landi. Þrátt fyrir að hafa nóg á sinni könnu kom hann á óvart á Guðmundar Arasonar mótinu með ágætri frammistöðu en þó ekki síður með mikilli bók- legri þekkingu. Hann var ekki á stiga- listanum fyrir mótið, en kemst nú inn með 2.170 stig og var að yonum ánægður með það. Árang- urinn hefði þó getað orðið ennþá betri, hefði hann ekki tapað fjórum skákum í röð um miðbik mótsins. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Til umhugsunar í UPPHAFI var Orðið og Orðið var frá Guði. Til- vitnun. Vissulega er þetta sannleikur. Orðið hefur bara því miður ver- ið misnotað gegnum ald- irnar, af milliliðum, sem enn þann dag í dag túlka Orðið hver með sínum hætti. Allir vilja þeir til- einka sér Guð og þykjast vita allt um hans vilja og sökum þess berast menn á banaspjótum. Listin, tónlist, söng- list, málaralist, sú ágæta þrenning, hefur aldrei sundrað. Hún hefur sam- einað þakklæti okkar mannanna til Skaparans, sem gaf okkur lífið. Að mínu viti er listin Guði til dýrðar, driffjöðr- in í starfi kirkjunnar. Með ósk um einingu í einum söfnuði landsins, Langholtssöfnuði. Guðrún Jacobsen, Bergstaðastræti 34, Reykjavík. Tapað/fundið " Selskinnshúfa tapaðist BRÚN selskinnsderhúfa tapaðist rétt fyrir jól, mögulega einhvers stað- ar í Kringlunni eða í mið- bænum nálægt Hótel Borg. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 568-1724. Göngustafur fannst GÖNGUSTAFUR með silfurhandfangi fannst fyrir utan gæsluleikvöll- inn við Tunguveg. Vitja má stafsins þar eða hringja í síma 553-2007. Jakki, peysa og trefill töpuðust DÖKKGRÁR ullarjakki af gerðinni French Con- netion var tekinn í mis- gripum á Hótel íslandi á gamlárskvöld. Á sama snaga var líka ljósgrá, þykk peysa og ljósgrár trefill. Kannist einhver við að hafa þessi föt í fórum sínum er hann beðinn um að hringja í síma 565-6405. Fundar- laun. Eyrnalokkur fannst GULLEYRNALOKKUR fannst á Kirkjubraut, Seltjarnarnesi, á nýárs- dag. Upplýsingar í síma 561-2006. Páfagaukur fannst LÍTILL páfagaukur flaug inn um glugga í Eskihlíð um hádegi á gamlársdag. Upplýs- ingar í síma 552-3889, HOGNIHREKKVISI ' þetta, er 'éféir/itémaður bamsinó: Víkverji skrifar... VÍKVERJI var að blaða í til- boðshefti, sem sent var inn á öll heimili í Reykjavík. Þar er m.a. að finna allmörg tilboð um pizzur eða flatbökur eins og ein- hver stakk upp á sem nýyrði yfir þennan ítalska rétt, sem svo mjög hefur orðið vinsæll hér á landi á síðustu árum. í þessum litla pésa var tilboð frá einum flatbökuframleiðandanum, sem auglýsti „fría heimsendingar- þjónustu" á flatböku, sem var lýst með þessum hætti: Hún átti að vera 16 þumlungar í þvermál og henni fylgdi 12 þumlunga langt hvítlauksbrauð og 2 lítrar af Coca Cola. Verðið var 1.595 krónur fyrir þennan skammt og sem sagt frí heircisendingarþjónusta. í sömu auglýsingu var síðan aug- lýst önnur baka, sem var lýst þann- ig: Hún átti að vera 16 þumlungar í þvermál og henni fylgdi 12 þuml- unga langt hvítlauksbrauð og 2 lítr- ar af Coca Cola, en tilboðsverðið var 1.290 krónur eða 305 krónum lægra en á flatbökunni sem send var heim. Ekki kom fram hver munurinn væri á bökunum, en hann hlýtur að hafa verið talsverður úr því að tekið var fram í fyrra tilboð- inu, að heimsendingarþjónustan væri „frí". ANNARS eru tilboð í kapp- hlaupinu um athygli neytenda oft spaugileg í jólaamstrinu. Vík- verji frétti af því að fyrirtæki hér í borg hefði boðið sælgætið M&M, sem eru skærlitar litlar súkkulaði- pillur, „ókeypis" með einu skilyrði þó: að menn keyptu lítinn plast- karl, sem merktur var framleiðanda súkkulaðipillnanna, M&M. Keyptu menn kariinn fylgdu 800 g af pillun- um með. Skýringin á þessu mun vera sú að heilbrigðiseftirlitið mun hafa bannað sölu á þessum M&M súkku- laðitöflum, þar sem það sá eitthvað athugavert við litarefnin, sem notuð eru í sykurhúðunina á töflunum. Ríkið heldur þó áfram að selja þess- ar litlu súkkulaðitöflur í fríhöfninni í Leifsstöð og blæs á öll fyrirmæli heilbrigðiseftirlitsins, sem sjálfsagt hefur ekki lögsögu í Leifsstöð - eða hvað? Hvers vegna er leyfilegt að selja þessar töflur þar syðra en ekki á almennum innlendum mark- aði?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.